Vísir - 21.12.1962, Side 1

Vísir - 21.12.1962, Side 1
52. árg. — Föstudagur 21. desember 1962. — 288. tbl. Samningur upp á 320 millj. króna í gær komu forstjórar allra hinna íslenzku olíufélaga inn í anddyri gamla Arnarhvols og inn í samkomusal sem er þar i ráðuneytishúsinu. — Þangað komu og tveir rússneskir full- trúar og starfsmenn viðskipta- máiaráðuneytisins. Það sem þarna fór fram var að undirrit- aður var olíukaupsamningur milli Rússlands og íslands. Fyr ir hönd islands undirritaði samninginn dr. Oddur Guðjóns- son ráðunautur viðskiptamála- ráðuneytisins en fyrir hönd Rússa Petoukov forstjóri olíu- útflutningsdeildar Sovétríkj- anna. Samningur þessi sem gildir Frh. á bls. 5 Við undirritun olíusamningsins við Rússa í gær. í fremri röð: Pokrovsky aðstoðarverzlunarfulltrúi við rússneska sendiráðið, Petoukov forstjóri olíuflutningsdeildar Rússa og dr. Oddur Guðjónsson ráðunautur viðskiptaráðuneytisins. í aftari röð Ámi Þorsteinsson og Vil- hjálmur Jónsson báðir frá ESSO, Hallgrímur Hallgrímsson frá Shell, Yngvi Ólafsson málafulltrúi viðskiptamálaráðuneytisins og Hreinn Pálsson frá BP. Nýir síldarmarkaðir: Otlit fyrir síldarsölu tilFrakk lands og Beneluxlandanna Um þessar mundir athugar Síld- arútvegsnefnd möguleika á sölu Suðurlandssíldar tii Beneluxland- anna og Frakklands, og er útlit fyrir, að hægt sé að selja þangað takmarkað magn, en þessi lönd hafa ekki áður keypt síld af ís- lendingum. Þetta kom fram í viðtali, sem Vfsir átti við Gunnar Flóvenz, framkv.stj. Síldarútvegsnefndar um vetrarsíldveiðarnar og sölu afl ans. — Hvernig gengur framleiðsla á saltsíld upp í gerða samninga? — Heildarsöltunin er nú kom in upp í 72 þús. tn. og er mestur hluti þess magns venjuleg saltsíld. Er því langt komið að verka það magn, sem seit hefur verið fyrir- fram af þeirri síld, enda ekki seinna vænna, þar sem fitumagn síldarinnar fer nú minnkandi en yfirleitt er ekki unnt að nota horaðri síld en 15% til verkunar á venjulegri saltsíld. Aftur á móti má nota mun magrari síld til fram ieiðslu á edikssaltaðri síld og ein staka öðrum tegundum. — Hvernig gengur framleiðsla á flakaðri síld? Sú framleiðslá hefur, það sem af er vertíð, gengið mun verr en bú- izt hafði verið við. Stafar það fyrst og fremst af vinnuaflsskorti, en flökunin krefst allmikillar vinnu, einkum fyrir Ameríkumark- að, þar sem roðfletta verður flök- in sem fara á þann markað. Mik- ið er talað um það, að vinna beri síldina sem mest hér heima. Þeg- ar loks hefur tekizt að tryggja söluna á all miklu magni af flök- um og flattri síld, kemur í ljós, að ekki er unnt að framleiða nema mjög takmarkað fólkseklu. magn vegna Kaupendur leggja afar mikla á- Frh. á bls. 5. Togari / land- helgi Kl. 6,30 f morgun kom varð- skipið Þór með brezkan togara til ísafjarðar, er tekinn var að meintum ólöglegum veiðum fyr ir austan Horn í gærkvöldi. Tog ari þessi heitir Boston Wellval og ber einkennisstafina FD 209 Réttarhöld i máli skipstjórans eru að hefjast. — I morgun var suðvestan veður með élja- gangi á ísafirði. Togarinn var 1,8 sjóm. fyrir innan takmörkin hjá Geirólfs- gnúp. En þegar hann var stöðv aður var hann 1 sjóm. fyrir inn an. Þetta er nýr togari, byggð- ur á þcssu ári. Hann hafði ver ið 13 daga i veiðiferðinni og var afli lítill. Fjárlög samþykkt og þingi frestað í gærdag var fjárlagafrum- varpið afgreitt sem lög til ríkis- stjórnarinnar og þinginu var frestað fram yfir jól og ekki lengur en til 29. janúar næstkom andi. í gær var fundur i Samein uðu þingi og fóru þ* fram at- kvæðagreiðslur um breytinga- tillögur (þriðja umræða). Voru allar tillögur fjárveitingarnefnd- ar samþykktar ásamt einni til- Iögu frá Einari Olgeirssyni um styrk til grænlenzks stúdents til náms í íslenzkum fræðum hér. Aðrar tillögur stjórnarandstæð- inga voru allar felldar. Var sið- an frumvarpið í heild svo breytt samþykkt með 33 samhljóða at- kvæðum. Framh. á bls. 5. Guðmundur i. Guðmundsson — segir Guðmundur í. Guðmundsson Guðmundur i. Guðmundsson utanrikisráðherra kom i gær heim frá fundi utanrikisráðherra NATO-ríkjanna, sem haldinn var í síðustu viku. Vísir spurði ráðherrann frétta í morgun og sagði hann m.a. — í stuttu máli sagt þá eru á fundi sem þessum fluttar skýrslur um alþjóðamál og síð- an ræða fulltrúarnir almennt um alþjóðamál og hermál. Það kom mjög greinilega fram að menn voru á einu máli um að Bandaríkjanna hefðu brugðizt skjótt og viturlega við aðgerð- um Rússa á Kúbu. Þá var það talið mjög þýðingarmikið fyrir bandalagið hve bandalagsríkin stóðu eindregið á bak við Banda ríkjamenn í þessum aðgerðum. í sambandi við hermálin var rætt um vopnabúnað yfirleitt, venjuleg vopn og kjarnorku- vopn, En ekkert er gefið út um það opinberlega. Mér er hins vegar óhætt að segja að það hafi enginn ágreiningur verið meðal fulltrúanna hvorki um þau mál né önnur, sem þarna voru rædd. — Hverjir voru mestráðandi á fundinum? — Allir ráðherrarnir tóku þátt f umræðunum. En þar höfðu Bandarfkjamenn mest að segja, ekki sízt vegna Kúbu og hermálanna. Einnig flutti brezki utanríkisráðherrann mjög at- hyglisverða ræðu. Stikker, fram- kvæmdastj. bandalagsins gat ekki stjórnað fundunum, eins og venja er að framkvæmdastjór- inn geri, en í hans stað kom aðstoðarmaður hans, Italinn Col onna. Hann var sendiherra ítal- íu á íslandi, þar til fyrir ekki löngu síðan og á marga kunn- ingja hér heima. En utanrfkis- ráðherra Breta var að þessu sinni forseti fundarins, setti hann og sleit honum. Þetta er heiðursstaða sem fellur ráðherr unum í skaut eftir stafrófsröð landanna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.