Vísir - 29.12.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 29.12.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. — Laugardagur 29. desember 1962. — 293. tbl. iA TA fundur um Loft leiðumúliB í Purís ÞaS hefur nú verið ákveðið að IATA-funduriiiii sem á að fjalla um deilu SAS og Loft- leiða skuli haldinn í París dag- ana 7. og 8. janúar. Á fundl þessum munu mæta fulltrúar allra þelrra 16 flugfélaga sem eru innan IATA, sem hafa á- skilið sér rétt til að taka lægri fargjöld eins og Loftleiðir fyrlr ferðlr með skrúfuknúnum flug- vélum. Á fundi þessum munu mæta margir fremstu forystumenn SAS, svo sem forstjóri þess, Carl Nilsson, og maður sá sem stjórnar Atlantshafsflugferðum félagslns. Verður þá sfðasta tækifæri fyrir SAS að ákveöa það hvort það tekur upp harða samkeppni við Loftleiðir með lágum fargjöldum. Varla er þó búizt við að slfkt leysi vanda- mðl þessa stóra flugfélags, þar sem buast má við að með þvf dragi úr farþegaflutningum með stóru þotunum. I Nú flykkjast unglingarnir — og reyndar þeir fullorðnu Iíka — til kaupa á flnopMíim fvrTr fffn^riilff"''?! í fYliTJ slmt" Reykvíkingar eídum fyrlr meir en, milljón króna til lofts á þessu eina kvöldi. Hver verður upphæðin f ár? MIKIÐ ÚRVAL AFFLUGELDM Fyrir þessi áramót hafa verzl-1 sögunni, enda er hvort tveggja anir á boðstólum meirá úrval flug- bannað með öllu, öllum til mikillar elda, blysa og skrautelda alls konar ánægju. Þess f stað fást nú ókjörin en nokkru sinni fyrr. Kínverjar og öll af alls kyns kostulegum hlut- sprengjur eru nú sem betur fer úr I um, sem gleðja augað án þess að 55 banaslys í ár Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu f gær, hafa orð ið samtals 55 dauðaslys á fslandi á árinu sem nú er að kveðja. Þetta er 5 banaslysum færra heldur en á árinu sem leið. Sjðslysin eða drukknanir eru flest, samtals 35. Þau skiptast þannig niður að 17 hafa farizt með , skipum, 8 féllu útbyrðis og 10 drukknað við land, eða í ám og vötnum. Banaslys af völdum umferðar á landi urðu 11 talsins, þar af 7 sem urðu fyrir bifreiðum, 2 sem slös- uðust til bana f bifreiðum og loks tvö önnur banaslys í sambandi við bifreiðaakstur. Flugslys urðu einum manni að bana, þrír létust af völdum bruna, tvö dauðaslys urðu á vinnustað og loks 3 banaslys af öðrum ástæðum þ. e. af vöidum hraps, byltu og þess háttar. meiða eyrað eða taugarnar. Er þetta ánægjuleg þróun. Verzlunarstjórinn í ' Vesturröst skýrði fréttamanni Vfsis frá því í morgun, að meiri sala væri nú í flugeldum og skrauteldum en nokkru sinhi fyrr, og taldi hann, að það stafaði fyrst og fremst af auk- inni fjölbreytni bæði af innlendum flugeldum og innfluttum skrauteld- um og gamantækjum af ýmsu tagi, sem mest eru flutt frá Bretlandi, Spáni og Þýzkalandi. Virtist fólk nota sér þetta aukna úrval, verzl- aði fyrr en áður, enda væri lítill tfmi til þess á gamlársdag að út- skýra fyrir fólki, hvað hinir ýmsú hlutir gerðu, þá væri annríki orðið svo mikið og sala mest í flugeldum. N/EStl ÚTGÁFUDAGUR Vísir kemur næst út miðvikudaginn 2. janúar Smyglaðar sprengjur í umferð Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni f Reykjavfk Cr allmikið um það að smyglaðar sprengjur hafi fundizt f fórum unglinga, sem hafa verið að sprengja þær á göt- um úti. Sérstaklega bar mikið á þessu Iaugardagskvöldið fyrir jól, en þá voru piltar á ýmsum aldri með því líkar sprengjur í miðbænum og voru að sprengja þær þar. Lögregl an náði f heilan hóp þessara pilta, sumir um eða innan við fermingar- aldur, aðrir eldri, jafnvel komnir yfir tvítugt. Piltarnir voru fluttir f lögreglustöðina, þar sem birgðirn ar voru teknar af þeim, að þvi búnu var þeim sleppt, en sprengj- urnar hins vegar gerðar upptækar. Tómas Einarsson rannsóknarlög- reglumaður tjáði Vísi að f fyrradag hafi lögreglan tekið pilt sem var að selja svokallaðar Camel-hvell- sprengjur hér f borg. Við yfir- heyrslu játaði pilturinn að hafa keypt 11 karton, eða 330 stykki af þessum sprengjum, af manni, sem hann kvaðst ekki vita nein deili á, en keypt þær af honum f húsasundi. Hann sagðist hafa borg- að 50 krónur fyrir hvern pakka, en Frh. á bls. 5. Geysimiklir markaiir töpuðust Ráðinn lektor Nýlega var í fyrsta sinn aug- lýst laus til umsóknar staða lektors í fslenzku við Freie Universitas í Vestur-Berlín. — Umsækjendur voru tveir, Árni Björnsson og Kristján Árna- son, og var sá fyrrnefndi val- inn á hinum þýzka háskóla. FLAKAÐA SÍLDIN IR FRAMTÍ0IN „Við höfum aldrei haft eins mikla möguleika á að selja og kynna Suðurlandssíldina á ný.i- um mörkuðum og í haust, svo sem f Englandi, Hollandi, Belg- íu og Frakklandi, ef við hefðuin getað boðið hana er hún var bezt til söltunar. En verkfallið á síldveiðiflotanum kom í veg fyrir að unnt væri að hagnýta þessa dýrmætu möguleika og olli það óbætanlegu tjóni". — Þannig fórust Jóni L. Þórðar- syni i Sfldarútvegsnefnd orð við Vísi i gærkvöldi. VONIR UM NÝJAR SÖLUR Jón sagði að nú væri að verða búið að salta upp í gerða samninga um sölu á saltsíld, en Síldarútvegsnefnd ynni sleitu- laust að því að reyna að selja meira. Vonir stæðu til þess, eri það væri engin vissa, að unnt yrði að selja meira til Sovét- ríkjanna og Rúmeníu, og fleiri landa. VANTAR MIKIÐ AF FLAKAÐRI SÍLD Tekizt höfðu fyrirframsölur á 25 þús. tunnum af flakaðri sfld til Vestur-Þýzkalands og 8 þús- und tunnum af flakaðri síld til Ameriku. En á sama tíma og heita má að búið sé að verka upp í salt síldarsamninga, yant ar mikið á að verkað hafi verið upp í samninga um flökuðu sfldina. Hingað til hefir meg- ináherzla verið lögð á að verka saltsfld og frosna sfld. HUN er þó FRAMTÍÐIN. > Jón Þórðarson sagði að þetta væri mjög slæmt með flökuðu síldina, þvf að mesta framtfð væri einmitt í sölu hennar, t.d. til Vestur-Þýzkalands og Ame- ríku. Auk þess væri sfldarsalt- éndur hér búnir að kaupa dýr- ar flökunarvélar og öll efni stæðu til þess að við hagnýtt- um þessa verkunaraðferð. mcsEssi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.