Vísir - 29.12.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 29.12.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Laugardagur 29. desember 1962. 5 30 þúsund kr. skaðabœtur auk vurðhulds fyrir árás Síðustu sýningar í sakadómi Reykjavíkur var maður nokkur dæmdur í 30 daga varðhald skilorðsbundið og 30 þús. króna skaðabætur fyrir lík- amleg meiðsli, sem hann veitti maiini í átökum norður á Siglufirði í júnimánuði í fyrra. Málsatvik eru í aðalatriðum sem hér greinir: Laugardagskvöldið 3. júlí 1961 var dansleikur haldinn að Hótel Höfn á Siglufirði í tilefni sjó- mannadagsins. Ákærður var á dansleik þessum og gerðist mjög ölvaður. Lyktaði veru hans þar þannig, að dyraverðir hússins fjar- lægðu hann úr húsinu nokkru eftir miðnætti, enda hafði hann þá, að sögn dyravarða haft í frammi miklar óspektir. Kváðust dyra- verðir hafa orðið að beita ákærðan valdi, þar sem hann vildi ekki fara út með góðu, en ekki hefði hann verið beittur neins konar harð- ýðgi umfram það, sem venjulegt er og nauðsynlegt í slíkum tilfellum. Ákærður hefur sjálfur fyrir dómi talið sig sökum ölvunar muna lítið eftir því, sem gerðist á umræddum dansleik, kvaðst þó viss um, að hann hefði ekki verið með óspektir í danssalnum og taldi dyraverði hafa komið fram af fullkomnum fantaskap og skilið hann eftir meðvitundarlausan fyr- ir framan húsið. TRÚLOFUNARHRINGAR Gssrðnr Ólofsson ÚRSMIÐUR LÆKJARTORGI Simi 10081 FYRIR GAMLÁRS- KVÖLD Enskir skrautflugeldar Skipa flugeldar Yokerblys Bengalblys Gosfjöll Stjörnuregn Sólir Stjörnueldspýtui Stjörnuljós og fleira seljum við ódýrt, sama hvort keypt er fyrir 50 aura eða 100 krónur. Laugaveg 13. Forstöðumaður dansleiksins, maður hálffimmtugur að aldri, varð var við að ákærður lá á gang- stéttinni fyrir utan hótelið. Hafði hann þá tal af öðrum dyravarð- anna, er taldi ekki ráðlegt að hug- að væri að ákærðum, enda hafi lögregla þegar verið kvödd á vett- vang. Forstöðumaðurinn áleit þó skyldu sína að bjóða ákærðum hjálp svo fremi sem hann þarfn- aðist hennar. Gekk hann í þessu Kennedy — Framhald af bls. 16 ELDFLAUGAR OG KJARNORKUVOPN Kennedy ræddi einnig mikið um hernaðarstöðuna eins og hún er nú milli austurs og vest- urs og ræddi um þýðingu kjarn orkuvopna og eldflauga. Hann var 'mjög ákveðinn þegar hann skýrði frá þvl að Bandaríkin myndu ekki veitta Frökkum neina aðstoð til að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Hann sagði að það hefði mikla þýð- ingu að Bandaríkjamenn hefðu nú komið sér upp eldflauga- stöðvum neðanjarðar. Það gerði það að verkum að Rússar gætu ekki slegið þá út af laginu í fyrstu lotu. í lok samtalsins benti Kenn- edy á þá athyglisverðu stað- reynd, að ef Bandaríkjamenn hefðu ekki tekizt skyldur á herðar að verja vestræna menn ingu í stríðslok væri líklegt að kommúnisminn hefði flætt yfir allan heiminn. Þessi kvikmynd var stór at- hyglisverð og ætti að gefa fleir um kost á að sjá hana. Smyglaðar — Framh at ols. I. selt aftur á 75 krónur, nema þegar hann seldi í stykkjatali, þá seldi hann hverja sprengju á 3 krónur. Af þeim 11 pökkum, sem piltur- inn taldi sig hafa keypt, var hann búinn að selja 8 þegar hann náðist, en 3 pakka sem eftir voru gerði lögreglan upptæka. Tómas sagði að það væri eink- um tvær tegundir sprengja sem eru í umferð, þessar Camel- sprengjur, og önnur gerð sem ber nafnið Bandit-sprengjur, en þær eru báðar bannaðar af Iögreglu- yfirvöldunum, þannig að hvorki sala þeirra né notkun er heimil. Eru talsverð brögð að því að strák ar fara að húsum, hringja dyrabjöll um og varpa sprengjunni inn um dyragættina um leið og opnað er. Þær mynda háan og mikinn hvell, en eru að öðru leyti yfirleitt ekki hættulegar. Þó geta þær valdið íkveikju ef þær Ienda á eldfimu efni, og eins valdið meiðslum ef þær springa t.d. á andliti fólks eða við hörund. Mestar líkur eru taldar á að sprengjum þessum hafi verið smygl að með skipum og skömmu fyrir jól komust tollverðir yfir 20 þús- und stykki, sem átti að koma í land úr m.s. Arnarfelli. Seyðísfjarðarm. <— Framh. at bls 16. í að fjarlægja muni frá fanganum, er hann var lokaður inni. Slökkviliðsstjóri rannsakar bruna ! leifarnar til að kanna hvort þar finnist nokkrar eldspýtur, en eigi hafði setudómaranum borizt skýrsla um það. skyni að ákærðum, en þá skipti það engum togum að ákærður sparkaði í hægri öxl forstöðu- mannsins, þreif um leið til hans og dró niður. Veltust þeir um stund i götunni þar til menn komu forstöðumanninum til hjálpar. Lögreglan kom á vettvang ör- skömmu síðar. Var ákærður þá í miklum árásarhug, þannig að lög- reglan varð að handjárna hann. Síðan var hann færður í fanga- geymslu. Af forstöðumanninum er það hins vegar að segja að hann fékk miklar þrautir í öxlina eftir spark- ið og fór strax sömu nótt til lækn- is. Læknirinn taldi að það tæki hinn slasaða alllangan tíma að ná sér aftur, enda var hann frá vinnu um 8 vikna skeið. Krafðist hann skaðabóta að upphæð 30 þús. kr. fyrir atvinnutjón og þján- ingabætur. Ármann Kristinsson sakadómari í Rvík kvað upp dóm í máli þessu og dæmdi ákærðan í 30 daga varð- hald, en fullnustu refsingar skyldi þó fresta og falli hún niður að liðnum tveim árum, hafi sakborn- ingur ekki brotið af sér að nýju innan þess tíma. Þá var ákærða gert að greiða 30 þús. kr. í skaða- bætur samkvæ...t kröfu forstöðu mannsins, ásamt 7% ársvöxtum frá 26. ágúst 1961 til greiðsludags. Loks var ákærður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hrl.,' að upphæð 3 þús. kr. Skipaskoðun Danmerkur hefur sent útgerðarmönn- um þar í landi leiðbeining- ar vegna þess að á því hef- ur borið að undanfömu, að nýleg fiskiskip hafa farizt skyndilega, án þess að nokkuð virtist að. Sérstak- lega virðist þetta algengt á hinum nýju stálfiskibát- um. Hefur þetta vakið grunsemdir um að stálbát- arnir séu hættulegir. En skipaskoðunin danska segir að stálbátar séu ekkert verri en trébátar. Það verði aðeins að gæta þess að hafa nóga ballast í þeim. Er það álit Friberts skipaskoðun- arstjóra í Kaupmannahöfn, að slysin hafi orðið vegna þess, að ekki var nóg kjölfesta í skipun- um. Þegar slysin urðu, gekk danska kipaskoðunin í það af miklum krafti að rannsaka orsakir skiptap- anna. Og nú verða framkvæmdar víðtækar veltuprófanir á bátum, sem eru sömu tegundar og þeir sem hafa farizt. Hafa nokkrir bátseig- endur gefið sig fram og fara til- Nú eru aðeins eftir þrjár sýn- ingar á ástralska leikritinu Sautjánda brúðan, sem sýnt hef ur verið að undanförnu í Þjóð- leikhúsinu. Leikurinn hefur ver- ið sýndur 15 sinnum og verð- raunir fram á þremur stöðum í Frederikshaven, Skagen og Hirts- hals. Það þýðingarmesta er, að kjöl- festan sé nóg, en einnig er vara- samt að hafa sjálfstýringu í gangi í vondum veðrum, þar sem þá er Átján menn biðu bana, þar af 4 bprn, en 30 meiddust hættulega og liggja í sjúkrahúsi, en álíka marg- ir meiddust en ekki meira en svo, að þeir þurftu ekki sjúkrahússvist. Slysið varð fyrir norðan bæinn Crewe í Norður-Englandi, í járn- brautarskiptistöðinni Coppenhall, þar sem Iestin sem fer milli Liver pool og Birmingham stóð kyrr. Þegar' miðdegislestin frá London til Glasgow kom, brunaði hún með 23ja km. hraða á hina og voru allir eða nær allir þeir, sem meidd ust, í Birminghamlestinni. Björgunarstarfið var ákaflega erfitt, því að skiptistöðin er frem- ur afskekkt og gekk í fyrsta lagi erfiðlega að koma hjálparliði á vettvang, og eins að koma þang- að nauðsynlegum björgunartækj- um. Flestir farþegar i báðum lest- um voru á heimleið úr jólaheim- ur næsta sýning á sunnudags- kvöld. Myndin er af Róbert og Guð- björgu í hlutverkum sínum. (Frá Þjóðleikhúsinu). ekki hægt að stýra skipinu eins vel upp í ölduna. H. Juul .forstjóri skipaskoðunarinnar, hefur skorað á eiginkonur sjómanna að fá menn sína til að kynna sér vel þessar reglur. Með því gæti verið, að kon- urnar bjargi lifi eiginmanna sinna. sóknum. Nokkrar hjúkrunarkonur voru meðal farþega. Kom það sér vel og gengu þær rösklega að því að veita fyrstu aðstoð, binda um sár manna o. s. frv. Borðdúkar og handklæði voru klippt 1 ræmur, sem notaðar voru sem sjúkrabindi til.bráðabirgða. Þetta er eitt mesta járnbrautarslys á Bretlandi um margra ára skeið. Barizt / Katanga í gær hófust bardagar í Elisa- bethville, höfuðbæ Katanga, milli herliðs S. Þ. og hersveita Tsjom- bes. Hófust þeir með því að her- menn Tsjombes byrjuðu sprengju- skothríð á etíópíska hermenn, sem voru á verði í bænum. Segja fylgis- menn Tsjombes að þeir hafi snúizt til varnar þar sem þeir hafi fengið ugglausar upplýsingar um það, að hcrlið S. Þ. ætlaði að liandtaka Tsjombe. Duusku skipaskoðunin tekurmálin fástum tökum Átján biðu bana í járnbrautarslysi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.