Vísir - 29.12.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 29.12.1962, Blaðsíða 6
6 VÍSIR dusui 29. desember 1962, Kvennasiða Hárgreiðsla, pallíettur og perlar Claudia Cardinale (C.C.) er hér nýkomin út frá hárgreiðslumeist aranum M. Alexander í París. Meðal viðskiptavina hans er Paola prinsessa, Farah Diba og Audrey Hepbrun, C.C. hefur ný lokið við að Ieika í myndinni „HIébarðinn“ á móti Burt Lan- caster og næsta viðfangsefni sitt fékk hún eftir að Ava Gardner hafði afþakkað það vegna of lágra launa. Nú er gamlárskvöld á næstu grösum með alla sína dansleiki og samkvæmi. Það má segja, að á gamlárskvöld séu aðal dans- leikir ársins og þvi ekki nema eðlilegt að konur — og reyndar karlmenn líka — reyni þá að líta sem bezt út. Keyptir eru nýir kjólar, samkvæmt nýjustu tízku, og tímar á hárgreiðslu og snyrtistofum eru pantaðir með margra mánaða fyrirvara. En þótt tíminn á hárgreiðslu- stofunni sé fyrir hendi er vand- inn ekki leystur. Hvemig á að greiða hárið? Margar hár- greiðslukonur eru alveg færar um að velja greiðslu, sem fer viðskiptavini vel, en þvi miður of fáar. Eðlilegt er að viðskipta vinirnir vilji þá að einhverju eða öllu leyti ráða greiðslu á hári slnu I von um, að árangur- inn verði betri. Em þá oft sótt- ar hugmyndir í blöð, sem birta myndir af stúlkum með hárið greitt samkvæmt nýjustu tízku. I dag birtum við myndir af nokkmm konum, sem mikið er rætt um í heiminum í dag, og það er áreiðanlegt að þær fara ekki á neinar 2. flokks hár- greiðslustofur. En hvað eiga þær að gera, sem ekki hafa getað fengið sér nýjan kjól eða verið of seinar að tryggja sér tíma á hár- greiðslustofunni. Þær mega þakka fyrir að tízkan í hár-* greiðslunni er eins og hún er, en ekki eins og hún var fyrir nokkrum árum, þegar kapps- mál var að koma sem flestum; bylgjuröðum fyrir á sem minnst um fleti. Nú eiga bylgjurnar|| að vera stórar ef þær eiga yfirleitt að vera nokkrar. Og rúllurnar góðu, hárlakkið, „túperingin" o. m. fl. gera konunum siálfum kleift að leggja hárið og greiða það þann ig, að oft er ekki hægt að sjá annað en að þær séu nýkomnar af hárgreiðslustofu. Auk þess eru nú mikið í tízku alls konar hárbönd og slaufur, spengur og blóm, sem gott er að setja yfir „misheppnaða staði“. En böndin og slaufurnar er gott að nota víðar en 1 hárið. Gamlan kjól má gera sem nýjan með fallegum silki- eða flauelis- böndum, sem bundin eru í smekklegar slaufur í mitti, barmi, hálsmáli eða einhvers staðar annars staðar. Svo að ekki sé nú talað um pallíetturn- ar og perlurnar, sem nú fara sigurför um París. Þær eru saumaðar á kjóla í alls konar mynztur, eða litlir bólerójakkar úr silki eða tafti eru þaktir þeim. Við kjólana eða jakkana eru svo gjarnan saumaðar litlar töskur með pallíettum eða perlum, því að þá fyrst er bún- ingurinn fullkominn. En því skal bætt við að þær (eða þeir), sem geta saumað fallega jakka úr pallíettum eru vandfundnar og finnist þær vilja þær vafa- laust fá eitthvað fyrir sinn snúð, mjágmunaiu .Kvennasíðaiv.ógkarn&yo íés- endum sínum gleðiiegs -árs og góðrar skemmtunar á gamlárs- kvöld. Hún Birgitte litia Bardot virðist vera mjög fastheldin á eitt — hárgreiðsluna. Hér er hún mynduð við frumsýningu á einni nýjustu kvikmyndinni, sem hún leikur f og er mótleikari hennar þar Robert Hossein en stjórnandinn er eiginmaður Brlgitte no. 1, Roger Vadim. Þvi má bæta við að eiginmaður no. 2 var sem kunnugt er Jacques Charrier,, og no. 3 er sagður muni verða Samy Frey, sem margir muna eftir úr kvikmyndinni „Sannleikurinn", þar sem hann iék á móti Birgitte. Hann er með henni á myndinni en lengst til hægri er Hossein ásamt konu sinni, sem aðeins er 15 ára gömul. MARGAR BÆKUR jr jr Ljósmyndastækkari Ljósmyndastækkari 35 mm, nýr, tii söiu. Sími 14884. OFAANLEGAR Vísir skýrði frá því á aðfanga- dag að jólasalan hefði aldrei verið meiri en um þessi jól. Bóksalan var gífurlega mikii og urðu fjöldamörg útgáfufyrirtæki uppiskroppa með Margir njóta styrkja Margréti prinsessu hefur auðsjáar,''~a langað tii að reyna eitthvað nýtt, og hún er sjálfsagt ánæg'. Tony virðist kunna vel við hárgreiðsluna. Ef einhver heltír :argrét hafi fengið nokkra lokka að láni þá er það misskiln hún á allt hárið sjáif. Margir íslenzkir stúdentar njóta | styrkja til háskólanáms og rann- ] sóknastarfa utanlands. Eru styrk- j irnir í flestum tilfellum veittir af stjórnarvöldum hvers lands. Hér | fer á eftir yfirlit yfir þá, sem njóta i slíkra styrkja: Sigurður Thoroddsen til náms í! húsagerðarlist við Tækniháskólann 1 í Helsingfors. Hreinn Líndal söngvari til söng- j náms í Róm. Ingibjörg Þorbergs, Thor Vil-. hjálmsson og Hreinn Líndal styrk til að sækja ítölsku-námskeið í Róm. Vésteinn Ólafsson til að leggja stund á norskar bókmenntir í Osló. Eyvindur Erlendsson til leiklist- srnáms I Rússlandi. Jón Gunnarsson stúdent til að leggja stund á indó-evrópska sam- '.nburðarmálfræði í Krakow I Pól- iándi. Auður Björg Ingvarsdóttir stúdent til læknisfræðináms í Gautaborg Haukur Haraldsson hlaut ferða- styrk sem Bo Ákerrén læknir á J Gotlandi veitti. Baldur Elíasson stúdent til náms í rafmagnsverkfræði í Ziirich. Ketill Ingólfsson til náms í eðl- isfræði í Ztirich. Davíð Atli Ásberg stúdent til náms í efnafræði í Mtinchen. Jónas Bjarnason stúdent til náms i efnafræði í Mtinchen. Guðmundur Ólafsson stúdent til náms í rafmagnsverkfræði í Karls ruhe. Pétur Stefánsson stúdent til náms i byggingarverkfræði I Mtinchen. Sigurlaug Sæmundsdóttir stúdent til náms í húsagerðarlist i Karls- ruhe. Sigrún Jónsdóttir stúdent hlaut styrk tii að sækja sumarnámskeið í Þýzkalandi. , Sigrún Valdemarsdóttir stúdent hlaut styrk til að sækja sumar- námskeið í Þýzkalandi. Jens Pálsson hlaut styrk til rannsókna í mannfræði. Sigurður H. Líndal fekk fram- lengdan styrk til rannsókna í ger- manskri réttarsögu. bækur sínar. En ekki er hægt að segja með vissu hver hafi verið mest selda bókin, þar sem bæk- urnar voru gefnar út í mismun- andi stórum upplögum og ekki er vitað hve mikið er eftir í bóka- búðunum, en eftirtaldar bækur voru ófáanlegar hjá útgefendum um það leyti sem jólasölunni lauk: Skuggsjá: Líf er að loknu þessu eftir Jónas Þorbergsson, Af hundavakt á hundasleða eftir E. Mikkelsen, Það vorar í Furulundi eftir Margit Söderholm, og Tví- sýnn leikur eftir Thereseu Char- les. Setberg: Fimm konur, eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson og Jóla- dansleikurinn, telpnabók. Ægisút- gáfan: Mínir menn eftir Stefán Jónsson og Syndin er lævís og lip ur eftir Jónas Árnason. Bókaút- gáfan Hildur: 60 ár á sjó, eftir Jónas Guðmundsson og Herragarð urinn eftir I. H. Cavling. Prent- verk Odds Björnssonar: Heimasæt an á Stórafjalli eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur og Adda og litli bróðir, barnabók, eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. Iðunn: Odys- seifur, skip hans hátignar eftir Aiaastair McLean og Bókaútgáfa Menningarsjóðs: 100 ár í Þjóð- minjasafni. Þá eru ótaldar bækur, sem seld ust gífurlega mikið en alltaf voru til, og má þar nefna: Prófílar og Pamfilar eftir Örlyg Sigurðsson, Lára miðill eftir sr. Svein Víking og ísold hin gullna eftir Kristmann Guðmundsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.