Vísir - 29.12.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 29.12.1962, Blaðsíða 7
 V í S IR . Laugardagur 29. desember 1962. 7 Bjarga Þórólfur og Kerrigan StMirren Heldur brösótt gengur um þessar mundir hjá St. Mirren, liðinu, sem Þór- ólfur Beck leikur með í Þórólfur B'eclc Skotlandi. Sjálfur hefur Þórólfur ekki verið með í hrakförum liðsins und- anfarna 2 mánuði þar eð hann hefur átt við meiðsli að stríða eins og kunnugt er. Undanfarið hefur St. Mirren fengið hvern skeilinn öðrum verri og er nú eftir 16 leiki með aðeins 11 stig og er að nálgast botninn þar sem Clyde og Raith Rovers eru nú með 9 og 2 stig. Ekki bætir úr skák að leik- menn St. Mirren hafa nú hver á fætur öðrum farið fram á flutning til annarra félaga. Þann ig er búizt við að George Mc Lean yfirgefi St. Mirren bráð- Iega og mun hann e. t. v. fara til Celtic eða Rangers, en mörg ensk félög hafa mikinn áhuga á honum. Þórólfur mu:i undanfarnar 3 vikur hafa leikið með varaliði St. Mirren og er óðum að safna kröftum. Skozku blöðin eru ó- myrk í máii um St. Mirren-Iiðið og segja að ekki veiti af að veita nýju bióði í hina bitlausu framlínu. „SAINTS, ÞIÐ VERÐ- IÐ AÐ NOTA KERRIGAN OG BECK“ var fyrirsögnin í Even- ing Citizen á mánudaginn var en þar segir hinn kunni frétta- ritari Ian Peebles m. a. að ef St. Mirren notaði ekki þessa tvo menn í aðalliði sinu mundi botninn innan skamms blasa við og St. Mirren þar með taka við hlutverki Clyde, sem vann St. Mirren um síðustu helgi með 2 —0. -V ei Enn eitt vandamál sem steðj ar að í Iove Street um þessar niundir er stöðugt færri áhorf- cndur, og það sama cr uppi á teningnum á útivöllum þar sem liðið leikur. Úr þessu eiga Kerri- gan og Þórólfur að bæta. Er eklci ólíklegt að Þórólfur verði aftur settur inn í aðalliðið í leikj um liðsins nú um jólin. SiGURGEIR SIGURJÚNSSGN .iæstar4*tarlögmaðui Málflutningsskrifstofa Austurstræti 10A — Simi 11043 Musica Nova: Amahl og næturgestirnir eftir Gion-Carlo Menotti /\pera er ekki neinn hversdags- viðburður á leiksviðum Reykjavíkur. Upp á síðkastið, eft- ir að Hverfisgötuleikhúsið hrökk upp af standinum, hefur útlit til flutnings slíkra verka, verið í meira lagi skuggalegt. En þó hryssingslegt sé andlegt sem efnis legt tíðarfar, eygir allt í einu smá glætu. Og þrátt fyrir fótbrögð menningarinnar máttarvalda, nær 'það‘“verða að lesbjörtu ljósi. Nokkrir úngir menn og konur hóa ’ sig saman undir forustu Musica | Nova, þess félagsskapar sem hér j hefur að undanförnu starfað af j hvað mestri óeigingirni og stefnu festu, og Ieggja á brattann. Reynd ar með fátt í mal sínum utan vilja og góðar gáfur, sem víst er glæfra legt á slíkri mammonsöld. En f'yrir snarræði og ódrepandi kjark tekst þeim að ná fyrsta áfanga, þaðan sem útsýn er vítt yfir land ið gullna. Þessi fyrsti áfangi lætur ekki mikið yfir sér. Amahl og nætur- gestirnir eftir Gian-Carlo Menotti er nefniléga ekki veigamikið verk, hvorki að ytra né innri búningi. En elskulegt er það og fallegt, og fiutt af slfkri einlægni og áhuga Þessir bátar á sjávarkambi skreyta nýárskor'. sem Guðmundur Þorsteinsson listmálari hefir gefið út og eru til sölu í bókabúðum borgarinnar. Guðmundur er kunnur fyrir myndir sínar af gömlum húsum hér í Reykjavík og öðrum úr sögu þjóðarinnar. Hefir hann gefið út 6 kort sem litprentuð eru með ýmsum . myndum, m. a. af Skólavörðunni gömlu. Strandakrikju og gömlum torfbæ. og raun ber vitni nú i Tjarnarbæ ómótstæðilegt öllum, ungum sem gömlum. Það var upphaflega sam- ið til flutnings í sjónvarpi, og er víst sýnt í svoleiðis maskínum á hverju ári um Bandaríki Ameríku, þver og endilöng. En það nýtur einnig mikilla vinsælda á leiksvið um, bæði austan og vestan Atl- antshafsins. TXöfundurinn, Gian-Carlo Men- ^ otti, (eða Jókall Meinótti eins og við strákarnir kölluðum hann í dentíð) er ítalskur að ætt og uppruna. Hann fluttist kornungur til Bandarikjanna, og þó hann hafi raunar aldrei afsalað sér ítölskum borgararéttindum sínum, telja Ameríkanar hann einn sinn snjallasta söngleikasmið. Helztu óperur hans, eins og t. d. Konsúll inn og Dýrlingurinn úr Bleecker- stræti, hafa náð feikna vinsældum í Evrópu og Ameríku, og ein þeirra, Miðillinn, var sýnd hér í Reykjavik við góðar undirtektir fyrir nokkrum árum, í Amahl og næturgestunum sem hér er flutt á ljómandi textaþýðingu Þorsteins Valdimarssonar segir frá vitring- unum austurlenzku á leið til Betle hem. Nótt eina beiðast þeir gist ingar hjá ekkjunni móður Amahls, drengsins lamaða. Þeim er veittur svo góður beini er fátækt mæðg inanna og þeirra nágranna fram- ast leyfir. Og að undangengnum ýmsum spaugilegum sem hjart- næmum atvikum, gerist krafta- verkið: Amahl kastar frá sér hækj unni, og fylgir vitringunum ó- studdur áleiðis að vöggu hins ný- borna frelsara. Tjað er margt ánægjulegt að sjá og heyra á þessari leik- sýningu í Tjarnarbæ. Og margt kemur manni skemmtilega á ó- vart. Ekki sízt söngur Svölu Niel sen í hlutverki móðurinnar, sem er ekki aðeins ágætur, heldur lof- ar öllu fögru, um að hér sé á ferð inni efni í afbragðs sópran. Ungur drengur, Sigurður R. Jónsson, fer með hlutverk Amalhs, og er hann greinilega efni í góðan tónlistar- mann eða leikara, nema hvort tveggja sé. Með hlutverk vitring- anna fara Friðbjörn G. Jónsson, Hjálmar Kjartansson og Halldór Vilhelmsson, og eru allir prýði- legir, þó hlutverksins vegna sé Friðbjörn eftirminnilegastur. Már Magnússon er velsvertur þræll, og kórinn sem fer með hlutverk nágrannanna er hinn sæmilegasti. Dansararnir Gretchen Ward og Stefán Ólafsson eru þá vel lið- tæk, en greinilegt er, að sú sem dansana samdi, Elisabeth Hods- hon, hefur gert lítil ráð fyrir þröngum sviðsskilyrðum í Tjarn- arbæ, og er það nú talsverður ó- greiði við fremjendur dansins, sem og áhorfendur. Síðast, en ekki sízt, ber að geta leikstjóra og hljómsveitarstjóra, þeirra Gunnars R. Hansen og Magnúsar Bl. Jóhannssonar, sem báðir vinna hér nokkurt þrekvirki, hvor á sinn hátt. Hansen með að gera úr leik fólks, sem flest stígur nú í fyrsta sinn á fjalirnar, sam- fellda og nokkurn veginn hnökra- Iausa sýningu. Magnús debúterar hér sem stjórnandi, og ferst það verk furðu vel úr hendi. Hann heldur einsöngvurum, kór og hljómsveit vel saman ,og reynir hvergi að ýkja íburðarlítinn, en húmoristiskan stíl verksins, og er það vel. Auðvitað fara mörg smá atriði og blæbrigði forgörðum í þessum flutningi, og myndu ef- laust gera það, þó flytjendur væru í öðrum og hærri launa- flokkum. En leik og sönggleði þessa ágæta fólks bætir það upp, og meira til. Xjessi litla, þokkalega ópera er fyrst og fremst barnagaman, þó hvern fullorðinn með óbrengl- uð skilningarvit láti hún vart ó- snortinn. Mætti því benda að- standendum Musica Nova á, að æskilegt er að þeir reyni að stilla svo til, að sem flestum sýningum hennar ljúki fyrir háttumál barna og unglinga. Leifur Þórarinsson. EINAR SIGURÐSSON, hdl Málflutningur — Fastcignasala. Ingólfsstræti 4. — Síjni 16767. PÁLl S PÁLSSON Bergstaðastræti 14. Sirni 24200

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.