Vísir - 29.12.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 29.12.1962, Blaðsíða 9
V í SIR . Laugardagur 29. desember 1962, 2Í * B « « B » « Émm og 6t(<ní5uv' ■ ímmým 'é ríttL da tltefeíimi öTOtífw föuanji. i V ' «. 3. e<&flíO«v* /í var lítil eftirsjá þó það væri af- numið. Það var lítið orðið ann- að en yfirréttur og þá óþægilegt til framgangs dómsmála að það kom saman aðeins einu sinni á ári og þá við hin lökustu skil- yrði, sem vart tryggðu rétta dóma. Þannig var vissulega hent- ugra að setja Landsyfirrétt í Reykjavík, sem gat komið sam- an oftar á ári, og það þótt dóm- aramir ættu heima uppi á Innra-Hólmi á Skaga þar sem MagnUs bjó eða Gufunesi eða Álftanesi En hinu má þó ekki gleyma að varðveizla Alþingis var ein þýðingarmesta aðferð fslenzku þjóðarinnar til að þrauka af sem þjóð og reyna að viðhalda framhaldi hinnar íslenzku þjóðarhugmyndar. í aldir höfðu íslendingar streitzt gegn því að Alþingi yrði flutt til Kópavogs. Afnám Alþingis árið 1800 og flutningar dóms- valdsins til hinnar dönsku Reykjavíkur gat því verið vara- samt íslenzku þjóðerni. Eina bótin að hin þjóðernislega við- reisn var nú skammt undan. fht Tjegar deilurnar umhverfis Magnús Stephensen eru athugaðar virðist mér að þessi sami kjarni þeirra komi alltaf Þannig sómir Magnús Stephensen sér á 25 króna seðlinum í dag. JJJann stofnaði bókaUtgáfufé- lag svonefnt Landsupp- fræðingafélag sem stóð í mikl- um blóma einn áratug og var sagt að 1200 félagsmenn hefðu verið f því þegar mest var, en það er e. t. v. nokkuð ýkt. Hann lét félagið kaupa Hrappseyjar- prentsmiðju og bætti síðan við Hólaprentsmiðju. Varð prent- smiðjan á Leirá þannig eina prentsmiðja landsins og rak MagnUs félag og prentsmiðju með öllu eins og hann ætti það einn sjálfur. Þar gaf hann Ut mikinn fjölda bóka, aðallega til uppfræðslu þjóðarinnar, svo sem lagakver, garðyrkjukver og náttUrufræði kver og segja má að hann hafi á Innra-Hólmi í ljós, að þetta voru þjóðernis- legar deilur. MagnUs var heims borgari sem lagði ætíð megin- áherzlu á innflutning evrópskr- ar menningar, en hirti minna um að þetta innflutta efni fengi íslenzkan svip. TrUmála og sálmadeilurnar fjölluðu þegar allt kom til alls um þetta og því gekk honum yfirleitt verr f um- bótastarfinu að hann gat ekki fært nýjungar sínar í innlendan bUning. Þó tók Ut yfir, hve lít- inn áhuga hann virtist hafa á fornmenningunni og íslenzkum fombókmenntum. TVJagnUs Stephensen verður mestur fyrir það í minn- ingunni að hann innleiddi nýj- ungar í réttarfari og löggjöf, sérstaklega meiri mildi f refsi- dómum og er þannig réttilega talið að með honum hefjist nU- tímaréttarfar á fslandi. Hann verður og ætíð mikill fyrir það hve hugmyndarfkur hann var og hafði mikla löngun til að skapa þjóð sinni undir- stöðu framfara, menntunina og miðla henni þeirri þekkingu er hann hafði aflað sér með öðrum þjóðum. Nýjungar þær sem hann reyndi að innleiða vora á ýms- um sviðum og ótrUlega margar, allt frá jarðabótum og til tón- mennta. Hann samdi jafnvel fyrstu matreiðslubókina sem Ut var gefin á íslenzku. Hann flutti inn fyrsta orgelið og kunni að leika á það og langspil' og flautu. Alls staðar gætti sömu fjölhæfninnar. fhi Forsíða á Klausturpóstinum ,fyrsta fréttablaði íslands. gefið Ut fyrsta fréttablað á ís- landi Klausturpóstinn. I þessum ritum var vissulega mikill fróðleikur. En það er eins og andann vanti alls staðar í’ritum hans. Þau eru skrifuð á stirðu, flötu og Utlenzku- blönduðu máli og meirihluti rit- anna er þýðingar, ýmiss konar samtíningur Ur erlendum mál- Jjetta ástand að hann réði einn allri bókaUtgáfu á landinu varð alveg óviðunandi á síðustu árum hans (en hann dó 1833) þegar þjóðernisstraum arnir fóru að hafa áhrif og varð svarið við þessari einræðis- hneigð hans að lokum að ungir íslendingar í Kaupmannahöfn stofnuðu Bókmenntafélagið og fóra að prenta íslenzk rit í Kaupmannahöfn, fyrst Tímarit Bókmenntafélags og síðar Ár- mann á Alþingi, Fjölni og Ný Félagsrit. En MagnUs sigldi bókaUtgáfu sinni á fslandi í strand. TVJagnUs Stephensen var mesti stórbökki, hégómlegur og sjálfhælinn Ur hófi. Um það ber flestum saman. Það er og erfitt að fyrirgefa honum, hvernig hann ofsótti SkUla fó- geta, sr. Jón á Bægisá og Svein Pálsson. En hitt verður að meta hon- um meira, að hann vildi þjóð sinni vel og háði stöðuga bar- áttu fyrir framförum hennar, þótt hann gæti eigi kallazt eins mikili athafnamaður og SkUli fógeti og yrði hins vegar eigi eins mikið ágengt f verzlunar og viðreisnarbaráttu sinni eins og þeim sem komu næst á eftir honum. Hann lifði á mestu erf- iðleikatímum þjóðarinnar og þraukaði af. Þorsteinn Thorarensen. Töluverð aukning á pósti, til og frá átlöndum Vísir spurðist í gær fyrir um jólapóstinn hjá PósthUsinu í Reykjavík, Bögglapóststofunni og Tollpóststofunni. Bréfapóstur: Sveinn Björnsson póstfulltrUi sagði Vísi í gær að bréfapósturinn myndi hafa verið svipaður að magni til og í fyrra, en þá fóru Ut frá PósthUsinu í Reykjavík 4,7 tonn af bréfapósti fyrir jólin, eða 450 — 475 þUsund bréf. Ekki hefur þó enn unnizt tími til að ganga til fulls Ur skugga um jólabréfapóst- inn í ár, og í dag er verið að bera út bréf, sem borizt hafa síðan á ■ ifangadag. 1 lögglapóstur: Helgi Björnsson, yfirmaður Ivi^glapóststofunnar, kvað augljóst að bögglapóstur til Utlanda hefði ið meiri nUna um jólin en f ra, en að öðru leyti myndu vera I svipuð hlutföll og þá. Það er jafn an óhemju mikið að gera hjá bögglapóststofunni fyrir jólin. Oft var unnið þar til kl. 10 á kvöldin fyrir þessi jól og stundum fram yfir miðnætti. Bögglapóststofan í Reykjavík er endastöð bögglapósts af öllu landinu, sem þarf að fara til Utlanda. HUn framsendir einn- ig, endurbókar, og ber saman við fylgibréf urmul póstsendinga milli landshluta, sem fara um ReyRja- vík, allan bögglapóst til og frá Suðurlandsundirlendinu t. d., og mikið af pósti, sem fer milli Aust- urlands og Vestfjarða. Tollpóstur: Sigurður Ingason hjá Tollpóst- stofunni kvað hafa verið skráðar rUmar 8000 póstsendingar frá Ut- löndum nUna fyrir jólin, eða um 1600 fleiri en í fyrra. Nær allar þessar sendingar hafa nU verið af- greiddar. Eitthvað mun enn vera á leiðinni af jólasendingum frá Ameríku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.