Vísir - 29.12.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 29.12.1962, Blaðsíða 15
VÍSIR . Laugardagur 29. desember 1962. 15 Cecil Saint - Laurent: * ■ - . ■ . m . v". . NÝ þær einar, að hún slapp frá Belhomme, — hún hafði villt sýn yfirvöldunum og Gaston, og nú hrópaði hún örvæntingarfull: — Fyrirgefðu mér, elskan mín. — Þú hefur orðið að þola hugarangur mín vegna. Ég hefði vitanlega átt að reyna að koma orðum til þín, en hvort tveggja var að ég áræddi það ekki, og svo fannst mér allt okkar í milli svo innilegt, að mér gat ekki dottið í hug, að þú héldir að ég væri dauð. Geturðu fyrirgefið mér? Hann stóð eitt andartak graf- kyrr, hreyfingarlaus, en svo tók hann hana í faðm sinn: Karólína, ef eingöngu væri um það að ræða, að ég hefði borið hryggð í brjósti, myndi það ekki hafa skipt máli, vegna gleðina yfir að sjá þig aftur, þig sem ég alltaf hefi elskað, — en . . . . — Loksins, loksins — gaztu játað mér ást þína, Gaston — hér þarf ekki að bæta neinu við og segja en —, eins og eitthvað væri ósagt. Hann svaraði ekki þegar í stað. Hann lagði vanga sinn að nakinni öxl hennar, — hann var henni svo nálægur, að henni fannst sem hvíslandi rödd hans kæmi úr hennar eigin barka: —■ Ég hélt, að þú værlr dauð, Karólína, ég gekk að eiga Kar- lottu — Karólína sleit sig frá honum. { Þau stóðu andspænis hvort öðru og loks sagði hún lágum rómi: — Það var þá Karlotta, — það var hún, sem þú unnir? Þessi orð, sem voru mælt í spurnartón, en fólu í sér beiska ásökun, höfðu þau áhrif á Gast- on, að hann reiddist og kom hann nú aftur fram eins og hinn bráðlyndi unglingur og kvennagull. Hann stappaði i gólf ið af reiði. — Skilurðu ekki hvernig í öllu lá? Ég hélt, að þú værir dauð. Ég var svo sannfærður um það, að ég er ekki enn búinn að átta mig á því að þú ert lifandi og get vart trúað því, að það sért þú, sem stendur fyrir framan mig — lifandi — eins og þú varst, jafnfögur — enn feg- urri . . . Og hann gekk á móti henni með opinn faðminn: I — Ástin mín . . . Karólína — það er þá ekki draumur — þú ert komin aftur til mín? Þau kysstust, gripin ástríðu. Hann klappaði henni mjúklega og hún skalf við barm hans, en samt var það hún, sem varð fyrri til að vakna af vímunni. — Nú vil ég, að þú gerir hreint fyrir þínum dyrum, sagði hún breyttri röddu. Þú hélzt, að ég væri dauð. Gott og vel. Ég skil fyllilega hvers vegna þú gazt ekki efast um, sannleiks- gildi þeirrar fréttar. En þú þurft ir ekki langan tíma til þess að finna aðra — þú virðist ekki hafa saknað mín lengi, hvað þá syrgt mig, heldur leitað ástar hjá annarri. Þetta skil ég ekki: — Nei, ég hefi ekki leitað ástar hjá öðrum konum, eins og þút heldur, hvorki eftir að mér barst fréttin um, að þú værir dauð, eða eftir að ég fann þetta skelfilega ástarbréf, sem þú skildir eftir. — Hvað ertu að tala um — hvaða bréf? •— Gáston gekk löngum skref- um að vinnuborði sínu, opnaði skúffu og tók upp úr henni bréf, sem hann greiddi sundur all- harkalega. Karólína stóð hreyf- ingarlaus í sömu sporum, föl á svip og mælti ekki orð af vör- um. — Hlustaðu nú á mig, Karó- lína. Ég ætla að lesa upphátt fyrir þig bréf, sem ég hefi geymt vandlega. Aðrir elskhugar geyma bréfin, sem þeir sjálfir hafa fengið, en ég geymi eitt, sem annar maður skrifaði þér. Og titrandi röddu hóf hann lesturinn: Elsku litla Karólína! Þetta bréf er ekki einvörð- ungu seinasta ástarbréfið, sem J é^'jsítfffáf þáð er seinasta bréf ið, sem ég skrifa á ævi minni. Það er að byrja að bregða birtu eftir mjög langa nótt, þar sem þú — þótt þú vitir það ekki, Þér hefðuð aldrei átt að segja við konuna mína að þér vilduð verða tekinn eins og einn í fjölskyldunni, herra forstjórl. varst mér eins nálæg og er við hvíldum hlið við hlið í rúmi mínu í óvistlegu herbergi minu hjá Belhomme. — Ég er að filta við dálítinn knipplinga- vasaklút, er ég skrifa þetta, en honum hnuplaði ég frá þér, — hann hafði dottið á gólfið, er ég færði þig úr fötunum, og það er angan þín af vasaklútn um. Þegar ég fór lá hann á gólf inu og það lýsti af honum í skímunni eins og hvítu blómi. Og því finnst mér eins og þú sért hjá mér, er ég geng héðan út, í mína hinstu göngu. Ég hefi ekkert frekar að segja. í raun og veru hefi ég < ekki þekkt þig nema nokkrar klukkustundir, en samt ert það þú, sem á þessari stund ert tákn gleðinnar og sætleika lífs ins — alls þess, sem hryggir mig að vera að yfirgefa. Og þannig stendur þá á því, að T A R Z A N Skyndilega gerði ægilegan En Tarzan var fljótur að átta sandstorm og allt lauslegt fór sig. Hann náði í tvær tómar f kaf, menn dýr og dauðir hlutir. tunnur sem fuku framhjá. „Hérna hrópaði hann til Teits prófessors. Settu þetta yfir þig, það getur ef til vill bjargað okkur“. Barnasagan KALLI og super- filmu- fiskurinn Visiorama filmu félagið hafði öðrum hnöppum að hneppa en að eltast við Feita Moby, því að það var að taka kvikmynd sem átti að heita „Erlingur Víkingur", og hana átti helzt að leika í Batavariu, þess vegna úði og grúði nú á fljótinu af holum trjábolum og í þeim sátu villtir stríðsmenn klæddir I bjarnaskinn. Stjórnandinn var önnum kafinn við að stjóina leiknum þegar svört Öfreskja birtist skyndilega. „Hvalur", taut aði hann, „fiskveiðitíminn er löngu liðinn, og auk þess eru ekki nema aborrar í fljótinu". Hann veifaði órólegur bókinni • sem hann hélt á. „Nei, hrópaði hann, það á enginn hvalur að vera með á myndinni". Ákveðinn á svip greip hann hátalarann: „brengir, sökkvið hvalnum á stundinni svo að við getum hald- ið áfram“. það verður þú, sem ég hugsa um þessa seinustu mínútur, sem ég á ólifaðar — þú, og — móðir mín. Boimussy. Hann þagnaði við sem snögg vast að lestrinum loknum eins og til þess að ná fullu valdi á sér og sagði svo: — Ég vona, að þú sért ekki svo ósvífin að halda því fram, að þú þekkir ekki mann, sem skrif ar þér slíkt bréf, á því augna- Heilsuvernd Næsta námskeið í tauga- og vöðvaslökun og öndunaræfingum fyrir konur og karla, hefst 7. janúar. Uppl. í síma 12240. Vignir Andrésson íþróttakennari SALAN ER ÖRUGG HJÁ OKKUR Höfum ávallt á biðlista kaupendur að öllum smærri og stærri teg- undum bifreiða. SALAN ER ÖRUGG / HJÁ OKKUR Leikfangn- markaður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.