Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 5
V í S IR . Laugardagur 6. október 1962. Nýir saltsíldar- markaðir i hættu Er söltun Suðurlandssíldar hófst fyrir alvöru fyrir 13 árum, byggð- ist sala hennar eingöngu á afla- bresti noi'ðanlands- og austan. Þeg ar söltun Norðurlandssíldar jókst á ný, minnkuðu möguleikarnir á sölu Suðurlandssíldar, og síðustu 6 árin hafa hin gömlu markaðslönd Norðurlandssíldar, svo sem Sví- þjóð, Finnland og Danmörk, lftið eða ekkert keypt af Suðurlands- síld. Af þessum ástæðum varð að leggja mikla áherzlu á að afla Suð urlandssíldinni u nýrra og sjálf- stæðra markaða. Þrátt fyrir ört minnkandi salt- síldarneyzlu í flestum markaðs- löndunum og þrátt fyrir stóraukna eigin saltsíldarframleiðslu ýmissa Austur-Evrópuþjóða, hefir þetta þó tékizt. Nýrra markaða hefir verið aflað í Vestur-Þýzkalandi, Austur-Þýzka landi, Bandaríkjunum og Rúmen- íu og vonir standa til, að unnt reynist að byggja upp nýja mark aði fyrir Suðurlandssíld í enn fleíri löndum, svo sem ísrael, Belgíu og Frakklandi og jafnvel einnig í HoIIandi. Eru þó Hollend- ingar, ásamt Vestur-Þjóðverjum og Norðmönnum, einhverjir erfið- ustu keppinautar okkar á saltsíld- armarkaðnum, en saltsíldarfram- leiðsla allra þessara Ianda nýtur ýmissa styrkja, beinna og óbeinna, frá viðkomandi stjórnarvöldum. Eins og skýrt hefir verið frá í dagblöðunum í Reykjavík, hafa þegar verið gerðir fyrirframsamn- ingar um sölu á rúmlega 100 þús. tunnum af saltaðri Suðurlandssíld. M.a. hefir tekizt að fá Rúmena, Pólverja og A-Þjóðverja til að kaupa frá íslandi svo til allt það magn ,sem þessar þjóðir gera ráð fyrir að flytja inn af saltsíld á komandi vetri. Þá hafa og samtök saltsíldarinnflytjenda í V-Þýzka- landi skuldbundið sig til að binda mestöll kaup sín á komandi vetri við síld frá íslandi. Rúmenar, sem kaupa eingöngu heilsaltaða smásíld ,settu það sem skilyrði fyrir kaupum, að 10.000 tunnur verði afgreiddar í október. Kváðust þeir myndu beina síldar- kaupum sínum til annarra landa, ef við gætum ekki orðið við þess ari ósk þeirra. Var að lokum sam- ið um afgreiðslu á fyrstu 10.000 tunnunum í „október og/eða nóv- ember“, en Rúmenum var þó gef- ið loforð um, að allt skyldi gert sem unnt væri, til að afgreiða 5.000 tunnur fyrir lok október og 5.000 tunnur í byrjun nóvember. Viðskipti við Rúmeníu eru til- tölulega ný. Undanfarin 3 ár hafa verið seldar þangað árlega 5—6 þús. tunnur af saltsíld. Á þessu ári tókst að fá Rúmena til að gera fyrirframsamning um kaup á 25.000 tunnum og greiða Rúmen- ar síldina með olíu, sem seld er hingað á heimsmarkaðsverði. Verð ur að telja, að þessi viðskipti séu okkur mjög hagkvæm. Enda þótt kominn sé venjuleg- ur Æöltunartimi suðvestanlands, liggur síldveiðiflotinn enn bundinn í höfn og ekkert útlit virðist fyr- ir því, að veiðar hefjist á næst- unni. Ástæðurnar fyrir þessu hörmu- lega ástandi verða ekki ræddar hér, en hins vegar skal sérstaklega vakin athygli á því, að verði ekki unnt að hefja veiðar næstu dag- ana, má búast við því að hinn nýi og þýðingarmikli markaður glatist og að Rúmenar verði að beina saltslldarkaupum sínum aft- ur til keppinauta okkar. Jafnframt má búast við, að ýmsir aðrir mark aðir okkar verði settir í stórhættu Höfum 'við efni á þessu? Reykjavík, 5 .okt. 1962. Með þökk fyrir birtinguna. Gunnar Flóventz. ikki breytt — Fran-hald aí bls. 1 Ráðherrann undirstrikaði að allt þyrfti að gera til þess að ekki ættu sér stað frekari almennar kauphækkanir en orðnar eru. Brýn hætta væri á ferðum ef ný kaup- hækkunarskriða skylli yfir og því yrði að vera vel á verði i þeim efnum. Gætilega yrði einnig að fara í útlánum banka svo elcki myndaðist ofþensla í efnahagskerf ið. FRJÁLS ÁLAGNING? Loks sagði ráðherrann að nauð- synlegt væri að sporna við verð- Iagshækkunum og þvi hefði rikis stjórnin ekki gefið álagningu á fleiri vörutegundum frjálsa en orð- ið er. Ef vel tækist til myndi unnt að koma í veg fyrir að óða- verðbólga skylli aftur yfir Iandið. Verzlunarráðið hefir borið fram tillögur við verðlagsyfirvöldin um að álagningin á fleiri vörutegund- um verði gefin frjáls. Ráðherrann kvað ríkisstjórnina munu taka það mál til athugunar innan skamms, en hingað til hefði ekki verið talið þorandi að auka álagningarfrelsið. AÐSTÖÐUGJALDIÐ. Nokkrar umræður spunnust á fundinum um aðstöðugjaldið og telja kaupmenn að ranglátt sé að fyrirtæki séu Iátin bera það, í stað þess að tillit sé tekið til þess í út- reikningi verðlags. Ráðherrann sagði að endanleg ákvörðun um það hvort aðstöðugjaldið yrði tek- ið inn í verðlagið yrði tek- in af ríkisstjórninni um Ieið óg ákvörðunin f verðlagsmálunum, sem fyrr er getið um. Um kl. 7 í gærkvöldi varð hörku bílaárekstur norðan við nýju Gler- árbrúna á Geislagötu, aðalinn- keyrslu í Akureyri að norðan. Það var þingeyskur jeppi, sem var að koma úr Kræklingahlíðinni og inn til Akureyrar en Fólksbíll úr bæn- um var nýkominn yfir brúna og rákust þeir beint framan á hvor annan. Hvað á að gera / KVÖLD? Þetta er spurning sem menn þurfa eklti að hafa rniklar á- hyggjur af á laugardagskvöld- um. Allt er að fara á kaf í skemmtunum. Á Röðli er nú nýlega byrjað- ur að skemmta Norðmaður, er nefnist „Bror“ Mauritz-Hansen. Hann leikur látbragðsleik, syng ur og er sagður hinn skemmti- legasti, af þeim sem séð hafa. Auk þess er nú hægt að fá kín- verskan mat á sama stað. Hef- ur lengi vantað að hægt yrði að fá hann hér, þar sem hann er yfirleitt mjög góður. í Lidó eru sömuleiðis nýir skemmtikraftar, Michael All- porte og Jennifer, sem Ieika alls kyns töfrabrögð, sem koma hingað frá Tivoli í Kaupmanna höfn. I Glaumbæ er nú komin ný hljómsveit, Árni Elfar og hans menn, sem undanfarin ár hef- ur skemmt á Röðli. Sá galli fylg ir bvf þó, að fara á skemmti- staðina á Iaugardagskvöldum. að troðningur er yfirleitt óhóf- legur. Er því margt annað at- hugandi, fyrir þá sem vilja hafa svolítið meiri ró. í Þjóðleikhúsinu er sýnd „Hún frænka mín“,; sem hlotið hefur misjafnar undirtektir gagnrýnenda, en yfirleitt góðar hjá áhorfendum. í kvikmyndahúsunum er ó- hætt að mæla með Never on Sunday, sem sýnd er í Austur- bæjarbíó. Þá er einnig góð mynd í Nýja Bíó, sem heitir Eigum við að elskast. Hún er sænsk og mun betri en aðrar gamanmyndir frá Svíþjóð eru vanar að vera, enda hefur hún nú verið sýnd í fimm vikur. Þá er ágæt skemmtun að myndinni í Hafnarfjarðarbíó, Kusa mín og ég, með hinum óviðjafnanlega Fernandel. Þannig má halda áfram að telja upp, en fyrir þá sem vilja ekkert af þessu er ekki úr vegi að athuga eitthvað af þeim mál verkasýningum, sem nú eru haldnar. Til dæmis heldur Bragi Ásgeirsson sýningu á grafik- myndum f Snorrasal á Lauga vegi 18. Þegar búið er að skoða hana, liggur beint við að fara á Mokka og drekka kaffi og skoða 15 myndir, sem Bragi sýn ir þar samtímis. Þessi lyfseðill er ekki góður Maður stendur fyrir framan borð- ið í apótekinu óþolinmóður og bið- ur starfsfólkið um að hraða sér að afgreiða lyfseðilinn, sem hann hafði komið með. Á lyfseðlinn hafði verið skrifað upp á eiturlyfið dex- amphetamine. Allt í einu kemur lyfjafræðing- urinn fram, snýr sér að manninum yfir afgreiðsluborðið og segir: -— Þessi lyfseðill er ekki góður. Fát kemur á hinn ókunna mann, en í sama mund eru tvær hendur lagðar á hann aftan frá á sitt hvora öxl. Lögreglan er komin. Þannig bar að handtöku manns- ins, sem skýrt var frá í blaðinu í gær að hefði reynt að fá eiturlyf út á falsaðan lyfseðil. í gær viður- Myndsjó — Framhald af bls. 3. viðrar, en þegar tíðin versnar spretta þeir kannske eins og lús upp einhvers staðar með strönd- inni. Þessari verðum við að fylgjast vel með, því togararnir eru auðvitað okkar ær og kýr. Yfirleitt eru um 40—50 togarar umhverfis ísland, en á vertíð- um eru þeir fleiri, 80 — 90. Þegar tekið er tillit til þess, að í einni hringferð getur Sif haft auga með 40 til 50 togur- um, þá sér hver heilvita mað- ur, að það er hætta fyrir skip- stjórana að Iæða sér inn fyrir línuna." „Alltaf virðast þó einhverjir vera til, sem ekki eru heilvita?" „Já, það er nú svo, að það verður að halda þeim vakandi. Ef þeir sjá að við slökum á, ef langur tími líður, sem enginn er tekinn £ landhelgi, þá sofn- ar samvizkan á sjónum. Útkom- j an verður sú, að við tökum j svona 10—12 togara á ári, eða I einn per mánuð. Það verður svo í framtíðinni." Og með það fórum við — í vissu þess að „tíu litlir“ tog- araskipstjórar yrðu dregnir á land og fyrir dóm. Að „tíu litl- ir“ togaraskipstjórar yrðu fórn- arlömb landhelgisgæzlunnar á ári hverju. Nú er aðeins spurningin, hvaða skipstjórar það verða? Hijóp á rúðu — Framhald aí bls. l an náði frá glófi og var 2,30 m á hæð. Þetta vildi þannig til, samkvæmt frásögn sjónarvotta, að Guðrún litla kom hlaupandi niður stigann, sem liggur milli fyrstu og annarr- ar hæðar. Svo virðist sem að ferð- in á henni hafi verið mikil er hún kastaðist áfram, enda skipti það engum togum að hún hljóp beint á rúðuna. sem er skammt frá stig anum. Guðrún var flutt á Slysa- Varðstofuna, og síðar á Landakots spítala. Hafði hún slæman skurð á fæti. Líðan hennar var eftir atvik- um góð. kenndi han,. brot sitt í yfirheyrslu- hjá lögreglunni. Hann hafði fengið stimpilletur úr lausum gúmmístöf- um, sem ætlað er fyrir börn til að prenta með og stimplað á blað efst og neðst Ölafur Jóhannesson lækn- ir. Þegar lækninum var skýrt frá notkun nafns hans fylltist hann að sjálfsögðu hneykslun og vandlæt- ingu. Maðurinn hafði gert tvær tilraun ir til að framvísa þessum fölsuðu dex-amphetamine lyfseðlum. Fyrst í Laugavegsapóteki kl. 8 í gær- morgun, fengið númer, en jafnframt var lögreglunni gert viðvart. Biðu lögreglumenn eftir því að maður- inn „sækti lyfið, þegar kallið kom neðan úr Reykjavíkur apóteki um grunsamlegan seðil þar og skund- uðu lögreglumennirnir þá þangað og handtóku hann. Miðstöð - Fiamhald at lö siöu. þeim erlendu aðilum sem kunnug- astir eru þessu fyrirkomulagi. Var einmitt haldin ráðstefna, þessara manna nýlega í Svfþjóð og sat ég hana. Voru þar byggingafróðir menn sem séð hafa um uppbygg- ingar verzlunarmiðstöð og högn- uðumst við mjög á því“. „Hvenær áætlið þið að miðstöð- in í Háaleitishverfi verði búin?“ „Hún á að verða nothæf innan tíðar og það er von okkar að það dragist ekki of mikið. Hefur verið unnið markvisst að þeim undirbún- ingi, sem snýr að hinni tæknilegu hlið. Stefnum við að þvl að byggja allt samtímis, og þess vegna er erfitt að fullyrða einhvern ákveð- inn tíma'. Það olli okkur t. d. miklum erfiðleikum meðan vinstri stjórnin sat að völdum, að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir okkar og umsóknir fékkst hin alræmda Innflutningsskrifstofa sem öllu virtist stjóma í þá daga, aldrei til að veita okkur leyfi t!’ verzl unarbygginga þarna í hverfinu. Á það ekki minnstan þáttinn i því, hversu verzlanir hverfisins eru síðbúnar. Þess má geta að á síðasta ári hófst gröftur og undirctöður steypt ar, og nú hefur verið unnið raun- hæft að teikningum. Reiknum við með að í vetur verði hægt að halda áfram verklegum framkvæmdum. Þegar verzlunarmistöðin verður komin upp, mun um 3000 manns búa þarna í nágrenninu og auk þess mun miðstöð isem þessi laða að fólk hvaðanæva að úr borginni. Verður á staðnum bílastæði fyrir um 200 bifreiðar". Af þessu má sjá, að uridirbún- ingur verzlunar í Háaleitishverfi er í fullum gangi og ekki langt að bíða, þar til glæsileg og nýtízkuleg verzlunar miðstöð hefur risið þar upp, íbúunum til hægðarauka og borginni til sóma“. SJÚMCNN! iósil A-listam!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.