Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 10
10 VÍSIR . Laugardagur 6. október 1962. Simca Ariane Superlux ’62 nýr og óskráður, mjö hentugur bæði sem einka- og leigubfll Simca 1000, '62 nýr og óskráð- ur, blár, trúlega langbezti smá- híllinn f dag. Verð kr. 125 bús Volkswaeen ’62. útvarp, hvítur ekinn 13 bús. km. Jtb. 75 bús Volkswagen '61, ekinn 17 bús km. Otb. kr. 50—60 bús. Consul 315 ’62 ekin 9 bús km. hvítur rauð klæðning, mjög Faliegur. Zephyr 4 ‘62 ekinn 4 bús. km Land-Rover ’62 útvarp o. fl. Austin A-40 ’60 ekin 20 bús km. verð miög hav tætt. Austin Cambridee '59 útvarp ekinn ca 21 bús. km. mjög ^læsilegur. Opel Capitan ’62 De-Luxe. nýr og ókevrður stórglæsilegur. Volvo Station ’61 lítið ekinn. =em nýr. Piymouth Station ’58 6 cyl. beir skiDtur, mjög góður, verð hag- stætt. '’odiac ’55 óvenju góður. ‘Uroan Oktavia ’58 mjög ódýr Aðalstræti Ingólfsstr. Sími 15-0-14 Bíla og búvélasalan SELUR: Simca Ariane Superluxe '62. Simca 1000, báðir nýir óskráðir Opel Reccord ’60—’61. Consul 315 ’62. ekin ■ bús. km Opel Caravan '55. Chevrolet ’55, góður bíll. Chevrolet ’59, ekinn 25 bús. mflur. Bíla og búvélasalan við Miklatorg. Simi 2-31-36. ^Lm/, «S?v Úr ræðu Gylfa Þ. Fiat Multipla ’61, keyrður 7 þús. Greiðist eftir samkomu- lagi. Fiat, gerð 1100 ’62. Verð sam- komulag. Ford sendibill ’53 í mjög góðu ! standi. 6 mánaða vinnurétt- 1 indi fylgja. Kr. 85 þús. Sam- komulag. Buick ’49 fæst á góðu verði, ef • samið er strax. Til sýnis á ! staðnum. Rambler Station ’57 f mjög góðu standi, verð og greiðsia sam- komulag. Kaiser ’52 í góðu standi. Verð j 30 þús. kr. Útb. 5 þús., eftir- stöðvar 1000 pr. mán. Vauxhall ’49, verð og greiðslur i samkomulag. ^IFRFIÐASALAN Borgurtún' t. Símar 1808f 19615 Framhald af bls. 6. héldist nú stöðugt og réttri stefnu er áfram beitt í peningamálum og cjármálu- rikisins, ættu að vera tök á að vapðveita hagstætt jafn vægi á grundvelli þess kaupgjalds sem nú er greitt. Áætlað hefur verið, að kaup- hækkanirnar á þessu ári, sú hækk un verði landbúnaðarafurða, sem í kjölfar þeirra sigldi, og sú hækkun, sem orðið hefur á farm- gjöldum, auk þeirra hækkana, sem ekki voru komnar fram áður vegna kauphækkananna og geng- islækkunarinnar í fyrra, múnu hækka framfærsluvísitöluna um því sem næst 9%. Þessr hækkan- ir verða væntanlega allar komn- ar fram fyrir árslok og munu þá hafa hækkað vísitöluna upp I 126 stig. Hún verður þvi f árslokin líklega 26% hærri en þegar fram kvæmd hinnar nýju stefnu í efna- hagsmálum var hafin. Meðal kaup hækkunin á þessum tíma hefur orðið eitthvað yfir 30%, þannig að raunverul. laun eru nú nokkru hærri en' þau voru í ársbyrjun 1960, eða um 4 — 5% hærri. Má telja það góðan árangur af stefnu núverandi ríkisstjórnar í efna- hagsmálum, þegar það er haft í huga, að á sama tíma hefur þjóð- inni tekizt að koma sér upp gjald eyrisforða, sem í ágústlok nam 879 millj. kr., og auka sparifé sitt' innanlands um 1300 millj. kr. Helmingi hærri tollar. Að síðustu ætla ég að fara nokkrum orðum um þróunina í viðskiptamálum Vestur-Evrópu og þýðingu Efnahagsbandalags- ins fyrir íslendinga. Áhrif Efnahagsbandalagsins á viðskiptahagsmuni fslendinga koma fyrst og fremst fram I þvi, að eftir 1970 munu tollar þeir, sem við að meðaltali yrðum að greiða fyrir innflutning okkar til efnahagsbandalagssvæðisins, verða næstum helmingi hærri en þeir voru áður en Efnahags- bandalaginu var komið á fót. Tollur á freðfiski verður t. d. 18% og þarf ekki að fjölyrða um, hvílíkum erfiðleikum það yrði bundið fyrir íslendinga að selja freðfisk til Efnahagsbanda- lagssvæðisins, ef þeir yrðu að greiða 18% toll í samkeppni við freðfiskframleiðendur innan svæðisins, sem engan toll þyrftu að greiða. En þetta myndi ekki aðeins koma ..iður á núverandi utflutningsatvinnuvegum íslend inga, héldur einnig þeim nýju út flutningsgrelnum, sem íslending- ar verða að koma hér á fót til þess að t. .ka fjölbreytni atvinnu- lífsins og örva vöxt þess. Við megum ekki til frambúðar vera jafnháðir fiskimiðunum og sjáv- araflanum og við erum nú, þar eð þvf eru takmörk sett, hversu lengi er hægt að halda áfram að bæta Iífskjörin hér með aukinni nýtingu sjávaraflans. Við verð- um því að koma á fót nýjum greinum útflutningsiðnaðar og liggur þá beinast við að hag- ýta vatnsaflið og jarðhitann. En markaður fyrir framleiðslu- vörur, sem framleiddar eru með hjálp vatnsorku eða jarðhita, yrði fyrst og fremst einmitt f þeim löndum, sem nú ýmist eru í Efnahagsbandalaginu eða sækja fast að komast í það. Síðast en ekki sízt er svo þess að geta, að einmitt frá Efnahagsbandalags- löndunum fáum við nú flestar þær vörur, sem við teljum nauð- synlegar til þess að njóta þeirra lífskjara, sem við nú höfum og halda hér uppi því menningar- þjóðfélagi, sem við viljum varð- veita. Ef við hættum að geta keypt vörur í jafnríkum mæli og við nú gerum frá þeim löndum, sem líklegast er, að myndi Efna- hagsbandalagið, yrðu þær vörur, sem í staðinn kæmu, sumpart dýrari og sumpart miklu lakari. Það ætti því hverju mannsbami að vera ljóst, hve augljósa hags- muni íslendingar hafa af því að fá aðstöðu til þess að selja út- flutningsvörur sínar til Efnahags- bandalagssvæðisins án þess að þurfa að greiða toll og án þess að verða að sæta höftum á við- skiptunum. Smæð íslendinga. Danir og Norðmenn hafa jafn- augljósa hagsmuni af þessu og við og raunar enn ríkari, því að ennþá hærri hluti af útflutningi þeirra hefur farið til þeirra landa, sem lfklegt eij' að teljist til Efnahagsbandalagsins en sá hluti útflutnings okkar, .g£pir þanga hefurirTaíirið.rreri bann er liðlega 60%. Danir og Norðmenn hafa dregið þá ályktun af þessum staðreyndum, að þeir hafa þegar sótt um fulla aðild að Efnahags- bandalaginu eins og Bretar og írar. Ég tel hins vegar að við ís- lendingar getum í þessu efni ekki fylgt fordæmi Dana og Norð- manna og sótt um fulla aðild. Reglur stofnskrár Efnahagsbanda lagsins, Rómarsamningsins svo- nefnda, um frelsi allra borgara á efnahagsbandalagssvæðinu til atvinnurekstrar, hvar sem er á svæðinu, reglur hennar um frjálsar fjármagnshreyfingar og frjálsar hreyfingar vinnuafla um allt efnahagsbandalagssvæðið eru þannig, að ég tel íslendinga vegna smæðar sinnar og marg- víslegrar sérstöðu ekki geta gerzt aðilar að efnahagsheild, sem veitti erlendum fyrirtækjum svo að segja ótakmarkaðan rétt til að stofna fyrirtæki og festa fé á íslandi og erlendum mönnum ótakmarkaðan rétt til þess að stofna fyrirtæki og festa fé á ís- landi og erlendum mönnum ótak markaðan rétt til þess að leita hér atvinnu, að ég nú ekki tali um, ef stofnskrá Efnahagsbanda- lagsins yrði túlkuð þannig, að af henni leiddi rétt erlendra veiði- skipa til að stunda fiskveiðar í íslenzkri Iandhelgi. 1 stofnskrá Efnahagsbandalags hoitti&mAkó HERRADEILD ins er hins vegar gert ráð fyrir þvf, að ríki geti haft hagsmuni af því að tengjast bandalaginu með öðrum hætti en þeim að ganga beinlínis í það. Þess vegna er í Rómarsamningnum gert ráð fyrir heimild til handa stjórn banda- lagsins til þess að gera samninga við önnur riki um svonefnda aukaaðild. Hefur sem kunnugt er einn slíkur samningur verið gerð- ur, þ. e. a. s. samningurinn milli Efnahagsbandalagsins og Grikk- lands, og ýmsar aðrar þjóðir hafa óskað eftir því að fá að gera slík- an samning við Efnahagsbanda- lagið, svo sem Svíar, Austur- ríkismenn og Svisslendingar. I Rómarsamningnum segir ekkert um,. hvert skuli vera innihald slíkra aukaaðildarsamninga og hefur verið tekið svo til orða, að í þeim geti falizt, að ríki, sem gerir aukaaðildarsamning við Efnahagsbandalagið, fái 1% af þeim réttindum, sem full aðild veitir eða. 99% af réttindunum og allt þar á milli, gegn þvf að taka á herðar sér frá 1—99% af þeim skyldum, sem fullri að- ild að Efnahagsbandalaginu fylgja. Þá liggur það og f hlutar- ins eðli, að Efnahagsbandalagið getur gert venjulega viðskipta- samninga við ríki utan þess, þ'. e. a. s. um lækkun á þeim tollum, sem í upphafi voru ákveðnir. En í því sambandi er þess að geta, að Efnahagsbandalagið getur ekki samið við einstök ríki um að lækka tolla gagnvart þeim einum heldur mundu tollalækk- anir, sem Efnahagsbandalagið féllist á gagnvart einu ríki, sjálf- krafa ná til allra annarra ríkja. Véldur þetta auðvitað þvf, að tor- velt er fyrir einstök rfki að fá Efnahagsbandalagið til þess að Iækka þá tolla, sem þegar hafa verið ákveðnir, og hefur reynslan þegar leitt það f Ijós. Aukaaðild eða samningur. Um það er engum blöðum að fletta, að það er íslenzkum við- skiptahagsmunum mjög and- stætt, að íslendingar standi al- gjörlega utan Efnahagsbanda- lagsins, eins og það væntanlega ■verður, þegar því hefur endan- lega verið komið á laggirnar 1970. Viðskiptakjör íslendinga yrðu þá mun verri en þau voru áður en Efnahagsbandlaginu var komið á fót 1957. Það hlýtur því að teljast hin eina rétta stefna ís- Iendinga á þessu máli að leita eftir einhvers konar tengslum við Efnahagsbandalagið, sem opni íslendingum markað þess, að svo miklu leyti, sem mögulegt er, án þess að íslendingar þurfi að tengjast hinni stóru efnahags- heild nánar en svo, að þeir haldi óskoruðum yfirráðum sínum yfir auðlindum lands og sjávar. Eng- inn veit, hvort íslendingar eiga kost á að gera slíka samninga við Efnahagsbandalagið. íslenzka ríkisstjórnin hefur talið það skyldu sína að kynna ríkisrtj 'rn- um allra efnahagsbandalagsríkj- anna og stjóm þess f Briissel 'iina miklu og ótvíræðu hags- muni I’slands af því að geta hald- ið mörkuðum sínum í þeim lönd- um og helzt aukið viðskipti sín við þær þjóðir, sem Islendingar hafa í aldaraðir verið tengdar nánustum böndum ekki aðeins í viðskiptum heldur einnig í stjórn rnálum op menningarmálum. ís- lenzka ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki sett fram neinar til- lögur um þa. á hvern hátt hún teldi bezt vera hægt að tryggja þessa viðskiptahagsmuni, þ. e. a. s. hvort hún teldi það eiga að gerast á grundvelli aukaaðildar- samnings eða tollasamnings. Eft- ir að hafa gert þá sjálfsögðu skyldu sína að fylgjast rækilega með þróun mála og kynna ríkis- stjórnum bandalagsríkjanna og stjórn Efnahagsbandalagsins sjálfs málstað íslendinga og hagsmuni, hefur ríkisstjórnin á- kveðið að bíða átekta um sinn og sjá hverjar verða niðurstöður þeirra samninga, sem nú eiga sér stað í Briissel. Of dýr fórn. íslendingar eiga að sjálfsögðu ekki að hrapa að neinu í þessu mikilvæga máli, og það hefur engum ábyrgum aðila nokkurn tíma dottið í hug, en þeir mega heldur ekki sofa á verðinum, því að um mikla hagsmuni er að tefla. Það er auðvitað á miklum misskilningi byggt, að öll tengsl við Efnahagsbandalagið hljótl að vera skaðleg, af því að þau skerði sjálfsákvörðunarrétt ís- lendinga. íslendingar geta að sjálfsögðu ekki fremur en aðrar þjóðir búizt við því, að fá rétt, sem þeir hafa ekki nú, án þess að taka á sig nokkrar skyldur. í öllum samn- ingum, hvort sem er milli einstak linga eða ríkja, felst það, að hvor aðili um sig fær nokkuð og læt- ur hokkuð. Menn getur að sjálf- sögðu alltaf greint á um, hversu miklu skuli fómað fyrir það, sem menn sækjast eftir. Islend- ingar eru áreiðanlega sammála um, að í samningum við Efna- hagsbandalagið megi ekki fórna yfirráðum fslendinga yfir auð- lindum lands og sjávar. En það hlýtur að vera von okkar og að því hljóta allir þjóð- hollir íslendingar að stefna, að við getum öðlazt aðstöðu til þess að halda viðskiptasamböndum okkar við efnahagsbandalags- löndin og efla þau með eðlilegum hætti, án þess að til nokkurra slíkrá fórna komi. Nærfatnaður Karlmanna og drengja, fyrirliggjandi. IH MULLER GAMLA BILASALAN Hefur alltaf til sölu mik- ið af nýjum og eldri bíl- um af ölluni stærðum og gerðum, og oft litlar sem engar útborganir. v/Rauðará, Skúlag. 55 Sími 15812. GAMLA QÍLASALAN Skúlágötu 55 — Simi 15812 Millan HJÓLBARÐAVERKSTÆÐl Opið alla daga frá kl. 8 að morgni til 11 að kvöldi Viðgerðir á alls konar hjólbörð um. .Fljót og vönduð vinna. Seljum einnig allar stærðir af hjólbörðum Hagstætt verð. - Revnið við<;kir>tin Millan Þverholti 5. maxmxí? ^tsssssasaa nauunjff *’u-**vt*>z

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.