Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 6. október 1962. • • r Oræfaflug F.l. Eins og undanfarin haust ann- ast Flugfélag íslands nú vöruflutn- inga til og frá Öræfum. Flutningarnir hófust að þessu sinni 25. september og ráðgert er að þeim Ijúki 10.— 15. október. Farnar eru til jafnaðar tvær ferð- ir á dag og fluttar rúmar þrjár lest- ir í hverri ferð, þannig að tólf lest- ir eru fluttar daglega til og frá. Vörurnar, sem þannig eru flutt- ar, eru að austan, sláturafurðir, kjöt og aðrar búsafurðir, en frá Reykjavík ipatvörur, fóðurvörur, byggingarefni o. fl. AHs er áætlað að fluttar verði að þessu sinni 120 lestir. Hinn 1. okt. s.l. gekk vetrar- áætlun innanlandsflugs Flugfélags Islands í gildi. Samkvæmt henni verður flogið til sömu staða, sem í sumaráætlun, að undanteknum stöðunum Hellú og Skógasandi, en þangað hefir sem kunnugt er að- eins verið flogið á sumrin. t Frú Jésefína Gíslndóttir látin — Frú Jósefína Gísladóttir, kona Þorsteins Jósefssonar blaðamanns við Vísi, Iézt á sjúkrahúsi hér í bænum í fyrrinótt. Hún hafði átt við langvarandi veiki að stríða. Hún var 43 ára er hún lézt. Henn- ar mun verða minnzt síðar hér í biaðinu. Líkanið af hinni fyrirhuguðu verzlunarmiðstöð i Háaleitishverfi. Undirbúningur verzlunar- miðstöðvar i fullum gungi Vísir sagði frá því í gær- dag, að ný verzlun yrði opnuð í Háaleitishverfi um næstu mánaðamót. Með til Lögbrot I dag og á morgun kýs Verka- mannafélagið Dagsbrún 34 full- trúa til setu á Alþýðusambands- þingi. Vegna skriflegra áskor- ana frá um 640 verkamönnum neyddist Dagsbrúnarstjórn til að hætta við það áform sitt að láta kosningar fara fram á fundi, þar sem litið brot félagsmanna gat rúmazt. í Þjóðviljanum í gær er skýrt frá ræðu Eðvarðs Sigurðssonar, þar sem glöggt kemur fram andúð kommúnista á því að láta fara fram almenn- ar kosningar. Segir Eðvarð, að það kosti svo mikla vinnu og sé svo dýrt og auk þess megi skrif- stofulið félagsins (a. m. k. 4 fastráðnir menn) ekkert vera að því að standa í svoleiðis hlut- um. Eftir að kommúnistar sáu, að ekki varð komizt hjá kosning- um, hafa skrár og gögn féiags- ins verið á fleygiferð inilli skrif- stofu þess og kommúnistaflokks ins. Hefur einkum einn starfs- maður flokksins sézt þar að verki, Kjartan Helgason að nafni. Jafnframt þvi sem flokksvél kommúnista er þannig á allan hátt útbúin fyrirfram vegna kosninganna hefur stjórn Dags- brúnar sýnt þá einstöku ó- skammfeilni að neita að af- henda kjörskrá félagsins eins og skylt er skv. reglugerð A.S.Í. Mörgum mun nú þykja nóg komið um afbrot og lögleysur kommúnista innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Er ekki sýnt aniiað en að grípa verði til nýrra úrræða, ef þeir fást ekki til að láta af ofbeldi sínu með öðrum hætti. Að þessu sinni hafa þó þeir verkamenn, sem komizt hafa á kjörskrá, það vopn í hendi sinni, sem kommúnistum svíður sárast að beitt verði gegn þeim, og það er kjörseð- illinn í Dagsbrún nú unr helgina. nwrow Launamélin Þing B.S.R.B. hófst í Hagaskól- anum kl. 5 í gær. 137 þingfulltrúar eru komnir til þingsins frá 28 fé- lögum. í gær ávörpuðu fulltrúar ýmissa stétta þingið og báru fram kveðjur. Þá voru nefndir kjörnar. Skýrsla stjórnarinnar fyrir liðið- kjörtíma- bil var og flutt í gær. Höfuðmál þingsins er launamálið og skilaði launanefndin tillögum sínum til stjórnarinnar 1 gærmorgun. Ekki voru þær lagðar fram á þinginu í gær og voru ófáanlegar, en nokkuð hefir þegar verið frá þeim skýrt í blaðinu. Munu þingstörfin í dag og á morg un snúast að mestu leyti um launa- málin og mun ítarlega skýrt frá þeim hér í blaðinu. Fundi í gær stýrði form. bandalagsins, Kristján Thorlacius fulltrúi. Myndin að neðan er frá þinginu að störfum. komu hennar er stærsta hagsmunamál þessa hverf- is komið í höfn og bætt er úr þeim miklu vandræð- um sem hljótast af því, þegar engin verzlun er á stóru svæði. Hér er þó um bráðabirgða- verzlun að ræða, því eins og Vísir skýrði jafnframt frá í gær, þá er ætlunin að reisa þarna rnikla verzlunarmiðstöð, og hef- ur verið unnið ötullega að und- irbúningi þeirra byggingafram- ltvæmda. Þegar vitað var um hina nýju verzlun, snéri Vísir sér til franikvæmdarstjóra Aust urvers h.f., Sigurðar Magnússon ar kaupmanns, og spurðist fyrir um gang og undirbúning hinn- ar eiginlegu verzlunarmiðstöðv- ar sem fyrirhuguð er. i Sigurður sagði svo frá, að unnið hafi verið að tæknilegum hliðum þessa verks að undanförnu og ekk- ! ert sé til sparað, til að hafa mið- stöðina með sem beztum hætti. „Þarna verður1, sagði hann, „20— 25 þjónustu fyrirtæki til húsa, og byggingin sjálf mun ná yfir um 3000 fermetra, auk bílastæðis“. „Það hefur lengi verið ætlun Austurvers“, hélt hann áfram", að koma á fót miðstöð sem þessari (shoppii.g center). Þær tíðkast mjög í nágrannalöndum okkar, sér í lagi í nýjum borgarhlutum, sem hafa risið upp mjög ört eftir stríð. I því skyni hef ég haldið utan og viðað að mér upplýsingum frá Framh. á bls. 5. Símar B-listans í Dagsbrún Kosningaskrifstofa B-listans í Dagsbrún er í Breið- firðingabúð uppi. Verður hún opin meðan kosn- ing stendur eða frá kl. 10—7 e. h. í dag og frá kl. 10 f. h. til lle. h. á morgun. Símar skrifstofunnar eru: 20160 og 20161. Allir þeir, sern vilja aðstoða við kosninguna eru beðnir að gefa sig fram við skrifstofuna. Kjúklingasteik í fyrrinótt var brotizt inn I hænsnakofa einn, sem er efst í Lækjargili á Akureyri. Þar eru ýms ir menn, sem eiga smákofa er þeir hafa bæði fyrir hænsni og kindur. Þarna var brotin hurð á kofa, sem Arthur Benediktsson á, og höfðu þjófarnir greinilega verið að fá sér hænsni f soðið. Hafa fund- izt þar þrír hænuhausar ,sem þeir höfðu slitið af búkunum. Svo senni lega hefur einhver notið gómsæts kjúklings á Akureyri I gær. Hafi einhver fundið ilminn af kjúklinga- steikinni gæti hann e. t. v. upplýst- hver þarna var að verki um há- nótt. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.