Vísir - 11.01.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 11.01.1963, Blaðsíða 2
VÍSIR . Föstudagur II. janúar 1963. mm I m////Æmm/á. n Fólkið heimtar blóð og— það býður fantaglíman upp á r,Tm mm Ein er . ú iþróttagrein, sem litið sem ekkert hefur borið á hér á landl til þessa, en sú (þrótt er tal- in ein sú hœttulegasta og jafn- framt sú óheiðarlegasta, sé hægt að tala um íþrótt f þessu sambandi. Þetta er alíma sú, sem við mun- um hér á eftir kalla fantaglímu, en erlendis kallað „Wrestling". Hnefaleikar, sem álitnir eru ljót og hættuleg íþrótt hér á landi, eru hreinasti barnaleikur miðað við fantaglímuna. Aðaltilgangur leiks- tannanna: „Gliman er ein sú feg- ursta íþrótt, sem til er, og jafn- framt sú skemmtllegasta." Þetta samþykkti blaðamaðurinn þegar, til að losna við að fara út úr her- berginu í sjúkrakörfu. Þegar Danny McShane sá dags- ins ljós í fyrsta sinn í Parkdale í Arkansas benti ekkert til þess, að hann yrði einn mesti fantaglímu- maður heims. Tíu ára gamall flutti hann með fjölskyldu sinni til Suð- ur-Californiu, og á skólaárum sín- Sagt frá viðbjóði Wrestling- glímunnar sem ennþá er liðin víðast hvar áti um heim ins er að fá andstæðinginn til að leggjast með herðarnar 1 gólfið og liggja þar um stund. Yfirleitt er það þó svo, að mótherjinn fæst ekki til þess fyrr en hann er ann- aðhvort stórslasaður eða þá i roti. Farið er eftir vikt, þegar glímu- menn eru valdir saman, og má ekki muna meiru en 10 kg. á þeim. Einn af beztu glfmumönnum heims, hinn írskættaði Danny Mc- Shane, þykist vita hvað hann seg- ir, þegar hann talar um fþrótt sína, og í viðtali, sem birtist við hann nýlega, sagði blaðamaðurinn, sem viðtalið átti, að Danny hefði reiðzt heiftarlega, þegar hann talaði um að fantaglfman væri bæði ljót í- þrótt og fantaleg. Danny rauk upp úr stólnum, hvessti á hann augun- um og hvæsti á milli samanbitinna íslandsmót í körfu- bolta 9. febrúor íslandsmót i körfuknattleik hefst að þessu sinni Ð. febrúar n. k. Þátttökutllkynningar sendist Körfuknattleiksráði Reykjavfkur, Hólatorgi 2, fyrir 16. janúar n. k. um þar komst hann f sfn fyrstu kynni við íþróttir, einkum sprett- hlaup. Náði hann furðugóðum ár- angri f spretthlaupunum og hljóp oft 100 yardana undir 10 sek. En faðir Dannys ætlaði honum aðra framtfð. Eitt sinn kallaði hann á hann og sagði: „Sonur minn, það er ekki samboðið Ira að hlaupa í kapp við klukku, sem sannur íri átt þú að standa og keppa, Föður sínum til hæfis byrj- aði Danny að fá kennslu f hnefa- leikum og glímu, Hann hélt áfram námi og nam lögfræði. Útskrifaðist hann með góð próf frá skólanum. Með nokkrum félögum sfnum setti hann upp lögfræðiskrifstofu. En nú skeði atvik í lífi hans, sem breytti allri framtíð hans. — Hann fékk sitta fyrsta mál sem lögfræðingur og vann það. „Lftill sigur það,“ sagði Danny. Nokkr- um dögum sfðar tók hann þátt f fyrstu keppni sinni sem atvinnu- glímumaður. Danny sigraði, „það var stór sigur“. Og þarna fékk hann sitt „blómkálseyra", en svo er það nefnt, þegar eyru glímu- manna eða hnefaleikara laskast svo Valbjörn aftur í KR Valbjöm Þorláksson, stangarstökkvarinn góðkunni, hefur nú ákveðlð að hefja æfingar og keppni að nýju með KR, en hjá því félagi hóf hann ferll sinn hér í Reykjavík 1955, en fór yfir í raðir ÍR-inga og hefur keppt með góðum árangri fyrir féiagið siðan. Valbjörn seglr aðstæður allar í KR-húsinu mun betri og hag- kvæmari og ráði það mestu um að hann flytur yfir f annað félag. ÍR-ingar munu hlns vegar ekki vilja sleppa Valbirni svo „billega“ að þvf er mönnum skilst og telja að úrsögn hans sé i alla staði ólögleg. Ekki er að vita hvemlg þaö mál verður til lykta leitt, eða hvort nokkuð veröur að gert, en vonandi fær Valbjörn að ráða þelm málum sjálfur undir hvoru merkinu hann kýt að keppa, en hlns vegar er áreiðanlegt að flestlr munu fagna þvi að hann skuli nú fá að stunda æfingar vlð betri skiiyrði, án tillits til nafns félagsins, sem í augum fiestra hlýtur að skipta sáralitiu máli. illa, að höfuð manna lfkist meira blómkálshöfði en venjulegu manns höfði. i Þetta eyra varð afgerandi fyrir framtfð McShane. Nafnskilti hans var fjarlægt af skrifstofuhurðinni og hann helgaði sig héðan í frá glímunni. Hann sagði síðar frá því, að einn af meðeigendunum á skrif- stofunni hefði sagt, að það væri fyrir neðan virðingu þessarar skrifstofu, að hafa mann með svona eyra. „Þetta var stærsti greiði, sem þeir gátu gert mér, en nokkrum árum seinna hefði ég getað keypt alla skrifstofuna þegar þeir buðu mér hana, en ég afþakkaði". Það eru miklir peningar, sem hægt er að vinna í glímunni. Fyrsti meist- aratitillinn, sem Danny vann, var í léttþungavigt f keppni ríkjanna við Kyrrahafsströndina. — Þaðan komst hann í Ameríkukeppnina f sama flokki og varð meistari þar. Ári sfðar var hann orðinn heims- meistari í þessum flokki og hélt titlinum f fiíujp ár. Það er ekki nein rósabraut, sem Danny hefur valið sér með þvf að velja fantaglímuna sem sína aðal- atvinnu, það sýna bezt tfðar heim- sóknir hans á sjúkrahúsin. Hver keppni þýðir spítalavist, löng og stutt eftir atvikum, en Danny seg- ir að óhöppin geri sig bara harðari. Árið 1951 kom hann af sjúkrahúsi eftir nær 2ja mánaða legu, æfði þá eins og hann gat í nokkra mán- uði eða þar til hann keppti við heimsmeistarann f þungavigt, Vesa Georg, en leikurinn fðr fram í Menphis, Tennessee. Danni sigr- aði og hélt kórónunni sem heims- meistari'í 2 ár, eða þar til hann tapaði fyrir baron Michele. Af öllum meistaratitlum, sem Danny McShane hefur unnið, held- ur hann mest upp á þann vafasama titil „Mesti fantur f heimi". í keppn inni um hann og hina svonefndu Brass Knuck-styttu tóku þátt flest ir beztu glímumenn heims og sögðu margir þeirra eftir keppnina, að hún hafi engan sinn lfka átt í ruddaskap og fúlmennsku. Keppni þessi var bönnuð og hefur ekki verið haldin síðan. „Ég er skapaður til að slást", segir Danny, „fyrir hvern leik er ég eins og lítið barn og iða af tilhlökkun eftir að byrja. Ég á erfitt með að þola menn, sem allt- af eru að kvarta við dómarann. Þoli þeir ekki harðan leik, ættu þeir heidur að tefla eða spila bridge. Sumar heimsóknlr Dannys á sjúkrahús borgarinnar eru ekki öðrum glímumönnum að kenna. I nokkur skipti hafa óðir áhorfendur tekið í taumana, ruðzt inn í hring- inn og stöðvað hina hræðilegu meðferð hans á léttum mótherja En alltaf er fullt hús þegar Danny keppir. Fólkið þyrstir f blóð, og blóð er líka það, sem það fær að sjá“. Meiðsli þau, sem Danny hefur hlotið í glímunni, aukast með hverju ári sem líður. Grandskoði maður Irann, má finna 212 ör á andlitinu og höfðinu, 2 blómkáls- eyru, nef, sem hefur brotnað 7 sinnum, brotinn kjálki, herðablað og brjóstbein. 15 sinnum hafa rif- bein brotnað, og handleggir og hendur hafa sömuleiðis orðið fyrir skakkaföllum. Að sjá Danny heima hjá sér, sitjandi við píanóið, raulandi frsk þjóðlög, eða sjá hann leika sér f garðinum við litiu dóttur sfna, er nokkuð sem fæstir áhangenda hans myndu trúa að væri til. Hin unga og myndarlega eiginkona hans seg- ir: „Danny er bezti faðir og eigin- maður í heimi. Hann er skapstór og illur viðureignar f hringnum, en hér heima er hann að vísu skap- mikill, en hér líkar honum að hvfla sig og talar ekki um glfmuna. 1 rauninni held ég að f honum búi tvær ólfkar manneskjur. Þegar ég hef séð hann í hringnum, langar mig oft til að standa upp og æpa á hann eins og hinir þegar hann hefur sigurinn í höndunum, en þá er hann oft óhugnanlega grófur, og ég þekki vart andlit hans. En þeg- Skauíamót á Tjörninai um aðra helgi Að undanförnu hefur skauta- færi í Reykjavík og nágrenni verið sérlega gott og er langt sfðan svo vel hefur viðrað til þeirrar íþróttar. í gær fregnaði blaðið að í ráði væri að halda skautamót um helgina 19.—20. janúar, haldist svellið, sem við vonum fastiega. Það er Knattspymufé- lagið Þróttur, sem hefur i hyggju að stofna til keppni, en skautamenn Þróttar hafa iengi verið í röðum beztu skauta- manna landsins. Einnig mun ætl unin að þama verði sýning á ísknattlcik, sem er mjög fágæt íþrótt hériendis. Alilangt er nú liðið frá því sfðasta skautamót fór hér fram, enda skautasvell mjög sjald- gæft. Skautamenn Þróttar munu hafa æft vel að undanförnu, mest á Rauðavatni, þar eð ekki er talið ráðlegt að æfa innan um börnin á Tjörninni vegna siysahættunnar sem það mundi skapa. Verður því fróðlegt að sjá hvemig til tekst hjá skauta mönnunum, er þeir leiða saman hesta sína eftir viku. ar heim kemur, er hann biíður og góður eins og hann á vanda til, þannig er hann tvær ólíkar mann- eskjur". Fangið fullt af sigurlaunum Það voru dálagleg verðlaunin, sem Torolf Engan kom með þeim til Noregs eftir ferð sína til Þýzkalands, en þar vann hann hvem sigurinn öðmm meiri. Þarna er hann á Gardemoen-flugvelli rétt fyrir utan Osló með fangið fullt af silfurbikurum, en auk þeirra fékk hann armbandsúr, ýmis heimilistæki og fleira nytsamlegt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.