Vísir - 11.01.1963, Side 7

Vísir - 11.01.1963, Side 7
VÍSIR . Föstudagur 11. janúar 1963, 7 Bláhjálmarnir sækja fram o - t ’ ',1 ' ‘.í n nsÍSáíEaí ijiinÍHni. Barizt í Kongó. Enn einu sinni hafa bardagar brotizt út í Kongó og er þetta afríska land búið að þola þá raun nógu lengi að vera aðai fréttaefni um allan heim vegna borgarstyrjaldar og stjórnleysis. Það er loksins nú eftir síðustu bardaga í Katanga sem vonir standa til að takast megi endan- lega að koma á friði í Iandinu og viðhalda sameiningu ríkisins. Óþarfi er að rekja hér þær á- stæður sem eru fyrir því að Kongó getur ekki þrifizt án þess að sameinast allt, það hef ég gert oft í þessum þáttum. Hitt er nóg að benda á, að Allsherjar- þing SÞ hefur fyrir Iöngu gert samþykkt um sameiningu Kongó. Var hún samþykkt með miklum atkvæðamun og eru allar Afríku- bjóðir, nema hinir hvítu svert- ingjakúgarar í Suður-Afríku og Ródesíu fylgjandi henni. Þegar Lumumba féll. Þessi samþykkt kom fyrst fram í verki, þegar hersveitir SÞ hindruðu að hinn frægi Lum- umba gæti stofnað sjálf- stætt riki í Norður-Kongó um- hverfis bæinn Stanleyville. Siðan hefur þurft að glíma við skiln- aðarhreyfingar í Kasai og Kat- anga. Örlög Lumumba urðu þau að hann var handtekinn vegna af- skipta SÞ, en síðar komst hann undir hendur Tsjombe foringja Katanga-manna og lét hann taka hann og myrða. Tsjombe missir tökin. Nú er röðin komin að Tsjombe sjálfum og þó hann hljóti ekki sömu örlög og fangi hans virðist nú allt benda til þess, að skiln- aðarhreyfing Katanga, sem hann Hermenn SÞ róa yfir fljótið Lufira á leiðinni til Jadotvillc. Hermenn sprengiefni út á hana. Síðan var kveikt í. stjórnaði sé að missa fótfestuna. Það er enn í fersku minni’ les- endanna, þegar fyrstu hersveitir SÞ voru fluttar flugleiðis til Elisabethville aðalbæjar Kat- anga. Þá höfðu hermenn Tsjombe lagt hindranir á flug- völl borgarinnar. Varð það því úr, að sjálfur Dag Hammar- skjöld fór f fylkingarbroddi og tóku Katanga-menn þá hindran- irnar af flugvellinum. Á eftir flugvél Hammarskjölds Ientu síð- an flutningaflugvélarnar með nokkrum hundruðum bláhjálm- aðra hermanna SÞ. Loforð svikin. Síðan hefur herlið SÞ búið um sig og gert ýmsar tilraunir til að ljúka þessum aðgerðum, en þeim hefur síðan verið frest- að hvað eftir annað, vegna ítrekaðra loforða Tsjombe um að ræða við sambandsstjórnina í Leopoldville og gera þannig frið- samlega samninga um samein- ingu landsins. Hefur her SÞ þannig ekki beitt sér, vegna von- arinnar um að hægt yrði að leysa vandann með samningum. En svo voru menn orðnir leið- ir á sfendurteknum svikum Tsjombes, að nú var svo komið að herliði SÞ var gefin fyrir- skipun um að nota fyrsta tæki- færi sem gæfist til að fram- kvæma hernaðaraðgerðirnar. Bláhjálmar sækja fram. Tækifærið kom einmitt um áramótin, þegar hermenn úr liði Tsjombe hófu sprengjuskothríð á lið SÞ í Elisabethville. Þá létu hinir bláhjálmuðu hermenn til skarar skríða, bæði Ijóshærðir sænskir víkingar og vel þjálfaðir indverskir Ghurka-hermenn. Þetta herlið SÞ hafði eiginlega aldrei fengið tækifæri til að reyna hæfni sína í hernaðarað- gerðum. Alltaf hafði verið haldið aftur af því eftir fyrirmælum frá Tsjombes höfðu sprengt brúna meö því að aka vörubifreið hlaðinni bækistöðvunum í New York. En nú sýndu þeir yfirleitt ágæta og skipulega þjónustu og kom það mönnum jafnvel á óvart, hve skjótt þær yfirbuguðu Katanga- herinn. Á einu kvöldi ruddu þær varnarlínu Tsjombe í burtu, eins og þeir væru að sópa burtu fisi og náðu öllum þýðingarmiklum stöðvum í Elisabethville, m. a. lögreglustöðinni þar sem bæki- stöð Katangahers var og aðal- bankanum, þar sem Tsjombe hafði geymt mikið fé til að halda úti her sínum. Lausingjalýður. Það kom í Ijós í þessum bar- dögum, að hinn svokallaði Kat- anga-her er að mestu lausingja- lýður svertingja en aðalkjarni hans sem ætíð fyrr er nokkur hundruð hvítra ofstækismanna, mestmegnis frá Suður-Afríku, Ródesíu og Belgíu. Voru það helzt þessir hvítu leiguhermenn, sem veittu her SÞ einhverja telj- andi mótspyrnu. Eftir að Sameinðu þjóða her- inn hafði náð Elisabethville á sitt vald sótti hann með bílalestum í tvær áttir út frá Elisabethville. Önnur stefndi suður á bóginn í áttina til landamæra Ródesíu, hin norður og vestur á bóginn f áttina til bæjarins Jadotville og Kolwesi, sem eru helztu námu- bæir Kongó, þar’ sem mestur hluti kopars og kóbalts landsins er unnið úr jörðu. En þessar verðmætu námur eru í rauninni kjarni alls Kat- angamálsins. Tsjombe hefur vilj- að sitja einn með Belgíumönnum af afrakstri þeirra, en sambands- stjórnin í Leopoldville' heldur því fram að afraksturinn af þeim sé það fjármagn, sem efnahags- uppbygging Kongó verði að byggjast á. Jadotville tekin. Bærinn Jadotville er rúmum 100 km norðvestur af Elisabeth- ville og eftir því sem herlið SÞ nálgaðist hann fór að heyrast nýtt hljóð í Tsjombe og stuðn- ingsmönnum hans. Þeir fóru nú að hóta því að sprengjá í loft upp öll mannvirki í Jadotville ef her SÞ freistaði að ná þeim á sitt vald. Þeir sýndu skemmdar- hótanir sína í verki á einum stað á leiðinni, þar sem þeir sprengdu niður stálbrú yfir fljót eitt og kom nú upp slíkur ótti við að þeir myndu eyðileggja námurnar og valda efnahagslífi landsins stórfelldu tjóni, að skipun var gefin út frá bæki- stöðvum SÞ í New York að stöðva sóknina. En einhvern veginn virðast þau skeyti hafa misfarizt eða að foringjar herlið SÞ hafa virt þau að vettugi. Svo mikið er víst, að SÞ herliðið kom skyndilega til Jadotville öllum að óvörum og náði hinum þýðingarmiklu nám- um á sitt vald. Það er að vísu sannað, að hermenn Tsjombe. aðallega hinir hvítu málaliðar frá Suður-Afríku gerðu tilraun til að sprengja námurnar upp. En svo virðist sem starfsmenn Framhald a bls. 10. Tsjombe foringi aðskilnaðarmanna sézt hér í aðalbækistöð sinni f Kolwesi. Fyrir framan hann er landabréf og er hann að skoða hem- aðarstöðuna. offir Þorstéin Ó. T horarensen

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.