Vísir - 11.01.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 11.01.1963, Blaðsíða 16
"\ Heltekinn af giuggabrotsæði Þau undarlegu tíðindi gerðust í nótt sem leið, að dauðadrukkinn unglingur gat illa á sér setið þar sem hann sá gler í gluggum eða hurðum, heldur braut það og braml aði eftir því sem hann komst yfir, unz lögreglan hafði hendur f hári hans, eftir að pilturinn var búinn að brjóta margar rúður í Miðbæn- um. Spellvirkin hófust með því að pilturinn réðist á útidyrahurð á Hótel Borg og braut fjórar rúður I hurðinni. Lögreglan var kvödd á vettvang, en þegar hún kom, var pilturinn farinn. Næturvörður hó- telsins gat hins vegar gefið, lögregl- unni greinargóða lýsingu á piltin- um. Nokkrum mínútum seinna barst lögreglunni tilkynning um að drukkinn maður hafi ráðizt á húsið nr. 5 við Skóiastræti og brotið þar rúðu. Lögreglan fór þangað en maðurinn þá farinn og hvergi sjáan Iegur. Lýsing á spellvirkjanum benti eindregið til þess að þarna væri um sama mann að ræða sem á Hótel Borg. Lögreglan leitaði mannsins í Miðbænum, en án árang urs. Meðan á leitinni stóð kom leigu- bílstjóri í Lögreglustöðina og skýrði frá því að er hann var á leið niður Bankastræti þá rétt áð- Frh. á bls 5 KÆRÐUR FYRIR NAUDGUN Föstudagur 11. janúar 1963. I Kona fæddi tvö börn með mánaðar Sá einsíæði atburður gerðist fyrir nokkru á fæðingarheimili í Kaup- mannahöfn, að kons fæddi tvö börn með eins mánaðar millibili og hef ur hér verið um að ræða tvær frjóvganir með y mánaðar millibili, þar sem bæði börnin voru fullburða. Fyrra barnið sem fæddist var veikt og lifði aðeins í einn mánuð. En þremur dögum áður en það dó hafði seinna barnif 'æðzt. Konan, sem er gift bygginga erkamanni á Sjálandi, hafði ekki átt von á tvíburum og það var ekki fyrr en nokkru eftir að fyrra barnið fæddist, sem læknar komust að því að hún var með öðru barni. Danska blaðið BT skýrir ýt- arlega frá þessu máli og hefur það fengið umsagnir fæðingar- lækna um það. Þeir segjast aldr ei áður vita til þess að slíkt hafi gerzt. Segja þeir að f lækn- isfræðinni hafi verið talinn teoretiskur möguleiki á þessu, þar sem vitað er að egglos get- ur átt sér stað eftir frjóvgun, en þessa eru engin dæmi áður í reyndinni. Dr. Börge Sören- sen sem er fyrir fæðingarheim- ili ríkisspítalans í Kaupmanna- höfn, segist ekki vita til þess að slíks tilfellis sé getið í lækna ritum. Og þykir þessi frétt því 1 stórmerkileg í vísindaheiminum. Ein af brotnu rúðunum í verzlun Jóns Þórðarsonar Einsöngur hins heimsfræga söngvara Kim Borgs með Sinfóníu- hljómsveitinni í gærkvöldi vakti feikimikla hrifningu og var Eöngv- arinn hylltur látlaust í lengri tíma á eftir. Sérstaka athygli vakti söngur hans á aríum úr óperunni Boris Godunov, en það var óvenjulegt við þennan konsertsöng, hve söngv arinn lék hlutverkið um leið. Söngnum lauk með því að hann dó í lokin og þótti hann gera þa á snilldarlegan hátt, standandi sínum konsertkjólfötum og lauk hann arfunni með svolítilli hryglu og loks kipptist höfuð hans við er hann gaf upp öndina. Hafa menn hér á landi eigi séð fyrr svo innlif- aðan söng á konsert. Reynir Ármannsson fulltrúi á pósthúsinu með óskilabréfin. 2300 vanskilabréf eftir jólin Fundu Sússu skáta Aðfaranótt sl. sunnudags barst lögreglunni í Keflavík kæra um nauðgun, sem átt hafi sér stað í verbúð einni þar í kaupstaðnum. Stúlka sem svaf þar ein í her- bergi kærði yfir því að brotizt hafi verið inn til sín um nóttina. Hafi drukkinn maður staðið að því, síð an hafi hann ráðizt á sig og nauðg að sér. Farið var með stúlkuna til læknis og liggur fyrir læknis- vottorð hjá bæjarfógetaembættinu í Keflavík. Strax og kæran barst hóf lög- reglan í Keflavík leit að rnannin- um, en án árangurs. Var þá beðið um aðstoð lögreglunnar í Hafnar- firði og Reykjavfk, ef ske kynni að maðurinn hefði farið þangað, en þar fannst maðurinn ekki heldur. En tveim dögum eftir að árásin hafði verið gerð fannst maðurinn suður í Keflavík, hafði hann verið þar allan tímann, en hafði haldið sig fjarri dvalarstað sínum þar í bænum. Er maður þessi nú í gæzlu varðhaldi í Reykjavfk og er málið í rannsókn. Fulltrúi bæjarfógeta í Keflavík 'skýrði Vísi svo frá að rannsókn í málinu væri enn svo skammt á veg komið að engar sannanir lægju fyrir, enda neitar ákærði sakargiftum, að öðru leyti en þvf þó, að hann hafi farið inn til stúlk unnar umrædda nótt. Segist hann ekki hafa brotizt inn heldur hafi stúlkan opnað fyrir sér. Fulltrúi bæjarfógeta sagði þó að verksum merki sæjust á herbergishurðinni, þar sem stúlkan svaf. En mál þetta væri enn á byrjunarstigi og í rannsókn. Frh á ols 5. Eftir jólin voru hvorki meira né minna en 2300 bréf í óskil- um hjá Póststofunni í Reykja- vík. Ástæðan er fyrst og fremst röng heimilisföng á bréfunum. Unnið hefur verið að því að finna hin réttu heimilisföng og viðtakendur bréfanna. Hefur það tekizt með 800 bréf, sem r'*- • • ■ auðveldast var að afgreiða, vegna þess að götuheiti var rétt ritað, en númerið hins veg- ar skakkt. Eftir eru þá 1500 bréf, sem tveir starfsmenn Póst stofunnar leitast við að koma til skila. Þeir eru Reynir Ármanns son, yfirmaður bréfberadeildar- innar og Gísli Sigurðsson. WBT-- iMMMHaM Reynir sagði fréttamanni Vís is, að á 209 bréf vantaði allt heimilisfangið. T. d. sýndi hann fréttamanni bréf til frú Margrét ar Þorsteinsdóttur. Hvaða kona er það? Ekkert heimilisfang og 45 konur með þessu nafni á kjörskrá í Reykjavík. Það er Frh á bls 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.