Vísir - 14.02.1963, Side 6

Vísir - 14.02.1963, Side 6
6 VISIR . Fimmtudagur 14. febrúar 1963 Csjör réff — ÞoS eð óréft Ritstiórar Ásgeir Thoroddsen og Ragnar Kjartansson Náttúrufræðideild Viðtal v/ð Kristin Armannsson rektor Rúmlega aldar gamalt hús stendur við Lækjargötu. Það er úr timbri, hvítt að lit, hnar- reist I þeim stíl sem við köllum danskan. 1 þessu húsi er Mennta skólinn í Reykjavík, langelzta menntastofnun íslendinga. — Þama var og samkomustaður hins endurreista Alþingis um langt árabil og þar sat Jón Sig- urðsson forseti alla sína þing- mennsku. Við sitjum í notalegri skrif- stofu á annarri hæð og spjöll- um við rektor Menntaskólans i Reykjavík, Kristin Ármannsson. — Hvaðan kom efniviðurinn í húsið? Viðurinn er norskur og til- höggvinn þar úti. Síðan var hann fluttur hingað á seglskipi árið 1846. — Er ekki skólinn byggður sem heimavist? Jú, fram undir aldamót var hér heimavist fyrir um 50 nem- endur. Um aldamótin fjölgar nemendum nokkuð og er heima- vlstin þá lögð niður. Kristinn Ármannsson — Hefur aðsóknin að skólan- um farið sívaxandi frá stofnun hans? Nei, alls ekki. T. d. árið 1862 að mig minnir héldu bændur fundi og sendu bænaskrá til Alþingis um að gera einhverjar ráðstafanir til þess að auka að- sókn að Menntaskólanum. Þetta ár útskrifuðust nefnilega ekki nema 5 nemendur og um 30 voru f skólanum. Voru bændur hræddir um að fá enga emb- ættismenn eftir nokkur ár. Þetta þættu tíðindi nú, þegar tölu- vert yfir 800 nemendur stunda nám hér við skólann. — Það er tiðrætt meðal nem- enda, að þörf sé endurbóta á kennslufyrirkomulaginu. Það er óhægt um vik vegna húsnæðisleysis. Nú í vetur er skólinn þéttsetinn bæði fyrir og eftir hádegi, hluti nemenda í Þrúðvangi og tveir bekkir á flakki. — Hvaða breytingar helztar verða gerðar þegar úr rætist? Mikið er talað um náttúru- freeðideild, einnig að nemendur fái að einhverju leyti að velja miili námsgreina auk hinna þriggja deilda, mála-, stærð- fræði- og væntanlegrar náttúru- fræðideildar. Einnig verða sér- kennslustofur t. d. eðlisfræði- stofa, náttúrufræðistofa svo og . stofur fyrir málakennslu. Verða þær stofur útbúnar ýmsum tækj um og fræðibókum. — Hvað um latínukennsluna. Framh á 10. síðu. Enn hnldnst þær við „trnditionirnnr'1 Svipmynd af gangaslag. Nemandi segir sitt Menntaskólinn tekur að minnsta kosti 4 vetur. Á hverju miklar kröfur til fjárútláta. lært yfir veturinn vegið og met- ið. Prófin miðast eingöngu við kennsldbækurnar. Ot fyrir þær leyfist kennaranúm litt að fara, því hann þarf að skila nemenda hóp sínum með sem minnstum áföllum yfir torfærur prófanna. Til þess að námsefnið festist sem bezt í hugum nemendanna, eru þeir látnir lesa vissan fjölda blaðsíðna heima, sem þeim er hlýtt yfir næsta skóladag. Vill þetta stundum verða líkara yf- irheyrslu en kennslu. Krafizt er yfirferðar sem að jafnaði er svo mikil, að samvizkusamir nem- endur hafa sáralítinn tíma til frjálsra afnota. Þetta yfirheyrslu form hefur myndað þá skoðun hjá nemendum, að þeir læri ekki fyrir sjálfan sig heldur fyrir skólann eða jafnvel kenn- arann. Væri það ólíkt meir þroskandi og líflegra, .ef nem- endur kynntu sér efnið heima, en síðan væri rætt um það vítt og breitt f skólanum, eða þá, að kennslan væri í fyrirlestra- formi. Með frjálsari og rýmri kennslu yrði andinn heilbrigð- ari, nemendur fyndu að þeim væri treyst og að þeir væru í skólanum af eigin vilja til þess að auka þekkingu sína. Mörgum finnst kennslan nokk uð einhæf í erlendu málunum. Megináherzlan er lögð á ritmál- ið. Tengsl milli landa eru orð- in svo mikil að nauðsynlegt er að geta bjargað sér á erlendri grund. Stoðar þá lítt að bregða fyrir sig setningu úr „Faust“ (eða öðru slíku), þvi varla er hægt án langrar umhugsunar að mynda sjálfstæða setningu á þeirri tungu. Kennslan þyrfti að vera meira í formi samtala og daglegs máls. Einnig skortir marga hluti til góðrar eðlis- og efnafræðikennslu. Óskandi er, að úr því rætist nieð bættum húsakynnum, en ekki miðast allt við húsakynni. Væri fróðlegt að heyra meir um þetta efni frá nemendum og athugandi væri að efna til ráðstefnu nemenda í Mennta- skólanum um kennslumál, sem mundi síðan senda frá sér álits- gerð. N e m a n d i. Min larsgþráða lausrs húsnæðisvandans 1. Gamla menntaskólahúsið verð ur áfram notað við kennslu. 2. Svæðið frá Lækjargötu að húseignum við Þiiigholts- stræti og milli Bókhlöðustígs og Amtmannsstígs tryggt skólanum. 3. Á því svæði verða byggð tvö stór hús til frambúðar. I öðru verða 6 sérstofur, í hinu leik- fimissalur og fundasalur. 4. Jafnframt hafin bygging skólahúss við Hamrahiíð fyr- ir 500 nemendur einseít (gamli skólinn 400). 5. Kennsla verður í „Fjósinu“ og í Þrúðvangi þar til úr vandanum rætist.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.