Vísir - 19.02.1963, Side 1

Vísir - 19.02.1963, Side 1
VISIR 53. árg. — Þriðjudagur 19. febrúar 1963 — 42. tbl. ÁKVORÐUN UM FLUGFARGJÖLD Fleirí á þorskanót Á næstunni mun flugráð taka ákvörðun varðandi þá beiðni Flug- féiags Íslands, að gera ýmsar breyt ingar á flugfargjöldum til annarra landa. Hér mun vera um allmarg- víslegar breytingar að ræða, en blaðið hefur heyrt, að í nokkrum tilfellum muni vera urn að ræða verulega lækkun á fargjöldum, e.t. v. allt að 25% lækkun En það er flugráð sem tekur endanlega á- kvörðun um hvort beiðni Flugfél- agsins verður samþykkt. Framh. á bls. 5. Allir þeir bátar sem eiga til þorskanót hafa nú tekið hana fram, þegar þeir fréttu af afla Ársæls Sigurðssonar, sem Vísir sagði frá í gær. En þeir bátar eru fáir, því að segja má að þorskanótin sé á algeru til- raunastigi hér. Er henni kastað líkt og síldarnót ,einkum þar sem mikið er af þorski í loðnu. Er það þá loðnan sem fyrst sést í fisksjánum. í giær fékk Ársæll Sigurðsson enn góðan afla í þorskanótina. Kom hann samdægurs inn úr róðri til Grindavíkur með 15,4 tonn á sama tíma eru línubát- arnir í Grindavík með sáralít- inn afla, að meðaltali með 3 V2 tonn. Eru menn orðnir vonlitlir um að fá nokkurn afla að ráði fyrr en þeir fara að veiða f net. Nú þegar er einn Grindavíkur bátanna, Þorbjörn, búinn að taka fram netin. Þá hefur Vísir frétt, að Eld- borgin í Hafnarfirði hafi farið á þorskanót í gær og komið að landi með mjög góðan afla eða 18 tonn. Einn Sandgerðisbát- anna Víðir II. á þorskanót, en hann er í slipp, annars væri hann farinn að reyna nótina. Enginn Reykjavíkurbátanna er á þorskanót. Sólrún var að reyna hana fyrir nokkrum dög- um en fékk lítið. Þrír Reykja- víkurbátar eru komnir á net, Skagfirðingur, Leifur Eiríksson og Hannes Hafstein. Fékk Skag- firðingur allgóðan afla í gær eða 14 tonn. Akranesbáturinn Skfrnir sem var til skamms tíma á síldveið- um fór út með þorskanót í gær og kom aftur samdægurs með 5 lestir. í dag munu Haraldur og Höfrungur II. fara út með þorskanót. A. Solzhenitsyn. Höfundur bókarinnar, Ný fram- haldssaga í dag hefst ný framhalds- saga í Vísi. Nefnist hún Dagur í Lífi ív- ans og er eftir rússneska rithöf- undinn Alexander Solzhenitsyn. Bók þessi kom út i nóvember í Sovétríkjunum, í bókmennta- tímaritinu Novo Mir og seldist það upp á einum degi. Hefir bókinni verið snúið á ensku og vakið alheimsathgli. i þessari stuttu skáldsögu lýs ir höfundurinn lífi fanga í búð- um i Síberíu og bregður upp snilldarlega gerðri mynd af hon um og félögum hans. Sjálfur sat höfundurinn i fangabúðum í all- mörg ár á Stalinstímanum. Vísir birtir skáldsögu þessa ekki í heild, heldur nokkra kafla úr henni. Gefa þeir glögga mynd af skáldverki þessu og þeim heimi sem Ivan Denisov- ich lifir í. Steingrímur Sigurðsson þýðir söguna. ,Maskinn' Konur leggja mikið á sig til að öðlast hina fullkomnu feg- urð. í viðleitni sinni Ieita þær allra bragða og allra meðala. Þessi mynd er tekin í Snyrti- skólanum í gærkveldi, þegar tvær stúlkur voru að læra að setja á sig „maska“, en það er nauðsynlegt, að sögn, til að fegra húðina. Þær mega ekki svo mikið sem hreyfa einn kinn- vöðva meðan „maskinn“ er á Fiskvinnslustöð á Selfossi Það þótti fremur ótrú- leg saga þegar útvarpið skýrði frá því fyrir nokkrum árum að skip hefði siglt upp Ölfusá aö lætur heldur ekki sem trúlegast í eyrum, að fara eigi að vinna fisk á Selfossi, en samt er það satt. Þar hefur þegar ver ið steyptur grunnur að Selfossi, enda reyndisí andiitinu. (Ljósm. vísís i. m.). það vera aprílgabb. Það fiskvinnslustöð. ----------------------------:----------:----------- Afleföingar methyi-eitrun- arknar enn ekki öli séS I Vísir hefur haft fregnir af því ið líðan sumra hásetanna af tog- iranum Röðli, sem veiktust af nethyleitrun í togaranum í síð- ista mánuði sé enn ekki orðin ;óð. Þó mánuður sé liðinn frá því slysið varð munu nokkrir mann- jnna enn dveljast á sjúkrahúsi og nokkrir urðu að leggjast aftur á sjúkrahús eftir að þeir höfðu feng- ið að fara út. Læknir borgarsjúkrahússins hef- ur neitað að gefa nokkrar upplýs- ingar um liðan eða batahorfur mannanna sem þar eru. En blaðið hefur frétt frá þeim, að þeir megi t.d. ekki bragða áfengi, þar sern slíkt geti valdið nokkn'*-' -ir,i-pnn. um sjónleysis líkt og fylgja tré- spíritusi og verða þeir á ýmsan annan hátt að fara vel með sig. | Af þessu má ráða að enn sé ekki fyllilega séð fyrir afleiðing- arnar af þessu óhappi. Með góðri aðhlynningu og aðgæzlu vona menn þó að flestir hásetanna fái fullan bata. Sá, sem er að brjótast í því að koma þessu fyrirtæki á lagg- irnar, heitir Leó Árnason og hefur verið búsettur á Selfossi í nokkur ár. Leó mun ætla sér að flytja vinnslufiskinn frá Eyr- arbakka eða Stokkseyri, 12—13 kílómetra leið, vinna hann á Selfossi og flytja afurðirnar síð- an til útflutnings í Revkjavfk, en hingað cr litlu lengri leið frá Selfossi en til Þorlákshafnar, sem einnig er útflutningshöfn eins og kunnugt er. Það er hugmynd Leós að auka með þessu fjölbreytni atvinnu- lífsins á Selfossi, sem er vax- andi bær er byggir afkomu sína einkum á rekstri Mjólkurbús Flóamanna, verzlun og smáiðn- aði, svo sem viðgerðum og við- haldi flutningabíla. Hins vegar er þar engin vinnsla annarra landbúnaðarafurða en mjólkur- afurða, hvorki unnið úr skinn- um né ull t.d. Einhverjir kunna að vera van- trúaðir á fiskvinnslu í þessu sveitaþorpi, en þess ber þó að gæta að það liggur ekki langt frá sjó og ýmsir munu telja það virðingarverða tilraun sem Leó Árnason hefur í hyggju að gera í atvinnulífi staðarins. Það vill nú svo til að fiskur hefur áður verið unninn á Selfossi f hrað- frystihúsi því, sem Mjólkurbú Flóamanna, Kaupfélag Árnes- inga og Sláturfélag Suðurlands reka þar í sameiningu f sam- bandi við Sláturhúsið þar. En þessi fiskvinnsla á Selfossi stóð aðeins stuttan tíma í það sinn. Sjö togarar selja í þessari viku selja 6 togarar fiskafla í V-Þýzkalandi og einn í Bretlandi. Víkingur seldi í Bremerhaven í gær, 191 tonn, fyrir 147,678 mörk. Marz átti einnig að selja í Bremerhaven í gær, en kom of seint, og varð að fresta sölunni þar til í dag. Frost var og snjó- koma í Bremerhaven í gær og við þær aðstæður eru skip ekki lóðsuð inn eftir að dimmt er orðið.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.