Vísir - 19.02.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 19.02.1963, Blaðsíða 2
VIS IR . Þriðjudagur 19. febrúar 1963. Spánn - ísland í Bilbao í kvöld: Getum við sigrað Spánverja? Landsliðið eflist með hverjum leik, en Spónn er „óþekkt stærð' íu í kvöld klukkan 21 eftir spönskum tíma hefst í stærstu íþróttahöll Bilbao landsleikur íslands og Spánar í handknattleik, en leikurinn er 18. landsleik- ur íslands. Spánverjar hafa til þessa haft heldur hljótt um sig á handknatt- leikssviðinu, en ýmis félög þeirra eru þó mjög góð og má þar nefna aaaoauaaaaaaaaaaaaaaaD u ? i Brumel! a a i2,23m.i Rússinn Valerij Brumel stökk á föstudagskvöldið 2.23 metra í há- stökkl innanhúss i keppnl f New York, en'það er bezti árangur, sem náðst hefur í greininni innanhúss. Á sama mðti hljóp Jim Beatty enska inílu á 3.58.6 min., sem er bezti tinii Bandaríkjamanns i hlaup inu innanhúss. Igor-Ter-Ovanesian vann lang- stökk með 7.79 metra stökki á þessu móti. spönsku meistarana Granollers, sem unnu frönsku meistarana í vetur. í vetur unnu Spánverjar landsleik við Frakka heima og sést gjörla af þeim árangri, að senni- lega munum við ekki sækja gull i greipar Suðurlandabúa að þessu sinni. Eins og greina mátti af samtali hér á síðunni við Hallstein Hin- riksson í gær, var heldur daufur tónninn í mönnum fyrir leikinn og ekki búizt við of miklu. Hins vegar er rétt að geta þess, að islenzka liðið hefur ævinlega til þessa náð sér verulega á strik eftir fyrstu tvo leikina og verði svo að þessu sinni, má búast við harðri keppni, enda munu landsliðsmenn hafa fengið öllu betri hvild nú en fyrir leikinn við Frakka og úrval Bordeaux, en ferðalag þeirra hefur verið óvenju erfitt og hafa þeir ekki dvalið Iengi á hverjum stað í einu. Til Bilbao komu piltarnir f gær- dag, en til Bordeaux sóttu Spán- verjar liðið og óku með það til Bilbao. Fengu landsliðsmenn því meira en sólarhring til að undirbúa sig undir keppnina við Spán. Nánar verður sagt frá leiknum hér á síðunni á morgun. ^- Satoko Tanaka setti nýtt heims- met á ástralska sundmeistara- mótinu fyrir sfðustu helgi, synti 110 yarda baksund á 1.10.2 min. KA Norður- landsmeistari KA varð Norðurlandameistari í körfuknattleik, en mótinu lauk ný- lega. Þar með hefur A-lið KA unnið til eignar verðlaunagrip, sem KFR gaf til keppninnar fyrir 5 áriun síðan. Hefur KA unnið bikarinn i öll skiptin, sem um hann hefur verið keppt. Á körfuknattleikur miklu fylgi að fagna á Akureyri, en vöntun er á nógu stórum íþróttasölum 'par sem annars staðar. Úrslit leikja Norðurlandsmótsins: KA-a — Þór-a 76:64, KA-a — Þór-b 92:43, KA-a — KA-b 131:53, Þór-a — KA-b 99:44, Þór-a — Þór-b 81:51, Þór-b — KA-b 59:49. Stigatalan í leik a- og b-Iiða KA er einhver hnesta stigatala, sem um getur I íslenzkum körfuknatt- leik, enda sjaldgæft að stigin fari yfir hundrað. Akureyrarmót í körfuknattleik hefst -i byrjun næsta mánaðar. Frá leik Skarphéðins og Skallagríms. SKARPHÉÐINN BAR SIG- URORÐ AF SKALLAGRÍMI Utanbæjarmenn vöktu mikla at- hygli í Körfuknattleiksmóti Is- lands um helgina. 1 1. flokki mætt- ust félög frá Selfossi og Borgar- nesi, bæði með nöfn mikilla forn- SETJA MARKIÐ HATT aldarhetja, Skarphéðinn og Skalla- grímur. í viðureign liðanna hafði Skarphéðinn betur, vann með 42: 39. Á laugardagskvöldið vann KR Skallagrim í sama flokki með 46:43, en leikirnir voru skemmtilegir á að horfa og er ekki að efa að liðs- menn utanbæjarliðanna ættu að geta náð langt. 1 meistaraflokki fóru tveir leik- ir fram um helgina. ÍR vann stór- an sigur í Valshusinu á laugar- dagskvöldið yfir Ármanni 74:44, en seinna kvöldið vann KFR stúd- enta í iþróttahúsi Háskólans með 65:38. Var hvorugur leikjanna skemmtilegur á að horfa. Til þess voru of miklir yfirburðir sigurlið- anna. Framh. á bls. 5. „Rúllettan " leysir vanda getrauna Eins og kunnugt er, hefur enska i og í Englandi. Afleiðingin varð sú, knattspyrnan verið notuð við get- j að 3 vikur í röð hafa getraunirnar Svo sem kunnugt er, urðu Danir aðrir í knattspyrnu Olym piuteikanna í Róm eftir Júgó- slövum, sem unnu úrslitaleikinn með 3:1, þrátt fyrir að þeir léku 10 mestallan timann. Danir munu nú mæta harðri mót- spyrnu í undankeppninnl, eins Og á myndinni m;': sjá. „Grind- urnar , sem knattspyrnumaður- inn á myndinni þarf að f ara yf ir, eru Rúmenía og Búlgaría, en vinnist báðir þessir leikir, eða verði summa þeirra Dönum í hag, munu þeir verða meðal 16 þjóða í Tokyo. íslendingar hafa verið heppnari með riðil, fá Breta, svo sem kunnugt' er, en <M»MM»/©s áhugamenn þeirra eru svipaðir að getu og okkar menn og ættu fslendingar að sigra, ef vei verð- ur æft. Vinni fslendingar Breta, munum við næst keppa við Grikki, sem eru allsterkir en mjög blóðheitir og kalla ekki allt ömmu sina i vallarslagsmál- um. raunastarfsemi margra Evrópu þjóða undr.nfarin ár, mest þó í Bretlandi og á Norðurlöndum, en þó nokkuð annars staðar. Þegar frestanir á leikjum tóku að verða nokkuð margar og stund- um fór ekki einn einasti Ieikur fram af leikjum getraunaseðlanna, var tekin upp nýstárlega aðferð í Bretlandi, kúluspilið (rúlleta) var notað til að „spá" fyrir um leik- ina. Þannig voru leikirnir látn.r fara fram gagnvart getraununum og þeim inilljónum manna, sem höfðu sent inn seðla sina. Nú hafa Svíar og Norðmenn fet- að í fótspor Bretanna, en Danir vildu ekki viðurkenna annað en að leikir færu fram og sneru sér i staðinn að ítölsku knattspyrnunni, en þar var sama uppi á teningn-1 um, mörgum leikjum frestað eins —nTmmr™^"" ¦—W ekki starfað og danskar íþrórtir tapað milljónum króna. „Rúllettan" er látin ákveða hver úrslit hins frestaða Ieiks hefðu orðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.