Vísir - 19.02.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 19.02.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR Þriðjudagur 19. febrúar 1963. Fiskifræðingarnir Jakob Jakobsson og Aðalsteinn Sigurðsson, er fara til Lowestoft á morgun. Fiskifræðingar á nglands orum Vísir átti stutt viðtal í morgun við Jakob Jakobsson fiskifræðing og^spurði hann um fyrirhUgaða ut- anför hans og starfsbróður hans, Aðalsteins Sigurðssonar, en þeir fara á morgun til Englands. — Okkur finnst þetta nú ekki sérlega fréttnæmt, sagði Jakob, en hér er um að ræða námskeið í notkun stærðfræði við fiskirann- sóknir, og eru þessi námskeið hald in á fimm ára fresti, á vegum Al- þjóða hafrannsóknaráðsins. r— Og þau eru haldin á Bret- landi? — Já, það eru starfsmenn fiski- rannsóknastöðvarinnar í Lowestoft, sem veita námskeiðunum forstöðu, sviði, en rannsóknir þeirra og að- ferðir hafa komið að mjög góðu og eru Bretar frumkvöðlar á þessu gagni, m. a. við ^kvörðun á stærð fiskistofnanna. — Nokkuð fleira, sem ástæða væri til að taka fram? — Það held ég varla, nema að fiskifræðingar, sem ¦ sáekja þessi námskeið, nbta að sjálfsögðu tæki- færið til að bera saman bækurnar, eða skýra frá reynslu sinni, rann- sóknum og niðurstöðum þeirra. Flugfargjöld Framhald af bls. 1. Fyrir nokkru var skýrt frá því hér í blaðinu, að farmiðaverð á ferðum til útlanda fram og til baka myndi hækka nokkuð, þar sem að- eins yrði gefinn 5% afsláttur á slfkum miðum en hefði verið 10% fram að þessu. Nú hefur það gerzt í málinu, að flugmálastjórn Bandaríkjanna hef- ur algerlega snúizt móti þessari á- kvörðun og vill að 10% afsláttur- inn verði áfram í gildi. Þannig er víst að hann helzt á flugleiðum til Skemmdirnmsmáwæ Hér birtist mynd af stefni Mánafoss eftir áreksturinn á bryggjuna á Akureyri. Myndin sýnir, að skemmdirnar á stefn- inu eru sáralitlar. 1 frásögn Vís- is f gær af þessum atburði er þaS orðum aukið, að vindingur sé í öllu stefninu. Hann nær eins og myndin sýnir, aðeins stutt aftur frá stefninu um einn meter eða svo og er á mjög tak mörkuðu svæSi. Er þaS vart meira en ein plata í stefninu sem hefur skemmzt. Eftir viSgerSina á Akureyri heldur Mánafoss áfram för sinni til ýmissa hafna úti á landi. Þegar hann kcmur til Reykjavíkur mun skoðunarmað- ur Lloyds hér á landi líta á skemmdirnar og ákveða endan- lega hvað eigi að gera. Skemmd irnar virðast hins vegar svo litlar, að ólíklegt er að skipið þurfi nokkurrar frekari viðgerð- ar við. Er jafnvel Iíklegt að þær verði látnar bíða eftir næstu klössun skipsins. Um sfðustu áramót veitti hlut hafafundur f Eimskip stjórn fél- agsins leyfi til að kaupa tvö skip í viðbót af líkri stærð og Mánafoss. Stjórn félagsins hef- ur þó enn ekki tekið neina á- kvörSun um kaup á fleiri skip- um. og frá Bandarikjunum og meira en það. Bandaríkin eru svo sterkur aSili í flugi um allan heim, aS nú verSur aS teljast ólíklegt aS þessi breyting gangi í gegn annars staS- ar. Er líklegra aS henni verSi frest- aS og máliS rætt nánar í hópi IATA- félaga. Götuviti — Framhald af bls. 16. gerð, og svipa til götuvitanna á mótum Hverfisgötu og Snprra- brautar, en þð nokkru fullkomn ari og um leið flóknari. Verða sérstakar leiðbeiningar birtar í blöðum borgarinnar, væntan- lega á morgun, svo vegfarendur og þá sérstaklega ökumenn, geta áttað sig á ljósunum og hvernig fara skal eftir þeim. Einkum eru það hægri beygjur sem taka verður með sérstakri varúð, og þarf að kynna sér reglurnar fyrir þeim gaumgæfi- lega. í þessu þriggja „fasa" kerfi eru rauðu ljósin jafnmörg og í öðrum götuvitum borgarinnar. Hins vegar eru grænu ljós- in tvöföld og gerð með örva- kerfi, þannig að örvar sem koma fram á glerinu sýna í hvaða átt má aka þegar grænt ljós kemur. Ásgeir Þór Ásgeirsson um- ferðarverkfræðingur hefir beð- ið Vísi að koma þeim ábend- j ingum til ökumanna að þeir j velji rétta akrein í tæka tíð | áður en þeir koma að gatna- J mótunum, og að þeir gefi um j leið stefnuljós þegar þeir fara j inn á þá akrein sem þeir velja sér. Þá er til þess ætlast að öku menn séu viðbúnir og við- bragðsfljótir strax og græna ljósið kemur, en áherzla er j lögð á að þeir taki ekki af ] Afmælis minnst mei sýn- ingu á tréskuriarmunum stað á gulu. Fótgangandi veg- farendur er bent á að fara á því græna ljósi, sem sérstak- lega er gefið fyrír það. Enn fremur að þeir gangi aðeins yfir götuna innan merktra gang brauta. Ásgeir Þór sagði í viðtali við , Vísi að stefnt væri að því að koma upp fleiri götuvitum í Reykjavík. Von er á þremur til viðbótar f sumar og verða tveir þeirra settir upp í mið- bænum, þ.e. á mótum Pósthús- strætis og Hafnarstrætis og mótum Pósthússtrætis og Tryggvagötu. Þriðja götuvita- kerfið á að setja upp á mótum Sundlaugavegar og Laugarnes- vegar. Um gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar, þar sem verið er að taka götuvitana í not- un þessa dagana, skal þess get ið að þau voru á s.l. ári lang samlega mesta árekstrar- og slysahorn bæjarins. Þar voru samtals 34 umferðarslys og á- rekstrar á þvf ári, og 5 það sem af er þessu ári, þannig að þörfin fyrir götuvita var mikil og auðsæ orðin. íþróttir — Frsonhald at bls. 2. Leikirnir um helgina voru á hálf gerðum hrakhólum, sökum þess að hitunarkerfi Hálogalands var bil- að bæði á laugardag og sunnudag. Var Körfuknattleiksráð Reykjavík- ur því að grípa til þess úrræðis að láta Ieikina fara fram í Valshús- inu og íþróttahúsi Háskólans, sn Háskólasalurinn er of litill fyrir körfuknattleikskeppni, og hvorug- ur salurinn getur boðið upp á nokk ur skilyrði fyrir áhorfendur. íslandsmótið heldur áfram annað kvöld að Hálogalandi. Handnlöfpnuíl og rúðubrot Þjóðminjasafnið mun efna til sérstakrar sýn- ingar í tilefni þess að stofnunin verður hundr- að ára þann 24. febrúar n. k. Hefur verið ákveð- ið að hafa sérstaka sýn- ingu á útskurðarmunum í bogasal safnsins og sýna þar útskorna muni frá flestum öldum ís- landsbyggðar. Er þar um að ræða margs konar muni og þar á meðal nokkra dýrmætustu muni safns ins. Verður það vafalaust mjög fróðlegt að sjá þá saman komna í einum sal með viðeigandi skýr ingum, sem gera safngestum þróun menningarsögunnar ljós- ari. Á sýningu þessari verða slíkir merkisgripir sem Valþjófsstað- arhurðln, fjalirnar frá Flata- tungu og Bjarnastaðahlíð, Grundarstóllinn, fjölin frá Munkaþverá, fjalirnar frá Ár- nesi, útskorinn skápur eftir Bólu-Hjálmar, þó annar en sá sem venjulega er til sýnis. Þá verða auðvitað á sýning- unni fegurstu hlutirnir af dag- legum notkunarhlutum þjóðar- innar fyrr á öldum, svo sem askar, spænir, kistlar, lárar, trafakefli, rúmfjalir og margt fleira. Er nú byrjað að vinna að því að setja þessa merkilegu sýningu upp. 1 nótt "lentu tveir berserkir í handa lögmáli niður f Hafnarstræti. Þegar bardaginn stóð sem hæzt og annar berserkjanna hugðist hafa höfuð andstæðingsins, Ienti hnefinn óvart í rúðu sýningarglugga Edinborgar- verzlunarinnar. Hnefinn fór inn úr rúðunni og skarst maðurinn svo illa á hendinni að flytja var hann f slysavarðstofuna til aðgerðar. Síld — Framhald af bls. 16. af millisíld og dálítið af stórri sííd. Eitthvað af afl- anum f ór í togarann Gylf a, sem er í Vestmannaeyjum og lestar síld til útflutn- ings. Síðastliðna nótt fengu 8 bátar 10.600 tn. á Skeiðarárdjúpi ogr hafa þannig aflazt þar nærri 30 þús. tn. á þremur nóttum. Mest- an afla i nótt hafði Helga, 2000 tunnur. Síldin veiddist aðallega fyrir klukkan þrjú — eftir það var lítil veiði. Mikið var af millisíld og smá síld, sem ánetjaðist, en lítið af stórri síld. Afli bátanna var sem hér segir: Sigurkarfi 1100, Hafrún 1800, Reyn ir 1100, Marz 1400, Kári 800, Helga 2000, Sólrún 1500 og Ágústa 900. Skoðun — Framhald af bls. 16. tiér á landi vegna þess að þjóð- in er fámennari og þá kahnski öllu heldur vegna menntunar- ástands þjóðarinnar, að hún er svo upplýst, að hún skilur, hve mikla þýðingu slík athugun get- ur haft. Ætlunin er að fá allar konur á íslandi á aldrinum 25-60 ára til að koma til mjög einfaldrar rannsóknar. Sagði Níels Dungal prófessor í stuttu viðtali við Vísi i morgun, að ef þetta tæk- ist myndi verða hægt að upp- ræta legkrabba með öllu á land- inu. Það væri ekki svo lítill ár- arigur, því að sjúkdómurinn hef- ur verið í miklum vexti að und- anförnu. Framtíðarstarf Aðstoðarmaður eða stúlka óskast að fiskideild atvinnudeildar háskólans. Stúdentsmenntun æskileg. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 28. þ. m. Atvinnudeild Háskólans, Skúlagötu 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.