Vísir - 19.02.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 19.02.1963, Blaðsíða 8
s V í SIR . Þriðjudagur 19. febrúar 1963. VÍSIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Ummæli forsætisráðherra Tíminn í morgun ætlar sér þá dul að drótta því að Ólafi Thors forsætisráðherra að lcynilega sé undir- búin innganga fslands í EBE. Dregur blaðið þessa furðulegu ályktun af ummælum Ólafs í Osló á þingi Norðurlandaráðs. Sýnir þessi frétt Tímans enn einu sinni hve framsóknarmönnum er tamt að draga rangar ályktanir af Ijósu máli og skálda þær niðurstöður, sem þeir telja sér henta. Forsætisráðherra benti á þá augljósu staðreynd í ræðu sinni, að hann gæti ekki gefið neinar bindandi yfirlýsingar fyrir íslands hönd í markaðsbandalagsmál unum vegna þess að kjörtími núverandi þings og stjórnar væri í þann veginn að renna út. Sú afstaða er eðlileg og sjálfsögð. Það er alþingi sem verður að taka slíkar ákvarðanir og það hefði verið trúnaðarbrot, ef forsætisráðherra hefði gefið bindandi yfirlýsingar um málið. Að þetta þýði leynisamninga við EBE er slíkur þvættingur, að jafnvel framsóknarmenn munu varla fáanlegir til að trúa slíkum Tímasannleik. Hins vegar benti forsætisráðherra á þá augljósu staðreynd, að ísland verður að eiga þátt að Evrópu- markaði f ramtíðarinnar, hvernig sem þau tengsl kunna að verða. Um það hljóta allir íslendingar að vera sam- mála. Hin stríðandi kirkja Safnaðarráðið í Reykjavík hefur nú gengið frá til- lögum sínum um prestakallaskipan í borginni í fram- tíðinni, eftir að hafa unnið að málinu allt síðasta ár. Eins og Vísir greindi frá í gær, eru tillögurnar þess efnis, að f jölgað verði í Reykjavík um 6 presta og tvö ný prestaköll verði stofnuð. Tillögur þessar ganga nú til biskups til yfirlits og síðan til kirkjumálaráðherra. Er gert ráð fyrir því að prestkosningar hér í borg fari fram í september í haust. Sá tími er liðinn, er litið var á hlutverk presta sem það eitt að vinna hin eiginlegu prestverk, framkvæma skírn, giftingar og greftranir. Starf prestsins í nútíma þjóðfélagi hlýtur að vera miklu meira og það á að vera miklu meira. í mannmargri borg er hætt við að þeir missi sambandið við fólkið, einangrist frá sóknarbörn- um sínum. Þaðan stafar hættan. Presturinn á að fylgj- ast sem mest og bezt með lífi og starfi sóknarbarn- anna, gleði þeirra og sorgum. Hann á að koma á heim- ilin og hann á að starfa með unga fólkinu, hvetja það og leiðbeina því í starfi og leik. Krístin trú á enn mikinn hljómgrunn í sálu þjóðar- innar, þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða og dræma kirkjusókn. En kirkjan verður að fylgjast með tímanum, ef hún á að ná til fólksins. Og um fram allt verður hún að taka afstöðu. Hún verður að vera hin stríðandi kirkja. Jón Sigurbjórnsson í hlutverki Kunstner Hansens í Strompleiknum. X- Sönglíf okkar íslend- inga er allt of fábreytt. Það er fátt sem skeður. Nokkrir einstaklingar verja reyndar beztu ár um ævi sinnar í söng nám og verja til þess of fjár, annað hvort þeir' sjálfir, aðstandendur þeirra eða vinir. Og svo er ekkert handa þeim að gera nema setjast á skrif stofu, fara á togara, smíðaverkstæði eða eitt hvað þess háttar. Á þessu verður að ske breyting. Þannig fórust Jóni Sigur- björnssyni leikara orð í viðtali við Vísi fyrir skemmstu, en J6n er einmitt úr hópi þeirra ein- staklinga, sem varið hafa beztu árum ævi sinnar í söngnám og auk þess miklu fé. En Jón seg- ist ekkert sjá eftir því. Námið hafi í senn verið skemmtilegt og mikils virði fyrir sig, komið sér m. a. mjög vel í sambandi við leiklistina. — Hvaða breyting getur hér orðið, Jón, sem glætt getur söng líf þjóðarinnar? Þrjár óperur á vetri — Mér cinnst liggja beinast við — og í rauninni það eina, sem til greina kemur eins og er, að söngvararnir sjálfir og ef til vill einnig fleiri einstaklingar — áhugamenn um óperuflutning — taki höndum saman og hrindi af stað óperusýningum með fjármagni, sem þeir útvega sjálfir. — Þú telur vera vettvang fyrir óperu? — Tvímælalaust. Það hefur sýnt sig, að þær óperur, sem hér hafa verið fluttar undanfarið, hafa átt miklum vinsældum að fagna. Hljómlistaráhugi fer ört vax- — Það var eiginlega sérstakt atvik til þess. Ég var þá enn strákur, samt kominn yfir ferm- ingu, og fékk smáhlutverk I „Þor láki þreytta", gamanleik, sem TOFNUIN andi meðal Reykvíkinga í heild. Það sést meðal annars á mjög aukinni starfsemi Sinfóníuhljóm sveitarinnar og sívaxandi a8- sókn að hljómleikum hennar, bannig að nú komast færri að þeim en vilia. Hér á því tví- mælalaust að vera markaður fyr ir — segjum t. d. þriár óperur á ári í það minnsta til að þyrja með, og væri það mikið til bóta frá því sem nú er. Upphaf leikferils — En svo við víkjum máli að þínu eigin starfi, þ. e. leik- listinni, langar mann að spyrja þig hvenær og hvernig áhugi þinn vaknaði fyrir henni. — Það skeði begar ég var strákur heima f Borgarnesi. í þá daea var bað bæði ungmenna félagið og slr*J,aféIa?Tið f kaup túninu, sem hélt þessari starf- semi uppi. Það vaknsði stray áhugi hiá mér fyrir leiklist, en á þeim árum hvarflaði það ekki að mér að hægt væri að stunda hana sem atvinnu. Ég skoðaði hana eingöngu sem tómstunda dútl — en mjög ánægjuleat dútl — Hvenær fékkstu fyrsta hlutverkið þitt? — Ég var annaðhvort 12 eða 13 ára. Ég lék kerlingu, sem kepptist við að prjóna. Ég varð bess var að fólk hló ákaflega að mér, en það var vist vegna þess að ég kunni ekki að prióna. Úr því lék ég annað veifið ýmis smáhlutverl í Borgarnesi. — Var betta upphafið að leik- listarferli þínum og leiknámi? sýndur var í Borgarnesi um þær mundir. Haraldur Á. Sigurðsson leikari var fenginn til þess að leika aðalhlutverkið. Sennilega hefur Haraldi þótt ég sýna ein- hverja hæfileikavott, þvf hann kom að máli við mig og hvatti mig til að kynna mér leiklist höfuðstaðarins ef ég færi þang- að til náms. Sagði að ég skyldi fyrst fara til Brynjólfs Jóhann- essonar, sem þá var víst formað ur Leikfél^e^ Revkjavíkuí. — Þú lézt verða af þessu? — Ég fór í fyrstunni annarra erinda og til annars náms f Reykjavík, það var til gagn- fræðanáms. Þá var ég 17 ára. Hitt var svo annað mál. að það stóð víst ekkert á því að ér> skryppi niður f Útverrsbanka til fundar við Bryni'ílf leikara og fékk honum meðmælabréf frá Haraldi Á. Þar með var fsinn brotinn. — Brynjólfur hefur að sjálf- sögðu tekið þér með sinni venju legu prúðmennsku? Leikskóla^anga — Svo sannariega gtrði hann það. Hann bauð mér sirax f leik- húsið, þ. e. Iðnó, en þá var ..Loginn helgi" eftir Sommerset Maughar.i sýndur þar. Það var fyrsta leiksýningin, sem ég sn í Reykjavík og fannst mikið til um. Eftir það sðtti ég' að stað- aldri leiksýningar hjá Leikfélap- inu þá vetur. sem ég var í gagn- fræðaskólanum. Sömuleiðis sótti. ég mikið kvikmyndasýningar. Með þessu vaknaði hjá mér miklu vfðtækari áhugi fyrir leik- listinni en nokkru sinni áður. — Gekkstu f leikskóla? — Já, en ekki fyrr en ég var búinn með gagnfræðanámið. Fór þá f leikskóla Lárusar Pálsson- ar. Það var árið 1944. Jíafn- hliða stundaði ég píanðnám í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.