Vísir - 19.02.1963, Síða 10

Vísir - 19.02.1963, Síða 10
10 VISIR . Þriðjudagur 19. febrúar 1963. Einar Tómasson 70 ára 1 gær var heiðursmeðurinn Einar Tómasson að EergstaCastræti 24 B sjötugur. Einar fæddist að Eini- felli í Stafholtstungum í Borgar- firði 18. febrúar 1893. Einar fluttist ungur að árum til Reykjavíkur og hér hefir hann síð- an átt hcima alla tíð. Hann rak um langt skeið í félagi við annan, fyrir tækið , kolaverzlun Guðna og Ein- ars, sem margir eldri Reykvíkingar kannast vel við, enda yljuðu kolin frá „Guðna og Einari“ mörgum í kuldatíð. Með aukinni hitaveitu- og oiiukyndingu húsa dró mjög úr kolasölu og lagðist þessi starf- semi því niður fyrir nokkrum ár- um. Einar Tómasson giftist 1917Ragn hildi Jónsdóttur, Einars Jónssonar, pren.tara, hinni ágætustu konu. Bjuggu þau allan sinn búskap að SELIUM í DAG: Til sölu: CJwrvolet ’60 Forf ’55 kr. 50 þús. Studebcker ’51 Prefect ’59 kr. 75 þús. Moskvitsh ’57 —’59 Opel Capitan ”55—57 og ’61. VÖRUBIFREIÐ: Bendford ’61 diesel. TRELLEBORG Bergstaðastræti 24 B. Var hjóna- band þeirra Ragnhildar og Einars svo sem bezt má verða. Ragnhildur lézt árið 1961. Þeim hjónum varð 11 barna auðið, 9 dætur og 2 syn- ir, sem öll eru myndarfólk. Eru barnabörnin orðin æði mörg. Sá, sem þessar línur ritar, kynnt ist þeim hjónum í félagsstarfi í stúkunni Einingin nr. 14, en þar voru þau félagar, og hefir Einar nú verið rúmlega hálfa öld í stúk- unni. Er hann í hópi traustustu félaga stúkunnar og hefir verið sí- starfandi hin seinni ár og er nú gjaldkeri hennar. Einar er heiðurs- félagi stúkunnar. Það er mikils- virði að fá tækifæri til að kynnast slíkum mannkostamönnum, sem Einar sannanlega er. Er hann ung- um mönnum hin ágætasta fyrir- mynd um drengskap og trú- mennsku, þó ekki sé talað um prúð mennsku hans, sem er einstök. Einar hefir auk félagsstarfs I Góðtemplarareglunni iðkað önnur skemmtileg og heilbrigð tómstunda störf. Eru það frímerkjasöfnun og stangaveiði í ám. Hann hefir komið sér upp mjög góðu og verðmætu frímerkjasafni. Einar er einn af fáum stangaveiðimönnum, erstund að hafa stangveiði í Elliðaánum yfir 40 ár. Hann hóf þar silungs veiðar og síðar laxveiðar, og hefir ekki fallið úr eitt einasta sumar frá því hann byrjaði að veiða þar. Einar gjörþekkir því Eiliðaárnar. Hann hefir jöfnum höndum veitt á maðk og flugu sem agn, en auðvitað hefir það verið hámark ánægjunnar við veiðiskapinn að fá vænan lax á flugu. Mesta dags- veiði Einars mun hafa verið 49 laxar. Einar Tómasson er í hópi þekkt- ustu stangaveiðimannahöfuðstaðar ins. Hann var- einn af stofnendum Stangveiðifélags Reykjavlkur, en það félag hefir lengi leigt veiði í Elliðaánum og gerir enn. Hefir Einar starfað í Elliðaárnefnd Stangaveiðifélagsins. Árið 1960 hlaut hann sérstakan bikar, en það er viðurkenning, sem stangaveiði- félagið veitir þeim félaga, sem veið ir stærstan lax á flugu á veiði- svæðum félagsins. Var Einar vel að þessu kominn, því að hann er slyngur veiðimaður. Elliðaárnar eru dýrmæt eign, sem 8 mm Einar Tómasson höfuðborgin á. Má telja víst að engin önnur höfuðborg í heiminum eigi slíka gersemi í borgarland- inu. Að meðaltali ganga í árnar árlega á fjórða þúsund laxar, enda eru þær laxauðugustu ár sinn ar stærðar í Evrópu. — Er Einar í hópi þeirra, sem vona, að allt i verði gert til þess í framtíðinni að ; vernda þessa dýrmætu eign gegn I eyðileggingu, sem því miður hefir orðið raunin á með margar góðar ; veiðiár erlendis, þegar þéttbýlið vex og allt, sem því tilheyrir, held- ur innreið sína á landsvæði ánna. Ég vil að lokunrfýfiC'htírfd St. Einingin og félaga hennar flytja Einari Tómassyni innilegustu ham- ingjuóskir í tilefni þessara tíma- móti í ævi hans. Stúkan þakkar honum ágætt starf á liðnum árum og félagarnir ánægjulegt samstarf, með ósk um, að Einari farnist sem bezt á komandi árum. Hann megi sem lengst fá tækifæri til þess að „skreppa inn að ám“ og við félagarnir í Einingunni meg- um hitta hann á fundum stúkunn- Lifðu heill, kæri Einar. E. H. Stofnun óperu Frh. af bls. 9. og óskipt inn í hlutverkin og stundum kemst maður í hálf- gerð vandræði vegna þess hve krakkarnir þurfa að leggja orð í belg og skeggræða við okkur, sem erum uppi á leiksviðinu. — Hvaða hlutverk hafa þér failið bezt í geð? — Mér er alltaf mjög hlýtt til þess hlutverks sem ég fékk fyrst hér í Reykjavík, en það var Hóraz í „Hamlet“. Af öðr- um hlutverkum, sem mér hefur þótt hvað skemmtilegast að fást við eru í „Sölumaður deyr“, í „Candidu" og „Brúin til mánans", að ógleymdum „Öllum sonum rnínum". Síðasta hlutverkið, sem ég var að Ijúka við fyrir nokkrum dögum f „Sautjánda brúðunni" hefur nú bætzt í þennan hóp uppáhalds hlutverka þrátt fyrir heldur slæma dóma gagnrýnenda, en það skiptir ekki máli. Það sem framundan er. — Og hvað er svo fratn nndan? -- Fyrst og fremst að koma i InC fiváö, sam «5g festi k:'up á hálfgerðri, og með skilmálum sem ég hef ekki hugmynd um hvernig ég ætla að uppfylla. En það er ekki meira en allur þorri manna gerir í þessu þjöð- félagi svo að ég hef engar á- hyggjur af því. Nú í öðru Iagi ætla ég að reyna ásamt öðrum söngvurum hér í borg að koma upp a. m. k. 2—3 óperum á ári í einhverri mynd, eða þá að hætta þessu gauli í eitt skipti fyrir öll, liggur enda beinast við því og hef vart rekið upp hljóð frá því ég kom heim frá Italíu fyr- ir þrem árum. Annars held ég að aðal nauð- synjamál leikara núna — og það hygp ég að sé mjög al- menn skoðun :nnan stéttarinnar — sé það að Leikfélag Reykja- víkur eignist nýtt leikhús. Skrifaðu þetta nieð feitu, svo allir bæjarbúar geti lesið það, enda hlýtur það að vera þeirra áhugamál líka. Það er líka eitt sem barf að kippa í lag: Sannfæra ritstjór- ana I Revkjavík un: bað, að það geti ekki nver sem er skrifnð lei:.••agnrðni: Tæknimenntun — Frh. af 7. síðu: margfalt margbrotnari véiar en voru í notkun þegar þau átök áttu sér stað. Siðan er búið að koma, upp verksmiðum sem kosta hundr uð milljóna króna, og orkuverum sem kosta allt að 1000 milljónir svo sem öll orkuverin við Sogið og Elliðaárnar. Nú er talað um að á næsta leiti sé að koma upp orkuverum frá 1200 til allt að 3000 milljónum króna. Það þarf því ekki að eyða mörgum orðum til rökstuðnings því að það er þörf aukinnar þekkingar fyrir iðn aðarmenn og vélstjórnarmenn, og visa ég til þess sem að framan er sagt í því sambandi. Ég vonast til að þeir mætu menn sem vinna að samningi áður greinds frumvarps muni ekki láta það frumvarp fara til Alþing- is, fyrr en trúnaðarmenn Vél- stjórafélagsins hafa fengið tæki- færi til að koma á framfæri sínum tillögum sem eru í beinu fram- haldi af þeirri heilbrigðu stefnu sem Vélstjórafélagið hefur haft frá byrjun, sem er, að með marg- brotnari vélum verði að auka þekkinguna. Ég vona og trúi því að þeir menn vilji vinna framtíð fósturjarðar sinnar til heilla með samningi þessa nýja fruvarps, en það gera þeir mest með þvi að hafa samvinnu og samráð við menn sem hafa reynsluna og þekk inguna á þessum málum. En þeir menn eru nú sem alla tíð úr Vél- stjórafélagi íslands og hafa fyllsta áhuga á því að vinna þessum mál- um, sem mest gagn til heilla fyrir Iand sitt og þjóð. |yú hefur verið lyft Grettistök- um I sambandi við viðreisn atvinnulífsins f landinu. Þessar að gerðir hafa markað algjör tíma- mót. Einn ávöxtur þeirrar við- reisnar er sá að nú sjáum við hilla undir fullkomna vélvæðingu á atvinnulífi landsmanna, en ef hún á að takast giftusamlega þá verður að fullkomna og auðvelda alla tæknimentun í landinu, ekki með styttingu námstímans heldur með lækkun aldurslágmarks fyrir nýsveina, og hagkvæmara fyrir- komulagi svo meiri þekking fáist á jafnlöngum tíma og áður. Ef samstilltur samhugur færst um þetta, er ég sannfærður um að ný tímamót munu markast til heilla og aukinnar velmegunar fyrir is- lenzku þjóðina í framtíðinni, sem ávöxtur þeirra alþjóðarvélvæð- ingar sem nú er hafin. B-Deild SKEIFUNNAR Höfum til sölu vel með farin notuð húsgögn á tækifærisverði * Tökum í umboðssölu vel með farin notuð húsgögn. B-Deild SKEIFUNNAR KJÖR.GARÐI Hið glæsilega skip Frakka, „France“ var á Ieið frá Le Havre til New York — og eitt kvöldið var mikill dans- leikur haldinn um borð. Flestir tóku þátt í dansinum af miklum áhuga og fjöri, en uppi við eina súluna stóð Englendingur og horfði dapur á svip á allan glauminn. Ung stúlka, sem sá hann gekk til hans og spurði: — Hvers vegna takið þér ekki þátt í dansinum? Og Englendingurinn svaraði kalt: — Ég geri aldrei nema eitt í einu, og eins og stendur er ég að ferðast. Einn þáttur í „dauða Holly- wood“ er, að frægasta veit- ingastofa borgarinnar, „Rom- anoff’s“ er búin að loka. Veitingastofuna rak hinn mikli æfintýramaður „Mike“ Romanoff, sem upphaflega var fátækur drengur frá Eastend í New York. Þegar keisarinn í Rússlandi var drepinn þótt- ist drengurinn vera rússnesk- ur prins og þótt allir vissu, að þetta væri eintómur upp- spuni, sigraði hann með töfr- um sínum og matreiðslukunn- áttu. Það er ekkert undarlegt að hann skuli nú Ioksins hafa orð ið að loka, því að það náði engri átt, og það á þessum tímum, að breyta ekki verð- inu á „hamborgaranum“ — hann tók ekki nema 200 kr. fyrir hvern. Innan um og saman við eru Englendingar, sem enn hafa siðgæðisskoðanir Viktoríutíma bilsins. Meðal þeirra er hinn 92 ára gamli Samuel lávarður, sem áður var þekktur sem Herbert Samuel og eitt sinn var foringi frjálslynda flokks- ins. Hann fékk fyrirspurn frá Penguin-útgáfunni um, hvort hann gæfi leyfi til þess að ein af bókum hans væri gefin út í ódýrri útgáfu. — AIIs ekki, var svarið. — Hvers vegna, var spurt. — Það skal ég segja ykkur, sagði Samuel Iávarður, ég hef ekki í hyggju að láta eina af bókurn mínum koma út hjá forlagi, sem gaf út „F.lskh)igi Iafði Chatterley“. Leikkonan Janet Leigh skildi sem kunnngt er við mann sinn Tony Curíj- og cr gift aftur víxíaranum líob Brant. Þegar hún þurfti skýra bö'rr.v.m sínum. sein om 4 og 6 árr, frá fyrirætlvn sinni tnn að gifíast Boó, fér hún iíí sálkönnuðar, til að íá ráðleggingu um hvemig hén ætti að skýra fcömunam fr't þessu, án þcss að fenri mjög á b,?u. Og hr.nn ráðlagði ’ienoi rð segja: — Pabhi er «jj alltef pabfci, y,\ nú sw við orðír ?.ð nýrr: fÉuskvldu þav s;i Eob er hé •bér.Anr.. En hvernig lArnii tAÞu þi.-ri vitcm við **fci HSí

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.