Vísir - 19.02.1963, Page 13

Vísir - 19.02.1963, Page 13
V1SIR . Þriöjudagur 19. febrúar 1963. •3 Merkilegt safn heimspekirita „Ur sögu heimspekinnar", eftir Gunnar Dal. Sex bækur: „Heim spekikerfi Indverja“, útk. 1961—1962. „Grísk heim- speki“, fyrsta bók, útk. nú um áramótin. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Rvk. Það er djarft áform að rita um samfellda þróun heimspekinnar frá upphafi til vorra daga. Gunn- ar Dal skáld stendur þar vel að vígi, sökum þess að hann hefur numið fræðin, þar sem þau hafa verið iðkuð, á Indlandi, Grikk- landi, meginlandi Evrópu og Eng- landi, einnig í hinum nýja heimi. Verið leitandi maður alla tíð. Áður hefur hann lagt drjúgan skerf til þessara mála. Árið 1957 kom út ritið „Rödd Indlands", 1954 „Þeir spáðu í stjörnurnar" — yfirlit heimspekifræða — og 1957 „Sókrates", sérlega frum- lega skrifuð bók um þann andans jöfur, er sýnir hann í nýju og skýrara ljósi en áður var ritað. Þeir, sem fylgzt hafa með út- gáfu þessara 6 bóka um heim- speki Indverja síðustu tvö árin, hafa fengið glöggt yfirlit um leit þessarar öndvegisþjóðar að sann- leikanum.„ Fom trúarbrögð, allt frá ritun Rig-Veda bókar, talna- fræði, og lífspeki náttúrudýrk- enda verða undirstaða fjölþættra heimspekikerfa. Fyrstu 6 bækur Gunnars Dal eru samtals 500 blað síður, þær eru í látlausum bún- ingi, og frágangur allur sérlega vandaður. Höfuðkostur ritanna er hnitmiðun, og greinileg framsetn- ing. Fæst þar gott yfirlit um þró- un fræðanna, ásamt skarplegum ályktunum og samanburði ind- verskra og vestrænna fræða. Vest urlandahugsuðum er austræn heimspeki jafnan torskilin, jafn- vel þeim er lesið hafa allmikið um þau fræði — áberandi hvað hugmyndir Indverja, um andleg mál, einkennast af hógværð og lítillæti. Þeir leita að þroska og sannleika, segjandi: „Hin æðsta vizka birtist sem kærleikur, og upplýsir allt“. Ritin sex skírskota mjög tii and legra mála, og greiða úr mörgum torskildum efnum, t. d. 3. og 4. bók, „Líf og dauði" og „Hinn hviti lótus“. Kenningar Gautama Búdda og Krists eru þar oft í sérstöðu. Hin 5. bók, „Yoga“, gefur gott yfirlit um þau margslungnu fræði sem iðkuð hafa verið frá ómuna- tíð, til þroskunar vitundar og líkama. Bók þessi er einna minnst, 72 blaðsíður, en nægir til þess að lesandinn veit leiðina, og jafn- framt hitt, að mikla örðugleika þarf að yfirstíga. Varað er við sjónhverfingarmönnum og loddur- um, er spillt hafa hinum sönnu fræðum. Síðasta bókin (nr. 6) er um 100 bls., hún gefur gott yfir lit um sex aðalkerfin er mynd- azt hafa í árþúsunda leit, við munnlega kennslu og ritun ótölu- legs fjölda bóka. Það eru kerfin: Nyayna, Vaisesika, Samkhya, Yoga, Mimamsa og Vedeanta. — Greinilegt er, að Indverjum hefur Gunnar Dal verið ljóst hvaða ofurafl býr í ódeilinu (atóm), en þó telja þeir vitringa slna hafa vitað um enn meiri aflgjafa. I upphafi bókaflokksins, um austurlandaheimspeki, benti höf- undur á að vesturlandaheimspek- ingar telji Grikki eiga frumkvæði að hinum eiginlegu heimspeki- fræðum. ' Hins vegar hafi þau fræði verið iðkuð um árþúsunda Persum og fleiri fornþjóðum bil, af Kínverjum, Indverjum, Litlu-Asíu. Þetta er nýstárleg kenning. Hugsuðir álfunnar hafa þar fengið hnot að brjóta. Sjöunda bók safnsins, sem ný- lega er út komin, fjallar um 12 grískumælandi heimspekinga, nær yfir tvær aldir. Hefst þar nýr flokkur, um hið gríska tímabil heimspekinnar, með kenningum Þalesar frá Miletos (í Litlu-Asíu) 600 fyrir Krists fæðingu, endar með einum hinna fyrstu Sófista, Prótagórasi, en hann var uppi um aldamótin 400 f. Kr. Bókin hefst með árás á hefð- bundna söguritun, er fræðimenn hafa iðkað fram á þennan dag, eins og sjá má 1 kennslubókum okkar og heimspekiritum íslenzk- um og útlendum. Þar er einnig fjallað um grískar söguheimildir og 12 grískumælandi heimspek- inga er sköpuðu kerfi. Svo segir f greinargerð á kápu bókarinnar: „Hér er gerð tilraun til að leið- rétta tvö þúsund og þrjú hundruð ára gamlan misskilning, sem hefst með sögufölsun Aristótelesar, og fræðimenn hafa apað hver eftir öðrum alveg fram á þennan dag.“ Afstaða höfundar er eindregin, og rökstudd með tilvitnunum sann- færandi. Uppruni hinnar vestrænu „fíló- sófíu“, eins og Pyþagóras kallar heimspeki, hefur átt örðugt upp- dráttar á þeim öldum, við iðk- endur fræðanna blasti, útlegð, dauðadómur, pyntingar bæði and- legar og líkamlegar (Zeno var jtunguakoriaa.: og kvalinn til Öauða). Miletos var nýlenda Grikklands, mikil verzlunarborg, það voru heimspekingarnir þrír — Þales, Anaximander og Anax- imenes — er gjörðu garðinn fræg an. Höfundur sýnir glögglega tengsl þessara „sjáenda" við hugs uði Egypta, Indverja og jafnvel Kínverja. Þessir þrír spekingar Miletos seta hugsanir sínar fram á mynd- rænan hátt. Vitað er um höfuð- kenningar þessara manna, þótt fátt eitt hafi varðveitzt af ritum þeirra. Skoðanir þeirra hafa síð- ar verið túlkaðar á mismunandi hátt. Persar eyddu Miletos 496 f. Kr. Þá komst los á hinn fá- menna hóp fræðimanna borgar- innar. Þeir leituðu athvarfs f Eg- yptalandi, Krótóna I Tarentum (S-Ítalía) og Metapontum, Pyþa- góras ber hæst þessara flótta- manna. Um miðja sjöttu öld fyrir Krists fæðingu flytzt þungamiðja spek- innar til Elea á Suður-ftalíu. Þar ber hæst Xenofanes frá Kolófón, Perminides og Zeno. Þessir menn, og lærisveinar þeirra, eru dul- Hafnfirðingar! Nýkomnir tækifæriskjólar, ungbarnafatnaður og ýmislegt til sængurgjafa. Leitið ekki langt yfir skammt. VERZLUNIN SIGRÚN, Strandgötu 31. Hafnfirðingar! Mikið úrval af hinum vinsælu Elizabeth Post snyrtivörum. VERZLUNIN SIGRÚN, Strandgötu 31. Kennsla Stúlka með stúdents, kennara eða aðra hlið- stæða menntun óskast til að lesa með ungl- ingum síðari hluta dags. Hátt kaup. Uppl. í síma 19455 kl. 9—5. fræðingar og jafnvel spámenn. Settu kenningar sínar fram í ljóð- formi og líkingum. Permenides grundvallar hina hugrænu heim- speki er Sókrates og Plató iðk- uðu og fullkomnuðu síðar. Elea var grísk nýlenda, eins og Mile- tos, valdhafarnir fullir af ofsókn- arhneigð og trúarhroka, þeir reyndu að útrýma hinum lærðu með hræðilegum aðferðum. Herakléitös frá Efesos fæ.dtjist um það leyti er Etrúskar (frá Lydiu í L-Asíu) hefja landnám á Ítalíu og Albaníu, hann virðist innvfgður Launhelgum, talar í spámannlegum líkingum. Hin aust rænu fræðikerfi virðast honum vel kunn, bæði Zaraþústra hins persneska, Gautama Búdda og Chuangtzu lærisveins Lao-Tze. Herakleitos var mjög mistúlkað- ur af samtíð sinni, en stuttar og hnitmiðaðar setningar hans urðu lífseigar. Til dæmis: „Eðli manns eru örlög hans“. Empedokles, læknir, skáld og „fílósóf", er frá Sikiley, en Demo- kritos, höfundur efnishyggju og atomkenningar, frá Abderu. Hann varð mjög víðförull. Þannig er Ijóst, að frumkvöðlar vestrænnar heimspeki eru engir heimalning- ar. Vizka þeirra stendur föstum fótum í fornum fræðum Austur- landa. Líf hinna 12 vitru manna er tengt skattlöndum Grikkja, þótt sumir þeirra hafi sannanlega haft samband við hugsuði Aþenu og vizkubrunna Appollos í Delfi, en sú helga borg var byggð frá Knossos á Krít. Ef heldur sem horfir, með út- gáfu þessara heimspekirita, þá er fyllt upp f eyðu í fræðibókakosti landsmanna. Höfundur hefur ljós- lega bent á veilur í tfmaákvörð- un vestrænnar heimspekiritunar, er oft miða kennisetningar sfnar við sjónarmið efnishyggju og efa- semda. Hættir þá við að flækja frekar en að greiða úr þeim. Það er engin tilviljun, að Gunn- ar Dal nefni fyrsta ritið í bóka- flokki sínum „Leitin að Adite" = Leitin að sannleikanum. Sú leit hefir löngum verið vænleg til sjálfsþekkingar, og uppljómunar dýpstu eðlisþátta mannsins. Veit- ir mátt, hamingju og vfsdóm. Er auk þess vörn við mestu mein- um samtíðarinnar: Sjálfsbirgings- hætti, persónudýrkun, menning- arnauðung og flaustri. Æskilegt væri að Gunnar Dal fengi betri móttökur meðal vor en fyrirrennarar hans hafa haft, að honum verði gert kleift að ljúka þessu mikla verki, er vafa- laust mundi stuðla að uppbygg- ingu fslenzkrar heimspeki, og al- mennrar þekkingar þeirra fræða. Margt bendir til þess að mikil andleg vakning sé að hefjast með- al frjálsra þjóða og ófrjálsra. — Kemur það eindregið fram, bæði í ræðu og riti. Vafalaust verða þau mál ofarlega á baugi áfram hér á Iandi, sérlega f lok 20. ald- arinnar. Framvinda þeirra mun hafa úrslitaþýðingu um framtíð landsmanna og alls mannkynsins. Guðmundur Einarsson frá Miðdal. FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆDiSFÉLACANNA í REYKJAVÍK nefnist erindi Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á almennum fulltrúaráðsrundi í Sjálfstæðishúsinu n. k. þriðjudag 19. febrúar kl. 8.30. Kosnir verðn fulhrúar í uppstillingarnefnd vegna Al- þingiskosninga 1963 Fulltrúar, fjölmennið og sýnið skírteini við innganginn

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.