Vísir - 21.02.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 21.02.1963, Blaðsíða 6
o 0“ V í SIR . Fimmtudagur 21. febrúar 19631 eimdallut* Gjör rétt — Po§ ei órétt Ritstjórar Asgeir Thoroddsen og Ragnar Kjartansson Elzta og fjölmennasta stjórnmálafélag æskunnar 36 ára um þessar mundir Einar Ásmundsson Hver voru tildrög að stofnun Heimdallar 1927 og hvert var mark mið félagsins. Árin upp úr fyrstu heimstyrj- SÍÐAN hefur beðið þrjá af stofnevidum Heim- dallar að skýra lesendum síðunnar nokfcuð frá stofn- un félagsins og fyrstu árum þess: öldinni og allt fram til 1930 voru í Evrópu miklir byltinga- og um- rótstímar. Þar gætti mikils óör- yggis á sviði fjármála og fram- kvæmda. Miki& atvinnuleysi skap aðist víða um iönd. Þessi ár voru blómatímar fyrir socialismann í álfunni. Enda notfærðu þeir sér .það rækilega. Stórir socialistiskir stjórnmálaflokkar mynduðust í flestum löndum álfunnar og höfðu þeir sums sta<5ar stjórnartaumana í sínum höndum, eða nutu mikilla áhrifa. Á þessum' árum vár skilgrein- ingin á milli socialdemókrata og kommúnista t óskýr. í kjölfar þessa og afleiðing á- standsins f Evrópu reið yfir kreppa í Bandaríkjunum. Margt þessara at burða voru af áróðursmönnum socialista skrifaðir á reikning einka reksturs og frjáls framtaks og krafizt vot opinbers reksturs á sem flestum sviðum. Það virtist mörgum vera að hér væri um það að ræða sem koma skyldi — en lítið var að gert við kröfu þeirra manna, sem trúðu að socialism- inn væri ekki leiðin til hagsbóta. Hér á landi má telja að stofn- un Heimdallar hafi verið fyrsta raunhæfe sporið, sem stigið var af hálfu þeirra aðila, sem ekki trúðu á. ríkis- og bæjarrekstur held ur á einkaframtakið með ábyrgð einstaklingsins sem leiðina til al- mennrar hagsbóta. Hér var ekki stórt taf stað farið — við vorum miili '20—30 ungir menn, iðnaðar-, verka-, verzlunar- og skólamenn, sem fyrst bundumst samtökum um félagsstofnunina. Hér var ekki um burgeisa eða syni efnamanna að ræða. Það sem mér fannst athyglis- verðtast við stofnun félagsins var hin óbilgjarna trú okkar að við vorum að taka upp baráttu fyrir hefflaríku velferðarmáli fyrir land og lýð og auka á meðal ungs fólks trúna á frjálst framtak ein- staklingsins, trúna á eigin mátt og trúna á hina miklu möguleika, sem landið okkar bauð upp á. Stofnun og starfsemi félagsins vakti þegar mikla athygli, þó sér- staklega hjá þeim öflum, sem starf semi félagsins var beint gegn, þjóð 'nýtingarmönnum. Það sem sérstaklega ávannst á fyrstu árum félagsins var að vekja upp til starfa og hjálpa til við að sameina þau öfl i þjóðfélaginu sem þá þegar voru ekki orðin gegnsýrð af socialisku-bakteríunni. Þetta tel ég að hafi tekizt vonum fram- Heimdall, félag ungra Sjálf- stæðismanna, stofnuðu 37 ung- ir menn 16. febrúar 1927. Pét I ur Hafstein lagði til að félagið , bæri nafnið Heimdallur eftir! hinum fræga ás, en svo segir i Gylfaginning: „Heimdallur heitir einn. Hann er kallaður hvíti áss. Hann býr þar, er heitir Himin- björg við Bifröst. Hann er I vörðr goða og sitr þar við | himins enda at gæta brúarinnar ( fyrir bergrisum. Hann þarf minni svefn en fugl. Hann sér * jafnt nótt sem dag hundrað I rastir frá sér. Hann heyrir ok þat, er gras vex á jörðu eða ' ull á sauðum ok allt þat. er hæra lætr. Hann hefir lúðr I þann, er Gjallarhorn heitir, ok | heyrir blástr hans f alla heima“ , ar og átti Heimdallur frumkvæðið að mörgu, sem fram náði að ganga þó seinna væri. Þessi mikla þjóðnýting og opin- beri rekstur hefur verið að sliga okkar þjóðarbú og gert góðæri að móðuharðindum og gert okkur margoft að bónbjargarmönnum gagnvart Vinaþjóðum okkar, sem hafa kostað þessa „socialiseruðu" tilraunastöð, sem hér hefir verið reynt að reka. Nú vil ég mælast til þess við þá ungu menn, sem nú og í fram tíðinni stjórna Heimdalli að þeir sparki út í hafsauga ölium óheilla- vænlegum áhrifum socialismans á Islandi en berjist fyrir af eldmóði efrtahdgslegu og andlegu sjálfgtæði einstaklinganna og þá mun þjóðar heildinni vel farnast Guðjón Einarsson Á fyrstu árum Heimdallar var félagið síður en svo fjöl- mennt, en þeir, sem skipuðu sveitir félagsins voru allir bcztu piltar og mjög áhugasamir. Segja má að f þá daga bafi ekki þekkzt að ungir menn skipuðu sæti í bæjarstjórnum eða á Alþingi Frá byrjun hafði það verið baráttumál Heimdallar að lækk- un kosningaaldurs, sem þá var 25 ár næði fram að ganga. Kosningaaldurinn var sfðar lækkaður í það, sem enn er þ.e. 21 ár. Strax í byrjun vaknaði áhugi Heimdellinga á að ungir menn létu meira til sín taka og bund- náði þó fram að ganga. Umræðufundir voru haldnir margir og er mér það minnis- stætt að á fundum þessum veitt ust jafnaðarmenn mjög að Pétri og töldu hann vera óreyndan ungling. Kosningar til bæjarstjórnar fóru fram 25. janúar 1930. Ung ir Sjálfstæðismenn unnu þar mikinn og eftirminnilegan sig- ur enda hlaut Pétur kosningu. Framboð Péturs Hafsteins 1930 má telja eitt allra fyrsta framboð ungs manns hér í Reykjavík og hefir Sjálfstæðis- flokkurinn átt þvf láni að fagna upp frá því að skipa fulltrúa unga fólksins í örugg sæti á framboðslistum sínum. Þessi sigur varð upphaf að velgengni Heimdallar og eftir kosningarnar þyrptust ungir menn og konur f félagið. Varð það á skömmum tíma stærsta stjórnmálafélagið á Islandi. Pétur Hafstein Fyrsti formaður Pétur heitinn Hafstein var einn af stofnendum félagsins og helzti brautryðjandi þess á fyrstu og erfiðustu árunum. Hann var formaður þess árið 1929—30. Hann varð fyrsti I bæjarfulltrúi ungra Sjálfstæðis- manna árið 1930. Hann var maður með afbrigðum vinsæll sakir frábærra mannkosta. Hann naut virðingar allra, sem ! honum kynntust, sakir skarpra gáfna. Péturs Hafsteins biðu mikil og stór verkefni í þágu Sjálf- stæðisflokksins og föðurlands- ins. Hann var kvaddur frá starfi Hann féll sem hetja. Heimdall- ur mun ætíð vernda minning- i una um sinn fyrsta foringja. Magnús Finnbogason Við, sem stofnuðum Heimdall, vorum flestir námsmenn, flest ir fátækir að veraldlegum fjár- munum og enn fátækari að reynslu og þekkingu á heims- málum og þjóðmálum. , Þegar Heimdallur var stofn- aður, höfðu íslendingar hlotið viðurkenningu fullveldis síns fyrir fáum árum. Þjóðin átti sér ekki framar neitt það stór- mál, er hafið væri yfir hags- munabaráttu og dægurmál. Um þetta leyti, voru þegar ýmsar blikur komnar á loft, og ný viðhorf í stjórnmálum voru tekin að myndast. Þótt við, stofnendur Heimdallar, værum ungir og reynslulitlir, vakti það tortryggni okkar, að þeir menn Framhald á bls. 10. ust ungir menn samtökum að formaður Heimdallar, sem þá var Pétur Hafstein kæmist í bæjarstjórn. Þetta mætti nokk urri andstöðu, enda óþekkt að ungir menn skipuðu sæti á framboðslistum í þá daga. þetta Árshátíð Árshátíð Heimdallar verður haldin í Sjálfstæðis húsinu 26. febr. (daginn fyrir öskudag). Félagar yngri og eldri eru hvattir til að fjöl- menna og taka með sér gesti. Aðgangseyrir verður kr. 50 Til skemmtunar verður m. a. ir Ómar Ragnarsson ^ Eugén Tajmer 'fc Önnur skemmtiatriði. ★ Dans til kl. 2 eftir miðnætti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.