Vísir - 21.02.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 21.02.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Fimmtudagur 21. febrúar 1963. 7 Börninogfræðslanumlöndin Hestir svangir við matborð heimsins IXér fyrr á árum mun lýsing á íslandi hafa byrjað á þessa leið í einni af landa- fræðibókum okkar: ísland er eyland úti f reginhafi, langt frá öðrum löndum. Þetta var nú það, sem fneðarinn þurfti að segja fyrst af öllu um landið okkar, til þess að gefa börnun ut*> réttar hugmyndir um það. Víst var það sannleikur, og næstum því sannleikurinn all- ur, á þeim tímum, sem liðnir eru og koma aldrei aftur. Land- ið var einangrað, Iangt frá öðr- um löndum um margar aldir. En nú er ekki hægt að segja þetta lengur. Fjarlægðin er ekki sama staðreyndin og áður. Það væri miklu nær að hefja fræðsluna nú til dags á þessa Ieið: Island er eyja, miðsvæðis á Atlantshafi norðan til. Landið liggur tiltölulega vel við sam- göngum við tvær voldugustu og þéttbýlustu heimsálfurnar. Er um það bil þriggja til fjög- urra stunda ferð til nokkurra næstu flughafna Evrópu, og til Bandaríkja (New York) er um tíu stunda flug. Þegar námsbókin sagði: „langt frá öðrum löndum“, voru siglingar til og frá Iandinu strjálar og af skornum skammti á allan hátt, enginn símaspotti í landinu né til landsins frá umheiminum, engin loftskeýti þekktust hér. Engin útvarps- tæki voru þá til á þessum hnetti, sem flutt gætu talfregn ir á augabragði frá fjarlægum hornum heims. Þá var f fullu gildi hið fornkveðna: Seint er um langan veg að spyrja tíð- inda. í öllum samskiptum við önnur lönd var landið langt frá öðrum löndum. N\ er öldin önnur. Daglega heyrast á hverju heimdi fregnir og frásagnir úr öllum áttum. Tíðindi af öllu tagi spyrj ast jafnóðum og atburðirnir gerast. Landið okkar er ekki lengur „langt frá öðrum Iönd- um“. Það er kannski út í regin hafi ennþá, en einna eðlilegast er að segja, að ísland sé nú í miðju þjóðahafinu, enda falla ferðir héðan og hingað daglega — flugtengsl við mörg lönd. Fyrrum voru útlönd fjarlægt hugtak yfirleitt fyrir flesta Is lendinga. Að vera að leggja sig fram um það að fræðast veru- Iega um önnur lönd þótti ó- raunhæft, miðað við annað sem læra þurfti En nú á dögum hefur uppvaxandi fólk marg- falt betri skilyrði til að tileinka sér vitneskju frá framandi lönd um á hverjum degi. Blöðin flytja sömu nöfnin með stóru letri, og'frásagnir draga að sér athygli, einnig barnanna. Mynd ir birtast víða að úr heiminum og mæta augum hér og þar. Þess gerist æ meiri þörf nú en fyrir svo sem fimmtíu til um — eða jafnvel tuttugu til þrjátíu árum — að veita fræðs lu um þessa „átthaga" okkar, jörðina í heild, til þess að mæta spurningunum, sem hljóta að koma upp í huga barnsins þeg- ar það heyrir t.d. í útvarpi á- væning af hinu og þessu, há- værar raddir um atburði, fó.lk og kringumstæður, undraverða hluti o.s.frv. Það er yfir allan efa hafið, að margvísleg fróð- leiksatriði í landafræði fá meiri og auðveldari viðfestu í hug- um barnanna nú en mögulegt var fyrr meir, vegna þess hve oft lönd og staðir eru nefndir í heyranda hljóði og á prenti. Einnig má gæta að því, að börn þroskast fyrr nú en áður gerðist yfirleitt, og þau læra að lesa yngri. Skólinn starfarT og lengur á ári hverju en siður J var fyrir nokkrum áratugum. n Þessi rök og ýms fleiri ættu* að mæla með því, að reynt sé , að koma rækilega til móts við , nútímabamið í þessum nýja | heimi, sem alltaf er að drag-1 ast saman og verða hverjum manni meira viðkomandi sem heild. Rétl er að athuga, hverjarl eru -þser aðallínur, sem námsskráin nýja leggur sem um gjörð um landafræðinámið í barnaskólum hér á landi, og raunar unglinganámi einnig. Námsskráin er gefin út af Menntamálaráðuneytinu árið 1960. Þar segir svo um námsefni 7—9 ára barna: Lagður grund- völlur að Iandafræðikunnáttu í átthagafreeðitímunum, þar sem m.a. er miðlað fræðslu um helztu almenn landafræðileg fyrirbrigði í nánasta umhverfi barnsins. Um 10 ára börn segir svo: ísland Landslag helstu firði og flóa, helztu héruð.sýslur kaup- staðir og kauptún, gróður, at- vinnuvegir, samgöngur. Lengd- arbaugar, breiddarbaugar, hnatt staða íslands, belti jarðar, mannflokkarnir, heimsálfur, út- höf. Við kennslu síðustu atrið anna skal einungis nota jarð- Iíkan, en ekki kennslubók. Enn fremur segir: Reynist námsefni þetta of lítið, má auka við Rænulaus húlfu æfinu Tíu ára drengur er fyrir skemmstu látinn i sjúkrahús í Nairobi, og hafði hann verið rænulaus hálfa ævina. Bharvi Kumar Amin, sonur ind- \-rsks veðmálaskrifara i Nairobi, yarð fyrir bifreið í apríl 1958. Hann meiddist mikið á höfði, og var for- eldrum hans þegar sagt, að hann mundi aldrei geta náð heilsu aftur, og læknar gerðu ráð fyrir, að dreng urinn mundi deyja eftir tvær eða þrjár vikur, án þess að koma til meðvitundar. Bharvi hafði verið í dái í næstum 'imm ár, þegar hann gaf loks upp fræðslu um þau atriði, sem áð- ur eru nefnd, en ekki byrja á námsefni ellefu ára barna. Mætti til dæmis taka yfirlit um helztu ár og vötn, helztu þjóðvegi, aðalatvinnuvegi, hús- dýr og afurðir þeirra, fóður- öflun, íslenzka nytjafiska, fiski mið og helztu veiðistöðvar og minnast lítið eitt á íslenzkan iðnað. Þannig lýkur greininnni um Iandafræðinám í 10 ára bekk. Ýms af ofanrituðum fyrirmæl- um virðast mér ekki nógu á- kveðin. Eitt er þó ljóst, — að ekki má byrja á kennslu annarra landa en íslands með hjálp kennslubókar í höndum barn- anna í 10 ára bekk. 1 næstu grein mun ég taka til athugun- ar, hvernig bókaþjóðin kemur til móts við kennara og nem- endur um hagkvæmar og að- gengilegar heimildir um þau efni, sem þó er leyft að segja eitthvað frá í 10 ára bekk. Helgi Tryggvason. Haldin hefur verið í Genf í Sviss ráðstefna um þróunarlöndin, tækni þeirra og vísindi, og hvernig unnt má vera að auka matvæla- framleiðslu þeirra. Ráðstefnu þessa sóttu um 2000 fulltrúar frá nær 100 löndum, og flutt voru hvorki meira né minna en 514 fyrirlestrar og tillögur um landbúnaðarmál einungis. Einn af fulltrúum Bretlands upplýsti til dæmis, að ef allir jarðarbúar væru látnir setjast beggja vegna við langt borð, mundi það ná 23 sinn- um umhverfis jörðu, og jafnframt yrði að Iengja það um 35 km. á hverjum degi, svo að rúm yrði fyrir þann hóp, sem við bætist á degi hverjum. Væri sama tilraun gerð árið 2000, mundi borðið ná 47 sinnum um- hverfis jörðina. Nú væri matvæla- framleiðslan ekki meiri en svo, áð tveir þriðju hlutar mannkyns syltu að meira eða minna Ieyti, og horfur virðast því miður ekki á því, að hlutfallið muni.verða hagstætt ár- ið 2000. Til úrbóta kemur margt til greina, að því er haldið var fram á ráðstefnunni, og ekki aðeins aukn- ing landbúnaðar í mörgum löndum, heldur og stórum aukin fiskirækt og fiskveiðar. Einkum taldi rúss- neskur fulltrúi að unnt ætti að vera að auka fiskveiðar í hitabeltishöf- um. Brezkur fulltrúi benti á, að ef hin um „helgu“ kúm Indlands væri fækkað um helming — þær eru taldar hvorki meira né minna en 400 milljónir — mundi vera hægt að ferfalda mjólkurframleiðslu landsins, þar sem hver kú fengi þá meira land til beitar. © Serknesku stúlkunni Djamila Boupacha, sem kölluð hefir verið „Orleans-mærin serkneska", hefir verið boðið í opinbera heimsókn til Bretlands. Frakkar pynduðu hana í Alsírstyrjöldinni til þess að játa á sig þátttöku í hryðjuverkum. Er óveður í aðsigi? — Fáfræði framsóknarmanna að athlægi — Jarðhitasvæði í Skagafirði — Brúargerðir o. fl. o. fl. WM: m andann. Allan tímann hafði honum verið gefin næring gegnum æð, og hann stækkaði eðlilega, þótt v-3var hans væru allir mjög rýrir, eins og eðlilegt er. Leitað var til færustu sérfræðinga víða um heim um að- stoð, en enginn treysti sér til að gera neitt. í sambandi við þetta langa rænu leysi drengsins bar oft á góma, hvort ekki hefði verið mannúðleg- ast' að hjálpa honum til að deyja. Læknar sjúkrahússins, þar sem hann lá, lágu jafnvel undir gagn- rýni fyrir að halda lífinu í honum svo lengi. /~Uft vill það brerina við aþ kvartað sé og bölsótast yfir óhóflegu stjórnmálaþrasi, fánýt- um umræðum sem dregnar séu á langinn og tefji eingöngu fyrir öðrum nytsamari málum. Hins vegar er svo aftur óspart kvart- að yfir því, þegar dauft er yfir þingsölum, og óneitanlega hefur það verið svo, að hægt er að kvarta yfir því síðarnefnda síð- ustu daga. Ekki er þó að vita, nema hér sé á ferðinni sú al- ræmda lognmolla á undan óveðr inu. Enginn getur heldur kvartað undan skorti á þingmálum, hvað viðvíkur deginum í gær, þótt fæst þeirra séu efni í forsíðu- fréttir. Þannig voru 11 dagskrár- mál tekin til meðferðar í Sam- einuðu þingi í gærdag, borin upp og flutt af mönnum úr vel flestum flokkanna. Hér er yfir- leitt um að ræða nauðsynjamál hvers héraðs, sem ekki skipta alþjóð meginmáli, né heldur hafa þau áhrif á heildarþróun stjórnmálanna. 'pf tekið er fyrst það málið sem skemmtilegast var út frá sjónarhóli stjórnarsinna, þá var það tillaga þingmanna framsókn armanna Árnessýslu um auknar boranir fyrir heitu vatni á Sel- fossi og að Laugardælum. Helgi Bergs (F) hafði framsögu fyrir tillögunni og fór stórum orðum um nauðsyn þessa máls, og kvað frairikvæmdir brýnar. Ingólfur Jóns ..rjfe son ráðherra . !í®e' varð fyrir svör jB "Ifc, um og fræddi Si; 3 A þá framsókn- armennina á þeirri stað- li SlllÍlllPSiállK reynd, að á síðasta ári hefði verið yjeitt til jarðhitabor- ana kr. 100.000 og fyrir það fé hefði m. a. verið borað á Sel- fossi. Enn fremur hefur verið áætlað að veita til sömu fram- kvæmda kr. 500.000 á yfirstand- andi ári, svo hér væri þegar bú- ið að gera áætlun um jarðhita- boranir og veita fé til. Fáfræði þeirra framsóknarmanna hefði að sjálfsögðu þegar verið lag- færð í þessum efnum, ef þeir hefðu snúið sér til viðkomandi aðila, s. s. ráðuneytisstjóra, og aflað sér upplýsinga áður en þeir fluttu tillögu sína á AI- þingi. Hins vegar sá Ingólfur ekki ástæðu til að álasa þá Ár- nesingafulltrúana fyrir fáfræði þeirra um framkvæmdir í eigin héraði, þar eð tillaga þeirra væri vafalaust flutt af góðum hug. Var málið þar með útrætt. Mál þetta verður vart til frásagnar i Tímanum, þótt ekki séu á hverj- um degi bomar fram áskoranir til ríkisstjórnarinnar um að gera verk, sem búið er að ákveða að gera eða eru jafnvel þegar unnin. Ojartmar Guðmundsson (S) flutti tillögu um að gerður yrði stigi um Brúarfoss í Laxá, fyrir laxa, Einar Ingi- mundarson nafði framsögu um tillögu um jarðhitarannsóknir á Norðurlandi og Jónas Pétursson (S) lagði til að veitt yrði fé til brúargerðar yfir Lagarfljót. 1 sambandi við tillögu sína gat Einar þess að komið hefði í ljós eftir mælingar að mikið jarð- hitasvæði væri í Skagafirði og vatn hefði mælzt allt upp í 92 gráður á einum stað. Halldór Ás grímsson (F) kvaddi sér hljóðs er Jónas hafði flutt tillögu sína um brúargerðina og mælti með að annar staður á sömu á yrði brúaður, en ekki sá sém Jónas hafði bent á. Eins og Jónas gat um aftur, þá hefði hann borið upp tillögu sína í samræmi við vilja almenns fundar í Fljótsdals héraði, sem hafði látið frá sér fara ályktun um þessa brúar- gerð. Jónas gat þess einnig, meir til gamans, að hann mætti ekki lengur taka til máls í þing- inu, án þess að Halldór keppi- nautur hans Ásgrímsson fylgdi ekki fast á eftir honum í ræðu- stólinn, líkt og fylgitungl Kvaðst Jónas hafa hina mestu ánægju af þessu, því það væri vottur þess að einhver hefði þó áhuga á þeim málum, sem hann bryddaði upp á. Emil Jónsson flutti frumvarp, sem felur í sér alþjóðasamþykkt gegn misrétti með tilliti til at- vinnu. Með samþykkt frumvarps ins á að útrýma því að mönnum sé mismunað í sambandi við at- vinnu vegna kynþáttar, hörunds litar, kynferðis, trúarbragða, stjórnmálaskoðana o. fl. Þá flutti Jón Skaftason tillögu um lagningu Vesturlandsvegar, Hannibal Valdimarsson tillögu um þyrilvængjur Iandhelgisgæzl unnar, smíði fiskiskipa innan- lands, Hermann Jónasson um eignarrétt og afnotarétt fast- eigna, Halldór Sigurðsson um endurskoðun girðingarlaga og Ásgeir Bjarnason um kal f tún- um. Síðast nefnda tillagan verð- ur að teljast mjög jákvæð, en þar er farið fram á að rannsakað verði ofan í kjölinn af hvaða ástæðum kal myndast. Lét Ás- geir þess getið, að bændur hefðu tapað um 80 millj. króna vegna kals í túnum. / *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.