Vísir - 28.02.1963, Page 8

Vísir - 28.02.1963, Page 8
8 Bji Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjðri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þörsteinn Ó. Thorarensen.- Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Komið v/ð Islendingshjartað Gríman er fallin. Rússneskir sendiráðsfulltrúar, sem hér njóta gisti- vináttu íslenzka lýðveldisins hafa launað hana með svikráðum. Leynifundir eru búnir með ungum íslend- ing. Honum eru boðnir gull og grænir skógar ef hann vilji afla upplýsinga um öryggismál landsins. Hann neitar, en ágengni hinna rússnesku diplómata er svo mikil, að þúsundum króna er þröngvað upp á hann. Svo freklegur er ákafi hinna rússnesku gistivina. Svo umhugað er þeim um að grafa undan sjálfstæði ís- lenzka ríkisins. Nú er á daginn komið hvert er hið eiginlega hlut- verk hins fjölmenna rússneska sendiráðs í Reykjavík. Það er ekki að efla menningar- og viðskiptasambönd, svo sem önnur sendiráð annast. Það er að efla hinn íslenzka kommúnistaflokk. Og ekki síður hitt: að búa í haginn fyrir árás Sovétríkjanna á landið ef styrjöld brýzt út. Til þess þarf að afla upplýsinga, sem að haldi mega koma. Það er hlutverk sendiráðsmannanna í Túngötu 9. Ragnar Gunnarsson hefir sýnt að hann er meiri fslendingur en kommúnisti. Fyrir það á hann þökk skilið, því myndu allir íslenzkir kommúnistar hafa brugðizt jafn drengilega við og hann? Hann neitar að ganga í þjónustu erlends ríkis og fremja landráð undir rauðum fána. Eins og hann skýrði sjálfur frá hér í blað- inu í gær var hann sannfærður kommúnisti og hvorki ungverska byltingin 1956 né síðari atburðir megnuðu að veikja trú hans á ágæti kommúnismans. Fimm ára seta hans í stjórn Dagsbrúnar fyrir komm- únista talar hér sínu máli. Hér er það enginn ráðvillt- ur flokksleysingi, sem hlut á að máli, heldur einn af beztu mönnum hins íslenzka kommúnistaflokks. En hann strýkur ekki hina rauðu slikju af brá sinni fyrr en hann er beðinn að gerast landráðamaður. Þá verður honum loks ljóst að komið er að innheimtu skuldarinnar frá sumarferðinni til Rússlands. En það skyldi enginn álasa hinum unga íslendingi. Við íslend- ingar erum ekki vanir því að þess sé krafizt að þátt- taka í stjórnmálaflokk þýði að sjálfsagt sé að fórna sjálfstæði föðurlandsins á altari hans. Hugsjón Einars Olgeirssonar Viðbrögð Einar Olgeirssonar við fregnunum af njósnamálinu sýna, hvemig þeim manni er farið, sem ungur gaf fagurri hugsjón sálu sína — hugsjón, sem nú hefir breytzt í marghöfða þurs. Hann stimplar Ragn- ar Gunnarsson sem erindreka Sjálfstæðisflokksins, og kveður hann hafa verið svikara í röðum sósíalista. Þó veit Einar jafn vel og vinir Ragnars og félagar innan sósíalistaflokksins, sem skipta hundruðum, að hér er sagt ósatt. En sannleikurinn skiptir ekki máli, ef um það er að tefla að verja sína barnatrú. V í S IR . Fimmtudagur 28. febrúar 1963. jt Aðalleikendur í kvikmyndinni: Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson, Edda - Film: „ 79 AF STÖBINNI" Höfundur: Indriði G. Þorsteins- son. Kvikmyndahandrit: Gunnlaugur Rósinkranz Leikstjóri: Erlk Balling. sa:->.v. Aðstoðarleikstjóri: Benedikt Ámason. Kvikmyndun: Jörgen Skov, D.F.F. Tónlist: Jón Sigurðsson, Sigfús Halldórsson. Hljómupptaka: Hans W. Sören- sen. Söngur: Eily Viihjálms. Tjegar tímar líða, mun tólfti dagur nóvembermánaðar 1962 verða talinn merkilegur i sögu íslenzkra menningarmála. Að kvöldi þess dags var sem sé frumsýnd í Háskólabíó í Reykjavík kvikmyndin 79 af stöðinni, eftir samnefndri sögu Indriða G. Þorsteinssonar og eftir kvikmyndahandriti Guð laugs Rósinkranz. Erik Balling frá Nord. Film K.m.h. var leik- stjóri. Með honum unnu 9 tæknisérfræðingar um kvik- myndatöku. Aðstoðarleikstjóri var Benedikt Árnason leikari. Tók myndatakan réttan mán uð, eða frá 9 júlí til 8 ágúst. Er það stuttur tími til slíks, en leikstjórinn var bundinn við starf sitt erlendis, og gat því ekki séð af lengri tíma til þess- arar myndatöku. Nú er það þó ekki svo að skilja, að ekki hafi áður verið teknar kvikmyndir hérlendis. Saga Borgarættarinnar (Gunnar Gunnarsson) Hadda-Padda (Kamban), báðar með dönskum leikurum. Síðast Salka-Valka (Kiljan) með sænskum. Auk þess hafa verið gerðar nokkrar tilraunir með íslenzkar kvik- myndir. Ber þá fyrst að nefna kgl hirðljósmyndara Loft Guð- mundsson, sem gerði myndina „Milli fjalls og fjöru“, og Óskar Gíslason ljósm., sem framleiddi kvikmyndirnar: „Siðasti bærinn í dalnum" „Bakkabræður" „Nýtt hlutverk" og „Björgunar afrekið við Látrabjarg". Allar voru þessar myndir sýndar viðs vegar á Islandi, og sú síðast- nefnda erlendis. TZ vikmyndin 79 af stöðinni er fyrir margra hluta sakir stórmerkileg. I henni leika ein göngu Islenzkir leikarar, sem tala íslenzku. Hún er gerð eft- ir sögu eftir íslenzkan höfund. Kvikmyndahandritið er gert af íslenzkum manni. Efnið er al- íslenzkt. Islenzka kvikmynda- félagið Edda-film hafði allan veg og vanda af kostnaðarhlið- inni við fyrirtækið. Fram- kvæmdastjórinn fslenzkur. Guð laugur Rósinkranz átti frum- kvæðið að myndatöku þessari og sá um fjáröflun til hennar. Á hann miklar þakkir skildar og viðurkenningu fyrir framtak sitt og dugnað. Það er skemmst frá því að segja, að leikurinn í myndinni og öll upptaka hennar hefur tekizt með afbrigðum vel. — Gerðar hafa verið nokkrar smá athugasemdir við lýsinguna. Æfðir fyrsta flokks fagmenn vita vel, hvað þeir eru að gera í þessu efni. Ekki er vitað, að aðfinnslur þessar hafi kom- ið opinberlega fram frá neinum þeim er skyn bera á slíka hluti hér. Aðalleikararnir — Kristbjörg Kjeld — Gunnar Eyjólfsson og Róbert Arnfinnsson báru mynd ina algerlega uppi svo sem vera bar. Þau léku af djúpri innlif- un og tilfinningahita, svo hrif- andi var að sjá og heyra. Tókst beim að ná þeirri spennu og eftirvæntingu í leikþráðinn, að maður gleymdi tímanum til ieiksloka. Óvíst er, að nokkurt 'eikhús f smábæ hvar sem væri erlendis gæti teflt fram þrem ungum leikurum, sem væru þess megnugir að bera ekki efn ismeiri kvikmynd fram til slíks sigurs. Nú hefur 79 af stöðinni ver ið sýnd víðsvegar um allt Island við ágæta aðsókn, og standa sýningar hér enn. Um mánaða mótin febrúar og marz mun hún að öllum líkindum verða frumsýnd í Kaupm.höfn, Oslo, Stockholm og Gautaborg, lfk- lega samtímis. Yið prufusýningar margra kvikmynda á s.l. hausti í Nordisk Film í Kaupmanna- höfn, var 79 einnig sýnd, þó án tals og hljómlistar. Þangað var boðið, sem venja er til við slík tækifæri, helztu kvikmynda frömuðum Norðurlanda, m.a. ritstjóra við helzta kvikmynda- blað Svfa. Birtist eftir hann f blaði þessu dómur um mynd- irnar, þó aðallega um fslenzku myndina. Fór ritstjórinn mjög lofsamlegum orðum um 79. Kvað hann það einu myndina, er hafi snortið sig djúpt. Þrátt fyrir það, að hvorki hafi tal né tónar verið með, hafi hann frá byrjun til enda fylgzt vel með í hinni skýru atburðarás leik- sins. Lauk hann miklu lofsorði á upptökuna og leikarana, og þá einkum aðalleikarana, fyrir djúpa innlifun í hlutverkunum, útlit og hæfni alla. Enginn við- vaningsblæ þóttist hann geta séð f leik eða framkomu hinna nýju fslenzku kvikmyndaleik- ara og bauð þá velkomna meðal leikara Norðurlanda á þessum — fyrir þá — nýja vettvangi leiklistarinnar. Ekki er laust við, að beðið sé hér með talsverðri eftirvænt ingu eftir því hvað hin erlenda pressa segir um fyrstu alís- lenzku kvikmyndina, eftir frum sýningarnar C nefndum stór- borgum. Megi þetta verða upphaf árlegrar kvikmyndatöku hér- lendis, því vel er af stað farið. Haraldur Björnsson. kiiiL

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.