Vísir - 28.02.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 28.02.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Fimmtudagur 28. febrúar 1963. Dimmuborgir Þjóðleikhúsið: Jgnn eru íslendingar svo fá- tækir af leikritaskáldum að það sætir tíðindum þegar frumsýnt er nýtt íslenzkt leik- rit. Sigurður Róbertsson getur ekki talizt byrjandi í leikrita- gerð þótt þetta sé í fyrsta sinn sem leikrit eftir hann sést á sviði. Áður hefur hann skrifað tvö leikrit, Maðurinn og húsið (1952) og Uppskera óttans (1955). Hið nýja verk Sigurðar er tvímælalaust rismesta verk hans til þessa og hefur ýmsa kosti til að bera sem leikhús- verk, þótt nokkuð skorti á hnit- miðun og beinskeytni á stund- uh. J stuttu máli mætti skilgreina Dimmuborgir á þá lund að þar sé einstaklingurinn látinn mæta fortíð sinni og afklæddur þannig frammi fyrir áhorfend- um þótt sú veröld sem hann lifir og hrærist í þekki ekki nema yzta borð tilveru hans. Við kynnumst fyrst fimmtugum kaupsýslumanni, vellauðugum, sem áunnið hefur sér traust og virðingu þjóðfélagsins. Höfund- ur flettir síðan miskunnarlaust ofan af fortíð hans og þá kem- ur í ljós að sitthvað leynist undir hinu slétta og fellda yfir- borði. Tekur höfundur það ráð að láta söguhetju sfna mæta fortíð sinni í draumi í dökkri og hrikalegri klettaveröld þar sem engin leið virðist Iiggja til baka til þess heims, sem Ögmundur kaupsýslumaður byggir sem gerandi en ekki þol- andi. Hér ræður fortíðin rfkj- um og tekur af honum öll völd, manninum sem segir að fortfð- ina varði menn ekkert um held- ur líðandi stund og komandi tíma. Sá einn sigrar sem kann að standa einn, segir Ögmund- ur en í rauninni hefur hann ekki lært að standa einn. Innst inni býr óttinn og hann tekur völdin þegar maðurinn er hrif- inn úr þvf umhverfi sem hann er vanur að hafa vald á. Qgmundur Úlfdal virðist ekki læra af þvf sjónarspili sem draumur hans eðá forlögin setja á svið með honum í aðal- hlutverki og er þó glíma hans við fortíðina ekki áreynslu- laus. Væntanlega ætlar höfund- urinn áhorfendum að læra þeim mun meira, ekki hvað sízt í þeim efnum að ekki er allt sem sýnist og varast skyldu menn að láta blekkjast um of af fyrsta tilliti. Spurningin sem höfundurinn varpar fram við áhorfendur sína er hin gamla og sígilda spurning sem allt siðferði byggist á: Á ég að gæta bróður míns? Önnur megin- uppistaða verksins er um til- Móðir Ögmundar skýrir honum frá uppruna sfnum og forsendu þess lífs sem hann hefur kosið að lifa. Briet Héðinsdóttir og Ævar Kvaran. ganginn og meðalið. Hvort skiptir meira máli hvað maður- inn er eða hvernig hann hefur orðið það sem hann er? Cigurður Róbertsson fjallar hér um efni sem að sjálf- sögðu getur ekki talizt frum- legt en það er og verður ævin- lega í fullu gildi sem eitt af grundvallaratriðum mannlegs Iffs. Eigurður skrifar Ieikrit sitt af mikilli einurð og heilu hjarta og tekst m. a. af þeim sökum að gera það að töluvert leikrænu og heilsteyptu leik- húsverki. Samtölin eru vfða festulega unnin og verða lif- andi. einkum eftir þvf sem lengra líður á sýninguna. Á hinn bóginn er helzti gallinn skortur á frumleika og sums staðar vantar meiri átök. Það er fátt sem kemur manni á ó- vart og ögmundur er í rauninni of mikill einstefnumaður í skeytingarleysi sínu til þess að lyfta verkinu á móts við lífið. Stærsta trompið í verkinu, skyldleiki Halls og Ögmundar, er ekki nýtt nægilega vel til þess að verða sú sprengja sem til mun ætlazt. Þá er hugmynd- in að innri átökum Ögmundar og vettvangur þeirrar baráttu all-keimlíkur 4. þættinum í leikriti Einars Kvarans, Hall- steinn og Dóra, án þess ég sé á nokkurn hátt að gefa í skyn að höfundur hafi haft það leik- rit í huga við samningu Dimmuborga. En þrátt fyrir þessa galla eru Dimmuborgir vel frambærilegt verk og það er gaman að kynnast því. Ögmundur mætir Guttormi tengdaföður sínum í hinum hrikalega draumheimi sem höfundur kallar Dimmuborgir. Leikendur eru Ævar Kvaran og Valur Gíslason. ur látið þjappa því saman,nema burt atriði' og breyta öðrum. Endirinn er til dæmis allur ann- ar. Hér er enn eitt dæmi þess hve náin samvinna höfundar og leikstjóra er nauðsynleg. Gunn ar hefur fast taumhald á allri sýningunni, hann veit hvað hann höfundur mun ætlast til. Fram- sögn Ævars er sterk og föst og hreyfingar hans í fullu samræmi við hið krókalausa sálarlíf Ög- mundar. Leikur hans einkennist því víða af glæsimennsku og ör- yggi en á stöku stað virtist þó rétt aðeins votta fyrir áreynslu. 4 f öðrum hlutverkum má ^ nefna Kall sem Rúrik Har- aldsson lék af alvarlegri still- ingu sem hlýtur að einkenna þann mann sem fyrirgefið hefur allar misgjörðir náungans. Var skemmtilegt að sjá mismuninn á vinnubrögðum Halls í fangels isatriðinu og atriðunum í kletta borginni. Valur Gislason brá upp mjög skemmtilegri mynd af Guttormi tengdaföður ögmund- ar. Guttormur er raunar lang lífvænlegasta persóna leiksins og yfir honum mestur sennileika blær. Hann er að vísu peninga- sál en i honum er þó ærleg taug, auk þess sem hann hefur þó nokkra kímnigáfu. Valur hafði öll þessi blæbrigði persónunnar á valdi sínu og fylgdi hverju atriði fast eftir. Sigríður Hagalín lék Hjördísi konu Halls mjög þokkalega en persónan er næsta þokukennd frá höfundarins hendi og hlutverk hennar i leik- ritinu er ekki nógu fast afmark- að og skýrt. Stefán Thors fer einnig mjög sæmilega með hlut- verk Vals litla. Bríet Héðinsdótt ir leikur Elínu móður ögmundar eins og hægt er að skila því hlut verki, framsögn hennar er mjög skýr og hrein en gervi hennar er hvergi nærri nógu sannfærandi. Frh. á ols. 13 Eftir Sigurð Róbertsson Leikstjóri Gunnar Eyjólfsson /^unnar Eyjólfsson leikstjóri hefur náð miklum og góð- um tökum á verkefni sínu. Að vísu megnar hann ekki fyllilega að lyfta verkinu að fullu úr þeim doða sem loðir við leikritið frá höfundarins hendi en honum tekst að nýta flesta ef ekki alla möguleika sem verkið veitir. Því er sniðinn nokkuð þröngur stakk ur en skortir jafnframt þá hnit- miðun sem umgerð leiksiris krefst. Þar að auki vantar i verk ið stígandi til þess að lyfta því til flugs á móts við áhorfendur sína. Af þessu má augljóst vera að Dimmuborgir er ærið vanda- samt verk f uppsetningu og ger- ir miklar kröfur til leikstjórans. Ef til vill sést árangur Gunnars Eyjólfssonar bezt með saman- burði á leikritinu í hinni fjölrit- uðu útgáfu Þjóðleikhússins og þeirri mynd þess sem birtist á- horfendum á sviðinu. Gunnari hefur fyrst og fremst tekizt að gera verkið Ieikrænt. Hann hef- vill og vilji hans birtist ótvírætt í túlkun flestra hlutverkanna. llXlutveri: ögmundar Úlfdals (á að skilja eftirnafnið sem táknrænt úr því að þvf var breytt úr Arnar?) var vel borgið í höndum Ævars R. Kvarans. Ævar fellur vel i hlutverkið. hann hefur dæmigert útlit kaup- sýslumanns. Ögmundur er frem- ur auðskilin persóna, einföld í sniðum og söm við sig leikinn á enda. I ögmundi eru tæpast nokkur umbrot nema ef til vill tímabundinn ótti hans við „hið óskiljanlega" þegar hann þorir ekki að vera einn. Túlkun slíkr ar persónu liggur beint við og Ævar leggur að sjálfsögðu höf- uðáherzlu á tillitsleysi Ögmund- ar og sjálfsþjónkun svo sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.