Vísir - 17.04.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 17.04.1963, Blaðsíða 1
r VISIR 53. árg. — Miðvikudagur 17. apríl 1963. — 85. tbl. Fyrsta lambið Fyrsta lambið sem við vitum að hafi fæðzt sunnanlands á þessu ári kom í heiminn á föstudaginn langa í fjár- húsum Þorgeirs bónda Jónssonar í Gufunesi. — Þetta er svört gimbur, dóttir Lögðu, ættaðri frá Miðdal. * Lambið var í hlöðunni þegar ljósmyndari Vísis kom til að smella mynd af því. Dótturson- ur Þorgeírs, Örlygur Halfdán Ör lygsson, tók lambið með sér út fyrir og hélt á því meðan mynd in var tekin. -K — Kemur þetta í blaðinu f dag, spurði Örlygur, um leið og myndin var tekin. Hann hef- ur gaman af skepnum, og þá ekki sízt nýfæddu lambinu. — Hann Örlygur er mjög dug legur að hjálpa mér við hirð- ingu á skepnunum, sagði Þor- geir afi hans. — Ég varð að hafa fé mitt í húsi á föstudaginn langa og síðan, vegna kuldanna. En ég er ekkert smeykur við heyleysi. Ég á nóg hey í hlöðum til að hafa kindurnar á gjöf þangað til á hvítasunnu, og jafnvel Iengur. En ég vona að til þess þurfi ekki að koma. -K Oxnadalsheiði þungfær Færð lagaðist f gær á öllum vegum í námunda við Reykjavík, og snjór hvergi til neins trafala. Hins vegar er talið að vegir séu enn lokaðir austur í Skaftafells- sýslu, en aftur á móti fært héðan austur undir Eyjafjöll. Öxnadalsheiði var orðin þung- fær f morgun, enda hafði snjóað þar f gær og nótt. Samt var talið að hún myndi vera fær stórum bílum og f morgun kl. 9.30 lagði bílalest af stað suður frá Akureyri. Önnur bílalest var væntanleg að sunnan yfir heiðina fyrir kvöldið. TÆKNILE6 BIIUNIHRIM- FAXA TAUN VAFALAUS Það er vart talinn nokk ur vafi á því, að um tæknilega bilun hafi ver ið að ræða í flugvélinni Hrímfaxa, er hún fórst á Nesöya við Osló. Bygg- ist þetta einfaldlega á því, að útilokað sé að flugvélin hafi fallið bratt Stórt iðnhverfí í Sogamýri Iðngarðar h.f. fá 10 millj. af enska láninu Skipulagt hefur verið 12 hekt- ara eða 120 þúsund fermetra stórt iðnaðarsvæði í Sogamýri milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar, innan við Grens- ásveg, og eru undirbúningsfram kvæmdir þegar hafnar á þessu svæði, sem er óbyggt að kalla. Einu hiutafélagi, Iðngörðum h.f., hefur verið úthlutað rúm- lega þriðjungi þessa lands und- ir verksmiðjubyggingar, og munu byggingaframkvæmdir hefjast l sumar. Hlutaféiagið Iðngarður var stofnað á s.I. ári, að því standa 17 aðilar, hvers kyns iðnfyrirtæki, frá brauð- gerðarhúsum upp í bílaverk- stæði, og fær þetta stóra hiuta- félag 10 milljónir króna af enska framkvæmdaláninu sem stofn- lán til uppbyggingar iðnaðar- hverfis fyrir starfsemi sína. Vísir átti í morgun tal við Þóri Jónsson, ritara stjórnar Iðngarða h.f. Hann sagði að ver- ið væri að gera frumdrög að teikningum, svæðið ætti að vera tilbúið til afhendingar í júnílok í sumar og þá yrði þeg- ar hafizt handa um byggingar. Iðngarðar h.f. gera ráð fyrir að reisa á sínu landsvæði 10 tvö þúsund fermetra stór hús, þau verða öll einnar hæðar og byggð eftir sömu teikningu. Þeir 17 iðnrekendur, sem mynduðu Iðn- garða h.f., byggja húsin í sam- einingp. Að forminu til verða þau eijjn hlutafélagsins, en hver aðili um sig leggur fram fé til byggingarinnar í hlutfalli við stærð þess húsnæðis, sem hann óskar eftir að fá fyrir sinn iðn- rekstur og er það ekki ósvipað fyrirkomulag þegar eigendur minni og stærri íbúða reisa sambýlishús í sameiningu. Með- al iðnfyrirtækja, sem verða til húsa í byggingum Iðngarðs h.f. eru Vinnufatagerðin, Sútunar- verksmiðjan, Föt hf. og skyrtu- gerðin, sem eru systurfyrirtæki en hafa fram að þessu orðið að hafa starfsemi sína á ýmsum stöðum I bænum. niður ef allt hefði verið í lagi. Þá hefði flugmaður og jafnan getað stýrt henni á rétta braut, ef tækin hefðu verið í lagi. Fréttamaður Vísis átti í morg un tal af Halle ofursta, formanni norsku rannsóknarnefndarinnar og skýrði hann frá því, að það væru einkum tvær kenningar á lofti um orsakir slyssins. Sú fyrri er, að skammhlaup hafi orðið í stjórnkerfi hreyfl- anna, þannig að þeir hafi „bremsað" vélina, eins og oft er gert, þegar'vélin er komin niður á flugbraut. Hafi það gerzt með- an flugvélin var á flugi, myndi það hafa í för með sér að hún hrapaði niður. Hin kenningin er sú, að ann- ar mótorinn sem knýr hliðarstýr in á aðalvængjunum ,,flaps“ hafi bilað, • Eru það tveir raf- magnsmótorar sem gera þetta, sinn í hvorum væng. Hafi annar þeirra verkað, en hinn ekki, þýðir það að aðeins Framh. á bls. 5. • • t'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.