Vísir - 17.04.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 17.04.1963, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Miðvikudagur 17. aprfl 1963 tfWWtfgtcaae—tttmmwpmmms&seirsanMn ■■tfHHgw—■ww—wwtmm Enn um landafræðsluna í greinarkomi í Vísi fyrir nokkru kvaðst ég mundu taka til athugunar, hvemig bóka- þjóðin kemur til móts við kennara og nemendur með Ies- efni um land okkar og atvinnu- vegi, hæfilegt fyrir böm í yngri bekkjum skólanna. Þama hef ég ofmælt, því að ég get ekki Iýst, hvemig það er gert, sem ekki er gert. Þama er vöntunin og fátæktin svo átak- anleg. Starfsfræðsla er nauðsyn og er komin á dagskrá þjóðarinn- ar. En ég er þeirrar skoðunar, að starfsfræðslan eigi að byrja snemma, með aðgengilegu les- efni. Skal það vera mynd- skreytt og vel sniðið fyrir börn. Líflegt skal það vera, en án tæpitungu. Enginn skal örvænta um áhuga barnanna. Hann er nógur fyrir hendi, ef hitt er á rétta bylgjulengd. Námsskráin segir, að I 10 ára bekk „mætti. til dæmis taka yfirlit um helztu ár og vötn, helztu þjóðvegi". Þetta er sannarlega ævintýralegt efni, og gaman að sýna tákn þessara hluta á íslandskorti. En jafnvel þó að við kennarar reynum eftir megni að lífga efnið með frásögnum og börnin hafi á- huga á þvi, þá er hitt sjálf- sögð nauðsyn á þessari bóka- öld að leggja i hendur barn- anna lifandi lýsingar á vatns- föllunum okkar með ágætum viðeigandi myndum, stærri og smærri jökulám, og ströngum eða stuttum og ströngum, við- ureign hraustra manna við þessi tröll á ýmsum tímum,., Við þurfum frásagnir og mynd- ir af bergvötnum okkar, virkj- unum þeirra fyrir velferð og þægindi allra. Fjölda margar fossamyndir ættu heima í slíkri bók. „Fossahljóð var aldrei i landafræði þinni“, sagði Þor- eftir Helga Helgi Tryggvason. steinn Erlingsson, en slík orð á nútímatæknin að gera úrelt. Þar eiga raddir landsins að kveða við og svipur þess að vera ristur lifandi dráttum á hverja blaðsíðu. Næst eru í námsskránni nefndir þjóðvegir, hið ótrúlega ævintýri fámennrar þjóðar, sem á örfáum árum hefur lagt þolanlega vegi um allt sitt víð- áttumikla land og þýtur um það oft á álíka mörgum stund- um ejns- og þprfti.; dag| 4ður fýrir manriinn fótgan'gandiv Við eigum að fræða börnin á ungum aldri um hin ævin- týralegu framfaraátök þjóðar- innar. Börnin skilja vel, ef sæmilega rétt er á strengi slegið. Umfram allt má ekki horfa ofan úr hæðum véltækj- anna með lítilsvirðingu niður á skóflublaðið og bogið bak frumherjanna við vegagerð eða nein önnur störf fyrirrennara okkar, unnin með ólseigu vöðvaaflinu, óbilandi vilja og súrum sveita. Þeir börðust hetjulegri framfarabaráttu með þeim tækjum, sem völ var á, þó að uppfinningar nútímans hafi með eðlilegum hætti lagt þau til hliðar. Þá talar námskráin um „að- alatvinnuvegi" meðal þess, sem mætti taka yfirlit yfir í tlu ára bekk. Virðist fyrst og fremst átt við landbúnað og sjávarút- veg, þar eð greinin endar þann- ig: „og minnast lítið eitt á Is- lenzkan iðnað“. Orðalagið skip ar iðnaðinum eins og skör neð- ar. Ég vil þá leggja á það á- herzlu, að við megum umfram allt ekki vera gamaldags í skoðunum á atvinnuvegunum og gildi þeirra fyrir þjóðfélag- ið. Með aukinni verkaskiptingu og fjölbreyttari vinnubrögðum þjóðarinriar eykst nauðsyn þess að kynna stöðu þeirra innbyrðis, fræða um það, hvemig einn styður annan og er einnig öðrum háður. Landa- fræðibækur okkar eru óná- kvæmar um hugtakið aðalat- vinnuvegur og félagsfræði- lega hliðin virðist vera utan við þeirra svið, þó að sú hlið málsins sé mjög mikils verð frá uppeldislegu sjónarmiði. Við þurfum að fræða börnin snemma um hina ýmsu at- vinnuvegi og lýsa þeim vel og notalega, eins og söguþjóð' Sæmir, en ekki 1 nein’um rifzk- um og naumum orðaharðinda- stíl, sem alls ekki fullnægir frásagnarþörfinni. Ávallt skal hafa í huga, að við eigum bæði í töluðu máli og rituðu, að ræða af áhuga við væntanlega starfsmenn þjóðfélagsins, sem þegar í stað vaxa að manngildi við það að hugsa sér að verða . þátttakendur í þessu eða hinu myndarlegu og gagnlegu starfi, — starfi sem krefst nákvæmni og kunnáttu, dirfsku og gætni og samvizkusemi, en gefur nóg í aðra hönd, ef vel er að unnið. Svo altækur og sjálfsagður er okkar ríkisrekstur orðinn, að oft verður mönnum fyrst fyrir að spyrna gegn ummælum um -> þörf meiri fræðslubóka fyrir börn með því að segja Rlkis- útgáfu námsbóka hafa í nógu mörg hom að líta, þó að ekki sé knúið á hana um enn fleiri bækur. En hvers vegna skyldi rfkið endilega þurfa að þykjast gefa okkur allar þessar skóla- bækur yfirleitt? Ég er einn af þeim, sem telja það alls ekki réttlætanlegt nú á dögum. Benda má á það, að þegar lestrarnámsbókum ríkisútgáf- unnar sleppir, sem margar em mjög góðar og áhugavekjandi, er fjöldi bóka á frjálsum markaði, sem gefa tækifæri til að auka lestrarleiknina. Marg- ar eru þær skreyttar litmynd- um og aðgengilegar f hvívetna. Þessar bækur eru keyptar og koma að góðu gagni. Böm lesa að vísu oft það sama, en til- breytni nokkur er þó nauð- synleg til framfara og áhuga. — Ætli nokkur hafi krafizt þess, að ríkið tæki prentun slíkra bóka í sínar hendur og útbýtti „ókeypis". Nei, bæk- urnar eru keyptar og bóka- gerðin þrífst. Þannig er ég viss um, að keyptar yrðu sprikl- lifandi bækur um landið og at- vinnuvegina okkar með falleg- um og fræðandi myndum. Ég sé ekki annað en slfkar bækur ættu að ganga vel út, hér á landi eins og annars staðar. Það er alls ekki víst, að þeir fróðustu í þessum efnum skrifi bezt fyrir böm, og yrði að vera samvinna milli þeirra og hinna, sem bezt kunna að stíl- færa við barna hæfi. Tryggvason kennara fSígarettm völdaiséHega hryllilegum dauðadaga' Yfir 26.000 manns létu Iífið á Bretlandi af völdum Iungnakrabba árið sem Ieið eða nákvæmlega tal- ið 26.383 og er aukningin 1095 dauðsföli miðað við 1961. Þetta kom fram í skýrslu brezka heilbrigðismálaráðuneytisins, sem birt var f fyrri viku. Samtímis var kynnt ný kvikmynd um hvaða hættur eru samfara tóbaksreyk- ingum. Hana á að sýna um allt Bretlarid. Heilbrigðismálaráðherr- ann, Enoch Powell, sagði er hann kynnti myndina, að dauðsföll af völdum lungnakrabba f landinu væru stöðugt vaxandi og næði það jafnt til karla og kvenna. Langt- um fleiri bíða nú bana af völdum lungnakrabba en nokkurri annarri krabbameinstegund, og er þriðja f röðinni af þeim sjúkdómum, er flestum verða að bana. Hinir eru hjartasjúkdómar og lungnakvillar (kveflungnabólga, bronkitis o. s. frv.). Dauðsfallafjölgun af völdum Iungnakrabba er örari á Bretlandi meðal karla en kvenna, þeim fjölg aði úr 871 á milljón 1962 í 895, hjá konum úr 141 í 146. Ráðherrann sagði um kvikmynd- ina, sem tekur 11 mínútur að sýna, að hún yrði sýnd heilbrigðisyfir- völdunum í bæjum og sveitum og sýnd um land allt — og það væri aðeins upphaf baráttu gegn tóbaks- reykingum að sýna þessa mynd, og með henni væri einkum talað til barna og unglinga á aldrinum 11 —16 ára. Baráttunni verður hald- ið áfram, sagði ráðherrann, þang- að til augu almennings opnast fyr- ir hættunni eða þar til menn láta sér skiljast, að „reykingaávaninn er hættulegur og ákaflega heimsku legur“ Sérfræðingar í heilbrigðisráðu- neytinu brezka hafa skýrt Powell frá því, að tengslin milli reykinga og krabbameins séu nú orðin svo augljós og rækilega sönnuð, að hið opinbera geti ekki setið hjá að- gerðarlaust. Læknarnir hafa varað æ alvar- Iegar við hættunni. Skoðun þeirra er, að aukning dauðsfalla af völd- um lungnakrabba sé sigarettunni að kenna. „Sigarettunni er um að kenna,“ segir Powell, „að í dag verður að horfast f augu við sérlega hrylli- legan dauðdaga." Sfal ófengi Innbrot var framið s. 1. föstudag eða aðfaranótt laugardagsins í Rúllu- og hleragerðina á Klappar- stíg 8. Þarna var stolið þrem flöskum af áfengi og sennilega tveim eyðu- blöðum úr ávísanahefti. Þau voru stimpluð frá fyrirtækinu en óút- fyllt. Húseigendur á hitaveitusvæði. Er hitareikningurinn óeðlilega hár? Hitna sumir miðstöðvar- ofnar illa? Ef svo er, þá get ég lagfært það. Þið, sem ætlið að láta mig hreinsa og lagfæra miðstöðvar- kerfið I vor og sumar, hafið samband við mig sem fyrst. Ábyrgist góðan árangur. — Ef verkið ber ekki árangur. þurf- ið þér ekkert að greiða fyrir vinnuna. Baldur Kristiansen pípulagningameistari Njálsgötu 29 — Slmi 19131 FÉLAGSLÍF Víkingur, handknattleiksdeild. — Áríðandi fundur í félagsheimilinu fimmtudaginn 18. þ.m. kl. 8. Stjórnin. Handknattleiksmót skóanna hefst væntanlega í næstu viku. Þátt- tökutilkynningar óskast sendar til Benedikts Jakobssonar I’þróttahúsi háskólans fyrir hádegi laugardag- inn 20. apríl. Þátttökugjald kr. 75.00 pr. lið greiðist við skrán- ingu. — Stjórn Í.F.R.N. Anna Borg — Framhald af bls. 8. — Hvað eigið þér við með þvi? — Að málamiðlun I leikstjórn er ekki lausnin. — Hvenær er leitað eftir málamiðlun? — Þegar leikarinn lætur ekki sannfærast af leikstjóranum ... en þegar svo er komið ætti I rauninni að hætta. — Er þetta skoðun manns yðar, þegar hann hefur skrifað greinar um leikstjórn? — Grundvallarsjónarmiðið er hið sama, að gott samstarf milli leikstjóra og leikara sé nauð- synlegt. — En... — Menn ætlast varla til að ég verði að vera sammála hon- um. Þó maður sé giftur miklum, já mjög miklum persónuleika, þarf maður ekki að vera berg- mál af honum. — En fyrir utan grundvallar- . sjónarmiðið ... — Já, maðurinn minn telur, án þess að hægt sé fyrir það að kalla hann leikstjórahatara, að sá sem er annaðhvort leik- stjóri eða leikari, eigi að leggja hitt starfið á hilluna, hann eigi að kveðja það. — Þýðir þetta þá, að þér kveðjið leikarastarfið? — Ég vona ekki... ekki vegna þess að ég vildi ekki gjarnan vera sammála manni mínum, heldur vegna þess að mér finnst ég vera fyrst og fremst leikkona. ★ Svörin segja allt um lifandi, sjálfstæðar gáfur og dirfsku til að halda fram skoðunum. Síðar stjórnaði Anna Borg hinu mjög umdeilda leikriti H. C. Brannes „Thermopylæ" á Konunglega Ieikhúsinu og hún vann stórkost Iegt afrek, er hún stjómaði ó- perusýningum, við að innleiða meiri leiklist 1 þær. Hún fékk verðlaun leiklistargagnrýnenda „Leikhúsköttinn“ fyrir leik- stjórn sfna á „Grímudansleikn- um“ og „Trúbadomum". Síðasta óperan sem hún setti á svið var Rigoletto. Það hafði lfka mikla þýðingu fyrir danska óperu, að Anna Borg varð á veikindaárum sín- um kennari í leiklist við óperu- skólann og þar kenndi hún síð- ustu tíu ár. Sem sjónvarpsleik- stjóri kom hún fyrst fram með „Bumbury“ eftir Wilde. Anna Borg var sömu skoð- unar og maður hennar á því, að leikarar ættu að sjást á svið- inu, en einkalíf þerira kæmi eng um við. Þó svaraði hún einu sinni spurningu fyrir blaðið Tidens Kvinder, þar sem hún skýrði frá því að hún elskaði eftirtal- ið f veröldinni: villtar rósir, alla regnbogans liti, eplatré í blómskrúði, fslenzka hesta, rjúpur í matinn, gott Búrgúnd- arvín, stúlkunafnið Esja, drengjanöfnin Stefán og Þor- steinn, að aka bifreið, hannyrð- ir, vorið í Danmörku alla daga vikunnar, sumarmorgna og vetr arkvöld, H. C. Andersen, Shake- speare og Oehlenshcláger, „Draumleik" eftir Strindberg, Sixtínsku Madonnuna og Tsjaj- kovsky. Hún sagði að uppáhaldsklæðn aðurinn væri leikbúningur og að hún mæti mest þann eigin- leika „að vera alltaf maður sjálfur” en hataði mest „upp- gerðina“. Af þessari upptalningu má sjá, að Anna Borg var sjaldgæf, hreinskilin persóna og gáfuð og lífsglöð kona. Knud Schönberg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.