Vísir - 17.04.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 17.04.1963, Blaðsíða 7
V í S IR . Miðvikudagur 17. apríl 1963. 7 Framkvæmda rM ® stjórnarinnar lögð fram ÞJÓÐHAGS- og FRAMRVÆMD TLUN ‘ ' r WA.'rl . 1 rir árin ■ í framkvæmdaáætlun ríkisstjóirnarinnar er mörkuð stefnan í fram- kvæmda- og efnahags- aðgerðum hins opinbera til ársins 1966, þótt ekki séu þær áætlanir sund- urliðaðar. Er gerð grein fyrir því í skýrslunni. Hins vegar hefur slík sundurliðun verið gerð fyrir árið 1963, bæði fjárfesting og fjáröflun áætluð allítarlega. Kemur þar fram að fjárfest- ing á árinu 1963 verði 3,220 millj. kr. Er hér um mikla hækkun að ræða frá árinu 1962, en það ár er talið, að fjárfest- ing hafi numið 2711 millj. kr., og er hér því um 500 millj. kr. hækkun eða 19% að ræða. Hækkun verður í öllum aðal- greinum fjárfestingar: munu væntanlega nema 8 millj. krópa. Fjárfesting í skólurn og íþróttamannvirkjum er áætluð 145 miilj. kr. á árinu 1963, en var um 100 millj. kr. á árinu 1962. Er hér einkum um að ræða barnaskóla, gagnfræða- skóla, húsmæðraskóla, iðn- skóla (110 millj.), Menntaskól- ann í Reykjavík og kennara- skólann (26 millj. kr.), íþrótta- mannvirki (8 millj.). Gert er ráð fyrir að stofn- lánadeild landbúnaðarins og veðdeild Búnaðarbankans þurfi á lítils háttar meira fé að hálda en árið áður, eða 80—85 millj. (var 1962 70 millj.). Iðnlánasjóð- ur mun væntanlega fá til lán- veitinga á árinu um 47 millj. kr. og er það miklu hærri upp- hæð en sjóðurinn hefur haft yfir að ráða áður. FJÁRÖFLUN Til að framkvæma þá fjár- festingu, sem áætluð er 1983, þarf hið opinbera að afla 395 millj. umfram það fé er veitt er á fjárlögum, bæði til sinna eigin framkvæmda og til þess að auka ráðstöfunarfé fjárfest- ingarsjóða, sem Iána einkaaðil- um. í viðbót kemur svo 77 millj. kr. vegna framkvæmda á undanförnum árum, sem ekki hafði verið aflað fjár til nema til bráðabirgða. Til að fullnægja þessari fjár- þörf hefur verið aflað tveggja erlendra lána, enska lánsins (230 millj. kr.) og PL lánsinr, (55 millj.). Þá vantar 187 millj. kr. en þeirra verður aflað með því að beina innlendum sparn- aði til þeirra harfa, sem hér um ræðir. I þessu skyni hefur rik- isstjórnin samið við viðskipta-( bankana, stærstu sparisjóði landsins og við Atvinnuleysis- tryggingarsjóð um þátttöku þeirra í þessari fjáröflun. Hagkvæmni þessara áætlana er augljós. Jafnframt því sem heildaryfirlit er gert yfir þarfir þjóðarinnar, miðað við þróun fyrri ára, og síðan sundurliðað- ar þær framkvæmdir sem í ljós koma að eru mest ‘aðkallandi, er gerð áætlun yfir þá fjáröfl- un, sem til þarf í þessum efn- um. Hér er ekki um annað að ræöa en sjálfsagða og hyggilega skipulagningu, sem hverju fyr- irtæki er nauðsynleg, hvað þá \ þjóðarbúinu. Stefnir framlcvæmdaáætlun þessi mjög í rétta átt. Áætlaðar framkvæmáir 1963 Fjárfesting í atvinnuvegunum er áætluð að aukist (úr 1300 millj. 1962 í 1565 millj. 1963). Aukningin er fyrst og fremst I fiskveiðum og auknum kaupum á fiskibátum. Fiskveiðisjóður mun hafa nóg fé á árinu og reyndar á næstu árum, og allvel er ,séð fyrir þörfum útgerðarinnar vegna ný- byggingar skipa innanlands, skipaviðgerða og endurbygg- inga. Hefur sjóðurinn einkum tekjur af útflutningsgjaldi, sem áætlaðar eru 55—60 miilj. á árinu. Fjárfesting til íbúðarhúsa hef- ur verið áætluð 675 millj. kr. á árinu 1963, en það svarar til byggingar 1270 íbúða. Gert er ráð fyrir að fjárfesting í íbúðar- húsum vaxi síðan á árunum 1964—66 upp í 800 millj. ,en það svarar til byggingar 1500 ibúða á ári. Fjárfesting í raforkumálum er áætluð 185 millj. kr. á árinu, en stærsti hluti þeirrar upp- hæðar fer til áframhalds tíu ára áætlunarinnar um rafvæö- ingu dreifbýlisins. Loks verður einnig stækkun írafossstöðvar. Miklar virkjunarrannsóknir og undirbúningsframkvæmdir standa nú yfir og hafa staðið yfir vegna þeirra fyrirætlana, sem eru á prjónunum uni nýjar og stórar virkjanir. Miklu fé verður varið til þeirra fram- kvæmda nú eða um 40 millj. kr. Á þessu ári er ráðgert að hefja byrjunarframkvæmdir við stóra virkjun á Suðvesturiandi. Heildarfjárfesting vegafram- kvæmda er áætluð um 140 millj. kr. 1963. Þær vegafram- kvæmdir sem fyrirhugaðar eru á þessu ári umfram þær, sem beinlínis eru ákveðnar á fjár- lögum, eru fyrst og fremst bygg ing Reykjanesbrautar, Ennis- vegar á Snæfellsnesi og Stráka vegar við Siglufjörð. Hafnarframkvæmdir utan Reykjavíkur eru áætlaðar að nemi 102 millj. kr. Er þar um mikla aukningu að ræða. Fram- kvæmdir við Reykjavíkurhöfn í stefnuskrá sinni, sem birt var 1959, lýsti nú- verandi ríkisstjórn því yfir, að hún myndi taka upp samningu þjóðhags- áætlana, er vera skyldu leiðarvísir stjórnarvalda og banka um markvissa stefnu í efnahagsmálum þjóðarinnar. 1 vikunni fyrir páska lagði rikisstjórnin síðan fram þjóð- hags- og framkvæmdaráætlun til Alþingis fyrir árin 1963—66. í þeirri áætlun kemur fram m. . hver þróun þjóðarbúskaparins geti orðið á næstu fjórum árum, hve mikið þjóðarframleiðslan geti vaxið á tímabilinu og hversu mikil fjárfesting geti orð ið og hvar. Skýrslan skiptist að mestu í þrjá meginkafla: gerð er grein fyrir þjóðhags- og fram kvæmdaráætlunum, rakin er þróun þjóðarbúskapsins frá stríðslokum og lýst er horfum og stefnum í þjóðarbúskapnum allt til ársins 1966. 1 síðastnefnda kaflanum kem ur m. a. fram: Meginaukning fjárfestingar næstu ára mun verða í mann- virkjum og byggingum hins op- inbera og þá einkum á sviði rafvæðingar samgangna og skóla. Gert er ráð fyrir að fjárfest- ing í íbúðarhúsum verði svipuð á árunum 1963—’66 eins og hún var á árunum 1957—’61 og þó lítið eitt rneir, Svarar það til að byggðar verði 1300 íbúðir árið 1963 og um 1500 íbúðir að með- altali á árunum 1964—66. Áætlað er að talsverð fjár- festing eigi sér stað í vissum greinum atvinnuveganna, eink- um vinnslu sjávarafurða, öðrum iðnaði og ýmsum vélum og tækj um. Gert er ráð fyrir að tekin séu erlend lán, allt að 600 millj. kr. á ári hverju. Grundvöllur þess, að hægt sé að afla svo mikilla lána, er það lántraust, sem til- tölulega sterk aðstaða þjóðarinn ar út á við og heilbrigð stefna í efnahagsmálum hafa nú skap- að. Lán þessi verði til svo langs tíma, að greíðslur vaxta og af- borgana af erlendum lánum eiga að fara lækkandi á næstu árum. Rikisstjórnin telur að þessi þróun sé æskileg og stefna beri að henni. Til þess að hún geti orðið i aðalatriðum, þarf nokkrum meg inskilyrðum að vera fullnægt: a) jafnvægi í efnahagsmálum, b) unnt verði að afla hagstæðra lána erlendis, c) gott árferði verði innanlands og markaðsað- stæður haldist óbreyttar erlend- is. Eins og sjá má af ofantöldu og eins ef skýrslan er skoðuð nánar, þá er hér eingöngu um að ræða áætlun um framkvæmdir hins opinbera, og reynt að ná heildaryfirliti yfir þróun þjóðar- búskapsins á síðustu árum, og á þann hátt gerð tilraun til að móta og marka þá þróun á næstu árum. Áætlun þessi mun ekki hafa áhrif á einstakar at- vinnugreinar, öðru vísi en efna hagsaðgerðir ríkisstjórnar gera hverju sinni. Hér er um frumtilraun að ræða, og um margt er áætlun- in ófullkomin. Ríkisstjórnin tel- ur eigi að síður, að þessi áætlun geti orðið þýðingarmikil fyrir stjórn efnahagsmála á næstu ár- um, auk þess sem hún er visir áð fullkomnari áætlunum er gerðar yrðu síðar meit. Áætluninni fylgir 5 fylgirit auk fjölda taflna þar sem þró- unin á hverju eintöku sviði er sýnd. 17% fjárfestingaraukn ing í byggingariðnaði Síðasta ár einkenndi mikil framleiðsluaukning. Þjóðar- framleiðslan í heild óx um 5%, sem er mikill vöxtur, en árið áður óx hún aðeins um 3%. Aflaaukning á síldveiðunum 1962 var 47%, en hins vegar minnkaði þorskaflinn urn 10%. Stafaði sú lækkun nær ein- göngu af mjög litlum afla tog- araflotans, vegna lélegrar veiði og vinnustöðvunar. Nam tog- araaflinn að þunga til aðeins 5% af heildaraflamagninu, en fyrir aðein's 4 árum nam tog- araaflinn 40% af heildarmagn- inu. Hefur hér iskyggileg þróun átt sér stað. í landbúnaðinum var einnig talsverð framleiðsluaukning á árinu. — Mjólkurframleiðslan jókst um 8% og kjötframleiðsl- an einnig nokkuð. Veruleg framleiðsluaukning var i byggingariðnaðinum, en í honurn jókst fjárfestingin um 17% á árinu. Sést hér að allar staðhæfingar um að bygging- ariðnaðurinn hafi dregizt sam- an eru rangar. Verð á afurðum okkar á er- ienduirt mörkuðum hækkaði nema á einni afurð, lýsi, en það lækkaði verulega í verði. Mjög mikil aukning varð í ut- anríkisverzlun þjóðarinnar á árinu og jókst heildarverðmæti útflutningsins um 17% eða 538 millj. krónur. Þá batnaði og gjaldeyrisstaðan stórlega eins og rakið er annars staðar í blaðinu og greiðslujöfnuður- inn við útlönd varð hagstæð- ur annað árið i röð. Greiðslu- jöfnuðurinn sýnir raunverulega afkomu þjóðarbúsins öt á við, miklu fremur en vöruskipta- jöfnuðurinn. Hagstæður varð greiðslujöfnuðurinn á árinu um 250—300 millj. krónur, og er það enn eitt merkið, hve mjög hefur vel tekizt að rétta fjár- hag Iandsins við og koma efna- hagslífinu á heilbrigðan grund- völl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.