Vísir - 17.04.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 17.04.1963, Blaðsíða 9
V í%! IR . Miðvikudagur 17. apríl 1963. 9 FRAMKVÆMDA- ÁÆTLUN 1963-66 Skýrsla ríkisstjórnar- innar um framkvæmda- og þjóðhagsáætlun var tekin til umræðu í Sam- einuðu Alþingi í gær. Forsætisráðherra Ólafur Thors, fylgdi skýrslunni úr hlaði með ræðu, þar sem hann gerði grein fyr ir tildrögum áætlunar- innar, uppbyggingu hennar, tilgangi og efni. Eru hér birtir kaflar úr ræðu forsætisráðherra: í yfirlýsingu þeirri um stefnu ríkisstjórnarinnar, sem ég flutti Aiþingi hinn 20. nóvember 1959, var skýrt frá því, að ríkis stjórnin mundi taka upp sarmv ingu þjóðhagsáætlana, er verða skyldu leiðarvísir stjórnarvalda - og banka um markvissa stefnu * _ í efnahagsmálum þjóðarinnar, - beita sér fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnuveganna um land allt og undirbúa nýjar framkvæmdir til hagnýtingar á náttúruauðlindum landsins. Vegna ýmissa örðugleika hér heima fyrir taldi ríkisstjórnin að ekki væri unnt að framkvæma verk þetta, nema til kæmi tækni aðstoð erlendis frá. Leitaðist rikisstjórnin fyrir um það hjá norsku ríkisstjórn-' inni, hvort tök mundu á því að fá norska sérfræðinga til þess-' ara starfa, en gera mátti ráð fyrir, að reynsla Norðmanna í þessum efnum myndi geta kom- ið að meira gagni hér á Iandi en reynsla annarra þjóða. um að setja á fót slíka stofnun, Efnahagsstofnunina. Tók hún til starfa í ágústmánuði síðastliðn- um og hefur síðan unnið að því undir forustu ríkisstjórnar- innar að fullgera þjóðhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árin 1963—1966. Er grein gerð fyrir þessari áætlun f þeirri skýrslu ríkisstjórnarinnar, sem lögð var fyrir Alþingi hinn 10. apríl s.l. Gerð þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlana hefur rutt sér til rúms víða um heim á undan- förnum árum. Lítið er á slíkar áætlanir sem þýðingarmikið tæki við stjórn efnahagsmála, er sé gagnlegt bæði til þess að stuðla að örum vexti þjóðar- framleiðslu og eðlilegu jafnvægi í efnahagslífinu. í Vestur- Efnahags- og framfarastofnun in og norska ríkisstjórnin tóku þessari málaleitan af miklum velvilja, og varð það úr, að þrír norskir hagfræðingar, sem þá höfðu nýlokið störfum við undir búning að norskri framkvæmda- áætlun, komu hingað til lands á miðju ári 1961 og dvöldu hér um hálfs árs skeið. Höfðu þeir aðsetur í Fram- kvæmdabanka íslands, en með þeim starfaði nefnd íslenzkra embættismanna. Því miður gat dvöl þeirra ekki orðið lengri en þetta sökum anna heima í Noregi. Norsku hagfræðingarn- ir unnu hér ágætt starf, ekki sizt þegar tillit er tekið til þess, að hér var um brautryðjenda- starf að ræða. Vegna þeirra erfiðleika sem ég áðan nefndi, reyndist tíminn hins vegar of skammur til þess að unnt væri að ljúka áætlunargerðinni áður «n þeir færu. íslenzkir sérfræð- ingar urðu að halda starfinu áfram. Til þess að þetta væri unnt, þurfti að setja á fót stofn- un, er helgað gæti sig þessu starfi og stæði í nánum tengsl- um við ríkisstjórnina og þær opinberu stofnanir, sem eiga mestan hlut að stjórn efnahags- mála. Varð það úr að ríkisstjórn in, Framkvæmdabankinn og Seðlabankinn komu sér saman Ólafur Thors, forsætisráðherra Evrópu hafa Frakkland, Hol- land og Noregur stuðzt við á- ætlanagerðir í stjórn efnahags- mája síðan skömmu eftir að styrjöldinni lauk, og nú nýlega hefur áætlunargerð verið hafin í Bretlandi; Áætlanagerð hér á landi hlýt- ur að mótast af sérkennum íslenzks atvinnulífs og því stigi, sem þekking okkar á efnahags- málum hefur náð. Sú þjóðhags- og framkvæmdaáætlun, sem nú hefur verið gerð, er um margt ófullkomin, en er jafnframt vís- ir að nákvæmari og víðtækari á ætlunum, sem væntanlega verða gerðar síðar meir. Áætlunin er í fyrsta lagi al- menn þjóðhagsáætlun, sem ger- ir grein fyrir því, hve þróun þjóðarbúskaparins geti verið á árunum 1963—66,hve mikið þjóðarframleiðslan geti vaxið, hve mikið neyzla geti aukizt, og hve miklu fjárfesting geti num- ið. Jafnframt sýnir áætlunin þau markmið í þróun þessara meginþátta þjóðarbúskaparins, sem æskilegt er að ná og gerir í stórum dráttum grein fyrir þeim leiðum, sem hægt er að fara til þess að ná þeim mark- miðum. Ríkisstjómin telur, að áætlun af þessu tagi sé þýðing- armiklð tæki i stjóm efnahags- mála, vegna þess að hún sýnir á skýran og einfaldan hátt það svigrúm til vaxtar og aukning- ar, sem um getur verið að ræða i hverri grein þjóðarbúskaparins og það samhengi, sem er á mllli þessara greina. 1 öðru lagi er áætlunin framkvæmdaáætlun, sem sýn- ir þau markmið, sem ríkis- stjórnin vill stefna að í fram- kvæmdum hins opinbera og í stuðningi hins opinbera við framkvæmdir einkaaðila á á- ætlunartímabilinu. í þessu efni hefur að svo komnu máli ekki reynzt kleift að leggja fram sundurliðaðar og nákvæmar á- ætlanir fyrir allt áætlunartíma- bilið, né gera grein fyrir þeim sérstöku ráðstöfunum, sem nauðsynlegar kunna að verða til þess að hinum settu mark- miðum sé náð á tfmabilinu í heild. Stafar þetta af því, að áætlunargerð hér á1 landi er enn á frumstigi, og að mikið vantar á, að nægilegar upp- lýsingar og séráætlanir liggi fyrir um einstakar framkvæmd ir og einstakar greinar efna- hagslffsins. Slík sundurliðuð áætlun um framkvæmdir og fjárhagslegar aðgerðir | hefur hins vegar verið gerð fyrir fyrsta ár tfmabilsins, árið 1963, og fylgir hún skýrslunni sem sérstakt fylgiskjal. Ætlunin er, að sams konar áætlanir verði síðar gerðar fyrir árin 1964— 66. Ég kem þá að því að ræða áætlunina- sjálfa og forsendur hennar. Eins og óhjákvæmi- legt er um allar áætlanir varð- andi þróun mála fram f tfm- ann byggist sú þjóðhags og framkvæmdaáætlun, sem rfkis- stjómin hefur lagt fram á ná- inni athugun á reynslu fortfð- arinnar og þeim lærdómum, sem af henni megi draga um framtfðina. Á undanfömum tveimur árum hefur verið lok- ið við að semja þjóðhagsreikn- inga fyrir árin 1961 og 1962. Mynda þessir þjóðhagsreikn- ingar þann tölulega gmndvöll sem áætlun rfkisstjómarinnar er reist á. Sfðan á árinu 1954 hefur þjóðarframleiðslan vaxið að meðaltali um 4.1% á ári, en meðalvöxtur á mann hefur ver- ið um 2%. Hins vegar hefur þjóðarframleiðslan vaxið mjög misjafnlega ört á þessu tfma- bili. Þegar aflabrögð og við- skiptakjör hafa verið hagstæð- ust eins og árin 1955, 1958 og 1962 hefur vöxturinn verið all hraður, en mjög hægur þess á milli, og eitt ár, 1957 minnk- aði þjóðarframleiðslan lítið eitt. Það verður að telja, að vöxtur þjóðarframleiðslu á ís- landi á þessu árabili, þ. e. frá 1954—1962 hafi verið fremur hægur. Hann var t. d. hægari en í flestum iðnaðarlöndum. sérstaklega ef til hinnar öru Vestur-Evrópu, tillit er tekið fólksfjölgunar. Flest bendir til þess og þá ekki sízt samanburðurinn við reynslu annarra þjóða, að orsak anna til híns tiltölulega hæga vaxtar þjóðarframleiðslunnar hér á landi sé að Ieita f þeirri al mennu stefnu, sem fylgt hefur verið í efnahagsmálum. í ná- grannalöndum okkar, þar sem tekizt hefur að viðhalda jafn- vægi í efnahagsmálum samfara fullri atvinnu en um Ieiö hefur verið dregið úr vernd og hvers konar höftum og verðkerfið leið rétt eftir aflögun styrjaldarár- anna, hefur náðzt tiltölulega ör vöxtur þjóðarframleiðslunnar. Hér á landi hefur hins vegar á sama tfmabili rfkt jafnvægis- leysi I efnahagsmálum, jafn- framt þvf sem höftum og toll- vernd og annarri aflögun verð- kerfisins, sem til kom á kreppu- og styrjaldarárunum, hefur ver- ið haidið við lýði að miklu leyti. Þetta ástand hefur ekki verið til þess fallið að hvetja atvinnurekendur eða starfsfólk til að vinna sem skyldi að um- bótum í rekstri, og það hefur beint þróun atvinnulffsins að nokkru inn á aðrar brautir en æskilegt hefði verið og orðið til þess að miður hagkvæmar fram kvæmdir hafa oft á tfðum setið f fyrirrúmi fyrir þeim, sem mikilvægari voru. Lftill vafi er á að það er einmitt þetta, sem þvf veldur hversu hægfara hagvöxturinn hefur verið á Islandi. Skilyrði eru nú á ýmsan hátt betri en áður til þess að unnt sé að ná tiitölulega örum vexti þjóðarframleiðslunnar. Tekizt hefur á undanfömum 3 árum að koma á sæmilegu jafnvægi í efnahagsmálum og styrkja stöðu þjóðarbúsins út á við. Þekking og skilningur á vanda- málum efnahagslffsins hefur aukizt og meiri reynsla fengizt í stjóm efnahagsmála. Svo mikil trygging á nú að hafa fengizt fyrir þvf, að full atvinna og almenn velmegun geti haidizt, að þau verndar- og öryggissjón armið, sem eiga rætur sfnar f reynzlu kreppuáranna og erfið- leikaáranna eftir styrjöldina, þurfi ekki iengur að verða eins þung á metaskálunum og áður. Það á þvf að vera unnt að móta heiisteypta stefnu f efnahags- málum, er miði að örum vexti þjóðarframleiðslunnar, án þess að tefla öryggi og lífskjörum i tvísýnu, eins og menn hafa áður óttazt. Það er þó engu að síður ekki hægt að búast við þvi, að breytt stefna í efnahagsmáium beri full an ávöxt tafarlaust. Sama máli gildir um aukna viðleitni at- vinnurekenda, starfsfólks og samtaka til þess að örva þjóðar framleiðsluna. Þegar við þetta bætist, að horfur f viðskipta- málum erlendis eru að ýmsu Ieyti ískyggilegar fyrir aðalút- flutningsframleiðslu okkar, hef- ur ekki verið talið rétt að gera ráð fyrir þvi, að vöxtur þjóðar- framleiðslunnar verði meiri að meðaltali á áætlunartímabilinu en hann hefur verið á undanförn um árum, þ. e. a. s. 4% á ári. Þessi áætlun um aukningu þjóðarframleiðsliínnar um 4% á árj gefur til kynna, hve mikið búast megi við, að þjóðin hafi tii ráðstöfunar til að mæta dag- legum þörfum sínum, búa í hag- inn fyrir framtíðina og styrkja stöðu þjóðarbúsins út á við. Jafn framt þvf að meta, hve mikið ráðstöfunarfé þjóðarinnar verð- ur, er það megintilgangur þjóð- hags- og framkvæmdaáætlunar- innar, að marka ákveðna stefnu varðandi það, hvernig hagstæð- asý sé að nota þau verðmæti, sem til ráðstöfunar verða til að bæta hag þjóðarinnar í bráð og lengd. * Á undanförnum þremur árum hefur verið lögð á það mikil á- herzla, að styrkja stöðu landsins út á við. Sú aukning þjóðarfram leiðslunnar, sem orðið hefur á þessu tímabili, hefur að veru- legu leyti verið hagnýtt í þessu skyni. Stórkostlegur árangur hefur náðst í þessu efni, og batn aði gjaldeyrisstaða bankanna um tæpar 1300 millj. kr. á ár- unum 1960—1962. Þótt enn sé mikilvægt, að gjaldeyrisforðinn haldi áfram að aukast, telur rfk- isstjórnin ekki nauðsynlegt, að leggja á þetta sömu áherzlu og gert hefur verið á undanförnum árum, vegna þess mikla árang- urs, sem þegar hefur náðst. Verður því á næstu árum meira svigrúm til aukningar neyzlu og fjárfestingar en verið hefur und anfarin ár. í fjárfestingaráætluninni er sérstök áherzla lögð á aukningu fjárfestingar í rafvæðingu, veg- um, höfnum og opinberum bygg ingum, svo sem skólum, og er gert ráð fyrir að fjárfesting í þessum og hliðstæðum greinum aukist um 60%. í atvinnuvegunum er stefnt að því, að fjárfesting aukist um 13% miðað við árin 1957—1961, en jafnframt verði unnið að bættum rekstri og bættum vinnubrögðum. Er þannig stefnt að heldur minni aukningu fjár- festingar í atvinnuvegunum en nemur heiidaraukningu fjárfest- ingarinnar, enda hefur fjárfest- ing á þessu sviði verið mjög Frh. á bls. 13 kaflar úr ræðu Ólafs Thors, forsætisráðherra

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.