Vísir - 27.04.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 27.04.1963, Blaðsíða 7
/ÍSIR . Laugardagur 27. apríl 1963. Rætt við fullfrúa á Lundsfundi Sjúlfstæðisflokksins: Mikil atvinna—miklar íramkvæmdir Einróma ólit athofnamanno hvaðanæva af landinu Fréttaritari Vísis ræddi við nokkra fulltrúa á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins um fram- kvæmdir og atvinnumál í héruð- um þeirra og bar allt að sama brunni. Atvinna var meiri en nægileg og framkvæmdir miklar. Fara ummæli þeirra hér á eftir. Ásmundur Ólsen, kaupmaður, Patreksfirði, sagði að atvinna hefðu verið næg í allan vetur, eins og áður. — Framkvæmdir eru miklar, sagði Ásmundur. Verið er að byggja upp aðalfrystihús staðar- ins, Kaldbak og fiskimjölsverk- smiðjuna Grótta, með því að bæta vélakost þeirra beggja. Þær verða byggðar upp með tilliti til þess að þar fari fram allmikil síldar- vinnsla. Einnig hefur bátaflotinn verið aukinn. Af opinberum framkvæmdum má nefna endurbætur á hafnar- skilyrðum, dýpkun hafnarinnar, fyrir tvær milljónir króna og að steypt var ofan á hafnargarðinn á hundrað metra löngum bakka. Unnið er að skipulagi bæjarins til að skapa skilyrði til aukinna Á Stokkseyri er verið að byggja mikið frystihús, enda hef- ur sjávarfengur aukizt þar á und- anförnum árum. Útræði stunda nú nokkrir bátar allan ársins hring. Bændur byggja gripahús, íbúð- arhús og halda áfram ræktun sinni. Segja má að framkvæmdir í heild fari heldur í vöxt, einkum fyrir tilverknað eða með tilkomu hinnar nýju stofnlánadeildar land búnaðarins, sem mun verða fær um að lána bændum til fram- kvæmdanna. Það var nefnilega oft mikið vandamál að fá þaðan Ián áður fyrr. — Finnst þér vextirnir of háir? — Mér finnst vextirnir eðli- legir. Það verður að borga þeim eitthvað, sem eiga féð, eitthvað fyrir að draga það saman og lána okkur til framkvæmdanna. — Hver eru helztu áhugamál þín á Landsfundinum? — Að Sjálfstæðisflokkurinn móti eftir sem áður sanna og raunhæfa stefnuskrá fyrir fólkið í landinu að fara eftir. Ég legg megináherzlu á það að ég tel að Framsóknarflokkurinn hafi gott af þvi að vera í stjórnarandstöðu eitt kjörtímabilið ennþá. Hann hefur aldrei verið minnugri á málefni bænda en einmitt nú, í stjórnarandstöðu. henni. Foringjar hennar sögðu við austfirzka bændur: Það verður mikið verðfall. Þið skuluð heldur leggja peningana inn í kaupfé- lögin. Þeir byggðu á reynslunni, sem fékkst eftir fyrra stríðið. En allt fór öðruvísi en þeir spáðu. Og bændur á Austurlandi hafa ekki beðið þessa bætur. Þeir eru á eftir öðrum bændum í Iandinu. Þetta er helzta vandamálið. stað kíðustu ár hjá íshúsfélagi ísfirðinga h.f. og hraðfrystihúsinu ' Norðúrtanga h.f. Nýlega var tek- in í notkun ný dráttarbraut, eign M. Bernharðssonar h.f. Hún getur tekið 400 tonna báta að stærð í slipp. Ef ekki væri vinnuafls- skortur, ætti hún að geta tekið öll vestfirzk skip til slipptöku eða viðgerðar. I sumar var hafin bygging húss með 12 íbúðum á vegum Bygg- ingarfélags verkamanna, auk þess sem margir einstaklingar hafa komið sér upp húsum á þessu ári. Og þannig má lengi telja. Loks var rætt við Theódór Blöndal, bankastjóra á Seyðisfirði Hann sagði að byggingarfram- kvæmdir á Seyðisfirði hefðu ver- ið meiri en nokkru sinni fyrr og margar byggingar í undirbúningi. Auk þess er verið að fjölga síld- arplönum á Seyðisfirði, síldarverk smiðjan var endurbyggð 1962 og fyrir dyrum stendur aukning á bryggjuplássi hennar og móttöku- skilyrðum. Hafnarbryggjan var endurbyggð í vetur. Byggja á stál grindarhús fyrir tunnugeymslu fyrir síldarsaltendur. Gísli Gislason Ásmundur Ölsen \ byggingarframkvæmda, en þær hafa verið allmiklar og nokkur hugur í mönnum að setjast þarna að. Nú búa um 1000 manns á Patreksfirði, og er um nokkra íbúafjölgun að ræða. Það er sem sagt mikil grózka á öllum sviðum hjá okkur, sagði Ásmundur Ól- sen að lokum. Gísli Gíslason, forseti bæjar- stjórnar í Vestmannaeyjum, kvað mikla atvinnu í Eyjum. þar stæðu rniklar framkvæmdir yfir. —- Bæjarfélagið er að láta grafa fyrir íbúðarblokk, malbikun gatna hefst í næsta mánuði, sjúkrahús er í byggingu. Margir einstakl- ingar eru í byggingarframkvæmd um, en vinnuaflið er of lítið. Þá er verið að stækka síldarverk- smiðjuna úr 2500 málum í 5000 mál. Fjórir nýir bátar eru í bygg- ingu og eigá að vera komnir áður en vertíðin byrjar. Óhætt er að 11 segja, að framkvæmdir siðus'tu þriggja ára hafi verið meiri en nokkru sinni áður og þær fara vaxandi. Gunnar Sigurðsson, bóndi, Selja tungu, sagði um árferði sunnan- lands, að það hefði verið með eindæmum gott. Ekki einasta snjó Iéttir. heldur veðursæld mikil. Svo breyttir eru búnaðarhætt- ir, að það kemur ekki út f minni heyeyðslu. En hins vegar er allt af mikils virði að fá góða tíð, segir Gunnar. Það er nú svo, að við erum veðrinu meira háðir en \ margur vill halda í fljótu bragði, sagði hann. — Allmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir í héraðinu. Það er al- gjörlega verið að berja höfðinu við steininn, þegar andstæðingar stjórnarinnar halda því fram, að framkvæmdir hafi minnkað. Gunnar Sigurðsson Helgi Gfslason Helgi Gislason, Helgafelli í Norður-Múlasýslu hefur sömu sögu að segja úr sinu héraði. — Þar hefur verið mikil at- vinna undanfarin tvö ár. Einkum á þetta við um útveginn á fjörð- unum. Þar hafa risið upp nýjar síidarverksmiðjur og ný síldar- plön. Þetta hefur dregið fólkið frá landbúnaðinum, en þar eru verkefnin næg, vinnuaflsskortur stendur framkvæmdum fyrir þrif um. Á Héraði eru framkvæmdir einna mestar í Egilsstaðakaup- túni. Þar er verið að reisa fé- lagsheimili, mikið er um íbúða- byggingar. Byrjuð er þorpsmynd- un vestan við Lagarfljót, kring- um Verzlunarfélagið. Miklar sam- göngubætur hafa átt sér stað og halda áfram. — Hvað er ykkar helzta vanda- mál? — Bændur á Austfjörðum tóku ekki þátt í nýsköpuninni. Fram- sóknarflokkurinn var andvígur Matthías Bjarnason Næst hittum við Matthías Bjamason, ísafirði, og ræddum stuttlega við hann um ástand og horfur á ísafirði. — Þar er skortur á fólki eins og annars staðar, sagði Matthías, en framkvæmdir miklar. Nýr bátur bættist í flotann og von er á öðrum. Helztu fram- kvæmdir á vegum bæjarfélagsins eru stækkun bátahafnarinnar. Enn fremur er unnið við íþrótta- svæði bæjarins, þannig að malar- völlurinn verður tekinn í notkun á þessu sumri. Haldið verður á- fram malbikun gatna, en búið er að malbika um 1/5 af öllum göt- um í kaupstaðnum. Um framkvæmdir einstaklinga er margt að segja. Mikil og mynd arlegj uppbygging hefur átt sér Theódór Blöndal MÁLVERKASÝN- ING í TRÖÐ Nýlega var opnuð í Tröð, sýning á málverkum Ásgríms Jónssonar listmálara. Nxu myndir eru á sýn- ingunni og allar úr einkeign. Til þess að myndirnar fengjust lánaðar varð að tryggja þær fyrir liðlega hálfa milljón króna. Ætlun- in er að halda sýningar á listaverk- um og listmunum £ Tröð. Meðal næstu sýninga verður sýning með íslenzku silfri og gulli. Þar verða sýndir gamlir munir úr silfri frá fyrri tímum. Um uppsetningu sýn- ingarmuna, sér Knútur Bruun. Á fundi með fréttamönnum benti hann sérstaklega á hina nýju veggklæðingu Sveins Kjarvals, sem er áferðarfalleg og þannig hag að að auðvelt er að koma málverk- um fyrir. Ekki hefði tekið nema um það bil hálftíma að skipta um málverk, og ekkert sæi á klæðning unni. Sýningin mun standa yfir í hálfan rnánuð. pW* HRINGUNUM FPÁ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.