Vísir - 31.05.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 31.05.1963, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Föstudagur 31. maí 196§. VtSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og ^greiðsla Ingóifsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Óvinir Reykjavíkur í grein sem Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra ritaði hér í blaðinu fyrir skömmu benti hann á það hve litlu má muna að glundroðaflokkunum takist að ná stöðvunarvaldi á Alþingi. Nú hafa stjómarflokk- amir 33 þingmenn á móti 27 þingmönnum stjómar- andstöðunnar. Ef stjómarflokkarnir missa tvö þing- sæti yfir allt landið hefir glundroðaliðinu tekizt að ná stöðvunarvaldi á þingi. Ef til slíks kæmi myndi sú hætta vofa yfir að viðreisninni yrði spillt og aftur sækti í sama hafta og vandræðahorf sem ríkti á dög- um vinstri stjórnarinnar. Það er þess vegna höfuðatriði að andstöðuflokk- unum takist ekki að ná slíku stöðvunarvaldi. Fram- sóknarmenn leggja megináherzluna á að ná nýju þing- sæti hér í Reykjavík. Gegn því er nauðsynlegt að allir þeir sem vilja áframhaldandi uppbyggingu lands og borgar sameinist. Reykvíkingar hafa bitra reynslu af Framsóknarflokknum. Sá flokkur hefir í fjölda ára lagzt gegn hverju stórmálinu af öðra sem horft hefir til heilla borginni. Árum saman var magnaður söng- urinn um Reykjavíkurvaldið í blöðum flokksins, ekki sízt úti á landi. Sagt var að það gini yfir öllu og hin mesta nauðsyn væri að brjóta það á bak aftur. Óþarft er að rifja upp í smáatriðum baráttu fram- sóknar gegn borginni. Þeir gerðu sitt til þess að spilla fyrir Sogsvirkjuninni á sínum tíma. Frá þeim tíma hef- ir þáttur þeirra í borgarmálum verið á einn veg, að brjóta niður meirihluta Sjálfstæðisflokksins, rægja stjóm höfuðborgarinnar og ófrægja á allan hátt. Þess ættu Reykvíkingar að vera vel minnugir. Nú er hins vegar annað hljóð komið í strokkinn. Nú er biðlað til Reykjavíkinga og reynt að telja þeim trú um að Framsókn sé þeirra flokkur. En Reykvík- ingar kjósa ekki endumýjun á höftum Eysteins. Þeir kjósa ekki skattpíningarstefnu hans sem lamaði fram- tak einstaklinga og atvinnurekstur í borginni um langa hríð. Að dyram þeirra mun Framsóknarflokkurinn fara bónleiður til búðar. Alþingi kemst ve! af án þess að það skipi enn nýr fulltrúi SÍS. Bætt kjör Hefir viðreisnin skert hluta stærstu launastétta landsins, verkamanna, njómanna og iðnaðarmanna? Nei, hún hefir þvert á móti bætt hluta þessara stétta. Hluti þeirra af þjóðarauðnum hefir aukizt að mun undir viðreisn. Hann jókst hins vegar ekkert und- ir vinstri stjóm. Kaupmáttur launanna hefir einnig vaxið um 11% síðan 1958. Þetta era staðreyndir sem stjórnarandstöðublöð- in hafa ekki hrakið og geta ekki hrakið. Forsetahjónin Ásgelr Ásgeirsson og frú Dóra Þór hallsdóttir. „Allt í vexti hvar sem við komum“ Eins og kunnugt er af fréttum fóru forsetahjónin, herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhalls dóttir, nýlega f skemmtiferð kringum landið með strandferða skipinu Esju. Forsetinn varð góð fúslega við þeirri beiðni biaðsins að segja lesendum stuttlega frá þessu ferðalagi. M. a. segir hann: „Það Var alit í vexti hvar sem við kom- um, alls staðar fjörugt athafna- líf og framkvæmdir og ferðalag okkar einstaklega skemmtilegt og gott“. Hér fer á eftir frásögn forsetans f heild: Við lögðum af stað á afmæl- isdaginn minn, 13 maí, og vor- um viku í ferðinni. Á þessari einu viku sáum við alla strand- lengjuna, sem alltaf er skemmti legt að líta, þótt við höfum oft séð hana áður. En við höfum aldrei áður farið umhverfis land ið í einum áfanga. Þó maður þekki þetta allt, sér maður það alltaf í nýju ljósi. Veðrið var alltaf brúklegt, og oft gott, og því betra sem á leið. Við fórum austur um og kom- um fyrsta morguninn til Vest- mannaeyja. Þar notuðum við tfmann til þess að fara um all- ar eyjarnar og út f Stórhöfða og rifja upp örnefni og endur- minningar. Eyjarnar eru stór- kostlegar f björtu veðri, og það var bjart er við vorum þar. Við hittum ýmsa ráðamenn staðar- ins að máli og nokkra kunn- ingja, mest þó af handahófi, eins og annars staðar þar sem við komum. Lengsta siglingin milli hafna á þessu ferðalagi var frá Vest- mannaeyjum til Djúpavogs. Við höfðum fallega og stórbrotna landsýn til fjalla og jökla austur með landinu og sigldum nálægt ströndinni framhjá Dyrhólaey og Reynidröngum f Mýrdal. Þá rifjaðist upp fyrir mér er ég kom til Víkur fyrir 60 árum með skipi frá Brydes verzlun- unum, og ég fór að hugsa um ,- það, að ég mun á þessum 60 árum hafa. ferðazt með öllum strandferðaskipum, sem hafa siglt hér við land á því tíma- bili. Það rifjaðist einnig upp fyrir mér er ég var f Vík f Mýrdal sem unglingur hjá Gunnari Ólafssyni, innanbúðar að kalla meðan hann Iagði sig í hádeginu, og ég held ég muni alla „prfsa“ frá þeim tíma enn- þá. Þannig sigldum við í björtu veðri til Austurlands. Stöðugt skipti um stórbrotna útsýn og viðurgjömingur allur um borð, af hálfu skipshafnar og þjón- ustuliðs, var eins og bezt varð á kosið, skipið gott, ferðafélag- arnir skemmtilegir, og allt hið ánægjulegasta ferðina á enda. Frá þvf við komum á Borg- arfjörð eystra og til Siglufjarð- ar var heldur kalt og hvítt að horfa til lands. Við höfðum hugsað okkur að ferðast eitt- hvað með bifreiðum milli hafna austanlands og norðan, en af því varð ekki, aðallega sökum þess hversu vegir höfðu spillzt Við komum í nýja skíðahótel- ið ofan við Akureyri, það er ljómandi staður, fallega og vel settur, sléttlendi og brekkur, skíðaland fyrir alla, aðbúð og frágangur allur með bezta móti. Sá staður verður áreiðanlega vel sóttur sumar og vetur. Á Siglufirði var ökladjúpur snjór, það kom sér vel að vissu leyti, því að þeir voru að búa sig undir að Ijúka þar Skíða- landsmótinu. Frá Siglufirði sigldum við beint til Isafjarðar framhjá Skagafirði og Húnaþingi, en þær byggðir hafa svo gott ak- vegasamband, að flutningar fara meira fram á landi en með skipum. Gaman var að koma á Vest- firði, við þær byggðir- höfum við haft gott samband f 40 ár. Á ísafirði skoðuðum við m. a. nýja byggðasafnið, sem er kom ið í ágætt Iag og hefir eignazt marga merka og góða muni. Jóhann Gunnar Ólafsson, bæj- arfógeti, sem er mikill fræði- maður, hefir verið lífið og sál- in f þvf öllu saman. Konan mín heimsótti húsmæðraskólann á Isafirði, gamla myndarstofnun. Við fórum alls staðar f land og ókum um kauptún og skoðuð- um þar og annars staðar þar sem við komum, aðallega ný- virki og nýbyggingar, falleg fé- lagsheimili, sundlaugar og margt fleira. Það var allt f vexti hvar sem við komum, allsstaðar fjörugt athafnalíf og fram- kvæmdir. Við vorum svo heppin að fá bjart og fallegt veður alla leið frá Vestfjörðum til Reykjavík- ur. Þetta var einstaklega skemmtilegt og gott ferðalag, að þræða alla strandlengjuna á einni viku, „að sitja kyrr í sama stað en samt að vera að ferð- ast“. Ég hygg að slíkar ferðir séu með þeim allra beztu, sem fólk getur valið um, og tiltölu- lega ódýrar. Það væri allt of langt mál í blaðaviðtali, sagði forseti ís- lands, að fara að telja upp alla þá staði, sem við heimsóttum, nefna nöfn þeirra góðu manna, sem við hittum að máli, eða allt, sem okkur var sýnt. Þess vegna hef ég aðeins stiklað á stóru og forðazt upptalningar. Ég vil aðeins segja það að Iok- um, fyrir hönd okkar hjónanna, að við erum þakklát öllu þvf fólki, sem við urðum samferða og hittum á hinum ýmsu stöð- um á landinu í þessari ánægju- legu ferð. E. Bj. — segir forseti Is- lands að lokinni ferð kringum landið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.