Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 1
VÍSIR 53. árg. — Laugardagur 1. júní 1963. — 123. tbl. FISKIÐNAÐURINN BYGGÐUR UPP VERK VIÐREISNARINNAR FISKISKIPAFLOTINN MEIR ÍN TVÖFALDAIT y^ í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur fiskiskipa- flotinn aukizt um rúmar 10.000 rúmlestir eða um 140%. ^ Aukning skipaflotans í heild hefur numið 23% og um síðustu áramót var vitað um 52 skip í smíð - um til viðbótar. ý. Tekjur Fiskveiðisjóðs hafa verið auknar svo, að hægt er nú að lána til bátakaupa á næsta ári um 150 millj. kr. y^ Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir að fjármagn sé fyrir hendi til lánveitinga til fiskiðnaðarins. Hef- ur verið ákveðið að afla 55 millj. kr. á árinu 1963 til þessara þarfa, auk lána peningastofnana. y^ Aðbúnaður til síldarleitar hefur verið betrum- bættur og stuðlað að aukinni tækni í fiskveiðum almennt. y, Góðæriðekki einhlítt. Sá áróður setn einna mest og oftast er notaður af stjórnarand staeðingum, er, að sú velmegun sem eigi sér stað i landinu stafi eingöngu af góðæri bæði tii lands og sjávar. Tvö sfðastliðin ár hafi sildveiðar gengið betur en nokkru sinni fyrr og gaeftir hafi verið með eindæmum. Hafi á þann hátt verið mögulegt að auka gjaldeyriseign landsins og bæta aðstöðu bankanna. Enginn neitar að sjálfsögðu að góðæri hefur rikt, en ljóst er Jíka, að mlkill fiskur í sjó kem ur að litlu gagni, ef ekki eru til skip til að veiða hann og tæki og verksmiðjur til að nýta verðmæti hans. Þessa þætti fisk iðnaðarins hefur viðreisnin hins vegar foætt sem bezt má vera, stuðlað að bátakaupum og veitt fé til bygginga verksmiðjuhúsa, eins og hér að ofan er skýrt frá. Á þessum árum hefur sjáv- arútvegurinn aldrei haft meira fé til ráðstófunar, enda hefur tekizt að mæta flestum þeim kröfum sem gerðar hafa verið. ^. Aukning skipa. í lok ársins 1958 voru fiski- skip yfir 100 rúmlestir 49 og samtals 7.561 rúmlest. f lok árs ins 1962 voru fiskiskip 100 rúm lestir og stærri orðin 62 og 10.645 rúmlestir. Hér er um 140% aukningu að ræða, talið í rúmlestum. Á þessu tímabili bættust 143 skip samtals í fiski skipaflotann allan, eða 23% aukning. Eins og fyrr er sagt, var vitað um 52 skip þvi til við- bótar í smíðum um sfðustu ára- mót, en sú tala hefur að sjálf- sögðu hækkað siðan. ^ Aukið fé til fisk- iðnaðarins. Eins og kunnugt er hefur Fisk veiðisjóður haft drjúgar tekjur af útflutningsgjaldi og eru þær áætlaðar 55—60 millj. kr. hvort árið 1963 og 1964. Enn fremur kemur mikið fé inn i sjóðinn f afborgunum og vöxtum af eldri lánum. Sjóðurinn mun því á ár- unum 1963 og 1964 hafa nóg fé undir höndum til þess að veita lán til þeirra báta, sem samið hefur verið um kaup á erlendis. f viðbót við þetta munu vera til ráðstöfunar til annarra út- lána 85—90 millj. kr. árlega þessi tvö ár. Er þetta talsvert hærri upphæð en á undanförn- um árum til þeirra þarfá, sem hér um ræðir, en þær eru fyrst og fremst nýbyggingar skipa innanlands, skipaviðgerðir og endurbyggingar. Fyrir þessum þörfum mun þvf vera allvel séð á næstu árum. Á hinn bóginn hefur skort fé til lánveitinga til fiskiðnaðar. Á siðasta ári gerði ríkisstjórnin ráðstafanir til að bæta þar úr. Gekkst hún fyrir því að 29 millj. kr. af PL480Iáni vora veittar til byggingar síldarverksmiðja á Suðvesturlandi. Þá hefur ríkis- stjórnin beitt sér fyrir því að 50 miilj. kr. af enska láninu renni til bygginga verksmiðja og frystihúsa og verður það lán að beint til einstakra atvinnu- rekenda. Auk þessa koma 5 millj. kr. frá Atvinnuleysis- tryggingarsjóði. ^. Vel að unnið. Hér er um gífurlegar umbæt ur að ræða, sjávarútveginum og þjóðinni til heilla. f stórum dráttum hefur ríkisstjórnin stuðlað að auknutn bátakaupum og skipasmíðum og beitt sér fyrir að aukið fé væri fyrir hendi til fjárfestingar f sjávar- útveginum. Hefur hér vissulega verið vel og glæsilega að unnið. Togskip með aBeins 3 manna áhöfn Jakob Jakobsson segir fró nýjungum ci ráðstefnu FAO í London Vfsir átti sfmtal f gær við Jakob Jakobsson fiskifræðing, sem er fulltrúi rfkisstjórnar ís lands á fiskveiðiráðstefnu Mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóð anna, sem haldin hefur verið í London undanfarna daga, og flutti hann þar fyririestur um sfldveiðitækni fslendinga. Mjög miklar umræður urðu um er- indi hans og kom fram f þelm að fáar, ef nokkrar, þjóðir myndu standa íslendingum á sporði um tækni við sfldveiðar. Jakob sagði að margt merkilegt hefði komið fram á þessari ráð- stefnu, sem sótt er af nær öll- um þjóðum heims, svo sem það að farið væri að byggja allt að 200 tonna togveiðiskip, sem hefðu svo fullkominn útbúnað, að ekki, þyrfti nema þriggja manna áhöfn við veiðarnar, og mmmmmmmmmmmmmmitmmmmmmam eins nefndi hann neðansjávar- mælitæki, f sambandi við veið- arfæri, sem margir hyggja að eigi eftir að stuðla að iniklu fullkomnari hagnýtingu þeirra. 100—200 LESTA SKIP MEÐ ÞRIGGJA MANNA ÁHÖFN. Mjög miklar nýjungar voru gerðar heyrinkunnar á ráðstefn unni f sambandi við útbúnað til tölulega lítilla togara, eða tog- skipa af 100—200 lesta stærð. Bretar og Ameríkumenn eru farnir að byggja slfk skip. Skip stjórinn getur stýrt tækjum úr stjórnklefa skipsins, sem eru þess megnug að innbyrða botn- vörpuna og koma henni aftur í sjóinn, svo að segja án þess að mannshöndin komi þar nærri, og þarf aðeins tvo menn á þessi skip, auk skipstjðrans. Þessi hnitmiðaða tækni vakti óskipta athygli. FRAMFARIR 1 FLOT- VÖRPUTILRAUNUM. Það eru einkum tvenns kon- ar flotvörpur, sem vekja at- hygli. Önnur þeirra er gríðar- lega stór, og nota Japanir hana við rækjuveiðar, og kvað Jakob íslenzkum fiskifræðingum að vfsu hafa verið kunnugt um hana áður. Hin tegundin er þýzk og hafa Þjóðverjar gert Framhald á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.