Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 4
V1 S IR . Laugardagur 1. júní 1963. tsm .ENGIN PRIMADONNA „Ég er engin príma- donna, en mér finnst gaman að syngja“, segir Ingeborg Kjellgren, sænska óperusöngkon- an, sem er að túlka hlut- verk Leonoru í Þjóðleik- húsinu þessa dagana. „Óperan er — eða ætti að vera — listræn heild, þar sem allir starfa sam an og hjálpast að, en ekki keppnisvöllur, þar sem hver reynir að leiða athyglina að sjálfum sér á kostnað hinna“. Hún færir sig út I horn, því að örlítill gustur kemur frá glugganum, og tekur um háls- inn með áhyggjusvip. Söngvar- ar mega illa við þvf að fá kvef, og kvefgjamari menn eru ekki til í víðri veröld. En það er ekki nema eðlilegt, að þeir ðttist um raddbönd sín; hás príma- donna er ekki betri en hölt ball ettdansmær. ,,Ég var svo kvefuð á frum- sýningunni, að ég var alltaf dauðhrædd um, að ég klikkaði í miðju kafi“, heldur hún áfram. Spjallað við Ingeborg Kjellgren „Ég hafði 38 stiga hita, og mér fannst eins og höfuðið á mér væri troðið út með ull“. „Og samt létuð þér ekki fresta sýningunni? Það var mik ill hetjuskapur“. „Nei, það er ómögulegt að láta allt stranda á einni mann- eskju, jafnvel þótt hún fál kvef. En þér megið ekki halda, að ég sé að gera mig að ein- hverjum píslarvotti — þetta var svo sem ekkert alvarlegt. Og nú er ég miklu betri". „Hvernig líkar yður við Leon- oru, sem þér hafið aldrei sungið fyrr en hér á íslandi?“ „Ó, hlutverkið er dásamlegt. Og ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa undrun minni og hrifn- ingu, að svona fámenn þjóð eigi eins mikið af góðum söngvur- um og þið íslendingar. Ég hef haft mikla ánægju af að vinna með söngfólkinu hér“. „Haldið þér ekki, að þér eigið eftir að syngja Leonoru við Stokkhólmsóperuna?" „Það vona ég sannarlega. Ég er svo fegin að vera búin að læra hlutverkið og það á ítölsku. í Stokkhólmi er oftast sungið á sænsku, en sumar óperur eru uppfærðar á frummálunum, m. a. II trovatore og fleiri Verdi- óperur. Þá kemur sér vel að geta sagt, að ég sé þegar búin að syngja það á ítölsku með íslenzku óperunni“. JJvaða aðferð hafið þér við -að læra óperuhlutverk? Byrjið þér á textanum eða mús íkinni eða takið allt samhliða?" „Fyrst og fremst spila ég alla óperuna frá upphafi til enda. Mér finnst nauðsynlegt að kunna öll hlutverkin, ekki bara mitt eigið, til að fá heildar- myndina skýra. Þvínæst læri ég textann, og ef óperan er byggð á skáldsögu eða leikriti, les ég það. Eins þarf ég að kynna mér tímabilið, sem hún gerist á, búninga, siði og ald- aranda. Það er margt, sem kem ur til greina“. Landrover diesel ’62 ekinn 16 þús. 135 þús. út 100 þús. Landrover ’62 styrktar fjaðrir og forhitari, ekinn 18 þús. 130 þús. kr. Opei Capitan ’60 failegur 160 þús. útb. 100 þús. Opei Record ’58 mjög góður 90 þús. kr. Opel Record ’60 ekinn 30 þús. Verð 130 þús. Opel Caravan ’58 Verð 55 þús. Ford Edsel ‘58 einkabíli skipti á ódýrari bfl. VW ’58 70 þús. VW ’60 blæjubíll 110 þús. G.M. ’60 sportbfli 2 manna. Austin Healee, Sprite ’62 sportbíll, ekinn 3000. Verð 125 þús. 23900 - SÍMAR - 20788 4 1 t ' Ingeborg Kjellgren „Og hvað eruð þér venjulega lengi að læra meðalstórt hlut- verk?“ „Ja, það er hægt að læra það á einum mánuði, en aðeins yf- irborðslega. Maður verður að hafa tíma til að melta það, láta það vaxa sjálfkrafa og öðlast sitt eigið líf. Það er ekki nóg að syngja og baða úthöndunum, maður verður að lifa hlutverk- ið og túlka það af hjartans sann færingu“. „Svo spilið þér heilmikið á píanó, er það ekki?“ „Ég fór að læra sjö ára göm- ul, en þegar ég var seytján ára, vildi einn kennarinn í tónlistar skólanur.i endilega, að ég lærði líka að syngja, og það varð úr, að ég byrjaði á því. Og svo fór sem fór“. „Ætluðuð þér kannske að verða konsertpíanisti?" „Nei, ég hugsaði mér nú aldrei neitt slfkt, enda þarf svo óskaplega mikið til þess. En ég hef alltaf verið bandvitlaus í músík“. „Hvar lærðuð þér að syngja?“ „Fyrst í fæðingarborg minni, Sundsvall; ég var þar í tónlistar skólanum að læra á píanó og bætti söngtímunum við sein- ustu tvö árin. Eftir það fór ég í Tónlistarháskólann í Stokk- hólmi og lærði þar fimm ár, en þá var söngurinn orðinn aðal- atriðið og píanóið aukanáms- grein. Seinast lærði ég í Róm 4 mánuði og lifði bókstaflega í Óperuhúsinu á meðan — það var dásamlegt að geta séð ítölsku óperuna kvöld eftir kvöld, og á því lærði ég kannske meira en af kennaranum mín- um, þótt góður væri“. „Síðan voruð þér ráðin við Stokkhólmsóperuna?" „Já, ég söng þar 10 ár: frá 1950—60. Svo var ég tvö ár við óperuna f Köln, og í haust fer ég aftur til Stokkhólms- óperunnar'1. „Hvernig féll yður að syngja í Þýzkalandi?" „Prýðilega. Það er alltaf upp selt á óperusýningar þar, og almenningur er vel að sér f músfk og skilur hana kannske betur en flestar aðrar þjóðir. „Hafið þér ekki sungið með mörgum frægum söngvurum?" „Jú, t.d. George London, Birg it Nilsson, Rudolf Schock og Erich Kunz — hann er dásam- legur listamaður, Kunz, og þau auðvitað öll. Ég söng Cheru- bino f Brúðkaup Fígaros, og hann var Fígaro, en það var við Stokkhólmsóperuna, og við sungum öll á sænsku nema aumingja Kunz, sem söng á ftölsku og skildi ekki orð af því, sem við hin vorum að segja f samtölunum. Honum lík aði það ekki sem bezt, en hann lék dásamlega þ>-átt fyrir aiit. Það er svo upplyftandi að syngja með miklum listamönn um — þeir bera alla hina með sér ... það hlýtur að vera þetta einkennilega segulmagn, sem þeir hafa“. Tívað viljið þér helzt gera, ^í^^þegar þér eruð ekki að syngja?" „Gleyma öllu, sem heitir ó- pera og söngur og æfingar og tónlist! Ég vil helzt lifa ein- földu og eðlilegu lífi, fara út og sjá fallega hluti, lesa blöð og bækur, annast hússtörfin, búa til matinn og — sfðast en ekki sízt — njóta þess að vera í friði og ró heima hjá mannin- um mínum, þ.e.a.s. þá sjaldan hann hefur tfma til að vera heima“. „Hann er þó vonandi ekki líka óperusöngvari?“ „Nei, hamingjunni sé lof, einn er meira en nóg f fjölskyld unni. Hann er kaupsýslumaður og hefur kynstrin öll að gera. Honum finnst allt í lagi, að hann fari út og suður og sé alltaf önnum kafinn, en hann er svo gamaldags, að honum finnst konan eigi að sitja heima og gæta heimilisins". „Og þá fer hún í staðinn tvö ár til Þýzkalands!“ „Já, það var nú hræðilegt, en ég kom alltaf heim ,þegar ég fékk frí. Og hann tók því reynd ar vel, blessaður. Við eigum eng in börn; ég segi alltaf, að hann sé barnið mitt. Karlmenn eru óttaleg böm í sér, þó að þeir vilji ekki viðurkenna það. Mað- urinn minn er mjög gefinn fyr- ir tónlist, en er hrifnari af virðu legum sinfóníum en óperu“. „Iðkið þér nokkrar fþróttir?" „Ja, ég elska skíðaferðir, enda var ég alltaf á skíðum sem barn, fór á þeim f skólann á veturna og gat aldrei orðið leið á þeim. Núna verð ég alltaf að hugsa um röddina, en þegar ég er laus og liðug, fer ég oft á skíði. Mér finnst ekkert eins dásamlegt og að vera úti f nátt úrunni og geta gleymt leikhús- um og sýningum, æfingum og skölum, Betra taugameðal er ekki til. Ég er engin príma- donna, eins og ég sagði áðan, heldur venjuleg manneskja, sem hefur gaman af venjulegum hlutum. Þegar ég er að syngja, hugsa ég um það eitt á meðan, en þess á milli vil ég helzt slappa af og gleyma allri drama tík“. „Það kemur sér vel fyrir eig inmanninn. Og hvað eru helztu framtíðaráætlanirnar — hrein- gerningar og matartilbúning- ur?“ „Já, það er langmest spenn- andi. Ég byrja ekki að syngja f óperunni fyrr en f haust, og þangað til ætla ég að njóta þess að vera eiginkona og húsmóðir og hugsa ekkert um trillur og toppnótur!“ toppnótur!" — SSB. Ka

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.