Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 5
5 VÍSIR . Laugardagur 1. júni 1963. Framnald at bls. I. tilraunir með þá flotvörpu I vetur við síldveiðar, en hún ekki komin af tilraunastiginu ennþá. Ekki kvaðst Jakob hyggja að sú tækni væri árang- ursríkari en síldveiðitækni sú, er Islendingar beita, nema síður væri. En þó myndi þessi flot- varpa geta gefið góða raun und ir vissum kringumstæðum á sumum árstíðum, það færi all- mikið eftir torfumyndun síld- arinnar og gerð skipa. MÆLITÆKI NEÐANSJÁVAR. Þá minntist Jakob einnig sér staklega á neðansjávarmæli- tæki, sem sagt hefur verið frá og sýnd hafa verið á ráðstefn- unni. Tækin eru fest á veiðar- færin, svo sem troll, og gera kleift að fylgjast nákvæmlega með því hvernig veiðarfærin verka og fara niðri í sjónum. Er það almannarómur sérfræð- inga, að þessi tækni geti leið- beint á margan hátt um umbæt ur, sem gera mætti á veiðar- færunum, og stuðla þannig að miklu fullkomnari hagnvtingu þeirra og aukinni aflasæld. ERTNDI JAKOBS OG ÍSLENZK KVIKMYND. Jakob sagði að erindi hans um veiðitækni íslendinga, sem var eina erindið sem flutt var af hálfu íslendinga á ráðstefn- unni, hefði vakið mikla athygli, svo og kvikmynd af síldveiðum hér, er hann sýndi til skýring- ar. Ekki vildi hann þó þakka sjálfum sér neitt í því sambandi heldur íslenzkum sjómönnum, sem tækni þessari beita, og kvaðst hann vera ennþá sann- færðari um það nú, en áður en hann fór, að íslendingar stæðu öllum öðrum þjóðum framar um síldveiðitækni. Það hefði verið mál manna á ráðstefnunni. Lang mesta athygli hefði það vakið að íslendingar þurfa engin hjálparskip eða báta við þessar veiðar. „Það kann að vera ein- hver munur á veiðarfærum", sagði Jakob, „en hér gerir það fyrst og fremst gæfumuninn, að ísienzkir sjómenn eru öðrum Iagnari og leiknari við meðhöndl un veiðarfæranna og hafa að lík indum einnig meiri þekkingu og reynslu af sjósókn og sjávar- straumum". Hinu væri heldur engin ástæða til að leyna, að við værum eigi aðeins veitend- ur, heidur og þiggjendur á ýms um sviðum gagnvart því bezta og fullkomnásta, sem þekktist í fiskveiðum og veiðitækni, og hefðum því einnig að því leyti átt erindi á ráðstefnu þessa. ÍSLENDINGAR A RAÐSTEFNUNNI. Eins og áður hefur verið getið í blaðinu, undirbjó Islendingur- inn Hilmar Kristjánsson þessa miklu ráðstefnu, en hann er deildarstjóri hjá FAO í Róm og hefur framkvæmd ráðstefn- unnar, sem er hin prýðilegasta, mætt mest á honum. Þá er Már Elísson, skrifstofustjóri Fiskifé- lags Islands, á ráðstefnunni með hóp íslenzkra útgerðarmanna, og fjögur íslenzk fyrirtæki hafa deild á hinni miklu sýningu, sem haldin hefur verið að Earls Court í London í sambandi við hana og blaðið hefur áður getið um. Þykir íslenzka deildin mjög vel úr garði gerð. Jakob Jakobs- son sagði að lokum, að þess mætti geta til gamans, að sum erlend fyrirtæki, sem taka þátt í þessari sýningu, auglýstu vör- Listamaðurinn og tvö málverk hans Glöggt er gests augað Um sýníitgu Richurds Vnifinfojers ur sínar á íslenzku, auk annarra tungumála, og mundi hann eftir ensku og japönsku fyrirtæki, sem hafa haft viðskipti við ís- land. Jakob Jakobsson bjóst við að koma heim seint í gærkvöld, og mun hann innan skamms taka við stjórn síldarleitarinnar á vertíðinni fyrir norðan. Munu sjómenn óefað hyggja gott til þess, minnugir starfa hans í fyrrasumar. Mæðgur — Framhald af bls. 16. að heiman og sömuleiðis hinir bræðurnir, Ómar hinn kunni gamanvísnasöngvari og Jón Rúnar og er frú Jónína orðin amma fyrir nokkru. Heima eru því auk hjónanna dæturnar tvær Ólöf 14 ára og Guðlaug 11 ára. Hafa þau tekið skóla- göngu húsmóðurinnar með hinu mesta jafnaðargeði og gleðjast nú með henni og Ed- vard. Meðan við stóðum við í gær kom húsbóndinn heim og hafði fataskipti í snatri því að kenn- aramir nýbökuðu ásamt mök- um ætluðu að hittast í Klúbbn- um og skemmta sér þar fram eftir kvöidi. -I- Ætlið þið svo bæði að kenna næsta vetur? — Já mikil ósköp og við hlökkum mikið til. iíijöy — Framhald af bls. 16. Sveinn og Jón, sem voru Vest- ur-fslendingar séu að reyna bíl- inn á veginum til Þingvalla og austur í Rangárvallasýslu. Þeir félagar hugðust taka upp reglu- legar mannflutningaferðir til Keflavíkur, en í fyrstu ferðinni þangað stöðvaðist bíllinn og bilaði í Vogunum á heimleið. Þá var það sport í Reykjavík, að fá að fara f einn rúnt með „sjálfrenningnum" eins og bíll- inn var þá kallaður. Fargjaldið einn rúnt var 10 aurar. Akureyri Aríðandi kvöldverðarfundur fundur ungra Sjálfstæðismanna verður f skíðahótelinu þriðju- daginn 4. jan. Hal'ið samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins eigi síðar en fyrir hádegi á þriðjudag, sími 2980. I Bogasalnum sýnir Richard Valtengojer um þessar mundir verk sín frá síðasta ári. Lista- maðurinn er austurrískur að ætt og uppruna, en hefur búið hér á landi sl. 3 ár. Frammi fyrir myndum þessa unga listamanns vaknar enn sú spurning, sem seinsvarað verð- ur: hvar er fegurð heimsins? Búum við hana til innra með okkur eða felst hún einiingis í utanaðkomandi áhrifum? Hvernig sem því kann að vera varið, horfir Richard Val- tengojer öðru vísi en margir j aðrir á íslenzkt landslag, þ. e.! a. s. með augum sem ekki hafa Fyrir hádegi í gær var Jó-1 hannesi pófa 23. veitt síðasta! sakramenti. Er nú sýnt að hverju stefnir og í gærkvöldi var búizt við þvi á hverri stundu, að hann andaðist. Hon- uni hrakaði mjög skyndilega í gær og um kvöldið missti hann tneðvitund. Læknar sem stóðu yfir honum töldu ólfklegt að j hann kæmist aftur til meðvit-1 vanizt þvf, fullum aðdáunar, lotningu og hrifningu. Það sannast með verkum hans, að hluturinn er ekki tæmdur og enn virðist langt frá því að allt hafi verið sagt um íslenzkt Iandslag, hversu glæsilega sem það hefur verið túlkað af beztu íslenzku málurunum. Valten- gojer vinnur úr því sem fram að þessu hefur yfirsézt. Hann fórnar öllum „smáfríðum auka- atriðum", grjóti, gróðri og mönnum. I myndum hans sveifl ast óbrotnar línu fjalla og hafs með mikilli hrynjandi. Þar er að finna dýpt og vídd lands- Iagsins, þótt flatarmál mynd- undar. Systkini páfans voru kölluð til og sitja þau við dánarbeð hans. Úti fyrir hefur gífurlegur mannfjöldi safnazt saman á Fétur torginu og krjúpa margir í bæn og biðja fyrir hans heil- agleika. En á hverri stundu var búizt við að hinar voldugu klukkur Péturskirkjunnar boð- uðu andlát hans. anna sé fremur lítið. Þar slokkna ljósbrot dagsins á fiallabrekkum og húm sumar- kvöldsins hvlur tindana mjúkri litaslæðu. FíöIIin hvfla f algerri kyrrð os skvndileea skvnjar maður. að hað er málaralistin, framar öðrum listum. sem bezt túlkar þögnina. Þannig rennur upp fyrir okkur ímynd þess Iandslags. sem í upphafi kom úr hendi skaparans, enn ekki fullgert, og ósnortið f þögulli einveru sinni. Að vísu er það aðeins f fá- einum myndum, sem Valten- gojer tekst að ná þessum á- hrifum til fulls. en stefna hans er greinilega afmörkuð. Hann útrýmir, eins ">g áður er getið, öllu hví sem við höfum vanizt, öllu því hversdasslega. Jafnvel húsin eru glugsalaus, hánnig að hávaði mannUfsins brýzt ekki út úr beim. Abstrakt form- un í myndum hans sprettur ekki úr persónulegu siálfræði heldur úr hógværri undirgefni við fyrirbærin siálf. Ef slíkur maður er bar að auki lánssam- ur og það kemur sums staðar fram — skapast góðar myndir (nr. 18). Óbarft er að segja, að listamaður verður sjaldan fyrir slíkri gæfu. I einstaka atriðum væri ýmsa annmarka að finna, því mörg vandamál liggja f leyni. Þegar listamaðurinn t. d. málar hús eða blóm, verður hið listræna viðhorf hans ekki eins sann- færandi, enda kominn í annan heim. Valtengojer skoðar ísland ekki með íslenzkum augum og kemur það því mörgum víst annariega fyrir sjónir. En verið getur, að glöggt sé gests augað og að þessu sinni sannarlega ekki í því sem miður fer. Hann afhjúpar ókannaða fegurð. Sýn- ingin verðskuldar að henni sé gaumur gefinn. Fyrsta landnám þýzku álftanna — báðar skotnw Nú í vor reyndu þýzku svan-1 irnir á Tjörninni í fyrsta skipti! að vfkka út sitt landnám og flaug eitt álftaparið upp lón eitt Veðreiðar FÁKS Hinar árlegu kappreiðar Fáks fara fram á Skeiðvellinum við Elliðaár á annan f hvítasunnu. Þátttaka verður nú mjög mikil eða nærri 50 hestar. MikiII hluti hestanna hafa ekki komið fram áður. Margir hestaeigenda eru ungir, sá yngsti á fermingar- aldri. Skeiðhestar í kappreiðunum verða 10, og má búast við spenn andi keppni. Gengi skeiðsins fer vaxandi. Af eldri skeiðgörpum l má nefna Loga Jóns i Varmadal og HroII og Glettu Sigurðar Ólafssonar i Laugarnesi og Goða Höskuldar á Hofsstöðum. En yngri skeiðhestar munu | veita þeim harða samkeppni. : í stökki 300 m sprettfæri keppa hvorki meira né minna en 18 hestar. Og i folahlaupi verða reyndir 9 folar. Að loknum hlaupum munu félagsmenn f Fáki sýna ýmis skemmtiatriði á hestbaki nálægt Gvendarbrunnum, skammt frá Jaðri. Þar virðast þau hafa ætlað að byggja sér hreiður og setjast að í íslenzkri náttúru. | En i fyrrakvöld voru lögreglu- menn sendir upp að lóninu til þess að aflífa aðra álftina. Hún var þar vængbrotin og bjargar- laus, svo ekki var um annað að gera en að skjóta hana. Þao var Kjartan Hjaltested, sem á sumarbústað þama upp frá, sem gerði lögreglunni að- vart um þetta. Skammt frá hinni vængbrotnu álft fannst hin álftin dauð. Kvaðst Kjartan Hjaltested sruna að hér hefðu skotmenn. eða svnkallaðir ,sport rnenn* verið að verki. Kurt Zier. Sjálfboða- j liðar óskast í dag og í kvöld vantar Sjálf- stæðisflokkinn sjálfboðaliða til að vinna við skriftir. Þeir sem vildu veita aðstoð eru beðnir að koma i Vonarstræti 4 (V.R.), 3. hæð, eða hringja I sima 2-23-16.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.