Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Laugardagur 1. júní 1963. 7 Síðustu Sinfóníutónleikarnir J^okahljómleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar á þessu starfsári fóru fram í samkomu- húsi Háskólans föstudaginn 24. þ. m. Efnisskrá þeirra var ó- venju viðamikil, miðað við það sem á undan var gengið. Hún hófst á forleiknum að Meistara- söngvurunum eftir Wagner, sem vitaskuld er glæsilegur, og reyndar svo skemmtilega gerður, að það væru dauðir menn sem ekki legðu sig fram við flutning hans. Hljómsveitin og stjórnandinn, Mr. Strick- land, komu honum allvel til skila, þó meiri blæbrigðamunur hefði verið ákjósanlegur. Walther von Stolzing og Bleck- messer hefðu sem sé mátt njóta sín meir, hvor með sfnu Iagi. En flestar nótur komu á réttum stað, og er það altént góðs viti. Amerfski organleikarinn Power Biggs lék þá einleiks- hlutverkið í heldur rislágum konsert eftir Poulenc. Fram- kvæmdi hann þau ósköp á raf- magnsorgvél, eftir sem mér skilst þá sömu og Akureyringar Iosuðu sig við fyrir skömmu, og þóttust góðir. Er ekki annars furðulegt, að í húsi, sem manni er sagt að sé fyrst og fremst hugsað sem konserthús, hafi algjörlega gleymzt að gera ráð fyrir pípuorgeli? Já, það eru annars margir slæmir gallar á þessu blessaða húsi. Einn sá versi er þó hvemig útidyrum er fyrir komið. Enda fékk mað- ur illa að kenna á því á um- ræddum hljómleikum, því börn að leik fyrir utan létu höggin dynja á hurðunum. Varð af því talsverður hávaði, f það minnsta í eyrum þeirra sem framarlega sátu, og sérlega truflandi meðan Poulenc-verkið var leikið, enda fátt þar á ferð til að draga athygli manns frá þessu. Mr. Power Biggs virtist hins vegar sætta sig við allar aðstæður og lék Iangt og mikið aukalag á maskínuna. Telst það vel af sér vikið, og sannar að hann lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Symfónía nr. 4 eftir Brahms var þá leikin að Ioknu hléi. Ekki verður sagt að flutningur hennar hafi verið glæsilegur, ekki sízt ef tekið er með í reikninginn að hér var um að ræða gamlan kunningja hljómsveitarinnar. En hann gekk stórslysalaust, og var þar með létt miklu fargi af öllum viðstöddum. Hljómleikar T ónlistarskólans rJ'ónlistarskólinn í Reykjavík hefur að undanfömu sýnt borgurum þessa bæjar, að starF hans fer vaxandi. Hann nálgast óðum að verða sú tónmennta- stofnun sem ómissandi telst í hverju menningarþjóðfélagi nú- tfmans, þ. e. skóli sem getur veitt nemendum sínum full- kominn undirbúning alvarlegs starfs., Hefur þetta komið fram í ótalmörgu, sem of langt yrði upp að telja að þessu sinni. En áþreifanlegasta og skýrasta dæmið eru hinir glæsilegu nemendatónleikar, sem skólinn hefur haldið upp á síðkastið. Ber fyrst að geta hljömleika nemendahljómsveitarinnar, und- ir stjðrn hins stórmerka fram- herja hljóðfæralistar hér, Björns Ólafssonar konsert- meistara. Fóru þeir fram í sam- komuhúsi Háskólans og voru þar eingöngu flutt verk eftir Mozart: lítil strengjasinfónía. kafli úr fiðlukonsert (A-dúr) og hinn óviðjafnanlegi píanókon- sert í c-moll, og sýndi frammi- staða hljómsveitarinnar og hinna talenteruðu einleikara, að kennsla á strengjahljóðfæri og pfanó er að minnsta kosti í fullkomnu lagi. Hins vegar skortir enn talsvert á, að blást- ursdeildin standi í stykkinu (blásarar voru flestir úr sin- fóníuhljómsveitinni) og er sér- staklega tilfinnanlegt, að ekki skuli enn hafa komið boðlegur hornleikari frá skólanum. Eftir sem mér skilst hefur þó starfað hornkennari við skólann síðast- liðin tíu ár, og er þvi kominn tími til að taka þetta rækilega til athugunar. ‘C'inleikararnir á fyrrnefndum hljómleikum voru báðir stúlkur, Katrín Guðmundsdóttir á fiðlu og Helga Ingólfsdóttir á píanó. Helga var eini nem- andinn sem lauk burtfararprófi þetta ár, og gekkst skólinn fyr- ir sérstökum hljómleikum hennar í því tilefni. Þeir fóru fram f Tónabíói s.l. mánudag fyrir fullu húsi áheyrenda. Efnisskrá þeirra var svo sann- arlega ekki með neinum byri- endabrag: ítalski konsertinn eftir Bach, Sónata op. 31 nr 2 eftir Beethoven, Pour le Piano eftir Debussy, noktúrna og tvær etýður eftir Chopin, og að lok- um hin þrælerfiða þriðja sónata Prokoffíevs. Öll þessi verkefni Ieysti Helga með mikilli prýði, þrátt fyrir eðlilegan tauga- óstyrk og ofkeyrslu hins óvana Iistamanns. Sérstaklega fannst undirrituðum mikið koma til ó- venju næmrar tóntilfinningar í leik á verki Debussy og ekki síður Beethovensónötunni, sem þrátt fyrir smávægileg og í fyllsta máta eðlileg mistök var mjög eftirminnilega leikin. Són- ötu Prokoffievs, sem er raunar heldur innihaldslítið en þó spennandi og glæsilegt verk, í það minnsta á yfirborðinu, lék Helga með þeim knýjandi virtuósbrag sem við átti, og sannaðist á þvf, að hún er ekki nemandi Rögnvaldar Sigurjóns- sonar fyrir ekki neitt. Með brautskráningu hennar hækkar álit skólans að miklum mun. Skulum við þó vona að hér verði ekki staðar numið, held- ur megi vænta enn stórfelldari framfara á öllum sviðum. JCyrir einstakan aulaskap und- irritaðs fóru þriðju nem- endatónleikarnir algjörlega framhjá honum. Þeir voru haldnir í Tónabíói á sunnudag- inn var, og hefur þar eflaust verið margt fróðlegt á ferð. Leifur Þörarinsson. Frá aðalfundinuni. Fundur vinnuveitendu Aðalfundur Vinnuveitendasam- ands fsl. hófst í fyrradag að Hótel Sögu. Fulltrúar eru um 100. For- maður sambandsins Kjartan Thors setti fundinn og stjórnaði honum. Fundarritari var Halldór H. Jóns- son arkitekt. Áður en fundur hófst minntist formaður Skúla Thorar- sen framkvæmdastjóra, er andað- ist 1. janúar s.l., en hann átti lengi sæti í stjórn vinnuveitendasam- bandsins. Þá minntist formaður Jó- hanns Hennings Havsteens, sem lengi var starfsmaður samtakanna, en hann andaðist 23. iúlí 1962. Risu fundarmenn úr sætum í virðingu við minningu hinna látnu. Formaður talaði nokkuð um við- horf vinnumarkaðarins og þá benslu sem þar væri. Þá ræddi hann um að nú hefði öllum gild- andi kaup- og kjarasamningum við verkalýðsfélögin verið sagt upp. Verkfall væri hafið hjá skipasmið- um, verkfall flugmanna boðað 4. iúní n. k. og yfirhöfuð væri órói á vinnumarkaðinum þrátt fyrir meiri atvinnutekjur starfsfólks en nokkru sinni fyrr. Að lokinni ræðu formanns flutti framkvæmdastjóri sambandsins, Björgvin Sigurðsson hdl., ýtarlega skýrslu um starfsemina á s. 1. starfs ári. Kom hann víða við og sýndi skýrsla hans hversu yfirgripsmikil starfsemi Vinnuveitendasambands- ins nú er og á hve mörgum svið- um það lætur til sín taka. Meðal annars hefur það hönd í bagga með nær öllum kaup og kjarasamning- um, sem gerðir eru við stéttarfélög í landinu. Eru félagsdeildir þess nú 21 og um 850 félagsmenn. Eftir að reikningar höfðu verið lesnir upp og samþykktir, fór fram stjórnarkosning. Var ákveðið að 39 menn yrðu í stjórn næsta starfsár, en sem næst einn þriðji stjórnar- manna ganga úr stjórninni á ári hverju. Þessir áttu að ganga úr stjórn: Árni Brynjólfsson rafvirkjameist ari, Elías Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri, Guðjón Teitsson framkvæmdastióri, Guðmundur Vil hjálmsson fyrrverandi framkvæmda stjóri, Ingólfur Flygenring fram- kvæmdastjóri, Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmaður, Jón Árnason fram kvæmdastjóri, Jón Bergsteinsson múrarameistari, Jón H. Bergs fram kvæmdastjóri, Jónas Jónsson fram kvæmdastjóri, Kjartan Thors fram- kvæmdastjóri, Ólafur H. Jónsson framkvæmdastjóri, Örn O. Johnson framkvæmdastjóri. Þessir menn voru allir endurkjörnir í stjórnina til næstu þriggja ára. Og auk þess Vilhjálmur Jónsson framkvæmda- stjóri. Endurskoðendur voru endurkjörn ir Oddur Jónsson framkvæmdastj. og Jón E. Ágústsson málarameist- ari. Varaendurskoðandi var endur- kjörinn Guðmundur Halldórsson húsasmíðameistari. Þá var gengið til nefndakosninga og kosið í alls- herjarnefnd, verðlagsnefnd, fræðslu nefnd, iðnaðarmálanefnd, skatta- málanefnd og félagsmálanefnd. Fundi var síðan frestað til kl. 10 í dag, en þá hófst fundur aftur með því að Gústaf E. Pálsson borgar- verkfræðingur flutti erindi um verk stjórafræðslu. Kl. 5 í gær voru fulltrúar boðn- ir til Emils Jónssonar félagsmála- ráðherra. Óðinsfélagar Málfundafélagið Óðinn .íinnir meðlimi sína á stærsta og glæsi leg;.;ta happdrættið, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur efnt til vegna starfsemi sinnar og skor- ar á þá að gera skil við fyrsta tækifæri. Aðeins 4 dagar eru þar til dregið verður. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins verður opin frá kl. 9—22 daglega. TILKYNNING Frá 1. júm lengist afgreiðslutími / Langholtsútibúi bankans að Langholtsvegi 43 og verður það framvegis opið til afgreiðslu alla virka daga: Kl. 10 - 15 og kl. 17 - 18,30, nemo Bougnrdaga kl. 10 - 12,30 Landsbanki íslands

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.