Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Laugardagur 1. júnf 1963. VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn 0. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og "‘■'greiðsla Ingó'.fsstræti 3. Askrifsargjald er 65 krónur á mánuði. ! lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Breytileg viðhorf... Viðhorf kommúnista til kaupgjaldsmála virðast fara æði mikið eftir því, hvort þeir eru í ríkisstjóm eða ekki. Það er kunnugt að í löndum þar sem komm- únistar ráða skammta ríkísstjómimar launin. Á kaup- kröfur, að ekki sé talað um verkföll, er litið sem upp- reisn gegn ríkisvaldinu og þeir menn gerðir höfðinu styttri, sem beita sér fyrir slíkum kröfum. Jafnframt er það staðreynd, að kjör verkafólks em hvergi bág- bomari en þar sem kommúnistar fara með völd. Það er líka athyglisvert, að þegar Þjóðviljinn er að bera saman laun verkamanna hér og í öðmm lönd- um, þá tekur hann til samanburðar Bandaríkin og Norðurlöndin, en forðast að nefna löndis fcustan við jámtjaldið. Þegar vinstri stjómin fræga var mynduð 1956, fengu kommúnistar m. a. félagsmálin. Hannibal Valdi marsson varð félagsmálaráðherra. Hann var þá einnig forseti Alþýðusambands íslands, eins og hann er enn. Fyrsta verk Hannibals sem ráðherra var að gefa út bráðabirgðalög uúi bann við kauphækkunum. Vorið 1957 var gert verkfall á kaupskipaflotanum. Yfirmenn á skipunum höfðu þá ekki fengið gmnn- kaupshækkun í 7—12 ár og vildu ekki una því lengur. Allur kaupskipaflotinn stöðvaðist og ríkisstjómin hélt marga fundi um málið. Á einum þessara funda kvað Hannibal upp úr með það, að eina lausnin væri sú, að gefa út bráðabirgðalög um bann við verkfalli far- manna. Og hann hafði þessi lög tilbúin upp á vasann, var búinn að láta semja þau! Eins og áður var sagt höfðu yfirmennimir engar kauphækkanir fengið um langt árabil. Sumir þeirra höfðu fengið einhverja leiðréttingu mála sinna árið 1950, en aðrir ekki síðan 1945. Það virðist því nokkuð hart af forseta Alþýðusambands íslands, að leggja til að gefin yrðu út bráðabirgðalög um bann við verkfalli þessarra manna. . mm. Hvað hefðu þeir sagt? Hvað halda menn að kommúnistar hefðu sagt við bráðabirgðalögunum um bann við kauphækkunum 1956, ef þeir hefðu ekki verið í ríkisstjóm og aðrir hefðu sett lögin? Og hvað skyldi Þjóðviljinn hafa sagt, & ef félagsmálaráðherrann í viðreisnarstjórninni hefði lagt til að gefa út bráðabirgðalög um bann við verk- föllum einhverrar stéttar? Kommúnistar eru alls staðar eins. Meðan þeir em í minnihluta, þykjast þeir berjast fyrir hagsmunum verkafólksins og launastétta, en þegar þeir eru komn- ir til valda, reynast þeir verstu kúgarar alþýðunnar. Eftir 45 ára stjóm kommúnista í Rússlandi býr verka- fólkl og láglaunastéttir þar við verri kjör en í nokkru lýðræðisríki á Vesturlöndum, og í leppríkjum Rússa austan jámtjalds er líðan fólks ömurlegri en orð fá lýst. \ Á í byrjun vikunnar varð árekstur á Eirfksgötuhorninu. Þannig lá ný Opel-bifreið afvelta eftir. Sex harðir árekstrer á einu homi frá áramótum Vísir skýrði frá því fyrir nokkmm dögum að harður árekstur hefði valdið bílveltu á homi Eiríksgötu og Bar ónstígs. En eftir þeim upplýsingum sem Vísir hefur fengið frá Iögregl unni hafa fleiri árekstr- ar orðið á þessu homi fyrstu fimm mánuði þessa árs, heldur en allt s. 1. ár. Af alls sex árekstrum þar frá áramótum, hefur tvisvar orðið bílvelta og þarf því enginn að efast um að mikið tjón hafi hlotizt. Blaðið hafði í gær tal af Ólafi Guðmundssyni, varðstjóra í Siysarannsóknadeiid lögreglunn ar og spurðist fyrir um orsök þessarra tíðu árekstra á þessum gatnamótum. — Mín skoðun er sú að það sé tvennt, sem þessu ráði auk gáleysis sjálfra ökumannanna. í fyrsta lagi hár steinveggur, ásamt miklum trjágróðri og svo er það brekkan, sem hallar und- an, þegar ekið er norður Baróns stíg. — Er yfirleitt mikið tjón, sem hlýzt af árekstrum á þessum gatnamótum? — Já, það er áberandi hve mikið tjón hefur orðið á bifreið um þeim er lent hafa þarna saman. Árekstrarnir verða mjög harðir. Tvær bílveltur tala sínu máli um það. Annars virðast margir halda að þeir séu á aðal braut, þegar þeir aka Baróns- stlginn, athuga ekki sem skyldi hiiðargötumar, svo sem Eirlks götu Bergstaðastræti og Mímis veg.. — Hvað telurðu að hægt væri að gera til þess að afstýra fleiri árekstrum og slysum á þessum gatnamótum. — Eitt er víst að þama er brýn nauðsyn úrbóta. Mér dett ur helzt I hug að sett yrði upp biðskyldumerki og einnig tel ég mikla nauðsyn að gert yrði eitt hvað til þess að koma I veg fyr ir þá hættu sem af veggnum stafar, sagði Ólafur að lokum. ☆ I í febrúar s. 1. fór þessi Volkswagen sendiferðabíll á hliðina á sama horni. Ljósm. Vísis B. G. kom á staðinn í bæði skiptin og tók þessar myndir. JIIM1 ' l—BWWBBS m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.