Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 9
VlSIR . Laugardagur 1. júnl 1963, 9 STORBÆTT AÐSTAÐA Álrt forystumanna atvinnulifsins — Á árum vinstri stjórnar- innar háöum við harða bar- áttu við stjórnarvöldin um Ieyfi til að flytja inn bifreiðar og fyrir Iækkun á leyfisgjöldum á þeim. Stjórnarvöldin sögðu að gjaldeyririnn væri ekki til fyrir öðrum bifreiðum en rúss- neskum. En bílstjórar höfðu sama sem engan áhuga á slík- um bifreiðum. Endurnýjanir á atvinnutækjum okkar urðu því sáralitlar. Nú gegnir allt öðru máli. Síðustu þrjú til fjögur ár- in hafa aðflutningsgjöldin ver- ið Iækkuð í áföngum og inn- flutningur bifreiða er orðinn frjáls. Veruleg endurnýjun hef- ur átt sér stað, aðstaða bif- reiðarstjóra hefur þvi batnað til stórra muna. Þannig fórust Bergsteini Guðjónssyni, formanni Bifreiða- stjórafélagsins Frami m. a. orð I stuttu viðtali sem Visi átti við hann um málefni leigubif- reiðastjóra. — Hvenær voru aðflutnings- gjöldin fyrst lækkuð? — Árið 1962 var framkvæmd 20% lækkun á leyfisgjöldum af bifreiðum til leiguaksturs. Ári síðar, eða snemma á þessu ári varð enn önnur lækkun. Að- flutningsgjöldin lækkuðu úr 60% af fob.verði bifreiðanna í 30% af verðinu. — Viljið þið fá leyfisgjöldin felld niður að öllu leyti? — Við viljum fá sömu hlunn- indi og sérleyfisbílstjórar og vörubílstjórar, þeir þurfa ekki að greiða þessi leyfisgjöld. — Teljið þið líklegt að það takist? — Já, ég held að ríkisstjórn- in hafi fullan skilning á þessu hagsmunamáli okkar. Þess vegna vonum við að þess verði ekki Iangt að bíða að þessi gjöld verði felld niður, ef sama ríkisstjórn situr áfram við völd. — Hvenær var innflutningur bifreiða gefinn frjáls? — Á síðasta ári. Áður var innflutningur bifreiða háður leyfum. — Hvaða árangur er af þessu 'nýfengna frelsi? —- Bifreiðarstjórar hafa allir sem einn fagnað þessari ráða- breytni stjórnarvaldanna, og sýnt það með því að endumýja atvinnutæki sín í ríkari mæli en áður. Á vinstri stjórnarár- unum fengum við aðeins leyfi fyrir þremur bifreiðum, og það vom rússneskar bifreiðar, sem voru hér á sýningu. En eftir að vinstri stjórnin féll og núver- andi stjórnarflokkar tóku við völdum breyttist ástandið til verulegs batnaðar. Árið i960 var innflutningur bifreiða að vísu ennþá háður leyfum. En á því ári fengum við heimild til að flytja inn 30 bifreiðar. Árið 1961 fengum við heimild fyrir 61 bifreið. En vegna þess hve aðflutningsgjöldin voru há og bifreiðar þar af leiðandi dýr- ar treystu bifreiðarstjórar sér ekki til að notfæra sér þessa heimild. En árið 1962, eða eftir að innflutningur bifreiða hafði Spjallað við Bergstein Guðjónsson form. Bifreiða- stjórafélagsins Frama Bergsteinn Guðjónsson. verið gefinn frjáls og aðflutn- ingsgjöldin höfðu verið lækkuð mynduðust vaxandi möguleikar fyrir bifreiðastjóra til endur- nýjunar á atvinnutækjum sfn- um. Það ár keyptu bifreiða- stjórar 71 bíl frá útlöndum. Á þessu ári voru leyfisgjöld enn lækkuð, eins og ég gat um. Bifreiðastjórar tóku þvi tveim höndum, eins og bezt verður séð á þvf að frá áramótum hafa þeir keypt samtals 76 bif- reiðar. Og ekki kemur svo bíla- sending með einhverju af skip- um okkar að leigubílstjórar eigi ekki nýja bifreið þar á meðal. — Hver er nú mismunur á verði bíla til leigubílstjóra og annarra bflaeigenda? — Það fer eftir stærð bif- reiðanna. En þessi munur er í öllum tilfellum mjög mikill, eða frá fjörutíu og einu þúsundi upp í áttatíu þúsund krónur á dýrari bifreiðum. Þessarra hlunninda njóta leigubifreiða- stjórar um land allt. — Fengust engar lækkanir Ieyfisgjalda á árum vinstri stórnarinnar? — Nei, þvert á móti bættust alltaf nj og ný gjöld við. En auk þess fengum við ekki leyfi til að kaupa annað en rúss- neska bíla eins og ég sagði áðan. Á öllu tímabili vinstri stjórnarinnar fengu hinir 630 leigubílstjórar í Reykjavík leyfi til kaupa á þremur bifreiðum, rússneskum sýningarbílum, sem voru hér, og hagkvæmara þótti að losna við hér en að senda til baka. — Hvaða afleiðingar hafði þetta fyrir ykkur? — Þetta hafði í för með sér margvíslega erfiðleika fyrir bif- reiðastjóra í starfi þeirra. Bif- reiðar gengu úr sér, viðgerða- og viðhaldskostnaður jókst stórlega. Þetta olli einnig at- vinnutapi og ýmsum öð’rum vandræðum. Eins og nærri má geta varð rekstur bifreiðanna stórum dýrari en þurft hefði að vera ef gefizt hefðu tæki- færi til eðlilegrar endurnýjun- ar. Segja má einnig að þjón- usta bifreiðastjóra við við- skiptavini sína hafi af óviðráð- anlegum ástæðum orðið lakari í stað þess að batna eins og við hefðum kosið. — Hefur þetta nú breytzt á ný til batnaðar? — Mér er óhætt að fullyrða að svo hafi orðið. Um leið og bifreiðastjórar fengu tækifæri til eðlilegrar endurnýjunar breyttist þjónustan við borg- arana til mikils batnaðar. Og um leið varð rekstur bifreið- anna auðveldari og starfið á- nægjulegra. — Hvernig er atvinnuástandið hjá ykkur? — Atvinna er með betra móti. Það hefur auðvitað ásamt frelsi í innflutningi og lækkun aðflutningsgjalda átt sinn þátt í því að gera hina miklu endur- nýjun atvinnutækja okkar mögulega. Á meðan svo fer sem horfir í atvinnumálum al- mennt eru allar líkur til þess að svipuð atvinna og nú er muni haldast hjá leigubifreiða- stjórum. — Myndirðu vilja segja eitt- hvað að lokum? — Aðeins það að ég vil færa ríkisstjórninni þakkir fyrir það sem hún hefur gengið til móts við óskir og þarfir bifreiða- stjóra, jafnframt því, sem ég vil þakka henni hin mörgu framfaramál, sem hún hefur hrundið í framkvæmd þjóðinni til heilla. Ég get bætt því við að ég vona að þjóðin megi verða þeirrar gæfu aðnjótandi í fram- tíðinni að njóta þeirrar forystu, sem hún hefur nú. Með því væri fengin trygging fyrir þvi að atvinnutækin geti starfað óhindrað og að atvinna haldist. Ég veit að alþýðan mun þá ekki þurfa að kvíða því að mesti bölvaldur hennar, at- vinnuleysið, haldi innreið sína. S. Raabe og P. Gigling. Y arahlutaþ jónustaV olks- wagen bætt og aukin Eins og kunnugt er er sala Volkwagen hér á landi mjög mikið meiri en af nokkurri ann arri bflategund. Ástæðan mun m. a. vera sú að verð á vara- hlutum þeirra er sérstaklega hag kvæmt. Volkswagenverksmiðjurnar leggja mjög mikla áherzlu á að varahlutaþjónusta sé góð, og voru í síðustu viku staddir hér á landi tveir fulltrúar frá varahlutadeildinni, þeir Sieg- fried Raabe og Peter Gigling. Fréttamaður VIsis hafði tækifæri til að hitta þessa full- trúa Volkswagenverksmiðjunn- ar að máli og spurði þá m. a. hvort þeir væru ánægðir með frammistöðu umboðsins hér. Hr. Raabe varð fyrir svörum og sagðist hafa farið yfir vara- hlutabirgðir umboðsins og taldi þær vera mjög góðar, ennfrem- ur hefðu þeir kynnt sér pant- anir, sem liggja fyrir hjá verk- smiðjunni og sér sé mikil á- nægja að geta fullyrt að um- boðið hér fari nákvæmlega eft- ir þvl kerfi sem umboðsmenn verksmiðjunnar um allan heim fara eftir, til að fyrirbyggja varahlutaskort. Hins vegar sé fjölgun bílanna hér svo ör, að það sé meiri vandi fyrir umboð- ið hér að koma á fót nauðsyn- legum lager en vlðast hvar annars staðar. Frá áramótum hafa verksmiðjurnar afgreitt til Islands yfir 600 bíla. Fréttamaðurinn spurði hr. Raabe hvort þetta væri fyrsta heimsókn hans til íslands? — Svaraði hann þvl svo: Nei, ég var hér fyrir ári síðan, enda er starf mitt að ferðast til allra Norðurlandanna og Miðjarðar- Framhald á bls. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.