Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 01.06.1963, Blaðsíða 15
V 1 S I R . Lnugardagur 1. júní 1963. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ ERCOLE PATTI: ÁSTARÆVINTÝRI í RÓMABORG — Af hverju hefði ég átt að gera það? Það skiptir ekki neinu máli um hann, sagði hún og lagði hönd sína á handlegg hans og leiddi hann öt. Marcello hefði viljað spyrja hana frekara, hvers vegna hún þúaði Curtatoni, hvar þau hefðu kynnzt og hvenær. en hann gerði það ekki — hann vildi forðast að vera ónotalegur, en það hafði gert honum gramt í geði, að Curtatoni þessi var kominn til skjalanna. Það var þröng manna f matstofu kvikmyndaversins. Þarna sátu hlið við hlið forn-Rómverjar og 18. aldar menn af ýmsum stéttum, ungir menn í köflóttum skyrtum, stúlkur skartbúnar með púðruð parruk, allar æpandi, masandi, kallandi til þeirra, sem sátu við önnur borð. Við borð úti í horni sat leikkonan með bronsearmband- ið með snákshöfðinu. Hún fór með hlutverk Messalínu og var um- kringd Ieikurum, og voru sumir í stálbrynjum, en aðrir í hvítum rómverskum skikkjum. — Ég er alveg glorhungruð, sagði Anna og leit í kringum sig en hvergi var sæti að fá nálægt þeim, ... og héldu þau áfram rangli sínu milli borðanna. — Við skulum sitja hérna, sagði hún svo, eftir að hafa litið kring- um sig og komið auga á borð, en þar voru tvö s'æti laus. Á borð- inu voru óhreinir bollar og undir- skálar og diskar með matarleifum og ávaxtahýði. Við annan borð- endann sat leikkona, máluð í framan með lit sem minnti á brenndan leir. Hún heilaði Önnu af náð sinni með þvf að kinka lít- iliega kolli til hennar, svo vel mátti ætla að hún teldi sig all- miklu ofar í metorðastiga leiklist- nrlífsins. Aðrir við borðið voru karlar. Voru þeir snöggklæddir og höfðu brett upp skyrtuermarnar, nema ungur Ieikari, sem var með hvíta, púðraða hárkollu, og hafði lagt átjándu aldar þrístrenda hatt- inn sinn á stól við hlið sér. Þarna Var í hópnum lítill maður og grannur, með svart efrivarar- skegg og með gleraugu með þykk- um glerjum. Tal hans bar ákefð og jafnvel ágengni vitni, og lét hann greinilega engan bilbug á sér finna, og var framkoma hans í einkennilegu ósamræmi við ves- ældarlegt útlit hans. — Sæl, Anna, kallaði hann, er hann kom auga á hana, og vakti það furðu Marcello, að slík bylm- ingsrödd skyldi koma úr ekki sterklegri búk. — Segðu þessari vinstúlku þinni, hélt hann áfram án þess að virða Marcello viðlits, að vera ekki að setja sig á háan hest. Hún lítur nokkuð stórt á sig ... — Það er ekki svo, sagði Anna rólega. Henni er eðlilegast að vera blátt áfram. Hún er bara taugaóstyrk, dvölin hér hefir haft þau áhrif á hana. — Hver er þessi maður? hvísl- aði Marcello að henni. — Marcacci, kvikmyndatöku- maðurinn. Hann er í rauninni ind- æll, hvíslaði Anna enn lægra. — Anna, kallaði nú leikarinn í átjándu aldar búningnum, en hann sat við hinn borðenda. Ég skildi peysua mína eftir f búningsher- berginu þfnu. Fannstu hana? —■ Hún er þar. Þú getur komið og sótt hana. Ég var sannast að segja að hugsa um að tileinka mér hana. Þetta er Iaglegasta peysa. — Skildi hann ekki eftir eitt- hvað fleira? spurði Marcassi kvik- myndatökumaður og hló hásum rómi ... Það er ,svo sem auðséð, að þú ert ,búin ,að géra hann vit- Iausan í þér. Vonandi hefur hann ekki gleymt brókunum sínum þar? Þau hlógu öll, nema Marcello. Morano kvikmyndastjóri kom askvaðandi inn. Hann var í rú- skinnsjakka og með doppóttan hálsklút. Hann heilsaði hressilega öllum sem þarna voru og settist svo úti í horni. Leikkonan, sem var máluð í framan með leirlitn- um gekk til hans og settist hjá honum. Reykhaf mikið var í matstofunni og skvaldur mikið, en Marcello sá og heyrði greinile^a, er leik- konan, sem lék Messalínu, sagði hátt og greinilega: — Hann er bófi! — Mér þykir sannast að segja gaman að vera hérna, sagði Mac cello, og dreypti á glasi, sem var fleytifullt af hvítvíni, og reyndi að set.ja á sig bragð virðingar- manns .. . þrátt fyrir það, bætti hann við, að þessi kvikmynda- tökumaður, vinur þinn, sé hvim- leiður náungi og grófur í sér. — Hann er nú samt sá lang- bezti af þeim öllum, hvíslaði Anna í eyra hans, ... ef þú þekkt- ir hann betur, myndirðu játa, að það er hann, sem stendur með pálmann í höndunum. Marcello drakk annað glas til og var farinn að finna til vaxandi vellíðunar. Á borðinu, sem þau sátu við var pappírsdúkur með víni — og sósublettum. Hverju sinni er dyrnar opnuðust og lokuðust og dragsúgurinn sópaði burt reykhaf- inu sem snöggvast, sá hann koma inn, hverja af annari, leikkonur, þykkt smurðar andlitsfarða — en glitfagur og ginnandi þótti honum ljómi augna þeirra. Hér var hið rétta andrúmsloft, hugsaði hann, hér var ævintýraheimur, hér gat hvað sem var gerzt, og það eitt olli honum áhyggjum, að Anna yrði að vera þarna án verndar. IV. Daginn eftir varð Marcello að Ijúka við ritgerð, sem átti að birt- , ast í Samkundunni. Það var kom-1 ið á fremstu nöf með þetta, því að hann átti að skila handritinu 1 fyrir kvöldið. Hann hringdi þess vegna til Önnu og sagði henni, að hann þyrfti að vinna síðdegis. Þeim kom saman um að hittast klukkan átta um kvöldið fyrir utan húsið við Via Germanico. — Hvað ætlar þú að gera síð- degis? spurði Marcello. ___ Ég verð líklega heima og, tek til í herberginu mfnu. Kann- ski legg ég mig. Við hittumst þá klukkan átta. Marcello settist við skriftir ; herbergi sínu. Hann vann ekki að i bessari ritgerð af neinum áhuga. Hann var óeirinn, stóð upp og drö frá gluggatjöldin og horfði niður Via Boezio. Gatan var næstum mannlaus þetta vetrarsíðdegis. Við hana voru flest hús fveruhús, nær engar sölubúðir með uppljómuðum gluggum, svq að það var skugga- svipur á henni. t kjallara eins hússins var kolaverzlun og knippi n\eð upgkveikju við dyrnar. HúsVörðurírin í rrsesta tó^.kgjp.; út á trönpurnar vio óg Viðf' <Harin, var með ullarglófa á höndum, en samt neri hann saman höndunum eins og honum væri kalt, og hvarf svo aftur inn í óvistlega íbúð sína. Klukkan var að byrja að ganga fimm. Hann var á norðan og sól- skin, en þessi vetrarbirta var dauf og minnti á birtu gerviljósa frem- ur en skin sjálfrar sólarinnar. Þarna gekk stúlka eftir gangstétt- inni og var asi á henni. Kolakaup- maðurinn kveikti á lampa í búð sinni og lagði frá honum út á gangstéttina ljósrák, sem var daufari en ella vegna þess að loft- ið var mettað kolaryki. Marcello hafði horft út um stund, og heyrði nú, að skarað var í eldavélinni í eldhúsinu. Það hlaut að vera gamla þernan. Hann lagði leið sína þangað til þess að fá sér kaffi- sopa. Þernan var að setja heitt vatn á hitapoka handa Cenni greifa, sem sat öll síðdegi í hæg- indastól í viðhafnarstofunni og las myndskreyttu vikuritin. í við- hafnarstofunni ríkti þögn og þar var allt með hrörnunarbrag. Það lá við, að það heyrðist í skorkvik- indum þeim, viðarátunum, ormum og bjöllum, sem voru að eyðileggja bjálka og sperrur. Þegar Marcello gekk eftir göngunum kom hann auga á föður sinn gegnum hálfopn- ar dyrnar, — sá hann sitja þar með heilan stafla vikurita á borði hjá stól sínum. Hið gráa hár öld- ungsins var vandlega kembt og strokið, svipurinn virðulegur hirð- mannssvipur. Hann var niðursokk- inn í það, sem hann var að lesa. Hliðarsvipur hans var göfugmann- legur, en bar þó nokkurri undir- gefni vitni. Þegar Marcello var kominn aftur til herbergis síns kveikti hann á skrifborðslampa sínum. Hann las yfir þessa ritgerð, sem hann hafði skrifað með hálfgerðri ólund, teygði sig svo eftir bók, sem hann leit í sem snöggvast, og skrifaði Opnum í dag Heimilistækja- sýningu að Laugavegi 170.172 1 sýningunmi verða: KELVINATOR kæliskápar, frystiskápar og kistur og þvottavélar. — Kenwood hrærivél- ar. — Servis þvottavélar. — Ruton ryksugur og Janome saumavélar. Happdræfti Sýningargestum eldri en 16 ára, er gefinn kost- ur á að taka þátt í ókeypis happdrætti. — Glæsilegir vinningar. Sýningin verður opin frá kl. 2—9,30 laugardag- innn 1. júní, mánudag 3. júní (II. í Hvítasunnu) og þriðjudag 4. júní. Sjón er sögu ríkari — Gjörið svo vel að lífa inn HEKLA H.F. Það er ekki um annað að ræða Ito, við verðum að reyna að læðast fram hjá þeim ... svart kvarts! Það hefði aðeins getað komið hingað við eldgos. Við erum á toppinum á gömlu eldfjalli. Ito: Þessi steinn yrði góður spjótsoddur. Tarzan: Rétt Ito, þetta var góð hugmynd. Auglýsið s V3SB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.