Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 1
VÍSIR 53. árg. — Þriðjudagur 4. júní 1963. — 134. tbl. Kosningafundur Sjúlfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn efnir til almenns kjós- endafundar í Háskóla- bíói á fimmtudaginn 6. júní kl. 8,30 e. h. Stuttar ræður munu flytja á fundinum: Bjarni Benediktsson dómsmálaráðh. Sveinn Guðmundsson forstj. Pétur Sigurðsson alþm. Geir Hallgrímsson borg- arstjóri, Guðrún P. Helgadóttir skólastjóri, Birgir Kjaran alþm., Jó- hann Hafstein alþm. og Gunnar Thoroddsen f jár málaráðherra. Fundarstjóri verður Páll Isólfsson tónskáld. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í upphafi fundar- ins. TAKMARKID ER NÆ6 A TVINNA ÁN VíRBBÓL Gll — Eitt meginverkefni næstu ára er að launadeilur verði leystar án vinnustöðvunar með samkomu- lagi launþega, atvinnurekenda og ríkisvaldsins sagði Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra, er Vísir átti tal við hann um þjóðmálin í morgun. Kosið verður á sunnudaginn um það hvort á- framhald verður á þeirri viðreisn og velmegun, sem ríkt hefir undanfarið eða hvort við á að taka glundroði nýrrar vinstri stjórnar. Enginn Sjálfstæð ismaður má liggja á liði sínu, svo stefna framfara og farsældar fari með glæsilegan sigur af hólmi. Hvaða áfanga telur þú mikilvægastan í viðreisninni? Að allan tímann hefur ver- ið full og næg atvinna handa öllum landsins börnum. Áður en frumvörpin um efnahagsaðgerðir, viðreisn- ina, voru lögð fyrir Alþingi í febrúar 1960, áttum við nokkrir úr ríkisstjórninni við ræður við forseta Alþýðu- sambands Islands og fleiri framámenn þess, til þess að kynna þeim tillögurnar. Við- brögð þeirra voru þessi: Til- lögur ríkisstjómarinnar hljóta að leiða geigvænlegt atvinnuleysi yfir þjóðina þeg- ar á næstu vikum og mánuð- um. Svo er fyrir þakkandi að þessar hrakspár rættust ekki. Enda var það og er megintilgangur viðreisnarinn ar að koma í veg fyrir at- vinnuleysi og tryggja næga og arðbæra atvinnu. Sumir telja að engan veg- inn sé hægt að fullnægja vinnueftirspum, skapar það ekki erfiðleika? Vissulega. Þegar vantar vinnuafl- til framleiðslunnar, gengur verr að nýta hráefn- ið, vinna aflann og afleiðing- in er: minni gjaldeyrir, minni þjóðartekjur. En vinnuaflsskortinum fylgir einnig 'önnur hætta: verðbólguhættan. Yfirborg- anir á öllum sviðum fara l . auðyitað vel í vasa. og eru launþegum káerkomnar. En þær skrúfa líka upp allan um kaup og kjör verði að leysa með öðrum hætti en vinnustöðvunum. Deilur um skiptingu fjár og arðs eru ekki nýtt fyrirbæri. Egill komulag, sem launþegar, at- vinnurekendur og ríkisvaldið gætu komið sér saman um, til þess að leysa launadeilur án vinnustöðvana. Þetta hef- ur Hollendingum tekizt. Okk- ur getur lánazt það líka, ef nægur vilji er fyrir hendi. Hvaða leiðir koma þar helzt til greina? tilkostnað fyrir honum, t. d. byggingar- og húsnæðis- kostnaðinn. Vandinn er að finna jafn- vægið, meðalhófið, sem öll- um er fyrir beztu, en það er: Næg og vel borguð vinna án verðbólgu. Það hefur kannski Iítlnn hljómgrunn að tala um hættu á atvinnuleysi á þessum tím- um. En er sú hætta ekki allt- af fyrir hendi? Sérhver raunsær maður verður að reikna með því að áraskipti verði í velgengni atvinnuveganna. Miklar og lélegar fiskigöngur skiptast á, markaðir opnast og lokast, víkka og þrengjast á víxl. Verðbreyting verður oft á út- flutningsvörum okkar. Góð ár og mögur ár skiptast á í sögunni. Meginstefnan er sú, að koma í veg fyrir að atvinnu- leysi komi aftur fyrir á Is- landi. Viðreisnin miðar að því að tryggja þetta, búa í hag- inn með stórauknum fram- leiðslutækjum, hagnýtingu 1 auðlindanna til lands og sjáv- ar, skynsamlegri .skattalög- gjöf, gjaldeyrisforða og greiðsluafgangi, sém hægt er að grípa til ef illa árar. Nú hófst vérkfall flug- manna í morgún. Hvað viltu segja um það óg afleiðingar þess? Ég held að allur þorri Ís- • I 'f p . lendinga, sé, ,kominn .á þá ,, skoðun, að ágreininginn Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra. Skallagrímsson sá þetta allt fyrir sér í elli sinni, þegar hann vildi ríða til þings með silfurkisturnar og sá silfrinu á Lögbergi. Hann kvaðst ætla að ekki myndu allir skipta jafnt og vel milli sfn, heldur yrðu þar pústrar og> hrundningar, og bærist svo að um síðir að allur þingheim urinn berðist. Það er eitt meginverkefnið framundan að finna fyrir- Það þarf að koma á fót samstarfsnefndum vinnuveit- enda og starfsmanna sem starfi að staðaldri að því að jafna ágreining og finna leið- ir til betri starfsemi og bættra kjara. Það þarf að koma upp hlutlausri, óháðri stofnun sérfræðinga og trún- aðarmanna beggja aðilja, stofnun er nýtur trausts þeirra beggja, stofnun, sem vinnur jafnt og þétt að því að fylgjast með greiðslugetu einstakra atvinnugreina og þjóðarbúsins svo að það liggi sem gleggst fyrir á hverjum tíma, hvað er hægt og hvað er ekki hægt. Verkföllin voru leið ^19. aldar og fyrri helmings 20. aldar. Tuttugasta öldin mun á síð ara helmingi sínum finna nýj- ar, þjóðhollari leiðir til lausn- ar vinnudeilum. Skattar, útsvör og tollar hafa tekið miklum breyting- um. Hvað um framtíðina? Það hafa orðið gjörbreyt- ingar í skattamálum bæði fyr ir einstaklinga og fyrirtæki á þessu kjörtímabili. Atvinnu- reksturinn hefur losnað við fráleit, ósanngjörn skattalög, sem drógu úr framtaki og framförum og freistuðu til undandráttar. I stað þess býr atvinnulífið nú við hófleg og sanngjörn skattaákvæði, sem örva fremur atvinnustarf- semin en draga úr henni. Enn róttækari var þó breyt ingin varðandi almenning. Tekjusattur af almennum launatekjum var felldur nið- ur. Hjón hafa 70 þús. króna tekjur skattfrjálsar, 5 manna fjölskylda 100 þús. kr. Ef skattalög vinstri stjórn- arinnar giltu í dag þyrftu hjón með 3 börn og 100 þús. kr. tekjur að borga 5650 krón ur í tekjuskatt. I dag eru þau skattlaus. Síðan samið var um það við stjórnarmyndun- ina í nóvember 1959, að al- mennar launatekjur skyldu gerðar skattfrjálsar, hafa launakjörin breytzt verulega. Almenn hækkun er um 30 af hundraði. Það er rökrétt af- leiðing af stjórnarsáttmálan- um, stefnu stjómarflokkanna í skattamálum, að á næsta þingi verði hinar skattfrjálsu tekjuupphæðir hækaðar um ca. 30%, þannig að í stað 70 þúsund komi um 90 þús- und og í stað 100 þúsund , komi 130 þús. Hlvað vilt þú að lokum segja um áróður Framsóknar flokksins og kosningahorf- urnar? Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.