Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Þriðjudagur 4. júní 1963. 5 :'S’> Sjálfboða- liðar óskast Sjálfstæðisflokkinn vántar' sjálfboðaliða, eldri sem yngri,1 til starfa í dag og í kvöld við I undirbúning kosninganna. Þeir j sem vildu ljá starfskrafta sína , i eru góðfúslega beðnir að l hringja í síma 22316. HættuEegt — Glæsilegur fundur Heimdallar Kosningafundur Heimdallar, sem haldinn var sl. laugardag, tókst með afbrigðum vel og var fjölsóttari og glæsiiegri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Níu ungir menn og kon- ur úr röðum ungra Sjálfstæðis- manna fluttu stutt ávörp og hvatningaræður og var máli þeirra mjög fagnað af viðstödd- um. Ljóst er, að ungir Sjálfstæð- ismenn í Reykjavík, munu sem fyrr fylkja einhuga liði sínu, flokki sínum og stefnu til fram- gangs í næstu kosningum. Eins og áður er sagt fór kosningafundur Heimdallar fram sl. laugardag í Sjálfstæð- ishúsinu og hófst hann kl. 2.30. Var fundarsalurinn þéttsetinn ungu fólki, og komust færri að en vildu. 9 ræðumenn tóku til máls, Birgir Isl. Gunnarsson, -<S> Verkfall flugmanna skollið á Verkfall flugmanna hófst á miðnætti síðastliðnu. Samninga- fundir stóðu f alla nótt eða til kl. sex í morgun en án árang- urs. Allar flugvélar flugfélag- ánna eru staddar erlendis, nema innanlandsflugvélar Flugfélags íslands. Loftleiðir fljúga enn þá milli Evrópu og Ameríku án þess að koma við á íslandi. Sáttafundur var í flugmanna- deilunni í nótt. Torfi Hjartarson sáttasemjari ríkisins hafði boð- að fundinn, sem var sá fyrsti sem hann kallaði saman eftir að deilan hófst. Fulltrúar deilu- aðila sátu við samningaborð í alla nótt, án þess að samkomu- lag yrði. Samkomulagshorfur munu vera mjög óljósar. MiIIilandavélar flugfélaganna eru allar erlendis. En Gullfaxi Flugfélags íslands kemur heim i kvöld frá Kaupmannahöfn og Glasgow. Ein af flugvélum Loft- leiða fór frá Gander til megin- lands Evrópu með viðkomu í Glasgow. Munu flugvélar Loft- leiða halda áfram að fljúga. Ferðir Loftleiða voru upp- pantaðar langt fram í tímann. Einnig var mikið upppantað í Þyrilþota á leið yfir Atlandshaf í gær kom mjög merkileg og óvenjuleg flugvélartegund til Keflavíkurflugvallar. Var þetta risastór þyriivængja af tegund- inni Otis Falcon. Hið sérkenni- iega við hana er að hún er jafnframt þvi sem hún er með þyrilskrúfu, knúin áfram með tveimur þrýstiioftshreyflum, sem gefa henni mikinn flug- hraða og flugþol. Þyrilvængja þessi kom hing- að frá Syðra-Straumfirði og er aldrei vitað til þess fyrr að þyrilvængja hafi flogið þessa leiS, né farið svo langa Ieið yfir hafið. Áhöfnin voru þrír menn. Þyrilþota þessi er á leiðinni frá Bandaríkjunum til Parisar þar sem hún verður til sýnis á gríðarmikilli flugsýningu sem liefst um miðjan mánuðinn. Mun hún vafaiaust vekja mikla athygli þar. Þyrilþotan að lenda á Keflavíkurflugvelli. millilandaflugi Flugfélags Is- lands. En afpantanir voru byrj- aðar að berast strax í morgun. Vmnufíminn — Framhald af bls. 16. tekin fyrir. Árið 1961 voru með alárslaun 69,2 þús., en 1962 76 þús. pða 10% aukning. Vinnu- stundum fækkaði hins vegar frá 1961 til 1962 um 199 stundir (úr 2385 í 2186 stundir). Með- altalsaukning fyrir greidda vinnustund fer úr kr. 29,01 f kr. 34.76 eða 20%. Af þessum tölum sést hversu fallvalt er að treysta fullyrð- ingum þess efnis að vinna öll færist svo í vöxt, að um þrælk un sé að ræða. Af þessum töl- um sést, að stundum er gjör- samlega um hið gagnstæða að ræða, vinnutímum fer fækk- andi á sumum stöðum. Hins vegar má gera ráð fyr- ir því að um einhverja aukn- ingu sé að ræða þegar á heiid ina er Iitið, en þá aukningu verður aftur á móti að telja hina eðlilegustu þar sem vinnu- friður hélzt allt árið 1962. Langt verkfall var árið 1961 eins og menn muna, og hefur það að sjálfsögðu áhrif á fjölda vinnu stunda það áríð. 7 Utvarpsumræður Eins og kunnugt er vvrður kosið til Alþingis næsta sunnu- dag. Almennar stjómmálaum- ræður verða í útvarpinu í kvöld og annað kvöld. í kvöld hefir hver flokkur 50 mínútur til umráða og verður aðeins ein umferð. Annað kvöld verða 3 umferðir, 20 mínútna ræðutími í fyrstu umferð og jafnlangur í annarri, og 10 mínútur í þriðju umferð. Fyrra kvöldið er röð flokkanna sem hér segir: Al- þýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur, og annað kvöld er röðin þessi: Albýðub^ndalag, Framsóknarflokkur, Albýðu- flokkur og Sjálfstæð' r' kkur. Bjarni Beinteinsson, Geir Hall- grímsson, Guðmundur H. Garðarsson, Gunnar G. Schram, Pétur Sigurðsson, Ragnhildur Helgadóttir, Þór Vilhjálmsson og Eyjólfur Jónsson, sem flutti skýringar með kvikmynd þeirri sem sýnd var frá 30. marz 1949, þegar kommúnistar gerðu aðsúg að Alþingi. Gaf sú kvikmynd glögga mynd af því, hvernig skipulagð- ar sveitir fslenzkra kommún- ista gerðu tilraunir til að ó- virða löggjagarþing íslendinga og spilla þingfriði þess, með múgæsingum. Vakti kvikmyndin mikla at- hygli viðstaddra. Hinn fjölmenni fundur í Sjálfstæðishúsinu sýndi sem fyrr, hversu miklu fylgi Sjálf- stæðisflokkurinn á að fagna meðal yngri kynslóðarinnar. Framhald af bls 2 taka þær í sundur og sétja þær um borð I skip. Þessi flugvél sem er nýsmíðuð frá Beechcraft á að fara til Björumfly f Noregi. Það er félagið sem var að byrja fyrir nokkru Færeyjafiug. — JÆJA, herra Englund, þér sláið Lindberg gamla alveg út, hafið flogið fjórum sinnum yfir Atlantshafið? — Ekki vil ég nú segja það. Það. Það er orðinn mikill munur á aðstöðunni. Lindberg hafði bókstaflega engin hjálpartæki, en ég hef útvarpstæki og miðun artæki, fæ nákvæma veðurspá og auk þess er vélin alveg ný og á að geta gengið 1200 klst. fyrir fyrstu skoðun. Hér eru auka benzíntankar f aftursæt- unum. Með því eldsneyti er þol flugvélarinnar yfir 30 klst. Einu takmörkin eru hvað mað- ur getur haldið sér lengi vak- andi. Ég var heldur illa fyrir- kallaður, þegar ég lagði af stað og orðinn grútsyfjaður. Það er hættulegt ef maður fer að dotta. Qunnm Thoroddsen — Fra.rU' H I siðu Framsóknarforystan rekur magnaðan, fjármagnaðan, blekkingaáróður. Hún er læ- vís og lipur. Það er eins og hún berjist fyrir lífi sfnu. Það má vel vera, að Iff henn- ar liggi við. En líf Framsókn- arforystunnar er of dýru verði keypt, ef það á að kosta líf viðreisnarinnar. Ef kosið væri um málefn- in ein, störf og stefnu stjórn- ar og stjórnarflokka væri sig urinn vís. En það má enginn liggja á liði sínu til þess að tryggja öruggan sigur. Ðregið á morgun Á morgun verður tíregið í happdrætti Sjálfstæð- g isflokksins. Aldrei hefur flokkurinn boðið upp á jafn marga glæsilega vinninga og í þessu happ- drætti, fimm vinsælar fólksbifreiðir að verðmæti 650 þúsund krónur. KSI KRR HOLSTEIN KIEL gegn FRANI Annað kvöld kl. 20,30 keppir RÍKHARÐUR með Fram. Af þessum leik má enginn missa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.