Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 6
6 V í S I R . Þriðjudagur 4,- júní Í3C3. Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingóifsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Að lokinni langri helgi í dag hverfa menn aftur til sinna daglegu starfa eftir tveggja til þriggja daga frí frá störfum. Margir hurfu úr bænum yfir hvítasunnuna og nutu blíðunnar á hvítasunnudag á fjöllum. Aðrir dvöldu um kyrrt í heimahúsum, notuðu tímann til að vinna í görðum sín- um eða sinna öðrum tómstundastörfum. Um helgina var hlé á blaðaútgáfu og margir hafa eflaust notað tímann til þess að velta fyrir sér þjóðmálunum og kosn ingunum, sem nú eru á næsta leiti. Á f jögurra ára fresti tekur þjóðin ákvörðun um það hvemig hún vill að stjóm landsins verði hagað næstu árin. Það val er aldrei auðvelt, en þó er það nú sýnu auðveldara en oft áður. Valið er nú milli tveggja stefna, fremur en fjög- urra flokka. Stjórnarflokkarnir ganga sameinaðir til þessarra kosninga og biðja um réttlátt mat þjóðar- innar á því sem þeir hafa unnið, undanfarin þrjú ár. Á hinn bóginn hefur stjómarandstaðan eina stefnu: hún biður um fylgi til þess að stofna nýja vinstri stjóm. Valið stendur um þetta tvennt: Vilja menn við- reisn eða nýja vinstri stjóm. Munurinn milli þessa er mjór. Stjómarflokkamir hafa aðeins 3 atkvæða meiri- hluta á löggjafarþinginu. Þess vegna þurfa viðreisnar- menn að starfa ötullega fyrir stefnu sína ef þeir eiga að fá sigur. Deyfð og áhugaleysi býður hættunni heim. Vilji menn hafna viðreisninni þá er óhjákvæmilegt að spurt sé: Hvað tekur þá við? Örugglega ný vinstri stjóm. En hver verður stefna hennar? Það veit enn enginn með vissu. Fátt eitt er þó víst. Landhelgissamningum verður sagt upp, sam- kvæmt yfirlýsingum stjómarandstöðunnar. Nýjar regl ur verða settar um verzlun og viðskipti. Utaníkisstefn- unni breytt og farið inn á stefnu hlutleysis. AHt annað er óvíst. Valið stendur því milli vissu og óvissu. Sumir munu vafalaust telja að ný vinstri stjóm muni brydda upp á ýmsum nýmælum. En munu þau nýmæli vera í hag hinna lægst launuðu, eins og sú mikla skatta- lækkun sem viðreisnin mun framkvæma á næsta þingi, ef hún heldur völdum? Um það er fullkomin óvissa. Stuðningur við stjómarandstöðuna magnar þá óvissu. Tryggjum gildi krónunnar Það er höfuðhagsmunamál alls aldraðs fólks í land inu og allra þeirra sem eiga sparifé á vöxtum að krón- an haldi gildi sínu. Óðaverðbólgan getur gert hálfa þjóðina eignaláusa á örskömmum tíma. Núverandi stjóm hefir tryggt efnahag þjóðarinn- ar betur en nokkur fyrri stjóm. Áfamhaldandi við- reisn þýðir ömgga krónu. Því ríður á miklu að vágesti verðbólgunnar verði ekki aftur boðið til sætis á innsta bekk. Það verður aðeins fulltryggt á einn hátt: að veita viðreisninni brautargengi. Folar koma að marki. Fysturvarð Glæsir, 6 vetra. Á KAPPREIÐUM FÁKS t gær, annan dag hvítasunnu, fóru hinar árlegu kappreiðar Hestamannafélagsins Fáks fram á Skeiðvellinum við Elliðaár. Voru það 41. kappreiðar félags- ins, hinar fyrstu voru haldnar árið 1923. Upp úr hádegi í gær mátti sjá hópa ríðandi manna og kvenna á vegum í nágrenni Reykjavíkur og jafnvel á göt- um höfuðborgarinnar sjálfrar á leið til kappreiðanna. Þeir, sem ekki höfðu til umráða reið- skjóta urðu að láta sér nægja bifreiðir eða fæturna tvo, en margir hverjir klæddust reið- fötum, þau eru betri en ekki neitt. Klukkan 2 er kappreiðarnar skyldu hefjast var mikill mann- fjöldi saman kominn á Skeið- vellinum og var eftirtektarvert hve mikið var af ungu fólki og börnum. Sýndu börnin mikinn áhuga á hestunum og sá áhugi sem snemma vaknar dofnar seint og þurfum við því ekki að kvíða því að reiðmennska leggist niður f náinni framtíð. Til Ieiks voru mættir 44 hest- ar víða að af landinu og kepptu þeir f 13 flokkum. Voru menn óspart hvattir til að veðja á hestana „þvf að 25 krónurnar sem lagðar eru undir geta marg faldazt" , eins og kynnirinn sagðr. Hurfu margir að því ráði og var ávallt mikill mann- fjöldi við veðbankann, mestur meðan stökkkeppnin stóð yfir. Keppt var í skeiði .stökki og folahlaupi og urðu úrslit sem hér segir: Skeið, skeiðvöllur 250 m. 1. Neisti, 25,3 sek. Eig. Einar Magnússon. Knapi: Eigandi. 2. Hrollur, 26,4 sek. Eig. Sig- urður Ólafsson. Knapi: Eig. Enginn hestur náðl tilskildum lágmarkstfma til að hljóta 1. verðlaun og hlaut því Neisti 2. verðlaun. Neisti er „nýr“ hest- un, hefur ekki komið fyrr fram á kappreiðum. Stökk, hlaupavöllur 300 m. 1. Gustur, 24,6 sek. Eig. Bald ur Bergsteináson. Knapi: Gísli Björnsson. 2. Kasper, 24,7 sek. Eig. Einar Jónsson. Knapi: Kol- brún Kristjánsdóttir. 3. Tilberi, 24,7 sek. Eig. Skúli Kristjónss. Enginn hestur náði tilskildum lágmark'-K”v> og hljóta 1. verð- laun op ' Gustur því 2. verð laun. Þe" veðjað var á Gust urðu 25 krónurnar að 310 kr. og er það mjög mikið. Það er eftirtektarvert að hvorki Gustur né Kasper hafa áður komið fram á kappreiðum. Stökk, hlaupavöllur 350 m. 1. Grámann, 27,9. Eig. Sigurð ur Sigurðsson. Knapi Kolbrún Kristjánsd. 2. Þröstur 28,3. Eig. Ólafur Þðrarinsson. Knapi Þór- arinn Ólafsson. 3. Skenkur 28,8. Eig. Sigfús Guðmundss. Knapi: Eigandi. Grámann náði tilskild- um tíma og nlaut 1. verðlaun Grámann er mjög athyglisverð- ur hestur, kom fyrst fram í fyrra og sigraði þá 300 m. stökk Folahl,: hlaupavöllur 250 m.: 1. Glæsir, 21,0. Eigadi Aðal- steinn Þorgeirsson. Knhpi Ólaf- ur Björgvinsson. 2. Glaður, 21,1. Eigandi Jóhann Guðmundsson. Knapi: Kolbrún Kristjánsd. 3. Gyrðir, 21,2. Eig. Skúli Fjeld- sted. Knapi: Eigandi. Glæsir náði tilskildum lágmarkstíma og hlaut 1. verðl. Hann hefur ekki komið áður fram á kapp- reiðum. I 300 m. stökki vakti mikla athygli ungur knapi, Ólafur Johnson, er sat uppáhaldshest- inn sinn, Grána, sem er 15 vetra. Ólafur er aðeins 11 ára gamall og mun vera yngsti knapi sem komið hefur fram á kappreiðum Fáks. Hann var svo léttur að setja varð sandpoka bæði fyrir framan hann og aft- an til að nægilegri þyngd væri náð. Ólafur stóð sig mjög vel Happdrætti Sjálfstæðisflokks- ins er í fullum gangi. Miðar eru til sölu um allt land. Þeir sem hafa fengið senda miða eru beðnir að gera skil hið allra fyrsta. Það auðveldar innheimtu starfið. Þeir, sem ekki hafa feng ið senda miða en vilja Ieggja sitt fram að mörkum í þágu kosningabaráttunnar, sem Sjálf- stæðisflokkurinn heyr nú um þessar mundir, geta keypt miða hjá trúnaðarmönnum flokksins þótt ekki kæmist hesturinn f úrslit. Að keppni lokinni hurfu menn aftur í tímann og riðu þá eftir vellinum nokkrar kon- ur f síðpilsum og sátu þær í söðli og karlar sem sýndu ásetu að gömlum sið, og sat hver með sfnu lagi. Var margt „Iagið" furðuskrýtið og vakti mikla ká- tfnu, einkum meðal yngsta fólks ins. Síðasta atriðið á kappreiðun- um var naglaboðreið og kepptu þar þrjár sveitir: „Oldboys", „Miðaldra" og „Æskan“. (Hér er miðað við aldur knapa). Var þetta mjög spennandi keppni, og urðu þeir „Miðaldra" hlut- skarpastir. Síðan kom „Æskan og að lokum „Oldboys". Fyrir- liði f sveit „Miðaldra“ var Sig- urður Sigurðsson. Aðsókn að kappreiðunum var mjög góð og má gera ráð fyrir að áhorfendur hafi verið milli 4-5000. Létu þeir veðrið engin áhrif á sig hafa, en suð- austan strekkingur var og háði hann keppni nokkuð. Kaffisala var nú í fyrsta skipti í hinu nýja og glæsilega félagsheimili Fáks og var sal- urinn ávallt þéttsetinn. Með þessu nýja félagsheimili hefur öll aðstaða Fáks til félagslífs og veitingasölu bætzt mjög. Efnt var til happdrættis og komu vinningar á eftirt. númer: Hest- ur: 1984. Hringferð með Esju: 743. Beizli: 1362. úti á landi. í Reykjavík eru mið arnir til sölu í hinum fimm bif- reiðum, sem eru vinningamir í happdrættinu. Þeir standa á lóðinni Austurstræti 1. Einnig eru miðar til sölu í aðalskrif- stofu Sjálfstæðisflokksins, Sjálf stæðishúsinu við Austurvöll. Kaupið miða strax í dag. Nú er hver að verða sfðastur. Mun- ið að það er dregið 5. júní, að- eins fjórum dögum fyrir kosn- ingar. HAPPDRÆTTIÐ ÍFULLUM GANGI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.