Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 1
I, VISIR 53. árg. — Fimmtudagur 6. júní 1963. — 126. tbl. ■ FJÖLMENNUM á fundinn í kvöld Ingólfur Jónsson ráðherra. Kosningafundur D-listans í Háskóiabíó verBur í kvöld og hefst kl. 8,30. Reykvíkingar fjölmennum á þennan fund og sýnum með því að við styðjum öfluglega áframhaldandi við- reisnarstjóm. 1 byrjun fundar Ieikur Lúðrasveit Reykjavíkur. Fundar- stjóri verður Páil ísólfsson. Ræður fiytja: Bjami Benediktsson dómsmálaráðherra, Guð- rún P. Helgadóttir skólastjóri, Geir Hallgrímsson borgar- stjóri, Sveinn Guðmundsson forstj. Birgir Kjaran hagfræð- ingur, Pétur Sigurðsson sjómaður, Jóhann Hafstein banka- stjóri og Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra. Siónvarpað verður frá fundinum fram í anddyri hússins. .. ..................................................... BIEKKINSARNAR UM HÆKKUN AfURBANNA ERU FRÁLEITAR Rætt við Ingólf Jónsson ráðherra — Ef kommúnistar og Framsókn fá í samein- ingu glundroðavald við þessar kosningar, þá dregur til upplausnar og vandræða á þessu landi, jafnt í sveit sem við sjó. Þannig mælti Ingólfur Jóns- son, er Vísir átti tal við hann um stjómmáiaástandið i gær. — Þá hefur þjóðin lltið lært, sagði ráðherrann. Undir vinstri stjóminni litu aðrar þjóðir á okkur sem negraþjóð úr svört- ustu Afríku, enda var það engin furða. Erlendar og innlendar skuldir jukust sífellt og krónan okkar var hvergi skráð eða gjaldgeng. Ef hins vegar rikisstjómin fær traust kjósenda verður hald ið áfram á braut uppbyggingar- innar. Þá verður unnið áfram að því að bæta lífskjörin i land- inu og tryggja efnahagslegan gmndvöll þjóðarinnar. — Framsóknarmenn hafa und anfarið verið að tala um árásir á heimilin og eiga þar við hækk un á landbúnaðarafurðum. Hvað segið þér um það? — Það eru undarlegir menn, Framsóknarmenn. Þegar þeir tala við bændur telja þeir af- urðaverðið allt of lágt. En þeg- ar þeir tala við fólk við sjóinn reyna þeir að læða því irin að afurðaverðið þurfi að lækka. Þannig eru heilindin hjá þess- um merkismönnum. Slikir menn munu ekki erfa landið. Það er alkunna að afurða- verð bóndans hækkar, ef kaup- gjald hækkar í landinu, þar sem tekjur hans eru miðaðar við tekjur verkamanna, iðnaðar- manna og sjómanna. Hækkun afurðaverðsins stafar því af 30% kauphækkununum sem orðið hafa á síðustu tveimur árum, en ekki af árás viðreisn- arinnar á hag neytenda við sjáv- arsíðuna, eins og Framsóknar- menn vilja vera láta. Hér tala þeir tveimur tung- um ,sem svo oft ella. Margir Framsóknarmenn láta að því liggja, þegar þeir ræða við bændur, að flokkur þeirra hafi mestan hug á því að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokkn- um eftir kosningar. En þegar þeir tala við svokallaða vinstri menn segja þeir að sjálfsagt sé að mynda stjórn með Alþýðu- bandalaginu! Þess vegna eru menn farnir að spyrja hve lengi Framsókn muni takast að blekkja fólk til fylgis við sig með slíkum endemis málflutn- ingi. Annars má gjarnan minna á það, þegar við ræðum um þess- Framhald á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.