Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 2
V í S IR . Fimmtudagur 6. júní 1963. Framarar komu á óvarf gegn Holstem-Kiel. Gerðu jafntefli isl í fjörugum leik í gær Ríkharður Jónsson, styrkt- armaður Fram jafnaði ■skemmtilega með skalla eftir 79 mínútna leik í gær -kvöldi og sa þar með til þess að þýzku knattspymu gestimir fara a. m. k. ekki heim með eintóma sigra. Þjóðverjar höfðu annars sem fyrr yfirburði í leik, knattmeðferð og reyndar á allflestum sviðum, en upp við mörkin brást þeim yfir leitt hogalistin. Framarar vom líka ákveðnir í vörn og bakverðimir björguðu alls 5 sinnum á marklín- unni, Sigurður þrívegis en Guðjón tvisvar. ® Eftir tíu mínútna leik kom fyrsta mark leiksins. Sending fyrir mark Fram utan af hægri kanti frá Koll, en vinstri inn- herji Mund afgreiBir í netið. Þröngt spil innan vítateigs og vel gert hjá Þjóðverjum. © Á 36. mín. á Sigurður Einarsson í höggi við vinstri útherjann Greif. Hættan virtist ekki mikil, erfitt að skjóta og Geir átti að geta lokað mark- inu auðveldlega. Greif tókst hins vegar að skjóta laglega og inn í markið án þess að Geir svo mikið sem kæmi hendi á boltann. © Aðeins hálfri minútu eftir þetta mark skorar Þorgeir Lúð- víksson, sem nú lék á vinstri kanti fyrir Fram. Hornspyrna var tekin frá hægri, Þorgeir laus og liðugur við vítapunkt og skot hans á lofti Ienti í jörðu fyrir framan markvörð- inn, yfir hann og í netið, óvænt og nokkuð skemmtilegt mark. Annars voru mörg tækifæri önnur í leiknum og nægir að benda á að á 25. mín. björguðu báðir bakverðir Fram á marklínu. Einnig átti Baldvin miðherji Bald- vinsson færi um miðjan hálfleik en markvörður sigraði í viður- eigninni við Baldvin og hirti bolt- ann við vítateig. Eftir mark Fram færðist nokkur harka í leikinn á báða bóga og jafnvel lá við meið- ingum. Framarar voru ekki langt frá að jafna á 43. mín. er Baldvin skaut fyrst, en Ríkharður komst nokkru síðar í færi en markvörður var sterklega grunaður um að hafa haldið í fætur Ríkharðar, en dóm- urinn var aftur á móti á Ríkharð. • Jöfnunarmark Fram kom frá Ríkharði Jónssyni. Hrannar Ljósm. Vísis I. M. tók þessar þrjár skemmtilegu myndir af leik Holstein Kiel og Fram. Tvær fyrstu myndirnar sýna aðdragandann að öðru marki Fram. Á fyrstu myndinni sést hvar markvörðurinn ver aukaspymu frá Guðjóni Jónssyni, siðan missir hann boltann og þeir Ríkharður og Baldvin fylgja eftir, Ríkharður nær- að skalla og á eftir fylgja þeir báðir í netið. Haraldsson og hann pressuðu markvörðinn stíft eftir vel heppnaða aukaspymu af 25 metra færi frá Guðjóni Jóns- syni, en Ríkharður var sá þeirra sem skallaði yfir markvörðinn, sem hafði misst boltann frá sér í fallinu til jarðar. Framarar áttu hættulegri færi í þessum hálfleik en Holstein-menn. Við skulum í því sambandi benda á hörkuskot frá Guðmundi Óskars- syni á 6. mín. s. h. en það lenti í þverslá og skapaði hættu er bolt- inn lenti aftur á vellinum, en því var bjargað í horn. Baldur Schev- ing ógnaði á 28. mín. eftir send- ingu sem hann fékk á vitateig frá Rfkharði, en Þjóðverjar björguðu naumlega í horn, og við sjálft lá að boltinn færi í markið. Vissu- lega hefði sjálfsmark ekki kom- ið Frömurum á óvart! Hins vegar hélt línubjörgun bak- varðanna áfram hinum megin á vellinum. Sigurður bjargaði snemma í 3. skipti, en síðast í hálfleiknum bjargaði Guðjón i annað skipti. Bakverðirnir Guðjón og Sigurður skullu illilega saman snemma í hálfleiknum og lágu alllengi í valnum, en héldu leik áfram eftir að hafa jafnað sig. Holstein-Kiel liðið sýndi sem fyrr að hér eru engir aukvisar á ferð, heldur ágætir knattspyrnu- menn, sem ekki eru í toppæfingu. Þeir leika vel úti á vellinum, — en vissulega eru það mörkin sem telja, — og þar er stór galli á gjöf Njarðar, því liðinu gengur illa að skora. Beztu menn liðsins voru Tam framvörður, Bonnemann miðherji, Koll útherji og Wittaack markvörður. Fram-liðið er greinilega að fá á sig odd. Það var mikill fengur i Guðmundi Óskarssyni eins og hann barðist á köflum í þessum leik. E. t. v. var hann æstur svo- lítið upp og það var einmitt það sem hann þurfi. Hann var alls óhræddur og skapaði hættu. Bald- vin Baldvinsson er einnig einn hinna hættulegu framherja. Vörnin var með þá Guðjón og Sigurð Ein- arsson sem sina beztu menn, en Geir markvörður var ekki f sínum bezta ham og sum úthlaup hans voru hinar mestu ævintýraferðir um vítateiginn. Dómari var Grétar Norðfjörð og dæmdi ágætlega. — jbp - FASTEIGNAVAL ' V -** \-r I -X/ Höfum kaupanda að lítilli jörð eða góðri landsspildu sem næst Reykjavik, mikil útborg- un. Höfum kaupanda að litlu ein- býlishúsi, mætti vera I smá- íbúðahverfi, Kópavogi eða Silfurtúni. Höfum kaupanda að 3—4 her- bergja íbúð, mætti vera kjall- ari eða gott ris. Höfum kaupendur að 2—6 her- bergja íbúðum víðs vegar um bæinn, miklar útborganir. Lögfræðiskrifstofa og fasteignasala, Skólavörðustig 3A m. hæð. Símar 22911 og 14624 HREINGERNINGAR. HÚSAVIÐGERÐIR. Við hreinsum allt fyrir yður utan sem innan. Setjum f tvöfalt gler. Gerum við þök. Bikum og þéttum rennur. Kittum upp glugga og m. fl. Sími 3-76-91. <y;:. T LITEi AUTOUIE Það munar um kraftkertin i AUTOUTE PRODUCTS COHPANY Snorri G. Gudmundsson Hverfisgötu 50 — Sími 12242. ■ssaa œm'mMEœEeæs&ssm Egggp. '^TTT^ggr^... mmwmví

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.