Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 4
4 V I S I R . Fimmtudagur 6. júní 1963. Þetta „nisl" er saga fólksins Maður sem er skólastjóri, sparisjóðsstjóri, ritstjóri, forstöðumaður byggðasafns og fiskasafns, segir trá „Mér líður illa ef ég hef ekki verk að vinna. Ég hef alltaf þráð það að afkasta. Ég myndi aldrei ljúka af þeim verkum, sem ég hef að vinna, ef ég ynni átta tíma“. Þann ig fórust Þorsteini Víg- lundssyni skólastjóra í Vestmannaeyjum orð, er við ræddum við hann fyrir nokkru. Auk þess að vera skólastjóri er Þorsteinn sparisjóðs- stjóri, forstöðumaður byggðasafns, skelja- safns og fiskasafns, og sér auk þess um útgáfu ársrits gagnfræðaskól- ans, sem að þessu sinni var 416 síður að stærð. SKÓLINN. Þorsteinn er Austfirðingur að ætt og menntaður í Kennara- skólanum, auk þess sem hann nam í Noregi á fjórða ár. Hann segir hér frá því, hvernig það atvikaðist að hann kom til Vest mannaeyja. — Það var árið 1927 að Ás- geir Ásgeirsson, sem nú er for- seti íslands, en var þá fræðslu- málastjóri, skrifaði mér og bað mig að taka að mér unglinga- skóla í Vestmannaeyjum og lét í Ijós þá ósk, að ég vildi gera það að ævistarfi. Hafði gengið í miklum brösum að halda hér uppi unglingafræðslu og vildi fólk yfirleitt ekkert læra. Þegar ég svo kom hingað um haustið voru ekki nema nfu nemendur innritaðir. — Mér þótti þetta í minnsta lagi og fór til Páls Bjarnason- ar skólastjóra barnaskólans og spurði hann ráða. Hann lagði til að við færum til síra Sigurjóns Ámasonar, sem nú er prestur í Hallgrímskirkju. Hann ráðlagði mér áð fara á alla fundi, þar sem ég gæti holað mér inn, og ræða þar um skólamálin og nauðsyn þess að læra eitthvað. Ég fór á fundi í K.F.U.M., verka lýðsfélaginu, stúkunni og vfð- ar, og árangurinn varð sá, að ég gat byrjað með 22 nemendur. — Skólinn hófst í byrjun október og átti að standa fram f febrúar. Menn þorðu ekki að spenna bogann hærra, því að það þótti ganga glæpi næst að vera að draga unglingana í skóla frá vertíðinni. I febrúar skrifuðu tíu nemendur áskorun til skólanefndar um að skólinn yrði framlengdur um einn mán- uð. Þessum tíu nemendum kenndi ég því í marz. — Þetta var oft erfitt á fyrstu árunum. Til dæmis var örbirgð- in hér mikil á kreppuárunum. Foreldrar höfðu þá ekki efni á að kaupa bækur handa nemend- um. Tók ég þá það ráð að leigja út bækurnar og var leigan tíu prósent af verði bókanna. Það var um 1,50 krónur á bók á ári og áttu margir nóg með að borga það. Við eigum enn marga kassa af þessum bókum. ________* ■ t______ítj x-i.: B L I K . Eins og fyrr segir gefur gagn- fræðaskólinn út ársrit, sem að þessu sinni er 416 síður að stærð. Auk þess að vera skóla- skýrsla er f ritinu fjöldi greina og hefur Þorsteinn skrifað sjálfur um 300 síður. Nefnist ritið Blik. Segir Þorsteinn hér nánar frá því. — Blik kom fyrst út árið 1936. Komu þá út 48 síður á ári, sem komu út í þrennu lagi. Var útgáfunni hagað þannig til 1941, en þá féll það niður yfir stríðsárin. Næst kom það svo út árið 1946. Hefur það sfðan komið út einu sinni á ári og farið sístækkandi og hefur aldrei verið stærra en nú. — Fyrsta greinin í ritinu er allt'af hugvekja, sem að þessu sinni er eftir sfra Þorstein L. Jónsson. Þá eru greinar í ritinu um ýmis efni, sérlega fróðleikur sem hætt er við að fari forgörð- um. Til dæmis er f þessu riti ævisaga síra Brynjólfs Jónsson- ar, eins merkasta prests, sem hér hefur verið, án þess að hallmæla neinum. — Nemendur mínir hafa allt- af verið mér mjög hjálplegir við útgáfu ritsins. Hafa þeir safnað og innheimt auglýsingar. Þá sjá þeir algerlega um sölu á ritinu og skipta þá niður bænum, þann ig að því er lokið á örskömm- um tíma. Efnið í ritinu er mjög staðbundið, enda selst það fyrst og fremst hér, en þó dálítið í Reykjavík. — Auglýsendur í ritinu eru um 70, flestir héðan, en þó eru alltaf nokkur fyrirtæki í Reykja- vík, sem styrkja okkur með auglýsingum. Ritið stendur varla undir kostnaði, enda ekki selt nema á 70 krónur. BYGGÐASAFN. Þorsteinn byrjaði upp úr 1930 að safna gfipurn í byggðasafn og hefur haldið því áfram síð- an. Hann segir sjálfur frá. — Þetta hófst upphaflega með því að ég fékk nemendur mína til að koma með ýmsa gamla hluti, sem þeir áttu að henda. Hafa þeir alltaf verið mér til mikillar aðstoðar við þetta. Starfið hélt sfðan áfram og hafa bæjarbúar komið með hluti til mín ótilkvaddir. Gripina geymdi ég í gagnfræðaskólanum og eru þeir þar enn. Þetta varð þó stöðugt erfiðara, eftir því sem safnið jókst. — Árið 1952 óskaði ég því eftir því að bæjarstjórn kysi með mér byggðasafnsnefnd, til að gera það auðveldara að kom- ast í snertingu við heimilin. Það er alltaf hægara fyrir hóp manna en fyrir einn mann. Hef- ur nefnd þessi starfað siðan. Núna hefur bærinn keypt hús, sem ætlað er fyrir byggðasafn og bókasafn og mun þvf á næst- unni verða hægt að setja safn- ið upp, þar sem almenningur getur séð það. Sumum finnst skrýtið að vera að safna þessu gamla rusli, en þetta rusl er saga fólksins. — Safnið á nú orðið mikið af góðum gripum. Auk þess höfum við í byggðasafnsnefndinni feng ið Engilbert Gíslason málara- meistara og listmálara til að mála fyrir okkur myndir af gömlum bátum og húsum, sem nú eru horfin, en sem hann hafði áður gert af rissmyndir. — Safnið á nú mikið ljós- myndasafn. Hér starfaði um þrjátíu ára skeið myndasmiður að nafni Kjartan Guðmundsson, frá Hörgsholti í Hreppum. Þeg- ar hann lézt gáfu erfingjar hans bæjarfélaginu myndasafnið, alls um 21 þúsund plötur. Bærinn hefur veitt fimmtán þúsund krónur á ári til^að gera lappa af plötunum, svo að við getum vitað hverjir eru á þeim. Við látum vinna þrjú til fjögur þús- und myndir á ári. — Þegar okkur svo skortir þekkingu höldum við sýningu á myndunum í gagnfræðaskól- anum, þar sem fólk hjálpar okk- ur að þekkja myndirnar. Fólk borgar fyrir að fara á þá sýn- ingu og rennur það fé til byggða safnsins. Á slðustu sýningu fengum við um ellefu þúsund krónur i aðgangseyri og hefur aldrei gengið svo vel. — Myndirnar i safninu eru ekki aðeins frá Vestmannaeyj- um, heldur er mikið úr Rang- árvallasýslu og Skaftafellssýslu. Við buðum að þessu sinni mörg- um gömlum Skaftfellingum til að skoða myndir og gátu þeir hjálpað okkur með að þekkja mikið af myndum, bæði af bæj- um og fólki. Við höfðum fjórar stúlkur við að skrifa niður myndaskýringar og höfðu þær nóg að gera allan daginn. Alls fengum við að þessu sinni skýr- ingar við um þrjú þúsund mynd- ir,- sem er mjög góður árangur. SKELJA- O G FISKASAFN. Síðustu tíu árin höfum við safnað skeljum á vegum gagn- fræðaskólans. Ég hef haft skelja klúbba til að safna skeljum og höfum við þegar fundið milli 60 og 70 tegundir af skeljum hér við Eyjarnar. Sjávarlífið er mjög ríkt hér við Eyjar. Skeljateg- undir við Islands eru alls 94, svo að við eigum þegar 'tvo þriðju af þeim. — Þá eru til við Iandið 133— 4 tegundir af kuðungum og eig- um við um helming þeirra. Ég hef til þessa eignað skólanum þessi söfn, en ég tél að þau notizt betur, ef almenningur og gestir hafa aðgang að þeim. Ann ars verða þau ekki sýnd nema einu sinni á ári. — Við erum nú að vinna að þvi að koma af stað fiskasafni. Á síðasta ári efndum við til al- mennrar fjársöfnunar I bænum til að geta kostað mann til að setja upp fiska. Það sýnir á- huga bæjarbúa, að þegar söfn- uðust 36 þúsund krónur. Við eigum von á að fá hingað í sum- ar Jón Guðmundsson kennara, . sem er sérfræðingur á þessu sviði og mun hann verða hér mestan hluta sumarsins. Þetta fiskasafn verður eign almenn- ings. Það liggur í augum uppi, að fiskveiðiþjóð á að eiga fiska- söfn. — Við^ eigum þegar yfir tuttugu tegundir af fiskum, að- allega smáfiskum og mjög sjald- gæfum fiskum, sem Jón mun byrja á að setja upp. Til dæmis eigum við lucifer, áttunda fisk- inn af þeirri tegund, sem fund- izt hefur hér við land, að því er Bjarni Sæmundsson segir. Þá eigum við silfurbrama, þann fyrsta, sem veiðzt hefur hér við land, en hann veiddist vest- an við Eyjamar. — Fólk hefur mikinn áhuga á þessu hér og sendir mér oft fisk upp í skóla eða heim. Þó þykir bezt að senda þá I spari- sjóðinn, þegar ég er þar, því að það er stytzt frá höfninni. Þessa fiska fæ ég að geyma í frysti- geymslu hjá Hraðfrystistöðinni — Við getum látið vinna tals- vert fyrir þá peninga, sem við nú höfum. Það er gaman að hafa nóga peninga til að vinna að áhugamálunum. SPARISJÓÐURINN. Eins og fyrr segir er Þor- steinn einnig sparisjóðsstjóri og hefur verið það frá stofnun Sparisjóðs Vestmannaeyja 1943. Undirbúningur hófst haustið 1942, en starfsemin byrjaði í ^príl 1943. Segir Þorsteinn svo frá. — Stofnendur voru 30, og lagði hver fram fimm hundruð krónur. Stofnfé var því 15 þús- und krónur. Sparisjóðir eru sjálfseignastofnanir og getur enginn grætt á að stofna þá, þannig að okkur gekk ekki það til að auðga okkur sjálfa. Það eina, sem menn geta grætt er einu prósenti hærri vextir af stofnfénu en veittir eru af inn- lánsfé. — Við töldum að rúm væri fyrir aðra lánastofnun við hlið Útvegsbankans, sem þá hafði starfað hér í áratugi. Hann hafði mjög mikið að gera við að sjá útvegnum fyrjr.. lánsfé,. ,,. sem ekki er óeðlilegt, í stærstu verstöð landsins. Okkar tilgang- ur var ekki að fara inn á það svið, heldur að einbeita okkur að byggingarlánum. — Á þessum tuttugu árum, sem sparisjóðurinn hefur starf- að, hefur hann vaxið mjög ört. Sparifé sjóðsins er nú um 18 milljónir og við höfum lánað fé í um sjö hundruð byggingar. — Samvinna við Utvegsbank- ann hefur verið mjög góð. Við þrufum til dæmis að safna fé til haustsins og jólanna, þvi að langmest kemur inn af fé á ver- tíðinni, en minnkar mikið, þeg- ar líður á árið. Þá leggjum við þessa peninga inn í Útvegsbank- ann, svo að hann geti velt þeim á meðan. Þetta sýnir bezt, að ekki er um neinn samkeppnis- kala að ræða. MIKÍL VELMEGUN. — Ég sé enga ástæðu til að þegja yfir því, að aldrei hefur streymt inn eins mikið fé til sparisjóðsins og nú. Þetta stafar einfaldlega af því, að vel- megun fólks er svo mikil í bæn- um. Það sýnir bezt, hve afkom- an er góð, að núna gengur yf- ir bylgja af nýbyggingum. Á einni viku fyrir nokkru fengum við 34 lánsbeiðnir sem námu 960 þúsundum og voru allar þannig vaxnar, að við gátum samþykkt þær. Þetta sýnir hvl- lík gróska er í framkvæmdum hér, og svo eru menn að tala um móðuharðindi. Tilgangur okkar með stofnun sparisjóðsins var fyrst og fremst sá að vinna að uppbyggingu at- vinnulífsins, með þv£ að gera fólki mögulegt að setjast hér að. Þessum tilgangi okkar teljum við okkur hafa náð, enda sést það á þvf, sem að framan er sagt, hvaða þýðingu sparisjóð- urinn hefur í bæjarlífinu. ós. Þorsteinn i sparisjóðnum: „Aldrei meiri velmegun, og svo tala menn um móðuharðindi“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.