Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 15
VTSIR . Fimmtudagur 6. júní 19C3. 75 □□□□□□□□□□□□□□□□GaaaanacnaD ERCOLE PATTI: ÁSTARÆVINTÝRI í RÓMABORG OgMarcello hélt áfram göngu sinni og hugur hans var fullur aðdáun- ar á öllu, sem fyrir augu hans bar, því að þetta var borgin hans, og hann unni henni, því að hér, í Rómaborg, var hann borinn og bamfæddur, — hér hafði hann lif- að allt sitt líf, þessa borg hafði hann elskað hverja stund lífs síns. Allt hafði hér á sér blæ vinsemd- ar, hér var öllum fagnað, í búðum og bústöðum, og mál fólksins lét vel í eyrum. Klukkan var farin að ganga fimm. Nú mundi Anna vera I þann veginn að koma til Napoli. Ef til vill mundi bíll Marcacci nú kom- inn inn í aðalborgina, — ef til vill væru þau búin að aka um úthverf- in, þar sem getur að líta asnakerr- urnar litlu, hlaðnar hálmi eða héyi, og skröltandi, upplitaða strætis- vagna, sem komnir voru til ára sinna. Kannski var það vegna þess, að kvikmyndatökumaðurinn var kominn svona langt í burtu, að honum fannst hann ekki ívið eins hranalegur og óviðfelldinn og áð- ur, svo að hann leit hann fyrir hugskotsaugum sínum nú sem hvern annan ókunnan bílstjóra. Sólin var gengin til viðar. Birt- an var allt f einu horfin og loftið varð notalega svalt og það var hreint og þurrt. Vegfarendur voru famir að greikka sporið, og ljós voru tendruð. Honum varð litið á hitamælinn fyrir utan búð gler- augnasala nokkurs og sá, að það var óðum að lækka á mælinum. Veturinn, sem hið vorlega veður með sólskini sínu hafði hrakið burt var aftur kominn. Brátt var orðið dimmt og þokumóða vafðist um tendruð götuljóskerin. Við Piazza Quadrata gengu menn hratt inn eða út um dyr uppljómaðra sölu- búðanna. Á bílana, sem lagt hafði verið á torginu, var að koma hrím- lag. Kannski boðaði næturhrímið gott veður á morgun. Og Marcello var hreykinn af Rómaborg, borg- inni sinni, á þessu kvöldi, enn frek- forngripaverzlunum, Via Nazionale, þar sem umferðarljósin voru á lit- inn sem tópazar og smaragðar, Pi- azza Venezia, með hvíta, uppljóm- aða minnismerkinu, Via Ottaviano, þar sem ótal búðir með hinum fjölbreyttasta varningi, litlu húsin í Garbatella, Citta Giardino, Prima- velle, Donna Olimpia-hverfið, með opnum gluggum efri hæða til þess að ná inn hreinu loftinu utan af landsbyggðinni, þar sem hvergi gat nú ljós að líta, en'hverfið var í yzta jaðri borgarinnar. Marcello fór að greikka sporið. Innan fárra daga mundi hann fara til Napoli og hitta Önnu. Þau mundu vera saman margar nætur í annarri borg. Þau mundu búa saman, vafalaust, sofa í sama her- bergi. Hann var enn frjáls og hamingjusamur af tilhugsuninni um Önnu. Á Piazza Quadrata fór hann i strætisvagn og lagði svo leið sina í ritstjórnarskrifstofur Samkund- unnar. Þar mundi hann hitta vini. Þar mundi verða rætt um stjórn- mál, bókmenntir og konur. í ritstjórnarskrifstofunum voru ara en endranær. Honum fannst i Þeir Palermi, Conti og tveir aðrir sem hún breiddi út faðm sinn. Og þannig var hann skapi farinn sjálf- ur, að hann langaði að breiða út faðm sinn í allar áttir, faðma allt að sér. Á þessu kvöldi, í hreinu, hress- andi vetrarloftinu, þegar þokan Iagðist yfir allt, og trén meðfram strætunum hringuðust og göturn- ar gljáðu, var sem húsaraðirnar teygðust alla leið upp í sveit. Kringum neonljósin mynduðust eins og alla vega litir dúnhnoðrar. Og á húsaþökunum á Gianicolo- hæðum blikuðu þeir sem stjörnur í fjarska, en mitt á dimmu fljótinu var eyjan Tiberina, í kuldalegri — ^ V » ' i,’ íiami xiciui iidacigiictiiiccinciKci, acin 'hirtu &ifina-éiglh-’I]ósa svp a»%réfciÞ “fftfegiV-1 fiðfliháar gætu HfnnHaft Iega sást framhlið1 kirkjunnar*.tl!iu.'"frailfit',álf.pr,'')'w I öllum veitíngastofum og verzl unum meðfram aðalgötunum var allt upplýst, svo og kvikmynda- húsin. Hann sá fyrir hugskots- augum sfnum Viale, Giulio Cesare og sporvagnana skröltandi, Monte- verde Nuovo, þar sem angan var í lofti frá Permolic hreinsunarstöð- inni. Og sá Via del Babuino, með Loftfesting Veggfesting Mælum upp Setjum upp 51 Ml 1374 3 L f NDARGÖTU 2.5 að lesa handrit upphátt. Það var tilkomulítil saga, sem þeir voru að lesa, og var höfundur hennar einn af starfsmönnum gasráðs borg arinnar, og var þetta frumsmíð hans, en hann hafði lengi lagt stund á lestur tildur-tímarita, og hafði nú tekið það í sig, að gerast rithöfundur. Þetta var sem sé frum- smíð hans. Og Conti sat þarna uppi á borði með vélritað handritið og las og las, en við og við lét hann Ijós sitt skína um höfundinn og verk hans. — Þessi náungi slær þá alla út, sagði hann loks í fullri alvöru, hugsunin skýr, vandað efni, — og hann hefur frásagnarhæfileika, sem Palermi lagði við hlustirnar. Hon um féll illa að hlýða á lofræður um verk annarra, — fannst þá, að hans eigin verk væru óbeint gagn- rýnd. — Við skulum halda áfram lestr- inum, sagði hann óþolinmóðlega, í þeirri von, að ef þeir héldu áfram lestrinum fyndu þeir einhverjar veilur í verki starfsmanns gasráðs- ins, sem yrði til þess að draga úr hrifni Conti og hinna. Conti las aðra málsgrein til. — Mér fellur þetta vel, sagði Marcello, hann skrifar eins og hann hefði komizt yfir alla örðugleika- hjalla á bókmenntasviðinu. — Hér er allt tært, — engar dreggjar, sagði annar. Palermi brosti þurrlega. Dálítið gróft — það af er. Og augljóst hvaðan rekja má áhrifin. Og þessi einfaldleiki í stíl — hann er ekki eðlilegur. Hann er láns- flík. — Nei, sagði Conti ákafur, marg- ir vina okkar í flokki rithöfunda gætu margt lært af honum. — Ég tel þetta ýkjur hjá þér, sagði Palermo, og vottaði fyrir gremju hjá honum. Vafalaust er um einhverja kosti að ræða, en við höfum ekki enn heyrt nóg til þess að geta skapað okkur sanna skoðun. Lesið áfram! Conti byrjaði aftur að lesa. Er hann hafði lesið tvær máls- greinar hætti hann. — Aha, sagði Marcello, þarna hefur heldur en ekki farið ofan í hjá honum. Og vissulega sat gasráðshöfundi urinn þarna fastur í feni, því að þarna gætti hjá honum í kynlegri og væmnislegri lýsingu, áhrifa slæmra bókmennta. — Já, hérna er slæmur kafli, en tveir þeir fyrstu, þeir, sem ég er búinn að lesa, voru ágætir. Við skulum lesa dálítið meira. Hann las enn eina málsgrein' og hætti. — Lengi getur vont versnað, sagði Marcello, og hugsaði til þess með fagnaðarkennd, að Anna var orðin förunautur hans í lífinu. — Þetta seinasta minnti mig mjög á Guido da Verona, sagði Conti og gafst þar með upp við að halda hlffiskildi yfir gasráðs- höfundinum. — Já, mjög fjarri því, að um tært efni án dreggja sé að ræða, sagði Palermi og var ekki laust við að hlakkaði í honum. ... Handriti _ gasráðshöfundarins var hent á borðið og annað um- ræðuefni var tekið fyrir. Pascall Pascall nylon sokkarnir 30 Din., eru komnir aftur. Verð aðeins 30 krónur. •* REGNBOGINN, BauKastræti 6 Sími 22135. COIMSUL CORTINA TAUIMUS 12 M CARDINAL Rúmgóður 5 manna fjölskyldubíll fyrir að- eins 145 þús. kr. Afgreiðsla í júní, ef pant- að er strax. Kynnist kostum FORD-bíIanna. LiMBOÐIÐ SÍMAR 22469 - 22470 SVEINIM EGILSSOIM HF T A R Z A N Tarzan: Ég er búinn að henda svo miklu kvartsi oní þá, að það mundi nægja til að drepa 10 fíla. Vinniiskyrtur Vinnujukkar Vinnubuxur :sí« Ito: Ég heyri ekkert. Tarzan: Þeir hljóta að hafa maga úr stáli. Ito:, þeir eru búnir að loka aug- unum. Tarzan öskrar á Ito, að þeir skuli nota tækifærið. Hann grípur í handlegg drengsins og ber hann með sér. Auglýsið í VÍSI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.