Vísir - 07.06.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 07.06.1963, Blaðsíða 1
VISIR — Föstudagur 7. júní 1963. — 127. tbl. Ávarp Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra til Reykvíkinga Sigur viðreisnarinnar er hagur borgarinnar Ég treysti því og trúi að Reykvíkingar láti ekki Framsóknarflokkinn ná þeirri aðstöðu hér í borg að hann fái stöðvunarvald á Alþingi eftir kosning- ar sagði Geir Hallgrímsson borgarstjóri í viðtali við Vísi í morgun. í Reykjavík er baráttan hörðust. Ég treysti því að Reykvíkingar standi vörð um hag borgar sinnar og hindri að Framsóknarflokkurinn og kommúnist- ar nái glundroðavaldi með atkvæðum Reykvíkinga. Allir Sjálfstæðismenn verða að gera sér það Ijóst að til þess að koma í veg fyrir það er nauð- synlegt að Sjálfstæðisflokkurinn herði að mun sóknina og fái enn fleiri atkvæði en nokkru sinni fyrr. Ella er teflt á algjöra tvísýnu. Það sýna kosn- ingatölumar frá síðustu kosningum. Framsóknarmenn hafa á und- angengnu kjörtímabili starfað á skipulagsbundinn hátt með kommúnistum í borgarstjóm Reykjavíkur, í verkalýðshreyf- ingunni og á þann hátt rofið einangrun kommúnista og hald- ið í þeim lífinu. Framsóknarmenn hafa svo 1 þessari kosningabaráttu tekið upp merki kommúnista í af- stöðu og áróðri í utanrikismál- um, þar semumlandhelgismálið og Efnahagsbandalag Evrópu hefur verið að ræða. Það skýtur þvi skökku við, þegar Framsóknarmenn halda þvi fram, að stefna þeirra sé íslenzk stefna. Þá vék borgarstjóri að ýms- um atriðum sem sýna hvem hag viðreisnin hefir fært höfuð- borginni, en á þessi atriði drap hann í ræðu sinni i Háskólabíó í gærkvöldl Geir Hallgrímsson sagði: Það er ekki úr vegi nú á þess- um tímamótum að rifja upp ýmsa áfanga á vegi viðreisnar- innar, að þvi er tekur til sam- eiginlegra málefna okkar sem borgarbúa og varðar hagsmuna- mál Reykjavíkurborgar. 1 þeim efnum minnumst við í fyrsta Iagi, að viðreisnarráð- stafanir lögðu grundvöllinn að nauðsynlegri fjáröflun til þeirra stórfelldu hitaveitufram- kvæmda, sem unnið er nú að f borginni. — Lán Alþjóðabank- ans, að upphæð 86 millj. kr., rauf margra ára hlé á lánveit- ingum bankans til fslands og íslenzkra fyrirtækja og bar f senn vitni um aukið traust er- lendra fjármálastofnana á efna- hag landsins eftir viðreisn og mat þeirra á mikilvægi og nyt- semi hitaveituframkvæmdanna sér f Iagi. Framkvæmd hitaveituáætlun- arinnar verður lokið á fjórum árum eins og upphaflega var ætlað og reynist ein stórfelld- asta kjarabót Reykvíkinga, þar sem hitunarkostnaður meðal fjöiskyldu lækkar um hátt á 4 þúsund kr. á ári, og sparar þjóðarbúinu gjaldeyri, sem i stað olíukaupa er hægt að verja tii annarra þarfa og upp- byggingar. Þá er okkur f öðru lagi i fersku minni, að hlutdeild sveitarfélaga i söluskatti fékkst fyrst framgengt, eftir að við- reisnarstjórn tók við völdum, en áður hafði formaður Fram- sóknarflokksins barizt á móti þessu hagsmunamáli sveitarfé- Framhald á bls. 5. VIDRCISN EBA Cl UNDRODI FUNDUR D-listans i Háskóla- bíói í gærkvöldi var einn glæsi- legasti kosningafundur, sem reykvískir Sjálfstæðismenn hafa haldið. Hinn stóri salur kvik- myndahússins, stærsti fundar- salur landsins, var troðfullur, en auk þess sátu hundruð manna í anddyri hússins og fylgdust með fundinum í sjónvarpi frá salnum. Um kl. 21 steig dr. Páll ísólfsson í ræðustól og setti hinn glæsilega fund með snjöllu ávarpi, en gaf siðan Bjama Benediktssyni, dómsmálaráö- herra, formanni Sjálfstæðis- flokksins orðið. Aðrlr ræðu- menn voru: Guðrún P. Helga- dóttir, skólastjóri, Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, Sveinn Guðmundsson, vélfræðingur, Birgir Kjaran, forstjóri, Pétur Sigurðsson, sjómaður, Jóhann Hafstein, bankastjóri og Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins. Var ræðum þeirra allra tek- ið með kröftugu lófataki. BJARNI BENEDIKTSSON sagði m.a. í ræðu sinni: Stjórnarand- stæðingar sá til illgresis. Eng- inn skyldi halda það þjóðlnni til velfamaðar, ef þeir komast að völdum. Við höfum reynsluna af þvi frá vinstri stjórnlnni. Sú saga mundi endurtaka slg, ef stjórnarandstaðan næði þeim völdum, sem hún leltar eftlr, stöðvunarvaldinu. Meira vonar stjómarandstaðan ekki. Núverandi stjóm er ekki galia Framhald á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.