Vísir - 07.06.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 07.06.1963, Blaðsíða 2
V í S I R . Föstudagur 7. júní 1963 .■Tr...TTr)..L] u~i T~ J'7731 07777773 7 ^ ^#7777 f*\ 'V '//////,mw///A r Þróttarar nema land Laugarási, en þau hverfi koma til með að verða „Þróttarhverfi“ í framtíðinni. 17. júní mótið 1 gærkvöldi brugðu blaðamaður og ljósmyndari frá Vísi sér inn í Njörvasund og horfðu góða stund á yfir 40 unga pilta leika knatt- spyrnu. Þarna á túnunum við Njörvasund hefur Knattspyrnufélagið Þróttur hafið landnám sitt, en félagið hyggst flytja búferlum úr suð- vesturhluta Reykjavíkur sem fyrst, enda getur vart orðið um útvíkk- unarmöguleika á starfsemi félags- ins þar. Þjálfarinn Axel Axelsson, kunn- ur af leikjum sínum með meistara flokki félagsins í sumar, sagði okk- ur að eldri félagar Þróttar hefðu I unnið að því að undirbúa æfinga- svæði handa piltunum og auk þess mundi Þróttur sjá um kennslu handa drengjunum. Axel sagði mjög góða aðsókn strax á fyrstu æfingunum, jafnvel svo að fjölga I yrði þjálfurum sem fyrst, Hefðu j þannig um 40—50 drengir mætt á fyrstu æfingarnar og ættu, eflaust ! eftir að verða fleiri. Meðfylgjandi mynd tókum við i af drengjunum í gærkvöldi. Margir þeirra eru greinilega mikil efni f stórknattspyrnumenn og hver veit nema Þrótti takist að koma sér upp sterkum liðum yngri flokks manna í Kieppsholti, Vogum, Heimum og 17. júní mótið verður haldið 16. og 17. júní. Keppt verður í þess- um greinum: 16. júní: 400 m grindahlaup — 200 m hlaup — 800 m hlaup — 3000 m hlaup — langstökk — spjötkast — 4x100 m boðhlaup. 17. júní: 110 m grindahlaup — 100 m hlaup — 400 m hlaup — 1500 m hlaup — stangarstökk — þrístökk — hástökk — kúluvarp - kringlukast — 1000 m boðhlaup. Þátttaka er opin öllum og til- kynnist f. B. R. fyrir n. k. miðviku dag, 12. júní. HOLSTEIN — KIEL, þýzka at ivinnumannaliðið leikur í kvöld kl. 20,30 við Akureyringa. Norðan-; menn munu styrkja lið sitt þrem' leikmönnum, en ekki var vitað í' gærkvöldi með fullri vissu hverjir; þeir leikmenn væru, en búizt við að tveir þeirra yrðu bakverðirnir! Árni Njálsson og Guðjón Jónsson.; Ætti Akureyrarliðið að vaxa mikið með tilkomu þeirra. Myndin hér fyrír ofan er af þrem KR-ingum í leikhléi gegn Kiel. Hörður Felix- son er með tebollann, í miðjunni er] Sveinn Jónsson og lengst til hægri er „KR-ingurinn“ Ormar Skeggja- son, en hann var fenginn að láni; hjá Val, KR-ingum til styrktar. Þjálfara- námskeið Samkvæmt tilkynningu er KKÍ hefir borizt frá Körfuknattleiks- sambandi Danmerkur, þá verður námskeið fyrir þjálfara í körfu- knattleik haldið að íþróttaháskól- anum að Sönderborg dagana 23. til 29. júní næstkomandi. í samræmi við samþykkt Körfu- knattleiksráðs Norðurlanda, þá býður danska körfuknattleikssam- bandið einum þátttakanda frá Is- landi, frítt uppihald á meðan á námskeiðinu stendur. Þátttakandi verður sjálfur að greiða ferða- kostnað. Þeir körfuknattleiksmenn, sem hafa í hyggju að sækja þetta nám- skeið, eru beðnir að hafa samband við stjórn Körfuknattleikssam- bands íslands, sem allra fyrst. Heimilitækjasýning HEKLU ab Laugavegi 170-172 er opin daglega frá kl. 2-9.30 e.h. Sjón er sögu ríkari — Gjörið svo vel að líta inn Á sýningunni eru Kelvinator kæliskápar, frysti- skápar og kistur og þvottavélar. Kenwood hræri- vélar. Servis þvottavélar. Ruton ryksugur — Janome saumavélar. Sýningargestum, eldri en 16 ára, er gefinn kostur á að taka þátt í ókeypis happdrætti. Glæsilegir vinningar. m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.