Vísir - 07.06.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 07.06.1963, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Föstudagur 7. júní 1963 VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjöri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og »fgreiðsla Ingó'.fsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. f lausasölu 4 kr. eint. - Slmi 11660 (5 Ilnur). Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f. Boðið upp á SÍS forstjóra Fólksfjölgunin á Reykjanesskaga er ískyggileg og það þarf að snúa þeirri öfugþróun við. „Jafnframt þarf svo að draga úr ofþenslu fjárfestingar á Suðvestur- landi". Þannig mælti Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans í blaði sínu 1956. Þessi sami maður kemur nú til Reyk- víkinga og biður þá um að kjósa sig á þing. Hann held- ur að minni Reykvíkinga sé stutt. Árum saman hefur Framsóknarflokkurinn og blað hans barizt gegn hagsmunum höfuðborgarinnar. Árum saman hefur Þórarinn Þórarinsson og kumpánar hans við blöð Framsóknar úti á landi hatazt við „Reykja- víkurvaldið", eins og Tíminn hefur nefnt líf og starf fólksins í höfuðborginni. Eftir ósigur Framsóknar 1956 kallaði Þórarinn Þór- arinsson Reykvíkinga „múgsálir sem skorti sjálfstæða hugsun og styðja óíslenzkan málstáð". Þá komu Fram- sóknarmenn grímulausir til dyranna. Nu biðja þessir sömu menn um gott veður. Þessir menn sem rufu þing fyrir stríð til þess að koma í veg fyrir að Sogsvirkjunin væri byggð. Þessir menn sem bönnuðu Reykvíkingum að byggja nema 80 fermetra hús í mörg ár. Þessir menn.sem sögðu fyrir nokkrum árum í Tímanum að íbúðabyggingar í Reykjavík væru ósæmilegar frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Reykvíkingar eru óáreitið fólk. En þeir muna mis- gerðirnar, sem þeim eru gerðar. f dag eru þeir beðnir að kjósa manninn sem mest hefur.barizt gegn Reykja- vík á þing. Og ekki nóg með það. Þeir eru beðnir að kjósa einn af forstjórum SÍS á þing við hlið hans! Munu þessir menn gæta hags Reykjavíkur? Munu þeir gæta hags þess fólks sem þeir hafa kall- að „múgsálir"? Munu þeir mennirnir, sem vilja draga úr fjárfestingunni í höfuðborginni, halda vel á mál- efnum Reykvikinga á löggjafarþinginu? Það munu þeir ekki gera. Því er ósigur þeirra sigur Reykvíkinga. Ný skattalækkun Hjón með 100 þús. kr. árstekjur og tvö börn á fram- færi sínu greiddu 6.700 krónur í skatt árið 1959. Nú greiða þau aðéins 500 krónur í skatt. Hverjum er þessi breyting að þakka? Viðreisnar- stjórninni, sem fellt hefur niður skatta á launatekjum almennings. Ef viðreisnin fær að halda áfram í land- ínu, munu skattar enn verða lækkaðir á næsta þingi. Þá verða þessi hjón alveg skattlaus, jafnvelþótt þau hafi mun meiri tekjur. Sú skattalækkun mun nema nær 40 millj. króna. Ef kommúnistar og Framsókn ná völdum, verða skattarnir ekki lækkaðir. Þeir verða hækkaðir. í :~ m ¦m Uppskipun í Reykjavíkurhöfn. Lífskjörin bætt frá 1958 Stjórnarandstaðan hefur oft og Iengi hamrað á því, að lífskjör almennings hafi versnað stór- lega síðan viðreisnarstjórnin kom til valda. Eru þessu til sönnunar notaðar alls konar blekkingar, t. d. bent á lægsta kauptaxta Dagsbrúnar. Á þó hver sæmilega skýr maður að geta séð það strax, að atvinnu- tekjur ákvarðast ekki aðeins af breytingu -lægsta taxtans, held- ur og af breytingum annarra taxta, færslu starfa milli taxta- flokka, breytingu á yfirvinnu- greiðslum, áhrifum ákvæðis- launa, fjölda vinnustunda og hlutfallinu milli almennra vinnu- stunda og yfirvinnustunda. Þá verður breyting lifskjara eigi heldur metin einhliða með samanburði á atvinnutekjum og verðlagi á neyzluvörum, heldur þarf einnig að hafa hliðsjón af áhrifum beinna skatta og beinna persónulegra styrkja — og þá fyrst og fremst fjölskyldubóta. Lægsti kauptaxti Dagsbrúnar er langt frá því að vera réttur mælikvarði á lífskjör Dagsbrún- armanna sjálfra, m. a. vegna þess, að tiltöjulega fáir vinna eftir honum, og þeim fer stöð- ugt fækkandi, sem það gera; og þeim mun fráleitara er auðvitað að halda því fram, að sá taxti segi rétt til um lífskjör laun- þega almennt. Samkvæmt traustustu gögn- um, sem til eru um þessi mál, voru lífskjör íslenzkra. verka- manna, sjómanna og iðnaðar- manna um 11% betri árið 1962 en þau voru á síðasta valdaári vinstri stjórnarinnar, 1958. Þessar upplýsingar um þróun lífskjaranna hafa fengizt með úrtaksrannsóknum á atvinnu- tekjum kvæntra verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna, sem framkvæmdar hafa verið á veg- um Efnahagsstofnunarinnar og byggðar á skattaframtölum þess ara stétta árlega um langt skeið. Er þar höfð hliðsjón af beinum skattalækkunum síðustu manna, >leiðréttar frá og með 1960 vegna skattalækkunar og aukningar fjölskyldubóta og umreiknaðar til verðlags árs- ins 1960. . Vísitala meðaltekna samkv. 1. dálki: Samkvæmt útreikningum sem ekki verBa véfengdir árin og aukningu beinna per- sónulegra styrkja, fyrst og fremst fjölskyldnanna, en þetta hvorttveggja hefur meginþýð- ingu fyrir samanburð lifskjara fyrir og eftir 1960, vegna hinn- ar miklu lækkunar beinna skatta og 'hækkunar fjölskyldubóta, sem þá átti sér stað. En með því að bera saman atvinnutekj- ur þannig leiðréttar við breyt- ingar á vísitölu neyzluvöruverð- lags fást raunverulegar atvinnu- tekjur, sem telja má mælikvarða á lífskjörin. Samkvæmt ósk viðskiptamála ráðherra gerði Efnahagsstofnun- in s.l. vetur skýrslu um breyt- ingu á kaupmætti atvinnutekna þeirra þriggja stétta, sem að framan voru nefndar, og eftir fyrrnefndum reglum. — Taflan hér á eftir er byggð á þessum upplýsingum og útreikningum hagdeildar Framkvæmdabank- ans og Efnahagsstofnunarinnar. Þar kemur fram fyrir árin 1956 —1962: 1. Meðallaunatekjur á mann í þúsundum króna samkvæmt úrtaksrannsóknum um at- vinnutekjur kvæntra verka- manna, sjómanna og iðnaðar- Meðal launatekjur Visitala á mann meðallauna- Ár. þús. kr. tekna á mann (1) (2) 1956 72.704 100,0 1957 70.542 97,0 1958 76.458 105,2 1959 82.048 112,8 1960 81.873 112,6 1961 82.603 113.6 1962 84.990 116,9 Þessar tölur sj rna, að raun verulegar atvinnutekjur fyrr- nefndra stétta hækkuðu í tíð vinstri stjórnarinnar um 5,2%, en hafa hækkað síðan um 11%. Hvað þjóðartekjum á mann viðvíkur hefur verið reiknað út, að þær hækkuðu í tíð vinstri stjórnarinnar um 5%, en hafa hækkað síðan um 8%. Hlutfallið milli raunverulegra atvinnutekna og þjóðartekna helzt lítt breytt 1 tíð vinstri stjðrnarinnar, en hefur siöan orðið launþegum mun hagstæð- ara. ÓHkt verður að telja að nokk- ur leyfi sér að halda þvl fram, að þessir útreikningar Efnahags stofnunarinnar séu gerðir af Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.