Vísir - 08.06.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 08.06.1963, Blaðsíða 1
VISIR 53. árg. — Laugardagur 8. júní 1963. — 128. tbl. á aðfangadegi kosninganna: A morgun gengur íslenzka þjóðin til kosninga. Þá verður afráðið hverjir fára með:ist}<5m la^dsins næstu fjögur árin. Þá verður ákvörðun tekin um það hvort viðreisnin heldur áfram í landinu eða vandræði nýrrar vinstri stjórnar halda innreið sína á nýjan leik. - Við viljum og við getum tryggt síbatnandi lífskjör allra íslendinga, sagði Ólafur Thors for- sætisráðherra, er Vísir átti tal við hann í gær um stjórnmálaviðhorfið og kosningarnar á morgun. — Við höfum ótalmargt á prjónunum, sem allir munu njóta góðs af, ekki sízt unga fólkið. Við höf- um aðeins náð fyrsta áfanganum. Verkefnin bíða. — Hvað segið þér um stjórn- málaviðhorfið nú siðustu daga? — Ég held að það séu um 10 ár liðin, frá því að ég fyrst sagði við sjálfan mig: Þessar útvarpsræður eru vita gagns- lausar. Fæstir geta áttað sig á því til fulls hvað er satt og hvað ósatt. Það trúa.flestir sin- um. — Er þetta breytt? — Eftir útvarpsumræðurnar á þriðjudags- og miðvikudags- kvöld er ég á öðru máli. — YBur finnst þá eins og öðr- um að myndin sé skýrari? — Já, það finnst mér sannar- lega. Nú finnst mér að útvarps- umræðurnar hafi lagt smiðs- höggið á fundarhöldin og bar- áttu blaðanna. Þá sáu allir aðr- ir en þeir, sem lokuðu augun- um. — Ekki vantaði þó ádeilur og blekkingar andstæðinganna. — Nei, það er satt. En þetta var utangarna karp. Þvl fylgdi hvorki sánnfæring né kraftur. Auk þess voru andstæðingarn- ir nær alltaf innikrðaðir. Ég sagði við sjálfan mig I vöku- lokin: þetta eru • dauðþreyttir, vonlausir menn að lotum komn- ir. Þeir eru á flótta frá stað- reyndunum. Fólkið hlýtur að flýja þá. — Fundust yður ádeilurnar þá púðurskot? — Nei. Það var nú meðal annars einmitt púðrið sem al- veg vantaði. — Hvað um Framsókn? — Nú verð ég að gæta mln að vera ekki hvassyrtur. Fram- sókn hefur gengið I allar þær gildrur, sem minnkandi sigur- vonir leggja á leið óvandaðra sérhagsmuna og valdastreitu- manna. Fyrst reyna þeir að vinna á viðreisninni með 6- heyrðu talnafalsi og fátíðum blekkingum. Þegar svo það reynist vita gagnlaust reyna þeir að vinna á viðreisnar- stjórninni með fantalegu land- ráðabrigzli. Enn fer á sama veg, nema nú er skömm þeirra og sök fyrir það meiri, að utan- ríkismálin eiga að vera utan við dægurdeilur lýðræðisflokka. í þessum efnum eru yfirsjónir þessara manna miklar og af- brot þeirra stór. UHBK8 Ólafur Thors forsætisráðherra Þó er enn ótalið það sem Framsókn á sér engin úrræði verst er. — Hvað getur verið verra? — Verra, það er kannski ekki rétta orðið. En það sem þeim er hættulegast er að nú I leiks- lokin er öllum orðið ljóst, að og enga hugsjón. Þeir vita ekk- ert, hvað þeir ætlast fyrir, fái þeir' áhrif. Þeir biðja bara um að fá neitunarvald. Reykvíking- ar vita hvað það þýðir. Þetta er lýðurinn, sem alltaf hefur ***** l -\ viljað neita Reykvfkingum um allt. Um vö,rur, .Wusnæði, raf- magn og um kösnlngarétt. Það að svipta Reykvikinga kosn- ingajafnrétti var einmitt áðal- hugsjón Framsóknar við sfð- ustu kosningar. Það þarf unga fólkið að muna. Já, og svo hitt. Að eina hug- sjón Framsóknar utan beinustu eiginhagsmunanna er skömmt- unin — að fá að skammta öll- um allt. Ráðið til að fyrirbyggja þraut- ir Framsóknarskömmtunarinnar er að skammta Framsókn at- kvæði, já, og skammta smátt, eins og þeir gerðu, þegar þeir réðu. Þetta þarf unga fólkið líka að vita. — En hvað um stjðrnarflokk- ana? — Við viðreisnarmenn ætl- um okkur ekki að lifa á af- rekum okkar -— fornri frægð. Alls ekki. Það er hin stóra, lif- andi hugsjón, sem fyllir hug okkar, hugsunin um allt, sem við eigum ógert, athafnaþrá og óþreyja. Við megum varla vera að þvl að bíða eftir taln- ingunni. Verkefnin bíða. Við höf um aðeins náð fyrsta áfangan- um. Við viljum og við getum tryggt sibatnandi lífskjör allra Islendinga. Og auðvitað höfum við ótalmargt á prjónunum, sem við enn höfum Htið talað um, sem allir munu njóta gððs af, ekki slzt unga fólkið. __ Hvað segið þér að lokum um úrslii kosninganna? __ Þér getið eins vel spurt mig um gæfu þjóðarinnar. Ég hef auðvitað vonir, kannski einnig líkur, en enga vissu. Þjóðin kveður upp dóm sinn á morgun, dóminn yfir okkur, dóminn yfir sjálfri sér. Þeim dómi verðum við og hún sjálf að hllta. M^^M:^^^ ¦ <),.',,>;¦

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.