Vísir - 08.06.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 08.06.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Laugardagur 8. júní 1963 MÓTBÁRUR STJORNARANDSTÖDUNNAR — MÓTBÁRUR STJÓRNARANDSTÖDUNNAR Fullur sigur í landhelgis- málinu Framsóknarflokkurinn er höfuðóvinur Reykjavíkur Landhelgismálið hefur verið eitt höfuðvopn stjórnarandstæð- inga i kosningabaráttunni. Þeir tala um smánar- og nauðungar- samning, um undirlægjuhátt rikisstjómarinnar og fullyrða að stjómvöld hyggist framlengja undanþágum Breta innan iand- helginnar, þegar þær undanþág- ur renna út í marz n. k. Samningurinn er ekki meiri smánarsamningur en það, að í öllum nágrannalöndunum er litið á hann sem stóran og mik- inn sigur Islendinga. Hann er ekki meiri nauðungarsamningur en það, að nú var náð sam- komulagi um að Bretar veiddu á svæðum innan landhelginnar, sem ná samtals yfir 5000 fer- Brezka stjórnin hefur og lýst því yfir, að aldrei hafi komið til mála að fá undanþágumar framlengdar, enda hefur ís- Ienzka ríkisstjómin og stjóm málaflokkamir sem að henn standa og fullyrt, að slíkar frarr lengingar komi aldrei tii greina. Málflutningur Framsóknar- manna hefur aigjörlega verið hrakinn í landhelgismálinu. Bret ar hafa endaniega viðurkennt 12 miluraar, ísland hefur unnið fullan sigur. Framsóknarmenn og reyndar kommúnistar leggja höfuðáherzl una á að auka atkvæðatölu sína í Reykjavík. Um kommúnista skal ekki rætt, allir vita þeirra hug til þess frelsis einstaklings- ins, sem bezt blómgast hér í höfuðstaðnum. En hinn stjórn- arandstöðuflokkurinn, Fram- sókn, er jafnsvarinn óvinur at- Kosningabomba Þjóðviljans sprakk í höndum hans kílómetra, en Framsóknarmenn buðu Bretum 1953 svæði innan landhelginnar, sem var fjórum sinnum stærra, eða rúmir 20.000 ferkilómetrar. Undirlægjuhátturinn er ekki meiri en svo, að íslendingar hafa áunnið sér álit og virðingu hvarvetna fyrir framkomu sína í máii þessu, og brezka stjómin hefur tekið á sig alla ábyrgð á framferði þegna sinna í Milwood málinu. Aðalkosningabomba kommún- ista í kosningahríðinni hefur ver Vinir kommúnista Einar Olgeirsson sagði á AI- þingi í vetur: „Framsóknar- flokkurinn er róttækur og góð- ur og það er indælt að starfa með honum — þegar hann er í stjórnarandstöðu“. Með þessum orðum staðfesti Einar Olgeirsson, foringi komm- únista ekki einasta óáreiðanleik Framsóknar og tvískinnungs- hátt, heldur Iíka samstarf þeirra við kommúnista í stjómarand- stöðunni. Hefur ríkt með þess- um flokkum hið nánasta sam- starf þetta kjörtímabil, á Al- þingi, í kaupgjaldsmálum, á ASÍ-þingi og í borgarstjórn. Þannig hafa þeir dyggilega rof- ið einangrun kommúnista i ís- lenzkum stjómmálum og þann- ig hafa þeir komið upp um heil- indi sín og hug gagnvart vest- rænu samstarfi og vestrænu Iýð ræði. Hvaða lýðræðissinni kýs slík- an flokk? Stjórnarandstaðan býður á glundroða upp Núverandi ríkisstjóm hefur með ráðstöfunum sínum reist við efnahagsmál íslendinga, með þeim árangri að lánstraust okkar hefur verið endurvakið erlendis. Hún hefur stuðiað að verzlunar- og fjárfestingarfrelsi og sett á fót stofnlánasjóði. með þeim afleiðingum, að nú ríkir í dag, almenn bjartsýni meðal Íslendinga. En ríkisstjómin hefur gert meir. Hún hefur i framhaldi af þessari uppbyggingu, iagt fram þjóðhags- og framkvæmdaáætl- un, þar sem þróun og horfur næstu ára eru markaðar og at- hugaðar og raunhæft mat lagt til grundvallar. Kjósendur vita að hveriu þeir ganga þegar þeir kjósa viðreisnina. En hvað þá um stjórnarand- stöðuna? Hefur hún einhverjar slíkar raunhæfar áætlanir á prjónnnum? Nei. síður en svo. Þar ríkir sundrung og óeining, og jafnvel innan flokkanna sjálfra ríkja skiptar skoðanir í meginatriðum, s. s. um efna- hagsuppbyggingu og afstöðuna í utanríkismálum. Það eina, sem þeir sækjast etfir og gera sér vonir um, er að ná stöðv- unarvaldi og stjómarkreppu. Þeir bjóða aðeins og eingöngu upp á glundroða. t ið birting „njósnaskýrslna“, sem áttu að koma frá bandaríska sendiráðinu. Átti þetta að sýna, hvernig Bandaríkjamenn njósn- uðu um velflesta íslendinga, hvað þeir væru vondir menn, og hversu þeir misnotuðu aðstöðu sína hér á landi. Bomba þessi var að sjálfsögðu hin ómerkilegasta og kommún- istum sfzt til hags í örvæntinga- fullri Ieit þeirra að fleiri nyt- sömum sakleysingjum. Um koll keyrði þó, þegar Vfsir Ijóstraði því upp, að „njósnaskýrsiur“ þessar voru einkasltjöl persónu- grúskara hér í borg engum til meins né gagns — hvað þá Bandaríkjamönnum. Sú uppljóstrun gerði komm- únista ekki aðeins bera að vís- vitandi tilbúningi og blekking- um, heldur sannaði betur en nokkru sinni fyrr málefnalega fátækt þeirra. hafna- og viðskiptafrelsisins og kommúnistar, þótt f öðrum bún- ingi séu. Þeir hafa alla tið rek- ið harðsvíraðan áróður gegn hinu svokallaða „Reykjavíkur- valdi“, þeir hafa kallað fjárfest- inguna á Suðvesturlandi „of- þensiu“ og þeir hafa kallað Reykvíkinga „múgsálir, sem skorti sjálfstæða hugsun og styðji óíslenzkan málstað“. Þeir kalla Reykvikinga „stór- kapitalista“, en reka sjálfir og ráða stærsta „stórkapitalista“ fyrirtækinu á íslandi, SÍS, og vinna að því öllum ráðum að drepa- niður hina mörgu sjálf- stæðu atvinnurekendur í Reykja vík. Þeir bjóða nú fram i baráttu- sæti einn af forstjómm SÍS auð- hringsins, mann, sem hefur sam stöðu með kommúnistum í borg- arstjóm, og kalla hann „ske- leggan fulltrúa Reykjavíkur". Framsóknarflokkurinn er höf- uðóvinur Reykjavíkur og því má það aldrei ske, að þeir geti hrósað sigri á þeim stað. Notagildi húsnæðismála- lána hefur aukizt Húsnæðismál segja stjórnar- andstæðingar aldrei hafa verið í verra ástandi en nú. Ungu fólkl sé ókleift að byggja og engar íbúðir séu til kaups. Þar sem verk viðreisnarinnar eru talin upp (annarsstaðar i blaðinu) er sýnt fram á hið raunvemiega ástand í húsnæð- ismálum. Þar er bent á hin stór- hækkuðu lán til ibúðabygginga, hið hækkaða notagildi útlána frá árinu 1958, miðað við bygg- ingarkostnað, þær miklu ibúða- byggingar síðasta áratuginn, sem verið hafa iangt umfram fólksfjölgun og fullnægt hafa því eftirspurn, og síðast en ekki sízt er bent á að gert sé ráð fyrir í framkvæmdaáætiuninni, að byggðar séu að meðaltali 1400 íbúðir á ári hverju til 1966. 'Úi\án íílmenna. veðlánakerfísins Útlán í fi\utfa\\i viá (búiabygqinqar Kotatjíldf úildna' mibab víb byq<jin<jarkostnab miiij. 94% 7o,i 86/6 millj. /»\ 66,6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.