Vísir - 08.06.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 08.06.1963, Blaðsíða 13
VÍSIR . Laugardagur 8. júní 1963 13 ORÐUNGSFRAM SÓKNARMANNS Vegna heimilisðstæðna get ég ekki látið nafns mins getið, en Iangar þó að fylla flokk þeirra æskumanna, er sögðu meiningu sfna i blaði yðar f gær, skýrt og skorinort Nú geng ég að kjörborðinu f fyrsta sinn á ævinni, og ég finn þá ábyrgð, sem á mér hvíl- ir. En þrátt fyrir þá ábyrgð er ég stoltur yfir því að fá Ioks- ins að leggja eitthvað af mörk- um landi mfnu til heilla. Ég er alinn upp á Framsóknar- heimili, og fyrir fáelnum árum hefði mér aldrei komið tii hug- ar að kjósa nokkurn annan flokk en Framsóknarflokkinn, en nú get ég það ekki sam- ÓmakSeg ummæli Rannsóknardómarinn í málinu vegna lögskráningar á bátinn Sig- urpál frá Hafnarfirði hefir beðið Vfsi að birta leiðréttingu á mis- sögn í Þjóðviljanum um mál þetta í gær. Er þar ómaklega sveigt að Einari Ámasyni starfsmanni bæj- arfógetaembættisins f Hafnarfirði og sagt að skjalafölsun sé sönnuð á bæjarfógetaembættið f Hafnar- firði. Dómarinn bað blaðið að geta þess að við síðari yfirheyrslu hafi Einar Ámason beðið um að koma fyrir réttdnn og sjáJfviljugur skýrt frá breytingu lögskráningarinnar. vizku minnar vegna. En mér verður hugsað fjögur ár aftur í tfmann og minnist þess, er Her- mann Jónasson og ráðuneyti hans flýðu frá þeim örðugleik- um, sem að þjóð okkar steðj- uðu. Þá fyllist ég viðbjóði og ekki þá sízt er ég heyri orða- gjálfur þessara sömu manna nú fyrir kosningar. En hvemig geta þessir vesalingar látið sér til hugar koma, að íslenzka þjóðin veiti þeim kjörfylgi eftir það, sem á undan er farið? Þeir eru sannarlega bjartsýnni en þeir voru fyrir fjómm árum. Væri það ekki einsdæmi í ver- aldarsögunni, ef þær „hetjur“, sem renna æpandi og veinandi af hólmi strax og f harðbakka slær, gerandi sitt ýtrasta til að draga allan kjark úr þjóð sinni, yrðu svo gerðar að forystu- mönnum 1 ands sfns? Ég er hræddur um það. Vegna jæss, sem að framan greinir, tel ég það skyldu mína að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Kosningaveður Framhald af bls. 16. sem Reykjaneskjördæmi, Suður- landskjördæmi og Vesturlands- kjördæmi. í hinum kjördæmun- um er ekki búizt við að talning geti hafizt fyrr en eftir hádegi á mánudag. Atkvæðum verður safnað saman á einn stað í hverju kjördæmi og talið á þess um stöðum: Hafnarfirði, Sel- fossi, Borgamesi, Isafirði, Blönduósi, Akureyri, Seyðisfirði og í Reykjavík verður talið í Austurbæjarskólanum. Kjörin hafa batnað Rabbað við Jón Björnsson verkamann Vísir hefur að undanförnu birt viðtöl við menn úr öllum stétt- um þjóðfélagsins. Eins og þau bera með sér binda menn al- mennt miklar vonir við núver- andi ríkisstjórn og það starf, sem hún hefur innt af hendi og æskir eftir að geta haldið á- fram. Jón Bjömsson hefur starf- að sem óbreyttur verkamaður sfðan hann kom út úr skóla fyr- ir 10 árum. Hann er einn þeirra mörgu, sem telja ríkisstjórnina hafa unnið gott starf og vilja að hún geti haldið þvl áfram. Við hittum Jón á vinnustað hans f gær og ræddum stuttlega við hann. — Hvað vilt þú segja um kaupgjaldsbaráttuna sfðan þú byrjaðir að starfa f verkalýðs- hreyfingunni? — Mér finnst það áberandi, að kommúnistar gera allt sem þeir geta til að koma af stað vinnudeilum og verkföllum. Þeg ar þeir mega ráða reyna þeir að koma af stað sem mestum illindum f sambandi við tilraun- ir okkar til að fá hækkað kaup, Kjaradeilur, sem þeir hafa stjóm að, eru yfirleitt dýrari en þær þurfa að vera. Það hefur sýnt sig að þegar kommúnistar missa aðstöðu til að skapa úlfúð reyn- ist alltaf mögulegt að koma á launahækkunum án verkfalla, með friðsamlegum samkomulags umleitunum. Þessa leið tel ég heppilegri og hún hefur að öllu leyti gefizt betur en verkfalls- leiðin. 5 S |§ VU? SKULUH EKKl LBKA = £FMHA(,S&AWA‘LACIM — FYKR EH EFTIB KQSmCAK !! — Hvert finnst þér hlutverk Framsóknar hafa verið f verka- lýðsmálum undanfarin ár? — Framsókn hefur undanfar- in fjögur ár fylgt kommúnistum að málum innan verkalýðshreyf Jón Bjömsson. ingarinnar, stutt þá til valda og áhrifa og staðið með þeim í að etja til verkfalla. Það var ekki fyrr en draga tók að kosningum að Framsókn hætti opinberum stuðningi sínum við kommún- ista í verkalýðshreyfingunni, en það er aðeins bráðabirgðaráð- stöfun, sem er ætlað að blekkja fólk. Ef nauðsyn krefur mun Framsókn hefja samstarfið við kommúnista á nýjan leik. Annars hefur mér fundizt sem Framsókn hefði fremur lftinn á- huga á hagsmunamálum verka- lýðsins, nánast verið okkur and- snúin, t. d. í tryggingarmálum. — Heldurðu að, kommúnistar hefðu tapað Alþýðusambandinu ef Framsókn hefði neitað að styðja þá á sfðasta þingi? — Ég reikna með því, já. Og þá hefði heldur ekki komið til þeirra lögbrota, sem framin voru gagnvart verzlunarmönn- um við inngöngu þeirra f Al- þýðusambandið. — Hvað hefurðu að segja um áróður Framsóknar fyrir þessar kosningar? — Að mínum dómi er hann mjög óábyrgur. Við vitum að kommúnistar eru ekki þjóðholl- ir, svo að við öllu er að búast af þeim. Gera verður meiri kröf- ur til Framsóknarflokksins, sem telur sig lýðræðisflokk og telur sig fylgjandi vestrænu sam- starfi, en f afstöðunni til At- lantshafsbandalagsins hefur Framsókn reynzt mjög reikul, og jafnvel stuðlað að sundrung f samstarfi íslands og vestrænna þjóða. Ábyrgðarleysi Framsókn- ar f landhelgismálinu er eftir- tektarvert dæmi um virðingar- leysi flokksins fyrir stefnu okk- ar f utanríkismálum. — Snúum okkur að kjara- málunum. Hvað finnst þér hafa áunnizt í þeim? — Það er erfitt fyrir núver- andi stjórn að taka við af vinstri stjóminni. En kjörin hafa batn- að og vinna hefur verið næg. Ýmislegt hefur verið gert til að bætá upp verðhækkanir, sem urðu eftir gengisfellinguna, t. d. auknar fjölskyldubætur. Ellilíf- eyrir hefur verið stóraukinn, skattar lækkaðir o. s. frv. — Telur þú erfiðara að eign- ast eitthvað nú en fyrir fjórum árum? — Það get ég ekki sagt. Ég held það sé ekki erfiðara að byggja en áður. Lánveitingar hafa aukizt. Afkoma manna er ekki sfðri en þá. Tryggjum framtídina kallaða viðreisnarstjórn tók við völdum. Og ég vísa enn á ný til samvizku ykkar, kjósendur góðir. Berið saman af raunsæi þessi tvö tímabil og gerið ykkur ljósan þann geysilega mun til framfara og batnaðar á allan hátt. Tfmann sem viðreisnar- stjórnin hefur verið við völd eða tímabilið sem hörmungar- stjómin hans Hermanns ásamt kommúnistum rfkti. Það kjör- tímabil sem þeir þó gáfust upp á áður en lauk. Og vildi ég nota þeirra eigin orð og kalla móðu- harðindi. Góðir ísiendingar! Kallið ekki yfir okkur vandræði, cinokun og kúgun. Framtíðin blasir björt við og hana tryggjum við með því að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn. X-D. Guðmundur Kristinsson, stýrimaður, Akranesi. BÍLL - ÓSKAST Óska eftir að kaupa vörubifreið, smíðaár frá ’52—’55. Upplýsingar f síma 23155 frá kl. 10—12. ____ LAGTÆKUR MAÐUR Vanur ýtustjóri og lagtækur maður óskast. Uppl. milli kl. 12—1 og 7—8 í síma 32394. 'p'armenn góðir, og allir íslend- ingar! Á morgun gangið þið að kjör borði. Þá veltur á miklu að þið hafið samvizkuspursmálið hreint og að krossinn ykkar fari á rétt an stað. í þeim kosningum til Alþingis, sem framundan eru, hefur aldrei verið meira f húfi. Hin gegnsýrðu og spilltu öfl þjóðfélagsins, stjómarandstað- an, reyna nú í ræðu og riti að afsaka glópsku og spillingu sinna flokka. Og reyna af öllum mætti að klóra yfir vangetu og viljaleysi, sem einkenndi öll þeirra vinnubrögð meðan þeir réðu málum þjóðarinnar. Við sem höfum siglt f tugi ára finnum þann geysilega mis- mun á allan hátt, bæði á lífs- afkomu okkar, svo og öllum þeim framförum í þjóðfélaginu, sem orðið hafa síðan hin svo-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.